Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 ! I „Der Bomber“ hættir • Der Bomber skorar eitt af mikilvægari mörkum sfnum, sigurmark Vestur-Þjóðverja gegn Englendingum á HM f Mexfkó árið 1970. Þjóðverjarnir sigruðu f leiknum 3—2, eftir að Englendingarnir höfðu komist í 2—0. Markið skoraði Miiller í framlengingu. Þegar rætt er um mikilvæg mörk MUllers, ber þó að sjálfsögðu hæst þegar hann skoraði sigurmark Vestur-Þjóðverja í úrslitaleik HM í Vestur-Þýzka- landi árið 1976. 9. JÚNÍ næstkomandi mun Gerd Miiller, eða „Der Bomber“ eins og hann er gjarnan uppnefndur. leika sinn síðasta leik í vest- ur-þýsku deildinni. Hann hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ástæðan fyrir ákvörðun kappans er sú, að hann hefur ekki getað komist að samkomu- lagi við félag sitt Bayern Miinchen um framlengingu á samningi sínum sem rennur út við lok keppnis- tímabilsins. Miiller er orð- inn 33 ára gamall og forráðamenn Bayern telja það ekki vera lengur þess virði að greiða honum þær svimandi tekjur sem hann hefur fengið til þessa og krafðist áfram. Það er engum blöðum um það að fletta, að Muller er einn besti miðherji, ef ekki sá besti, sem komið hefur fram í knattspyrnu- heiminum og þrátt fyrir háan aldur á knattspyrnumælikvarða, er hann enn duglegur að skora, hefur gert 9 mörk í þýsku deildarkeppninni í vetur, sem er aðeins 2 mörkum minna en mark- hæsti leikmaðurinn hefur skorað. Miiller lék að sjálfsögðu fjölda landsleikja, en hann dró sig út úr þeim ósköpum eftir að hafa skorað sigurmarkið í úrslitaleik HM árið 1974, en þá lögðu Þjóðverjarnir Hollendinga 2-1 eins og menn rekur eflaust minni til. Án Mullers og fleiri kappa svo sem Beckenbauers, Breitners o.fl. hefur landsliðið eiginlega aldrei náð sér verulega á strik. Alls lék Múller 62 landsleiki og skoraði í þeim 68 mörk eða fleiri en eitt í leik að meðaltali. Þá lék gamli maðurinn 424 deildarleiki með Bayern og skoraði 365 mörk. Hann varð fjórum sinnum á ferli sínum markhæsti leikmaður Búndeslígunnar. Auk þess var hann kosinn knattspyrnumaður Vestur-Þýskalands árin 1967 og 1969 og knattspyrnumaður Evrópu árið 1970. Múller hefur látið hafa það eftir sér, að ekki komi til greina að skipta um félag, fyrr hætti hann hreinlega að leika knattspyrnu en að leika með öðru félagi en Bayern. Þegar Helmut Schön barst fréttin um Múller sagði hann: — Þar hættir einhver fremsti knattspyrnumaður verald- ar og allra tíma. Mikil gróska í hrossakaupum A-Þjóðver jar byrjaðir ÍÞRÓTTAVELDIÐ Austur-Þýskaland hefur formlega hafið undirbúning fyrir Olympíuleikana, sem fram fara í Moskvu árið 1980. Uppgangur Þýska alþýðulýðveldisins í íþróttum hefur verið með ólíkindum siðustu árin. Þannig hlaut þjóðin 40 gullverðlaun á síðustu Olympíuleikum, sem haldnir voru í Montreal. Það var meira en fyrri kóngar, Bandaríkjamenn, Þjóðverjunum að hirða. Já, undirbúningur Þýska alþýðu- lýðveldisins er hafinn. Fyrir skömmu voru 523 frjálsíþrótta- menn, karlar og konur, boðaðir á fund í Austur-Berlín og fékk liðið þar æfingaprófgrömm til að fylgja. Verður landslið Austur-Þjóðverja valið úr þessum stóra flokki. Rossi skoraði ÍTALIR sigruðu Spánverja í vináttulandsleik f knattspyrnu sem fram fór í Rómaborg í gærdag. Lokatölurnar urðu 1—0 og var markið skorað í fyrri hálfleik. Það gerði HM-stjarna þeirra ítala, Paolo Rossi, á 30. mínútu leiksins. hlutu f það skipti og gullmagn sem Bandarikin ein hafa leikið eftir íþróttasamband landsins hefur hrist fram úr erminni gífurlegar fjárupphæðir íþróttafólkinu til halds og trausts, 1,5 milljón marka, en það samsvarar 790.000 Banda- ríkjadölum. Önnur sambaönd fá ásamt frjálsum framlögum enn rosalegri upphæðir, 4,7 milljónir marka eða 2,5 milljónir Bandaríkja- dala. Það er greinilegt, að í engu er til sparað. Þá má geta þess, að enn meiri peningar munu renna til undirbúningsins síðar, þegar íþróttasamband landsins hefur minjagripasölu af fullum krafti. Það eru margir kunnir kappar meðal hinna rúmlega 500 íþrótta- manna, sem fundinn sóttu. Þar má nefna Ruth Fuchs og Rosmarie Ackermann. Fuehs varð gullverð- launahafi í Montreal keppti í spjótkasti og Ackermann sló í gegn í hástökkinu. Austur-Þýska fréttastofan ADN sagði í fréttaskeytum, að þjóðin hygðist tefla fram keppendum í flestum þeim greinum sem keppt verður í í Moskvu árið 1980. Vestrænir fréttamenn og áhuga- menn telja að þær fjárhæðir sem nefndar hafa verið í þessum skrif- um, séu aðeins brot af þeim fjársjóði sem Austur-Þjóðverjar