Morgunblaðið - 22.12.1978, Side 18
18
M0RGUNBLAJ3IÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978
Myndin er tekin þegar Thorvaldsensíélagið afhenti kr. eina milljón
til söfnunar KvenfélaRasambands íslands Bjargið frá blindu.
Gáfu eina milljón
kr.til styrktar blind-
um víða um heim
Kvenfélanasamband fslands
hefur í tilefni Alþjóðaárs
barnsins 1979 óskað eftir fram-
lÖKum í sjóð á vetíum Alþjóða-
sambands húsmæðra sem nefn-
ist Bjan-ið frá blindu. Ilefur
verið komið á fót hjálparstöðv-
um til að berjast Ke>;n blindu í
Indlandi, S-Ameríku og víðar
ok hafa þær verið byKgðar upp
fyrir starf kvenfélasa innan
Alþjóðasambands húsmæðra í
samvinnu við ríkisstjórnir.
Á þessum hjálparstöðvum er
börnum veitt læknismeðferð,
matur og bætiefni í ákveðinn
tíma, fylgst er með þeim og
matargjöfum haldið áfram sé
þess þörf og reynt er að kenna
fólki hagnýta samsetningu fæð-
unnar til að koma í veg fyrir
hörgulsjúkdóma. Hefur
Heilbrigðismálastofnun Sam-
einuðu þjóðanna látið taka
kvikmynd um fyrstu stöðvarnar
af þessu tagi og segir í frétt frá
Kvenfélagasambandi íslands að
hjálparstofnanir S.Þ. hafi oft
látið í ljós hve mikilvægt þetta
samstarf við kvenfélög á hverj-
um stað sé. Fyrirhugað er að
auglýsa gíróreikning sem leggja
má á framlög og skrifstofa K.í.
mun taka við þeim. Thorvald-
sensfélagið hefur nú nýverið
afhent eina milljón króna í
söfnunina.
FFÍ skorar á sjó-
menn að skrá sig
ekki á bátana
Fundur framkvæmdastjórnar
Farmanna- og fiskimannasam-
bands, Islands haldinn miðviku-
daginn 20. desember 1978, sam-
þykkir að beina þeirri áskorun til
allra sambandsfélaga að þau beiti
sér fyrir því við félagsmenn sína
að þeir láti ekki skrá sig á báta
fyrr en fiskverð liggur fyrir.
(Fréttatilkynning).
Leiðrétting
I frétt Morgunblaðsins í gær um
brautskráningu nemenda úr Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti mis-
ritaðist nafn þess sem flutti ávarp
fyrir hönd kennara og starfsfólks
skólans. Rétt nafn mannsins er
Pálmar Ólason og er hann
arkitekt. Er beðist velvirðingar á
þessum mistökum.
Nýir
lyfja-
tæknar
11 lyfjatæknar voru útskrif-
aðir frá Lyfjatækniskóla Islands
um mánaðamótin septem-
ber-október.
Nú eru liðin rúmlega 5 ár frá*
stofnun skólans og er þetta
fjórði hópurinn sem útskrifast
frá skólanum en alls hefur hann
útskrifað 67 lyfjatækna og
starfa þeir í lyfjabúðum, lyfja-
gerðum og á sjúkrahúsum. Bera
þeir merki Lyfjatæknafélags
Islands við störf sín en það er
gyllt mortél á bláum grunni.
Nám við Lyfjatæknaskóla
íslands tekur 3 ár og er
markmið hans að tæknimennta
aðstoðarfólk við Lyfjaafgreiðslu
og l.vfjagerð. Skólastjóri er
Ólafur Ólafsson lyfjafræðingur
en auk hans starfa 4 kennarar
við skólann.
Lyfjatæknarnir sem útskrifuðust nú í ár. Efri röð, talið frá vinstri. Sigurrós H. Jónsdóttir, Elsa María
Björnsdóttir, Björg B. Pálmadóttir, Ólafur Ólafsson skólastjóri, Theodóra Theodórsdóttir, Ingibjörg K.
