Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 45 Alþingi: Framhaldsskóla- frumvarpid lagt fram í þriðja sinn FRUMVARP til laga um fram- haldsskóla var lagt fram á Alþingi nú í vikunni. Er frum- varpið endurflutt, en það hefur verið flutt tvisvar áður. Verði frumvarpið að lögum mun það taka til náms á framhaldsskóla- stigi, er tekur við af skyldunáms- stigi samkvæmt lögum frá árinu 1974 um skólakerfi. Nám á framhaldsskólastigi, sem kostað er af almannafé, lýtur þá sam- ræmdu skipulagi samkvæmt lög- unum, verði þau samþykkt. Frumvarp þetta hefur sem fyrr segir verið flutt tvisvar sinnum áður, í fyrra og hitteðfyrra, en hlaut þá ekki afgreiðslu. Aður hefur verið skýrt frá meginefni frumvarpsins, en það hefur nú verið endurskoðað að nýju og gerðar á því nokkrar breytingar. Eru þessar helstar: 1. Tekin eru inn ákvæði um hlutdeild framhaldsskóla í full- orðinsfræðslu. Er m.a. kveðið á um aðgang fullorðinna að reglu- legum námsáföngum skólanna auk stefnumarkandi ákvæðis um nýtingu kennsluaðstöðu 1 framhaldsskólum fyrir almenna fræðslustarfsemi. 2. Kaflanum um fjármál er breytt á þann veg að gert er ráð fyrir að tvö fyrstu ár framhaldsskól- ans séu kostuð sameiginlega af ríki og sveitarfélögum eftir hliðstæðum meginreglum og gilda um grunnskóla, en kostn- aður af námi umfram tvö fyrstu árin greiðist af ríkissjóði. Þá er tekið inn ákvæði um námsvistargjald sem lög- heimilissveitarfélag greiðir vegna þeirra nemenda sem tvö fyrstu skólaárin sækja skóla sem reknir eru af öðrum sveit- arfélögum eða skóla fyrir mjög sérhæft nám sem reknir eru af ríkinu. 3. Tekin hafa verið inn fyllri ákvæði um setningu reglugerða, þar sem kveðið er á um aðila sem skulu vera ráðuneytinu til aðstoðar við samræmingu þeirra. Ákvæði um gildistöku lag- anna hefur verið breytt í því skyni að ljósara verði hvenær eldri lagaákvæði falla úr gildi. Gert er ráð fyrir að mennta- málaráðherra flytji Alþingi ár hvert skýrslu um undirbúnings- starfið og kynni þinginu drög að reglugerðum sem eru á döfinni hverju sinni. 30 ára afmælis Mannréttindayfir- lýsingarinnar minnst á Alþingi í upphafi fundar sameinaðs Alþingis á þriðjudaginn kvaddi forseti sameinaðs þings, Gils Guðmundsson, sér hljóðs til þess að minnast 30 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Gils Guðmundsson sagðii „Áður en gengið verður til dagskrár þykir mér hlýða að minnast með nokkrum orðum þess að nú eru liðin 30 ár frá því að birt var Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna, en það afmæli bar upp á síðastliðinn sunnudag, hinn 10. desember, og er þetta því fyrsti fundur Sameinaðs Alþingis eftir afmælið. Yfirlýsing þessi — í 30 greinúm — má segja að verið hafi helsta undirstaða þess sem unnist hefur á sviði mannréttinda frá þeirri niðurlægingu mannkyns sem svo víða blasti vjð í lok síðari heim- styrjaldar. Vernd mannréttinda var töluvert rædd við undirbúning að stofnun samtaka hinna Sam- einuðu þjóða 1945 og litlu síðar hófst markvís undirbúningur Gils Guðmundsson Mannréttindayfirlýsingar sem 48 ríki samþykktu á allsherjarþingi Sameinúu þjóðanna í París 10. des. 1948 — og var ísland í þeirra hópi. í yfirlysingunni er áréttað að hver maður sé borinn frjáls og jafn oðrum að virðingu og réttind- um, og að mönnum beri að breyta bróðurlega hverjum við annan. Þar eru tilgreind hin margvíslegu réttindi borgaraleg, stjórnmálaleg, efnahagsleg, félagsleg og menn- ingarleg, sem tryggja og vernda ber. Við íslendingar getur góðu heilli glaðst yfir því að virðing fyrir mannréttindum er rík í okkar landi og vernd þeirra vel skipað. En sama máli gegnir um mann- réttindi og sjálfstæði þjóðar, að þau verða ekki tryggð í eitt skipti fyrir öll heldur þarf jafnan árvekni þeim til viðhalds og styrktar. Þar getur Mánnréttinda- yfirlýsing hinna Sameinuðu þjóða gegnt þörfu hlutverki til hvatning- ar og aukins skilnings. Ég vil að á 30 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingarinnar bera fram þá einlægu ósk að yfirlýsingin megi á ókomnum árum í enn ríkara mæli en hingað til, verða þjóðum heims leiðarljós í viöleitni til verndar mannhelgi og mannréttindum — og skin hennar vaxa hvarvetna þar sem nú hvíla skuggar yfir“. S.