Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 35 „Mamma, mamma, það er leynilögreglan” Flestum er kunnugt um of- sóknir kommúnista í Austan- tjaldslöndunum á hendur þeim er hafa skoöanir sem samrým- ast ekki sósíaliskum hugmynd- um. Eftirfarandi frásögn birtist í janúarhefti danska mánaðar- ritsins „Dansk Europamission — Mission bak jerntæppet" veturinn 1977. Evenij Bressenden er fæddur í Barnaul, Sovétríkjunum, árið 1941. Sama ár féll faðir hans í stríðinu. 1949 var móðir hans dæmd í 10 ára nauðungarvinnu sökum þátttöku í kristilegu starfi. 8 ára var Evgenij fluttur á ríkisrekið munaðarleysingja- heimili. 14 ára gerðist hann virkur meðlimur í óskráðum kristnum söfnuði í heimabæ sínum. 21 árs var hann handtek- inn og dæmdur til 3ja ára fangabúðarvistar í Síberíu. Haustið 1975 fékk hann leyfi til að yfirgefa Sovétríkin ásamt fjölskyldu sinni og starfar nú við „Far East Broadcasting Company“. Það er kristileg útvarpsstöð sem m.a. útvarpar kristilegum boðskap til Rúss- lands. Bressenden bar vitni í Sakharov-vitnaleiðslunum í Kaupmannahöfn árið 1975. Vitnisburður hans um ofsóknar á hendur söfnuðinum''*sem hann var í má lesa í bókinni um Sakharov-vitnaleiðslurnar. Hér á eftir fer saga Evenij Bressenden: Þeir bönkuðu á dyrnar. „Opnið, þetta er leynilögregl- an.“ „Mamma, mamma," hrópaði ég, „það er leynilögreglan." Klukkan var eitt eftir mið- nætti. Hjartað sló ákaft er ég hugsaði um hverju mömmu hafði verið hótað. Þeir sögðu: „Ef þú hættir ekki öllu kristi- legu starfi tökum við barnið frá þér og fangelsum þig.“ Mamma lauk dyrunum sein- lega upp. „Frú Bressenden," hrópaði einn fimmmenninganna sem stóðu utandyra. Þeir stjök- uðu mömmu til hliðar og hófu húsrannsókn sem átti eftir að standa í tvo tíma. Ég man það enn í dag hvernig þeir veltu um húsgögnunum og hrúguðu öllum eigum okkar í haug á mitt gólfið. í forstofunni leituðu þeir vandlega og brutu jafnvel upp gólfið. Þeir grandskoðuðu hvern einasta krók og kima. Að húsrannsókninni lokinni óku þeir á brott og höfðu mömmu mína með sér. Ég var þá 8 ára en mamma 29 ára. Pabbi var látinn svo ég var einn í húsinu með ömmu. Skömmu síðar kom mamma fyrir dóm og var dæmd sek. Dómurinn var 10 ára vinnu- búðavist í Norður-Síberíu. Mik- inn hluta þessa tímabils var það vinna hennar að ýta þungum hjólbörum, hlöðnum grjóti. Það var þörf fyrir nýja vegi og þrælarnir voru ódýrt vinnuafl. beggja Aðfarir fangavarðanna voru oft mjög ómannúðlegar. T.d. þving- uðu þeir mömmu og samfanga hennar oft til að liggja í jökulköldu vatni þar til þeir voru nær dauða en lífi. Þá var auðveldara að fá fangana til að vinna þar eð þeir gátu aðeins komið í veg fyrir að frjósa í hel með mikilli hreyfingu. Skömmu eftir að mamma var fangelsuð, bönkuðu þeir aftur uppá. í þetta skipti til þess að sækja mig. Nú þegar „vonda mamma“, eins og þeir kölluðu hana, var í burtu óskuðu þeir eftir að veita mér hið rétta uppeldi. Þeir sendu mig á ríkisrekið munaðarleysingja- heimili. Þar var ég undir ströngu eftirliti. Og það kom að því að þeir gátu heilaþvegið mig þannig að ég trúði því virkilega að mamma hefði verið vond. Dag eftir dag var ég heilaþveg- inn með því að enginn Guð væri til og með kommúnisma, allt þar til ég trúði því sama og þeir. 6 ár liðu. Mömmu var sleppt og ég kom heim frá munaðarleysingjaheimilinu, uppblásinn af kommúnískum guðleysishugmyndum. Ég byrj- aði strax á því að reyna að sannfæra mömmu og aðra kristna um að enginn Guð væri til. „Hann er bara hugarburður sem þið ímyndið ykkur í draum- órum ykkar.“ En þau svöruðu með því að biðja fyrir mér. Það leið ekki á löngu þar til bænum mömmu var svarað, og 14 ára varð ég kristinn. Ég varð strax virkur í starfi neðanjarðar- safnaðarins. Þar frétti ég af kristilegum útvarpssendingum til Sovétríkjanna. Ég hlustaði á þær á næturnar og við það óx trú mín. Aftur bönkuðu þeir upp á hjá okkur þegar ég var 21 árs. Þeir óku með mig á brott. Ég var leiddur fyrir dóm og dæmdur sekur til 3ja ára vinnubúðarvist- ar í Síberíu. I þessi þrjú ár vann ég erfiða og útslítandi vinnu. En ég fann það að Guð var með mér, og því meir sem ég leið fyrir trú mína, því sterkari var hún. Ég byrjaði aftur að starfa í neðanjarðarsöfnuðinum, strax er ég heimti frelsi mitt á ný, og var ennþá meir brennandi en áður í trúnni. Ég ferðaðist eftir mætti um Sovétríkin og útbýtti biblium. A þessum ferðum gerði ég mér betri grein fyrir því oki sem lagt er á kristna í Sovét- ríkjunum, og hve þeir standa berskjaidaðir fyrir því. Ég sá líka hvernig Sovétríkin túlka lögin um trúfrelsi sem getið er í Mannréttindaskrá S.Þ. og aftur í Helsinkisáttmálanum. Kommúnistar vilja blekkja hinn vestræna heim til að trúa því að þessi ákvæði um trúfrelsi séu virt í Sovétríkjunum. Ég varð þess vís að hótun leynilögreglunnar um að taka börn frá heimilum sínum væri þeim veitt kristilegt uppeldi og frædd um kristindóm, var ekki svæðisbundin ráðstöfun, heldur beittu þeir þvílíkum hótunum gegn öllum kristnum fjölskyld- um í Sovétríkjunum. Þeir trú- uðu eru notaðir sem þrælar. Börn þeirra eru tekin með valdi og þeim veitt hið rétta uppeldi. Þ.e. börnin eru rifin burt frá foreldrum sínum og hreinlega heilaþvegin. Ég varð að yfirgefa Sovétrík- in. Annars tækju þeir Dínu, dóttur okkar, litlu systur henn- ar og þær fylltar guðleysishug- myndum. Ég óska þess að hinn vestræni heimur verði leiddur í sannleika um aðbúnað kristinna í Sovétríkjunum. Ég bið þess að þeir fái sofið án þess að eiga sífellt von á upphringingu og rödd sem hrópar: „Opnið. Við erum komnir til þess að ná í barnið þitt.“ Philips kann tökin á tækninni - Næg bílastæði í Sætúni 8 heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 1 5655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.