Sveinsdóttir og Sólveig A. Þorgeirsdóttir. Fremri röð, frá vinstri. Valgerður Magnúsdóttir, Lína G.
Kjartansdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir og Gunnhildur Stefánsdóttir. Á myndina vantar Eddu S.
Guðmundsdóttur.
hefði verið betra en ekki, ef gerð
hefði verið á meðan staða rjúpna-
stofnsins var betri, þá kynni
ástandið að vera skárra. En nú
ætti að alfriða rjúpuna strax á
þessu þingi.
Þess ber að gæta, að minkar
veiða rjúpur allt árið. Rjúpna-
stofninn er í gjöreyðingarhættu af
minknum einum saman, eins og
raunar aðrir fuglastofnar lands
vors, þó að menn fremji ekki
árlega slíka ofsókn á rjúpuna.
Einna óhugnanlegast er þó, að
Rósa B. Blöndals:
tengja þetta blóðbað við ljóssins
og friðarins hátíð, jólin sjálf — í
landi, sem hefur yfirfullt að öðrum
'ágætum mat.
Hangikjöt er íslenskur jólamat-
ur, — fyrirhafnarlítill fyrir hús-
mæður.
Rjúpan er dýr matur. Þykir því
ríkmannlegt að hafa á borðum.
Snobbið og heimskan hjálpa veiði-
mönnum og kauðmönnum að
borga fyrir öll skotsárin. Þó er þá
ótalinn sá kostnaður af almanna-
fé, sem árlega fer til þess að leita
úr lofti og á bílum á göngu að
týndum rjúpnaskyttum. — Og það
er það eina fé, sem ég hef tekið
þátt í að greiða fyrir rjúpnaveiðar.
Kvæði Tómasar Guðmundsson-
ar ætti að birta í öllum blöðum í
byrjun rjúpnaveiða hvert ár, þar
sem hann spáir veiðimönnum því,
að þeir týnist og finnist aldrei.
Drápsæðið við rjúpnaveiðar
gengur þannig til, að tvær eru
þjóðir: Önnur þjóðin á tveimur
fótum með haglabyssur í höndum.
Hin þjóðin gengur líka á tveimur
fótum, vopnlaus á vængjuðum
flótta.
En byssuskot ná hátt og langt.
Ár eftir ár eltir skotþjóðin
friðar-þjóðina, án þess nokkru
sinni að fá skotsár á móti. Hér er
ekki einu sinni um vopnlausa
mótstöðu að ræða. Engin mót-
staða. Aðeins óttasleginn
flemtursfullur flótti.
Húsmæður íslands, ég skora á
yður allar: Gangið í lið með
vopnlausu þjóðinni. Látið kaup-
menn og skotmenn eiga sínar
dauðu rjúpur. Borgið ekki skot-
sárin. Ég held uppá „verslun eigin
búða“. Mér þykir jólaösin
skemmtileg. — Gleðjið aðra um
jólin. Gefið, gefið, gefið. Húsmæð-
ir, Guð gefi yður gleðileg jól og
gott matborð, en rjúpnalaust.
Rósa B. Blöndals.
Verðjöfnunargjaldið skatt-
ur sem á engan rétt á sér
— segir stjórn veitustofnana
STJÓRN veitustofnana atkvæðum Sveins
samþykkti á fundi sinum í
gærdag að skora á ríkis-
stjórnina að draga nú þegar
til baka frumvarp um
hækkun verðjöfnunargjalds
á raforku úr 13% í 19%
Tillaga þessi var samþykkt
á fundi stjórnar veitustofn-
ana í gær með 3 samhljóða
Björns-
sonar, Hilmars Guðlaugsson-
ar og Bjarna Magnússonar.
