Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR'22. DRSEMBER 1978 Sigurður frá Arnarholti Um þessar mundir kemur út hjá forlaRÍ Helgafells ljóðasafn eins vinsælasta skálds sinnar ti'ðar hér á landi. Sigurðar frá Arnarholti. Formáli Jóhanns Gunnars Ólafssonar um skáldið fer hér á eftir með leyfi útgefanda. Ragnars í Smárai Sigurður Sigurðsson skáld frá Arnarholti var fæddur 17. 9. 1879 í Hinni konunglegu fæðingarstofn- un í Kaupmannahöfn, og þar var hann skírður 30. sm. Sigurdr (Sigurðarson), en faðir hans fyrndi svo rithátt á nafninu. Hann hét Sigurður Sigurðsson. Lauk hann prófi í júní 1879 í forntungunum, grísku og latínu, sögu og norrænu, með einkunninni laudabilis (1. einkunn). Prófskír- teini hans var dags. 8. 9. 1879. Hann bjó um þær mundir á Garði. • Sigurður eldri var sonur Sigurð- ar Ólafssonar bónda í Skíðsholtum í Hraunhreppi i Mýrasýslu, og konu hans, Kristínar Margrétar Þórðardóttur, sem bæði voru af góðum ættum. Hann var alinn upp hjá föðurbróður sínum, Sigmundi bónda í Lambhústúni í Hjörsey, og konu hans Guðbjörgu Jónsdóttur. Séra Stefán Þorvaldsson prestur í Hítarnesþingum, sem fermdi hann, gaf honum hinn besta vitnisburð, og stuðlaði að því að hann var settur til mennta. Lærði Sigurður undir skóla hjá séra Sveini Níelssyni á Staðarstað. Lauk hann stúdentsprófi árið 1872 og var síðan í tvö ár heimiliskenn- ari hjá Þorvaldi Jónssyni héraðs- lækni á Isafirði, en sigldi til Kaupmannahafnar árið 1874 og lagði fyrir sig nám í forntungun- um. Arið 1879 var hann settur kennari við Lærðaskólann í Reykjavík, en skipaður 1880. Þá um sumarið fór hann námsför til Frakklands til frekara náms í frönsku. I skóla var honum gefið viður- nefnið slembir, og var það eini arfurinn, sem sonur hans hreppti eftir hann. I október árið 1882 sendi móðir drengsins Sigga litla til íslands með póstskipinu Arcturusi. Skip- stjóri afhenti barnið til póst- meistara í Re.vkjavík, og var hann þar þangað til honum var ráðstaf- að í fóstur til Björns M. Ólsens, vinar Sigurðar. Sigurður hafði verið búinn að orða það við séra Jens Pálsson á Þingvöllum, að hann tæki barnið í fóstur. Þeir voru bekkjarbræður. Björn M. Ölsen var nú orðinn kennari og umsjónarmaður í Latínuskólanum, og bjó þar með Ingunni, móður sinni, og Björgu Margréti, systur sinni. Vakti þessi sending mikið umtal í Reykjavík, enda var mjög fágætt, að börn væru send með pósti milli landa. Var Siggi litli oft nefndur Póstpakkinn um þær mundir, en hann þótti mikil konungs gersemi, aðeins mælandi á dönsku. Slúður- sögurnar í bænum eignuðu Birni barnið og eimir enn eftir af þeim orðrómi. Kannski hefur Sigurður ætlað að kveða niður þann sögu- burð, er hann lét þinglýsa í bæjarþingi Reykjavíkur þessari yfirjýsingu: „Eg undirritaður Sigurðr Sigurðarson adjunkt í Re.vkjavík lýsi hérmeð til ættar og arfs eftir mig son minn, Sigurð 4ra ára gamlan, sem ég hefi eignast utan hjónabands, þannig að hann í öllu tilliti verði aðnjótandi sömu rétt- inda og hann væri minn skilgetinn sonur. Reykjavík 2. mai 1884 Sigurðr Sigurðarson Vottar: Þórhallur Bjarnarson (síðar biskup) Björn M. Ólsen. Skömmu síðar (26. 7. 