Í.S. fær umboðslaun af útflutningsuppbótum Samband, íslenskra samvinnu- félaga tekur umboðslaun af út- flutningsuppbótum á land- búnaðarvörum, sem fluttar eru út á vegum Sambandsins, að því er Steingrímur Hermannsson, land- búnaðarráðherra, staðfesti í um- ræður á Alþingi nýlega. Fær Sambandið því bæði greidd um- boðslaun af markaðsverði vör- unnar erlendis, og útflutnings- uppbótunum sem íslenska ríkið greiðir með landbúnaðarafurðunum. Þessar upplýsingar komu fram í umræðum á Alþingi þegar verið var að ræða tillögu Eyjólfs Konráðs Jónssonar um beinar greiðslur til bænda, og gagnrýndi Eyjólfur þessar greiðslur, sem hann taldi meira en lítið óeðlileg- ar. Albert Guðmundsson tók í sama streng, og taldi það hneyksli að S.I.S. fengi greidd umboðslaun af skattpeningum þjóðarinnar. Vilmundur Gylfason sagði við umræðurnar, að hann væri sammála skoðunum Alberts í þessu efni, og sagði hann að fróðlegt væri að vita hversu mikil fjármunatilfærsla hefði átt sér stað með þessum hætti. — Einn þingmanna Framsóknarflokksins, Stefán Valgeirsson, sagði það sína skoðun, að ekkert væri óeðlilegt við það, að S.Í.S. fengi umboðslaun af útflutningsuppbótum. Að sögn Guðmundar Einarssonar hafa margir lagt leið sína á skrifstofu Iljálparstofnunarinnar undanfarna daga til að skila söfnunarbaukum og leggja fram önnur framlög. Ljósm. Kristjén. Hjálparstofnun kirkjunnar: Söfmmmnálg- astlOmiUjón- ir króna Söfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar hefur farið mjög vel af stað að sögn Guðmundar Einarssonar framkvæmdastjóra og hafa nú safnast nálega 10 milljónir króna, en á sama tíma í fyrra höfðu safnast um 6 milljónir og nam þá heildarupphæðin um 36 milljónum. Söfnunarbaukar hafa verið sendir til landsmanna og þessa tvo síðustu daga fyrir jól hyggst Hjálparstofnunin veita baukunum viðtöku í söfnunarbílum víða um land, en einnig verður tekið við öðrum framlögum. Hér fer á eftir skrá yfir hvar og hvenær söfnunarbílarnir verða til taks: Reykjavík: Bílarnir verða við Hagkaup, fyrir framan Kjörgarð á Lauga- vegi, í Austurstræti og Glæsibæ, 22. og 23. desember frá kl. 13 — 22 á föstudag og kl. 13—23 á Þorláksmessu. Kópavoguri Söfnunarbíll verður við Ham- borg 22. og 23 desember frá kl. 13 til lokunartíma verslana. Ilafnarf jörðuri Söfnunarbíll verður á Strand- götu á móts við bókaverslun Olivers Steins, 22. og 23. desem- ber frá kl. 13 til lokunartíma verslana. Keflavíki Söfnunarbíll verður í Hafnar- götu 22. og 23. desember frá kl. 12 til lokunartíma verslana. Vestmannaeyjari Söfnunarbíll verður við Báru- götu 22. og 23. desember kl. 14 til 23. Ilöfn í' llornafirðit Unglingar úr söfnuðinum munu ganga í hús á Þorláksmessu kl.6—19 og safna saman söfnunarbaukum. Eskifjörðuri Unglingar úr söfnuðinum muni ganga í hús á Þorláksmessu kl. 16—19 og safna saman söfnunarbaukum. Akureyrii Söfnunarbíll verður á Ráðhús- torgi 22. og 23. desember frá kl. 13 til lokunartíma verslana. ólafsfjörðuri Söfnunarbíll verður við Tjarnarborg á Þorláksmessu frá kl. 13-23 Siglufjörðuri Söfnunarbíll verður við Ráðhús- torg á Þorláksmessu frá kl. 12 til lokunartíma verslana. Sauðárkrókuri Söfnunarbíll verður á móts við byggingaverslun kaupfélagsins 22fog 23. desember kl. 13—22. ísafjörðuri Söfnunarbíll verður á Silfur- torgi á Þorláksmssu frá kl. 10-22. Flateyrii Unglingar úr söfnuðinum munu ganga í hús á Þorláksmessu kl. 16—19 og safna saman söfnunarbaukum. Þingeyrii Unglingar úr söfnuðinum munu ganga í hús á Þorláksmessu kl. 16—19 og safna saman söfnunarbaukum. Akranesi Söfnunarbíll verður á Akra- torgi. Nánar auglýst í útvarpi. Gamalt fólk gengur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.