Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22: DESEMBER 1978 Ililmar Olafsson formaður ArkitcktafélaKs íslands á svölum Asmundarsalar, húss fclagsins. Ljósm. Emilía. félagi íslands sem var stofnað árið 1926. Árið 1934 er nafninu breytt í Félag íslenskra arkitekta og árið 1956 i Arkitektafélag íslands. Sama ár er hér stofnað Akademiska arkitektafélagið og sameinast þessi tvö félög árið 1939 í Húsameistarafélag íslands. F’rá árinu 1956 hefur félag þetta kallast Arkitektafélag íslands. Formaður félagsins er Hilmar Olafsson. 8. desember s.l. opnaði Arkitektafélagið Ásmundarsal að nýju með sýningu á málverkum eins félagans, Jörundar Pálssonar. Jörundur er þekktur fyrir myndir sínar af Esjunni. Á sýningunni eru 40 vatnslitamyndir, flestar málað- ar á síðasta ári, þar af eru 30 af Esjunni. Jörundur málaði sína fyrstu mynd af fjallinu fyrir 35 árum og segir hann að það sé alltaf hægt að mála Esjuna. „Hún breytir sér á korters fresti," segir hann. Iláhyrningurinn Belly í Marineland í Frakklandi. þar semVhún hitti fyrir annan háhyrning frá Islandsmiðum. Á myndinni sést einnig einn starfsmanna sædýrasafnsins, og við fætur hennar er höfrungur, en þeir taka þátt í sýningum ásamt háhyrningunum. Morgunblaðinu hefur borizt ritsafn Þorsteins Erlingssonar. 3 hindi. Ljóðmæli. fyrra og síðara hindi. ög Sögur og ritgerðir. Tómas skáld Guðmundsson hefur húið ritsafnið til prcntunar. Á bókarkápu ritsafnsins segir svoi „Ititsafn Þorsteins kom út haustið 1958. er 100 ár voru liðin frá fæðingu skáldsins. Ritið er samtals 944 bls. bundið í 3 falleg bindi — í fyrsta bindi eru „Þyrnar", einnig löng ritgerð eftir prófessor Sigurð Nordal. I öðru bindinu eru „Þyrnar, síðari hluti“ og „Eiðurinn". I þriðja bindi eru „Sögur“, „Þjóðsögur" og „Rit- gerðir". — Tómas skáld Guðmundsson skrifar formála fyrir öllum þrem bindunum og einnig „Eftirmála við minningar- útgáfu". — „í tvo mannsaldra hafa mörg fegurstu kvæði Þorsteins um átthaga og ættjörð", segir Tómas í eftirmáia, „veitt Islendingum hug- ljúfa fylgd frá bernsku til efri ára, og vér trúum því, að þau muni enn um langan aldur leiða nýjar kynslóðir heim til uppruna síns.“ Með greininni í blaðinu Suðurland fylgir þessi mynd þar sem látin er í ljós sú ósk að hún heyri brátt fortíðinni til. Bundið slitlag á Þrengslaveg sameigin- legt hagsmunamál Umferð um Þrengslaveg til trúað en þeir flytji sameiginlega Þorlákshafnar hefur aukist mjög á undanförnum árum og f blaðinu Suðurlandi segir m.a. í grein eftir Guðmund Sigurðsson að Þrengslavegur og Þorlákshafnar- vegur séu nú aðalsamgönguleiðin við 6.000 manna byggðarlag og er þar átt við Þorlákshöfn og Vestmannaeyjar. Segir í grein Suðurlands að umferð hafi aukist mjög árið 1976 eftir að ný hafnarmannvirki hafi verið tekin í notkun í Þorlákshöfn og hægt hafi verið að aka bílum beint um borð í Herjólf. Kemur fram að nauðsynlegt sé að varanlegt slitlag verði sett á veginn um Þrengsli til Þorláks- hafnar sem sé um 20 km langur og að Þrengslavegur hafi í upphafii verið undirbyggður með það í huga að varanlegt slitlag verði sett á hann. Síðan segir í greininni: „Síðan er ráðíst í það á síðustu tveimur árum að ýta veginum saman og mjókka að miklum mun þannig að á köflum er vegurinn hættulegur þegar bifreiðar mæt- ast, sérstaklega ef hálka er. Svo langt hefur verið gengið í þessu efni að sjáanlegt er að víða þyrfti að breikka veginn á ný þegar bundið slitlag verður sett á hann sem ekki verður vikist lengur undan að gera.