1884) fórst Sigurður á skemmtisiglingu út af Laugarnestöngum, ásamt tveim mönnum öðrum. Eignir hans, en það voru einkum bækur á latínu, grísku og frakknesku, hrukku ekki fyrir skuldum. II Nú skal gerð grein fyrir móður Sigurðar yngra. Hún hét Flora Concordia Orelia (eða Ovelia) Jensen og var fædd í Hinni konunglegu fæðingarstofn- un í Kaupmannahöfn 17. 12. 1852. Hún var fermd árið 1867 og var þá talin fósturdóttir Hansens klæð- skerameistara. Móðir Floru var Inger Mariline Gottfredsen, en föður hennar er ekki getið í bókum. Hún var óskilgetin. Hins- vegar var ættarnafn hennar (Jensen) nefnt við fermingu. Inger Mariline var dóttir Hans Christian Gottfredsen Böstrup verkamanns. Hún giftist 1866 sænskum beyki H. C. Páhlson, sem fór til Ameríku ári síðar og týndist þar. Inger Mariline vann fyrir dóttur sinni með ýmiskonar vinnu, en 1884 var hún orðin hjúkrunarkona við almenna sjúkrahúsið og þar dó hún vistmaður árið 1904, og var jarðsett á kostnað borgarinnar. Flora Concordia eignaðist dótt- ur árið 1875 og lýsti hún föður Hansen sjómann, sem skömmu áður en barnið fæddist, hafði drukknað af skipi undan Góðrar- vonarhöfða. Dóttirin var skírð Flora Elvira Charlotte og var í ágústmánuði 1882 ættleidd af Nielsen vindlagerðarmanni, með samþykki móðurinnar. En í október sama ár sendi hún Sigga litla til Islands, eins og áður segir. Árið 1882 átti Flora við veikindi að stríða og var þá til lækninga í Borgarspítalanum. Hún hafði unn- ið í Hinum konunglegu dönsku postulínsverksmiðjum og sýkst af blýeitrun. Um þetta leyti haföi hún byrjaði pólitískan feril sinn. Átti hún í útistöðum við lögregluna, sennilega með þátt- töku í politískum útifundum, sem voru bannaðir, en hafði þó ekki sætt þungum refsingum. Björn M. Ólsen adjunkt var í Kaupmannahöfn árið 1883. Hann skrifaði í minnisbók sína 23. 8. 1883: „Um morguninn kemur Flora Jensen að spyrja um Sigga. Hún er nokkuð lík drengnum, einkum á niðurandlitið. Hún er ánægð yfir að vita að vel fer um drenginn, en stundum rennur út í fyrir henni“: (þ.e. hún klökknar, liggur við gráti). Flora var sósíalisti, vann sem blaðamaður, og kom fram sem ræðuskörungur (folketaler). Flora Concordia var handtekin af lögreglunni 10. 12. 1888 og færð í fangelsið við Nýjatorg. Hún sýndi mótþróa og skammaði varð- liðið, og gerði tilraun til að sparka í eina gæslukonuna. Síðan var höfðað mál á hendur henni fyrir brot á ákvæðum hegningarlaga um árásir á varðmenn og valdstjórn. Gæslukonan skýrði frá því í vitnisburði sínum, að Flora hefði kallað hana þjóf og áþekkum nöfnum. Hún hefði að vísu verið nokkuð undir áhrifum áfengis, en þó ekki drukkin. Atferli hennar taldi gæslukonan framur stafa af því að hún væri ekki með öllum mjalla. Var hún síðan dæmd til refsingar fyrir þetta atferli, en það vekur furðu að ekki er á það minnst í forsendunum hversvegna hún var færð í fangelsið. Þegar hún hafði afplánað refsinguna var hún flutt í Borgarspítalann til rannsóknar og þaðan í geðveikra- hælið á St. Jörgensbjærg hjá Hróarskeldu. Þar var hún þangað til hún andaðist skyndilega 5. 5. 