Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 21 Jólin koma. Ekki einu sinni boðun um nýjar skattaálögum daglega getur drepið niður eftirvæntinguna, sem leggur undir sig hugi flestra Islendinga á þessum árstíma. Forleikur jólanna er fastur punktur í tilverunni, sem lyftir sálinni þegar skammdegið er svartast. A tilskildum tíma munu svo allir prestar landsins hefja lestur jólaguðspjallsins í troð- fullum kirkjum landsins: „En það bar til um þessar mundir að boð komu frá Agústusi keisara um að skrá skyldi alla heims- byggðina." Áhrifin af þessari setningu verða kannski ofurlítið önnur í ár en endranær. Síðan í fyrra hefur stórum hluta þjóðarinnar áskotnast í hug- skotið ný mynd af Ágústusi þessum, sem ríkti yfir heims- byggðinni um það leyti sem frelsarinn fæddist. Það er þéssi góðlátlegi og svolítið kjánalegi Ágústus sjónvarpsþáttanna um hann Clau-Claudius. Þessi sem stjórnar ríkinu, en lætur konuna stjórna sér. Að vísu er sá góði kunningi Ágústus líklega svolítið misvís- andi við þann, sem við höfum flest átt í hugskotinu, þar til sjónvarpið tók að rugla mynd- inni. Líklega hefur hugurinn framkallað aðra mynd undir húslestrinum á hverjum bæ, ár eftir ár, öldum saman. Gæti ég skipað, væri mér hlítt, sagði karlinn. Engum blöðum er um það að fletta, að Ágústus karlinn í guðspjöllunum hafði myndugleika til að gefa svo tilskipanir í Róm, að fátækur smiður alla leið austur í Galileu í landi Gyðinga fann sig tilknú- inn að arka af stað með háófríska unnustu sína og leggja á hana erfitt ferðalag, þótt þau ættu engan gististað vísan. Slíkur höfðingi hlaut að gefa hugmynd um talsverðan harðjaxl. Jafnvel Herodesar, sem fáum á íslandi hefur hingað til verið tiltakanlega hlýtt til, eru að fá sig nýtt andlit. Nú gæist Herodes af skjánum inn í hverja stofu, sem lítill prúður drengur, miklu kurteisari en allir hinir strákarnir í höllu keisarans. Og nú síðast geðugur unglingur, besti vinur vesalings Claudius- ar. Kannski þykir skrýtið að sjá hann þarna í Rómaborg. En þetta er sá Herodesinn, sem studdi fariseana og mest plagaði Pétur postula. Sonarsonur hins arma vísis sem var konungur þegar Jesús fæddist, og sem lét senda þennan sonarson sinn í uppeldi til Róm, eftir að hafa látið drepa föður hans. Því er ekki skrýtið að sjá hann þarna. Keisarar þeirra tíma tíðkuðu nefnilega það klókindabragð að halda hjá sér sonum höfðingj- anna í skattlöndunum, sem gíslum og tryggingu fyrir því að feðurnir innheimtu rétt og væru ekki með múður. Þessir drengir hlutu fræðslu með öðrum drengjum keisarafjölskyldunnar og bundust vináttuböndum við þá. En Herodes sjónvarpsþátt- anna var líka kóngur í Paiestínu, sá ég þegar ég fór að fletta því upp hvaða strákur þetta væri eiginlega. Líklega eigum við eftir að sjá hann aftur á skjánum — eldri, harðari og meira í samræmi við biblíu- myndina okkar. Enda margur prúður piltur breyzt við veg- semdir. Og er raunar farinn að gægjast fram refurinn í sauða- gærunni. Óneitanlega er samt dálítið kúnstugt að sjá allt í einu þessa gömlu kunningja í stofunni hjá sér. Færast aftur um 2000 ár, til landsins úr biblíusögunum. Ætli heimurinn og mannlífið hafi ekki breyzt mikið síðan á dögum Rómaveldis? Sagan af Claudíusi mun vera byggð á öllum tiltæk- um heimildum (handrit Claudíusar að sögu keisaranna er ekki lengur til, aðeins sagnir um að hann hafi skrifað hana). Þarna sjáum við bruðlið, græðg- ina, skattpíninguna. Ekki þó þá sem byrðarnar bera. Sjónvarpsþættirnir hafa vak- ið upp áhuga. Bókin stanzar ekki í bókasöfnunum, svo líklega eru allir sem tök hafa á sokknir ofan í vangaveltur um Róma- veldi. Látum nokkrar gloppur úr bókinni gára sinnið. Claudíus gefur svofellda lýsingu: „Það er peningapokinn, sem mestri bölvun veldur — peningaæðið, sem kvelur Rómverja eins og harðlífi, síðan þeir lögðu dugleg- asta verzlunarkeppinaut sinn (Karþagó) að velli og drottnuðu einir yfir auðlindum Miðjarðar- hafslandanna. Með auðlegðinni fylgdi: værugirnd, óráðvendni, bleyðimennska og dáðleysi, yfir- leitt allir þeir lestir, sem Rómverjar voru áður lausir við.“ Allt þetta bardús Ágústusar og Liviu var svo sem vel meint — eins og raunar allra stjórn- enda, eða hvað? Claudius hefur enn orðið: „Ágústus vann fjórtán tíma dag hvern, en hann sagði að vinnudagur Liviu væri 24 stundir. Hún var ekki aðeins hin stjórnsama húsmóðir, eins og ég hefi áður getið, heldur var hin opinbera umsýsla hennar engu minni en hans. Greinargóð frásögn er um allar þær umbæt- ur, sem þau unnu í sameiningu, og luku við, réttarfarslegar, þjóðhagslegar, umboðslegar og hernaðarlegar, svo að ekki sé minnst á hinar verklegu fram- kvæmdir þeirra, hofin, sem þau endurreistu, og nýlendurnar sem þau stofnuðu, mundi fylla mörg bindi.