“ Síðan minnir greinarhöfundur á að Vestmannaeyingar eigi nú 4 alþingismenn og verði ekki öðru tillögu um vegamál m.a. þar sem skýrt verði kveðið á um að bundið slitlag verði sett á veginn um Þrengslin til Þorlákshafnar og að framkvæmdir geti hafist á árinu 1979. Bendir hann á að um arðsemi þess verði ekki deilt þar sem ástand vegarins hafi verið það slæmt að bílar og varningur hafi jafnvel skemmst á þessari leið. Arkitektafélag íslands opnar Ásmundarsal Arkitektafélag íslands hefur fest kaup á húseigninni Freyju- götu 11 er nefnist Ásmundarsal- ur. Markmið félagsins með þess- um kaupum er að auka starfsemi þess og að skapa vettvang til athafna og umræðu um um- hverfismótun og allar greinar húsagerðarlistar. í Ásmundarsal eru auk sýningarsalar fundarsal- ir og skrifstofa Arkitektafélags- Ásmundur Sveinsson mynd- höggvari lét byggja húsið á árunum 1933—1936 eftir teikningu Sigurðar Guðmundssonar. Ásmundur bjó ekki lengi sjálfur í húsinu en Gunnar Sigurðsson í Ge.vsi bjó þar um tíma og lét hann Sigvalda Thordarson sjá um breytingar á húsinu til núverandi forms. Gunnar leigði salinn til m.vndlistarsýninga allt til þess er Myndlistarskólinn í Reykjavík var stofnaður. Skólinn keypti Ás- mundarsal 1956 og hafði þar starfsemi sína allt fram í október á þessu ári er Arkitektafélagið keypti húsið. Arkitektafélag íslands á upp- runa sinn í Byggingameistara- Það vakti talsverða athygli, hve vel Kim og höfrungarnir tóku á móti hinum nýja gesti frá íslands- miðum, en það vekur einnig athygli í Marineland, hve gagn- kvæmt traust virðist ríkja milli manna og dýra. Strax morguninn eftir komuna til Frakklands var Belly farin að éta það sem henni var boðið, og eftir hádegið fylgdist hún af athygli með listsýningu Kims og höfrunganna. - EF. íslensku háhyrningarnir virðast kunna vel við sig í Frakklandi Hér er verið að kanna líðan háhyrningsins við komuna til Frakklands. Fyrir skömmu var flogið með háhyrning til Frakklands, eins og þegar hefur verið skýrt frá hér í Morgunblaðinu. Þarna var um að ræða fremur lítið kvendýr, sem er um þrír og hálfur metri á lengd og um eitt tonn á þyngd. Konráð Júlíusson skipstjóri og áhöfn hans á Önnu SH 35 höfðu veitt dýrið skömmu áður á Horna- fjarðarmiðum. Frá Hornafirði var flogið með það til Keflavíkur á Fokker-flugvél Flugfélagsins, en þaðan fór það í Boeingþotu F'lugfélagsins til Frakklands. Flutningarnir, sem að öllu leyti voru á vegum Marine- lands-sædýrasafnsins í Frakk- landi, tókust mjög vel, en að ýmsu leyti voru notaðar aðrar aðferðir en þegar flogið var með háhyrn- inga til Bandarikjanna fyrr í haust. Háhyrningurínn, sem skírður hefur verið Belly, var settur í laug þar sem annar háhyrningur frá Islandi hefur dvalið um hríð, en það er karl — dýrið Kim, sem vegna mistaka í kyngreiningu var nefndur Jóhanna hér á landi. Er því einlífi Kims nú lokið, en allt frá því að hann kom til Frakk- lands hefur hann orðið að láta sr lynda félagsskap höfrunga. Það var vel tekið á móti Belly í Frakklandi, hæði af mönnum og háhyrningum. Hér eru þau saman á sundi. Belly t.h. og Kim (sem áður hét Jóhanna) og er ekki annað að sjá en vel fari á með þeim. Ritsafn Þorsteins Erlingssonar I-III — í útgáfu Tómasar Guðmundssonar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.