1910. Var hún jarðsett á kostnað borgarsjóðs. í bókum skiptaréttar var sagt, að hún hafi átt tvö börn: Flora Elvira og Sigurð, sem enginn vissi hvar væri. í sjúkradagbók hennar (journal) á geðveikrahæl- Eftir Jóhann Gunnar Ólafsson inu er gerð sú grein fyrir henni, að hún hafi lifað fjölbreyttu lífi, verið gangastúlka á Borgarspítalanum, starfað í postulínsverksmiðjunum, stundað ýmislega vinnu árum saman og síðast blaðamennsku við blöð sósíalista. Þá er sagt, að hún hafi verið frjálshyggjumanneskja, og haldið fram frjálsum ástum. Yfirlæknir Borgarspítalans lýsti svo skaplyndi hennar, að það hafi verið ofsalegt. Eftir að hún kom í geðveikrahælið gripu hana mikil ofsa- og leiðindaköst, og hamaðist þá gegn öllu og öllum. En hún stilltist er hún var sett í kalt bað Sigurður írá Arnarholti og einangrun. Þó bilaði hún aldrei í trú sinni á sósíalismann, (sine forrykte socialistiske forestillingar bevarer hun uforandrede, 1891). Þegar frá leið varð hún rólegri og var góður starfskraftur á hælinu. Hún vildi láta fólk halda að hún væri andans maður, blandaði í tal sitt latínu- og sænskuglósum, og fékkst við vísnagerð. Nánari upplýsingar hefur ekki tekist að afla um ástæður til þess að hún var sett í geðveikrahælið þar. Þó skapofsi hennar væri mikill, fær maður nú ekki séð, að hún hafi í fyrstu verið geðveik. Getur maður naumast varist þeirri hugsun, að hún hafi verið sett í hælið af pólitískum ástæðum. Um þær mundir stjórn- aði Estrup ráðherra Danmörku með minnihlutastjórn og beitti bráðabirgðalögum og harðræði. Hörðustu andstæðinga sína lét hann handtaka. Voru margir hinna fyrstu sósíalista dæmdir í fimma ára fangelsi eða hraktir til Ameríku eða hvorttveggja. Öll fundahöld voru bönnuð og einnig blaðaútgáfa, og lágu þungar refsingar við, ef út af var brugðið. Floru er svo lýst í bókum lögreglunnar, að hún hafi verið í meðallagi að hæð og vexti, ljós- hærð og bláeygð. Það fer vart milli mála að Sigurður hefur líkst móður sinni, bæði að andlitsfalli og skapgerð. Honum var sagt, hvar hún væri, en því haldið leyndu fyrir öðrum, og lét hann í veðri vaka að hún hefði verið ítölsk dansmær. En konu sinni sagði hann deili á henni og dvalarstað. III Þær Ingunn, móðir Björns M. Ólsens, og Björg Margrét, systir hans tóku miklu ástfóstri við Sigurð, og má eflaust segja hið sama um Björn, þó hann væri ætíð strangur og siðavandur, og vildi láta hlýða boði sínu og banni. Árið 1885 giftist Margrét Ólafi Guðmundssyni lækni og til þeirra fluttist Ingunn eftir að þau voru komin að Stórólfshvoli. Þá hætti Björn heimilishaldi og kom Sig- urði í fóstur til vinar síns og bekkjarbróður, séra Valdimars Briems, á Stóra-Núpi í Gnúpverja- hreppi í Árnessýslu. Var hann níu ára gamall þegar hann fór þangað. Séra Valdimar kenndi honum undir fermingu og ellefu ára gamall byrjaði hann að læra latínu, þó hann léti þá í veðri vaka að hann vildi ekki læra. En séra Valdimar sagði í bréfi til Björns (1928), að erfitt væri að henda reiður á því, sem hann segði, því að hversdagslega talaði hann flest í spaugi, „eða að minnsta kosti í gamni og alvöru til samans, og væri ekki alltaf gott að deila í sundur". Séra Valdimar fermdi hann vorið 1893. Hann fékk bestu