“ Ýmislegt kostaði nú allt þetta: „Hefði einræðisvald þeirra ekki verið dulið undir grímu hins forna frelsis og lýðræðis, mundi þeim ekki hafa tekist að halda því.“ „Með lagasetningunni hafði hann hönd í bagga, því vald hans yfir senatinu var svo mikið, að það samþykkti allt sem hann lagði til. Hann hafði og alla umsjón með fjárreiðum ríkisins... Ágústus þurfti á fé að halda. Hann lagði á marga nýja skatta og urðu Þjóðverjar eins og aðrir að lúta þeim. Varus fræddi hann um gjaldþol skatt- landsins, en taldi það meira en það í raun og veru var.“ „En Ágústus hafði eins og aðrir, þegar hér var komið sögu gleymt lýðveldinu, og fannst því ekki nema sjálfsagt að hann, sem hafði lagt alla krafta sína í þjónustu Róm í 40 ár, ætti rétt á að ráða...“. Nei, nú hætti ég tilvitnunum í bókina hans Claudiusar og myndina á skján- um. Þetta gerðist víst fyrir nær tvö þúsund árum. Hvað varðar okkur um það hér uppi á Islandi í árslok 1978? Fortíðin var einu sinni nútíð Ilu^rún. ÁGÚST í ÁSI Skáldsaga. 163 bls. 2. útg. Bókamiðstöðin, Rvk. '78. Þessi skáldsaga Hugrúnar kom upphaflega út árið 1955 og mun hafa selst upp það sama ár. Á bókarkápu þessarar annarrar út- gáfú segir að sagan sé „hugnæm saga sveitapilts, sem rifjar upp á gamals aldri æskuminningar og lífshlaup sitt.“ Þetta er að mínum dómi alveg rétt lýsing á sögunni. Hitt er svo annað mál að hug- næmar sögur af sveitapiltum og stúlkum runnu sitt blómaskeið í íslenskum bókmenntum fyrir allmörgum árum. Sagan er því að mínum dómi gamaldags, en það þýðir ekki endilega að hún sé vond. Það þýðir aðeins að hún tilheyrir öðrum tíma en samtímanum hvað varðar Bókmenntlr eftir SVEINBJÖRN I. BALDVINSSON efnistök, stíl og byggingu. Efnið sjálft er vissulega sígilt, þ.e. ást í ýmsum myndum og við ýmsar aðstæður. Einhverjum á mínu reki þætti eflaust tilhlýðilegt að fara háðuglegum orðum um bók sem þessa og myndu kalla hana róman- tískan velling eða eitthvað álíka, en ég sé ekki ástæðu til slíks. Það er ekki hægt að ætlast til þess að gamalreynd skáldkona eins og Hugrún breyti stíl sínum og aðferð og' fari allt í einu að skrifa nútímaskáldsögur. Eins og önnur skáld er hún barn síns tíma. Eins og segir í formála útgef- anda að sögunni, er Hugrún þjóðkunn fyrir ritstörf sín af ýmsu tagi og mun ritferill hennar spanna yfir meira en þrjátíu og fimm ár. Fólk veit því ofurvel að hverju það gengur þegar það opnar bók eftir hana og hún á að öllum líkindum tryggan lesenda- hóp, meðal eldra fólks. Það fólk hlýtur að vilja lesa þessa bók, þ.e. ef það hefur ekki komið höndum yfir fyrstu útgáfuna frá 1955. Fyrir aðra er hér um að ræða prýðilegt sýnishorn af bókmennta- tegund sem skipar töluverðan sess í íslenskri bókmenntasögu, enda þótt hún tilheyri nú að mestu fortíðinni. Hver veit svo nema tími hugnæmra sveitasagna komi á ný síðar meir? I raun getum við sem hrærumst í þessum yfirmáta krassandi nútíma engu um það spáð, en öllum væri okkur hollt að hugleiða það áður en við dæmum bækur eins og „Ágúst í Ási“, að fortíðin var einu sinni nútíð og nútíðin verður í framtíðinni fortíð. Bændur athugið Eigum enn takmarkað magn af eftirtöldum heyvinnuvélum Baggakastarar UMA.......... Kr. 118.939,- Heybindivélar I.H............ — 2.004.000,- Heyblásarar TRIOLIET......... — 525.956.- Heyþyrlur KUHN 440T ......... — 526.189.- Heyþyrlur KUHN 452T ......... — 639.066.- Stjörnumúgavélar KUHN 280P ... — 413.448.- Stjörnumúgavélar KUHN 402P ... — 563.466,- Súgþurrkunarblásarar A1 ..... — 464.978. Súgþurrkunarblásarar B1 ..... — 649.810. Sláttutætarar TAARUP DM 1350 . — 818.664, Sturtuvagnar WEEKS 4Vi tonn ... — 1.095.124. Votheysbönd DUKS 12 metrar ... — 689.358. Ath: Okkar verö eru ætíó birt með söluskatti GOTTVERD GÓD .. V3ÍH4I GREIÐSLUKJQR HAFIÐ SAMBAND VIÐ KAUPFÉLAGIÐ EÐA BEINT VIÐ OKKUR Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reyk/avik Simi 38900 Eftir Guðbrand Magnússon frá Siglufirði, verður öllum til ánægju, sem gaman hafa af spilum og vilja vita um uppruna þeirra. Mjög ítarlegur kafli er um íslensk spil. Um 430 myndir eru í bókinni, margar litprentaðar síður. Enskur útdráttur er aftast í bókinni einnig ítarleg nafnaskrá. Siglufjarðarprentsmiðja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.