Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 13 um, að þeir gætu haldið velli á eynni lengur en í eitt eða tvö ár, en þrátt fyrir allar efasemdir tókst þjóðernissinnum að gera Taiwan að einhverju mesta velmegunarlandi Asíu. Nú eru útlagarnir frá meginlandinu um 15% eyjarskeggja og sambúð þeirra og innfæddra, sem eru afkomendur Kínverja er hafa flutzt frá meginlandinu á und- anförnum átta öldum, hefur stundum verið erfið á liðnum áratugum. En þjóðarbrotin hafa verið sammála í andstöðu sinni gegn kommúnistum og Chiang Ching-kuo, hinn vinsæli forseti, nýtur yfirgnæfandi stuðnings eyjarskeggja. Bjarga sér Bandaríkjamenn hafa verið helztu vinir Taiwanmanna og aðalverndarar allar götur síðan 1949 þótt öll önnur helztu ríki á Vesturlöndum hafi tekið upp samband við stjórnina íPeking. En þótt stjórnmálaeinangrun Taiwans hafi aukizt hefur það ekki haft sýnileg skaðleg áhrif á blómlegan efnahag eyjar- skeggja. Viðskipti eyjunnar við Chiang Ching-kuo, forseti Taiwans, fyrir neðan mynd af föður hans, Chiang Kai-shek. útlönd námu 21 milljarði dollara fyrstu 11 mánuði þessa árs og flestir sérfræðingar eru sam- mála um að efnahagslífi Taiwans sé vel borgið þrátt fyrir sambandið sem kemst á milli Washington og Peking. Þótt það hafi alltaf verið yfirlýstur tilgangur þjóðernis- sinna að hverfa aftur til megin- landsins hafa þeir tryggt sér stuðning eyjarskeggja með bættum lífskjörum, sem þeir hafa komið til leiðar, jarða- skiptingum og hinu blómlega efnahagslífi, sem þeir eiga heiðurinn af. Á undanförnum tíu árum hefur stjórríin staðið fyrir ýmsum stórfram- kvæmdum, sem miða að því að færa Taiwan í röð háþróaðra ríkja, þar á meðal byggingu kjarnorkuvera og iðnvæðinga, og ákvörðun Bandaríkjamanna ætti ekki að þurfa að koma hart niður á Taiwan, að minnsta kosti ekki fyrst í stað. Taiwan er líka hernaðarlega öflugt ríki, jafnvel án stuðnings Banda- ríkjamanna, sem nú hafa á eynni aðeins um 750 hermen , sem verða fluttir burtu. Það er líka almennt viðurkennt, að kommúnistum mundi reynast geysilega erfitt að gera innrás í eyna og'leggja hana undir sig. PIONEER flö PIONEER afburóar hljómtæki iz? VVATTS5 / '** ■ i o&r \ s* Imininiiilmmuiliiinniilniiini Pioneer SX-590 útvarpsmagnarinn er feti framar og tryggir eiganda sínum úrvals magnara fyrir hagstætt verö. í SX-590 magnaranum eru allar helztu nýjungar frá PIONEER sem aöeins prýöa dýrari gerðir tækja. SX-590 er 2*70W á hvora rás og kostar aöeins kr. 189.500- Plötuspilarana frá PIONEER þekkja allir af gæöunum sem eitthvaö vita um hljómtæki. PL-512 plötuspilarinn er beltdrifinn og meö armlyftu. Plötuspilari sem sannaö hefur þaö meö þrotlausum prófunum aö hér er um aö ræöa endingargóöan og næman spilara. Verö aöeins kr. 95.300,- Frambyggt kassettutæki meö Dolly kerfi. Kostirnir viö frambyggöu tækin eru ýmsir en sá helzti er þó sá aö lítil hætta er á aö ryk safnist á hausana sem lesa bandið. CT-F500 er sérlega einfalt tæki í allri smíöi og þar af leiðandi mjög endingargott tæki. Verö aöeins kr. 166.000 - I Kraftmagnari sem lætur ekki mikið yfir sér en er samt 2*25W í rás og er einkar smekklegur í hönnun. Sumir vilja skrautlega magnara með fullt af tökkum og Ijósum, aðrir vilja einfalda en góöa magnara og hér er einmitt einn fyrir þá og veröiö er ótrúlega hagstætt eöa aöeins kr. 116.900.- Iiyjgiil T ’ 1 ' í' í býður nokkur betur? OPIÐ TIL KL. 10 í KVÖLD hljomdeild fe) KARNABÆR ® Laugavegi 66, 1 . hæð Sími frá skiptiborði 281 55

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.