einkunn sinna fermingarsystkina. Séra Valdimar lét mikið af gáfum hans og þroska. Ólafur læknir og Margrét voru viðstödd ferming- una, en Björn gat ekki komið því við. Siggi fór síðan í orlof með þeim austur að Stórólfshvoli. Langaði fóstru hans gömlu til að sjá hann. Hann var nú orðinn myndarmaður, hár og grannur. Hann hafði oft fengið að fara í orlofsferðir að Hvoli. Var hann þá stundum fluttur austur yfir Þjórsá og bóndi á Landi reiddi hann austur að Hvoli. Á þessum ferðum kynntist hann Rangárþingi, þó ungur væri, eins og kvæði hans sýna. Sennilega hefur hann stundum verið hestasveinn Ólafs læknis í læknisvitjunum. Hann varð ungur mikill hestamaður, og kallaði séra Valdimar hann í spaugi merakóng. I sveitinni kynntist hann öllum sveitastörfum og jafnvel lestaferð- um í kaupstað, til Eyrarbakka. Hann fór sjaldan til Reykjavík- ur á sumrum, en einhverju sinni sagðist séra Valdimar senda hann með póstinum eins og hann hafði komið til íslands. Vorið 1894 tók Sigurður próf upp í annan bekk Lærðaskólans, og sat hann í skólanum þangað til í nóvember 1898. Var hann þá kominn í 6. bekk. Lét Björn hann segja sig úr skóla, vegna þess að hann hafði brotið reglur skólans um vínnautn. Fóstri hans ákvað nú að hann skyldi leggja fyrir sig lyfjafræði- nám, og byrjaði hann í febrúar- mánuði 1899 í Lyfjabúð Reykjavík- ur. Snemma árs 1902 fór hann til Hobro á Jótlandi og lauk þar námi til undirbúningsprófs. í október 1902 innritaðist hann til prófs inn í Den pharmaceutiske læreanstalt í Kaupmannahöfn en mætti ekki. í bréfi dags. 28. 11. 1902 til Þórðar Sveinssonar segir hann frá ástæðum til þess að hann tók ekki prófið að því sinni. En það próf tók hann í apríl 1903 með 1. einkunn. Hann stundaði síðan nám í lyfja- fræðiskólanum um tíma. Skóla- bróðir hans Mads Nielsen minnist á hann í endurminningum sínum: Den gamle apoteker forteller (Sören Lunds forlag. Arhus 1956); „Meðal nemendanna var ís- lendingur, Sigurd Sigurdsson, besta ljóðskáld Islands, en skrifar aldrei neitt, hefur Gunnar Gunnarsson sagt um hann. Hann var 12 ára skóladrengur, þegar hann fékk 1. verðlaun í ljóðasam- keppni, fyrir kvæðið Hrefna — hin hrafnsvarta — Spaniola, kölluðum við kvæðið, þegar við í sameiningu reyndum að þýða nokkur ljóð hans. Það bar engan ávöxt, og engan árangur hafði hann af próflestri sínum. Árrisull var hann ekki og ef hann á annað borð kom í skólann var það ekki fyrr en eftir morgunmat. Væri Knut Hamsun í borginni var óhætt að reikna með stöðugri fjarvist hans. Þegar hann las undir aðstoðar- mannspróf, hafði hann svo mörgu að sinna í höfuðstaðnum, að hann gaf sér ekki tíma til að taka þátt í undirbúningsnámskeiðum, en hann stóð sig samt vel. í efnafræð- inni komst hann ekki yfir nema lítinn hiuta bókarinnar, en það sem hann kunni, kunni hann vel, og ef prófandinn spurði um eitthvað annað, svaraði hann á íslensku, sem enginn skildi, og ef prófandinn hjálpaði vinsamlega til með svarið, þá var það einmitt það, sem hann átti við, en gat ekki komið orðum að. Sigurd Sigurds; son þýðir, sá sem ber sigur úr býtum, sagði hann. Sigurvegári varð hann þó ekki í skólanum, og hann hætti brátt við námið. Hann var einfari í nemendahópnum, leit á sig sem stoltan villifugl í hænsnabúinu, og lét smáum aug- um á okkar borgaralega, ágæta siðgæði. Einu sinni sýndi hann mér Mjöll Stuckenbergs í fögru skinnbandi. Þá bók hafði bóksali hans gefið honum. „Það var elskulegur bóksali," sagði ég. „Nú, það var svo sem ekki til að hrífast af. Hann hélt auðvitað, að hann ætti að fá borgun fyrir hana.