verja til landsliðs síns í frjálsum íþróttum og raunar fleiri íþróttum. ÞAÐ ER meira ílöktið á Charle George. Fyrst var hann kominn á þröskuldinn hjá Nottingham Forest, er hætt var við allt saman. Nú síðast virtist vera búið að ganga frá félagaskiptum hans frá Derby annars vegar til Sout- hampton hins vegar. Sout- hampton ætlaði að greiða umtals- verða upphæð, en skyndilega upphófst rifrildi milli félaganna um það hverjir greiðsluskil- málarnir skyldu vera. Fékkst ekki botn í málið og gengu kaupin þar af leiðandi til baka. Charley mun því hfrast um sinn áfram hjá Derby, hvort hann kemst þar í lið er allt annað mál. Framkvæmdastjóri Derby, Tommy Docherty, fór í mis- heppnaðan innkaupaleiðangur til síns gamla félags Manehester Utd fyrir skemmstu. Þar hugðist hann hafa heim með sér írska landsliðs- manninn David McCreery, sem kemst varla í lið hjá MU nú orðið og vill fara frá félaginu. Dave Sexton, stjóri United, neitaði hins vegar að selja kappann á þeim forsendum, að fyrir væru hjá Derby 3 fyrrum Unitedmenn, þeir Þórir formaður ÞÖRIR Lárusson var endurkjör- inn formaður íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) á aðalfundi félagsins sem haldinn var á miðvikudag. Aðrir stjórnarmenn voru einnig endurkjörnir, en þeir eru: Walter Hjaltested ritari, Reynir Ragnars- son gjaldkeri, Ágúst Björnsson spjaldskárarritari og Júlíus Haf- stein varaformaður. Gerry Daly, Johnathan Clarke og Gordon Hill. WBA, sem leikur liða best í fyrstu deildinni ensku um þessar mundir er í 3. sæti hefur svo gott sem tryggt sér hinn snjalla miðvallarspilara Middlesbrough, David Mills. Kaupverðið er talið vera um hálf milljón sterlings- punda, takk fyrir. Líklega mun þó ekki vera gengið frá kaupunum fyrr en eftir jól því að Mills á við meiðsl að stríða eins og sakir standa. Séu meiðslin verri en horfir vill WBA geta rift kaupun- um að sjálfsögðu. Nicklaus heiðraður HIÐ MIKILS metna íþróttablaðs Sports Illu- strated í Bandaríkjunum kaus nýlega Jack Nicklaus íþróttamann ársins 1978. Blaðið heíur staðið lyrir kosningu þessari allar göt- ur síðan 1954 og þetta er í fjórða skipti sem golfleik- ari hlýtur nafnbótina. Sá fyrsti var Arnold Palmer árið 1960, síðan Ken Venturi árið 1964, þá Lee Trevino árið 1971 og nú loks Jack Nicklaus 1978. Nicklaus vann fimm golfmót á árinu, þ.á m. opnu áströlsku keppnina og brezku keppnirnar. I grein þar sem skýrt er frá kjörinu að þessu sinni, var talað um Nicklaus sem mesta golfleikara allra tíma. Reykjavíkurmót í knattspyrnu Umfangsmikið innanhússknatt- spyrnumót á vegum KRR fer fram dagana 27,—30. desember og 1. janúar. Leikið verður í meistara- flokki, 2. flókki, 3. flokki, 4. og 5. flokki. Er hér um riðlakeppni að ræða. 27. janúar verður keppt í 3. flokki. Þá leika 2 riðlar og hefst hamagang- urinn klukkan 18.00 og leiktíminn er 2x7 mínútur. I öðrum riðlinum eru lið Leiknis, Fylkis, Ármanns, KR og ÍR. í hinum riðlinum leika Þróttur, Valur, Víkingur og Fram. I öllum flokkum nema meistaraflokki verður framlengt um 2x2 mínútur, en 2x4 mínútur í meistaraflokki. 29. janúar fer fram keppni í 2. flokki. Þar eru eins og í öllum flokkum 2 riðlar og leiktíminn 2x8 mínútur. I fyrrri riðli eru Ármann, Leiknir, Fylkir og KR, en í síðari riðlinum eru Þróttur, Fram, Valur og Víkingur. 30. desember fer síðan fram keppni í 4. flokki og er leiktíminn þar 2x6 mínútur. A-riðil skipa Fylkir, Ármann, ÍR, Víkingur og Fram, en B-riðil skipa KR, Þróttur, Leiknir og Valur. Sama dag leika liðin í 5. flokki, en riðlana þar skipa Ármann, Þróttur, Víkingur, Fram og Fylkir annars vegar og hins vegar KR, Valur, ÍR og Leiknir. 2. janúar fer loks fram keppni í meistaraflokki. Þar er leikið í 2x10 mínútur. A-riðil skipa Fram, Þrótt- ur, Fylkir og Valur. B-riðil skipa KR, Víkingur, Leiknir og Ármann. Albert Guðmunds- son til F.C. Twente ALBERT Guðmundsson knatt- spyrnumaður úr Val mun í byrjun janúar halda til Hol- lands og æfa þar og keppa með varaliði FC Twente. Það er þjálfari Valsmanna, Nemez, sem hefur haft milli- göngu um þessi mál fyrir Albert, en Nemez og fram- kvæmdastjóri Twente, Van Dal- en, léku saman hér áður fyrr og eru góðir kunningjar. Ferð Alberts er eingöngu hugsuð sem æfingaferð og mun standa yfir í rúman mánaðartíma. Albert hefur áður farið í svipaða ferð en dvaldi hann þá í æfingabúð- um hjá Arsenal. - þr. • Albert Guðmundsson knattspyrnumaður við vinnu sína en hann stárfar sem húsasmiður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.