Áður hafði Adda Bára
Sigfúsdóttir komið með
breytingartillögu þar sem er
einnig skorað á ríkisstjórnina
að draga fyrrgreinda tillögu
til baka eða fella niður 20%
söluskatt af raforku. Breyt-
ingartillagan féll á jöfnum
atkvæðum Öddu Báru og
Valdimars K. Jónssonar sem
voru meðmælt tillögunni og
Sveins Björnssonar og
Hilmars Guðlaugssonar, er
voru henni andvígir, en
Bjarni Magnússon sat hjá.
í greinargerð með til-
lögunni sem samþykkt var
segir að í frumvarpinu um
hækkað verðjöfnunargjald
felist auknar álögur á Reyk-
víkinga er nemi 300 m.kr.
Síðan segir: „Það hefur verið
skoðun stjórnar veitustofn-
ana að verðjöfnunargjaldið
sé óréttlátur skattur, sem
ætti að leggja niður. Stefna
stjórnar veitustofnana er og
hefur verið að fella beri niður
bæði verðjöfnunargjaldið og
söluskattinn af raforku,
skatta sem eiga engan rétt á
sér.“
Ekki rjúpur
í jólamat
Húsmæður, ég skora á ykkur
allar að halda ekki áfram að borga
skotmönnum fyrir rjúpna-blóð-
baðið. Theódór Gunnlaugsson, frá
Bjarmalandi, mikill grasa- og
dýrafræðingur, telur rjúpur í
bráðri hættu gjöreyðingar.
Þingeyingar hafa til mikils
sóma lagt til alfriðun á rjúpu og
hvalastofni. Þingeyingar vita allra
manna best hvað rjúpnastofni
líður. Theódór Gunnlaugsson seg-
ir, að svo langt sé eyðing stofnsins
komin, að allt það lið skotmanna,
sem fer á jeppum og vélsleðum upp
um allar óbyggðir að elta rjúpur,
geti samt ekki náð jafnmikilli
veiði eins og fáeinir gangandi
skotmenn fengu áður, því að þá
var mergðin svo mikil. Nú blasir í
þessu dæmi eyðingin við.
Æfingaskyttur eru margar svo
óskyggnar á fjöllum uppi, að
mönnum er ekki óhætt í nánd.
Enda hvað hagladrífan vera svo
þétt, eins og örvadrívu var lýst í
bardögum til forna. Æfingaskytt-
ur hitta iðulega fót eða væng, eða
hagl kemur í brjóst, en deyðir þó
ekki um leið. Flýgur svo fuglinn
limlestur og særður og frýs í hel —
eða blæðir út.
Ég hef séð gæs, það var að
hausti. Drengir fundu hana um
morgun, þá var hún að deyja.
Hafði verið skotin daginn áður, því
að engir skotmenn voru þar nærri.
Hagl var í bringusári og hafði
gæsinni blætt út í dropatali, —
það tók hluta af degi og heila nótt
fram á morgun. Þannig helstríð
heyja margir særðir fuglar út um
öll fjöll. Rjúpnaskyttur, sem eru í
raun og veru færir menn í veiðum,
hæfa sennilega skotmarkið strax.
Og þeir þekkja líka, hvaða rjúpur
þeir eiga að skjóta. Þeir skjóta
ekki annað en ungana frá vorinu.
Þess vegna er líka fækkun og
gjöreyðing stofnsins alveg örugg.
Þar sem ungviðið er elt uppi og
de.vtt, þar fer eyðingin hægt en
markvisst fram. Sýnist fara hægt
á meðan mergð er til, en fer í raun
og veru hratt fram.
Allar húsmæður, sem kaupa
rjúpur í veislu- og jólamat, styrkja
rjúpna-blóðbaðið með vísum fjár-
framlögum.
Rjúpnafriðunin er næstum því
fullkomin sýndarmennska. Drápið
er gefið frjálst seint á hausti,
mátulega snemma til þess að
ungarnir séu fullvaxnir og góð
söluvara.
Jafnvel friðun annað hvert ár,