“ Á Islandi gaf hann síðar út mörg ljóðasöfn, fékk lyfsöluleyfi í Vestmannaeyjum, og þáttur hans í stofnun Björgunarfélags Vest- mannaeyja og dugnaður hans við kaup á nýtískulegu gufuskipi til björgunarstarfa, varð til þess að hann fékk riddarakross Fálka- orðunnar og tvö þýsk heiðurs- merki.“ Þó ekki sé þetta nákvæmlega rétt, gefur það mynd af Sigurði í skólanum og hvert orð fór af honum. Sá hópur, sem Sigurður byrjaði nám með, hóf það í maí 1903, og lauk prófi í október/nóvember 1904. En lokapróf tók hann aldrei, en hann varð með prófi sínu examen. pharm. Fóstri hans hætti að styrkja hann til náms. Vann hann síðan við lyfjabúðir víða um Danmörku, en hvarf heim til Íslands árið 1905 og varð starfsmaður í Reykja- víkurapóteki. Eftir heimkomuna kynntist Sigurður Önnu Guðrúnu Pálsdóttur prfests í Gaulverabæ, fóstur- og systurdóttur Sigurðar Þórðarsonar sýslumanns í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Þau gengu í hjónaband 29. 9. 1906 og fluttust um vorið 1907 að Arnarholti í Stafholtstungum. Varð Sigurður sýsluskrifari hjá sýslumanni. Árin í Arnarholti urðu Sigurði lær- dómsrík. Hann hélt manntalsþing í umboði sýslumanns um alla sýsluna frá Hvalfjarðarbotni í Hraunhrepp á Mýrum. Á þeim ferðum kynntist hann nýjum mönnum og nýjum stöðvum. Þá kom hann fyrst á æskustöðvar föður síns í Hjörsey. Orti hann um þær mundir hið ágæta kvæði um eyna. Þingaði hann fyrst á Lækjarbugsþingi í Hraunhreppi 27. 5. 1908 og ræður að líkum að hann hafi þá gert sér ferð í Hjörsey að þinglokum. Halldór Gunnlaugsson héraðs- læknir í Vestmannaeyjum hafði um þessar mundir byrjað að impra á því við landlækni, að nauðsyn- legt væri að setja upp lyfjabúð í Vestmannaeyjum, sökum anna hans, einkum á vertíðum. Sýsluskrifaraembættið var ekki til frambúðar fyrir Sigurð. Hann gerði sér ferð til Vestmannaeyja síðsumars 1912 til þess að ræða við Halldór lækni, vin sinn frá skóla- árum þeirra, um stofnun lyfjabúð- ar, og til þess að kynnast mönnum og aðstæðum. Halldór læknir samdi í byrjun desember 1912 yfirlýsingu um það, að hann og undirritaðir Vestmanneyjingar teldu æskilegt og jafnvel nauðsyn- legt, að lyfjabúð yrði sett á stofn í Eyjum, og mæltu við landlækni með Sigurði lyfjafræðingi, sem hefði hug á lyfsöluleyfi þar. Meðal þeirra, sem undirrituðu yfirlýsing- una, auk Halldórs, voru sýslu- nefndarmenn, kaupmenn, hrepp- stjóri o.fl. Hannes Hafstein ráðherra gaf síðan út leyfisbréf 13. 2. 1913 fyrir Sigurð examen. pharm. til að reka lyfjabúð í Vestmannaeyjum. Sig- urður byrjaði nú undirbúning að flutningi til Vestmannaeyja, keypti íbúðarhús, sem hann kall- aði Arnarholt og kom þar upp aðstöðu á fyrstu hæð fyrir lyfja-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.