Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fróttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiósla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aóalstræti 6, sími 10100. Aóalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2500.00 kr. ó mónuói innanlands. I lausasölu 125 kr. eintakiö. Jafnrétti — hvar sem við búum Við erum ein þjóð, íslend- ingar, og búum í sama landi. Sambúð okkar í þessu landi hlýtur að byggjast á jafnrétti. Það á að vera sama hvar við búum í landinu, aðstaða okkar á að vera jöfn. Skilning hefur skort milli fólks, eftir því hvar á land- inu það hefur tekið sér bólfestu. Fólkið á þéttbýlis- horninu á Suðvesturlandi hefur tilhneigingu til þess að býsnast yfir þeim fjármun- um, sem teknir eru úr vasa þess til þess að halda uppi byggð um allt land. Fólkið í dreifbýlinu hefur tilhneig- ingu til að gera of mikið úr aðstöðumun þeirra, sem í þéttbýlinu búa. Við erum ein þjóð og búum í sama landi. Forsenda þeirrar búsetu er jafnrétti. Öll þurfum við götur og vegi, hvort sem við búum í Breiðholti eða á Langanesi. Fólkið sem býr í dreifbýlinu hefur ekki minni þörf fyrir vegi en þeir, sem í þéttbýlinu búa. Um þetta verður ekki deilt. Við höfum á þessari öld gert stórátak í vegagerð um landið. Mikið verk er óunnið og næsti áfangi er varanlegt slitlag á vegakerfi landsmanna. Það mun vafalaust taka okkur a.m.k. einn og hálfan áratug að ljúka þeim áfanga, en það munum við gera með sam- eiginlegu átaki þeirra, sem búa í dreifbýli og þéttbýli. Öll þurfum við á síma að halda, hvar sem við búum á landinu. Nú býr mikill meiri- hluti þjóðarinnar við sjálf- virkan síma og lítur á það sem sjálfsagðan hlut. En lítill minnihluti þjóðarinnar hefur ekki sjálfvirkan síma en telur sig þurfa á honum að halda. Það kostar mikið fé, en jafnrétti á þessu sviði sem öðrum er forsenda þess, að okkur takist að halda landinu öllu í byggð. Þeir * fjármunir sem verja þarf til þess að tryggja sjálfvirka síma til þeirra, sem þá hafa ekki enn, eru hluti þess kostnaðar, sem við þurfum að greiða til þess að halda landinu í þyggð. Jafnrétti í símaþjónustu er jafn sjálf- sagt og jafnrétti í vegamál- um. Nú deila alþingismenn um raforkuverð. Verð á raforku er mjög mismunandi eftir landshlutum og byggðarlög- um. Það er skiljanlegt, að fólk geti ekki unað því að greiða mun hærra raforku- verð í sumum landshlutum en öðrum. Forsenda búsetu um land allt er auðvitað sú, að við búum við jafnrétti á þessu sviði einnig. Þess vegna þarf að finna leiðir til þess að raforkuverðið geti verið hið sama um land allt. Annað er óviðunandi til lengdar. En aðferðin til þess er hins vegar ekki sú að leggja á sérstakan skatt sem kemur harðast niður á íbú- um þéttbýlissvæðanna. Ef aðrar leiðir eru ekki færar til þess verður að taka þá greiðslu úr sameiginlegum sjóði landsmanna. Það tryggir jafnari og sann- gjarnari dreifingu þess kostnaðar, sem við hljótum sameiginlega að bera af því að við viljum halda uppi byggð um land allt. En fleiri jafnréttismál eru á döfinni en vegamál, síma- þjónusta og raforkuverð. Benda má á að Reykjavíkur- höfn er eina höfnin í land- inu, sem nýtur einskis stuðn- ings frá ríkinu. Ennfremur er ástæða til að minna á, að það er ekki fyrr en á síðustu árum, sem atvinnuvegir á Suðurnesjum hafa hlotið stuðning úr Byggðasjóði. Einnig í þessum efnum á jafnrétti að ríkja. Með sama hætti og við hljótum öll að sitja við sama borð í þessum efnum er forsenda sameigin- legrar búsetu okkar í land- inu öllu einnig sú, að við höfurti jafnan atkvæðisrétt, hvar sem við búum á land- inu. Það er óviðunandi, að íbúi Reykjaneskjördæmis hafi aðeins fimmta hluta atkvæðisréttar á við íbúa Vestfjarðakjördæmis, svo að dæmi sé nefnt. Einnig í þessum efnum verður jafn- rétti að ríkja. Atkvæðisrétt- urinn verður að vera hinn sami, hvar sem menn búa á landinu, hvort sem þeir búa í Garðabæ eða á Hólmavík. Hér hafa verið nefnd fjögur dæmi um nauðsyn jafnréttis í sambúð fólks í landi okkar. Enginn annar grundvöllur er til en sá, sem hér hefur verið lýst. Jöfn aðstaða á öllum þessum sviðum er réttlát og sann- gjörn. Um þessa jafnréttis- stefnu eiga allir iandsmenn að geta sameinast. Flokksstjórnarfundur Alþýðuflokksins: Samstaða náðist um að hleypa fjárlögum í gegn „ÞETTA ER þannig mat á þeim árangri sem náðst hefur síðustu dagana, að það sé ekki lengur hægt á þessum punkti að segja nei við afgreiðslu fjárlaganna, en hins vegar er lff stjórnarinnar bundið svo ákveðnu skilyrði að verði það ekki uppfyllt 1. febrúar þá er stjórnaraðild Alþýðuflokksins ákveðið húin,“ sagði einn af flokksstjórnarmönnum Alþýðuflokksins í samtali við Mbl. eftir flokksstjórnarfundinn í fyrrinótt, þar sem samþykkt var að þingflokkur Alþýðuflokksins skyldi standa að afgreiðslu fjárlaga á grundvelli þess samkomulags sem náðst hafði. Um 50 manns sátu flokksstjórnarfundinn. Benedikt — kvaddi Bragi — vildi einn Jón Baldvin — kom flokksstjórnarfundinn manna hætta ríkis- með viðbótartillögu saman stjórnarþátttöku við tillögu Benedikts strax Síðan flokksstjórnarfundur var haldinn í Alþýðuflokknum fimmtu- daginn 14. desember hafa verið miklar hræringar innan Alþýðu- flokksins og þá sérstaklega þing- flokksins. A þeim fundi urðu ráðherrar flokksins, Benedikt Gröndalog Magnús H. Magnússon, undir í ákvörðunum um það hvernig Alþýðuflokkurinn ætti að standa að afgreiðslu fjárlaganna, en ofan á varð að afgreiðsla frumvarps Al- þýðuflokksmanna um efnahags- stefnu yrði afgreitt samhliða fjár- lögunum og lánsfjáráætlunum. Eftir þennan flokksstjórnarfund voru ýmsar breytingar gerðar á niðurstöðutölum í fjárlagadæminu, en frumvarp Alþýðuflokksins fékkst ekki afgreitt. Þeir Benedikt og Magnús ákváðu þá að kalla saman annan flokksstjórnarfund til að fá fyrri ákvörðun um frumvarp Alþýðuflokksins breytt, en flutningsmenn þess voru Jón Bald- vin Hannibalsson, Vilmundur Gylfason, Árni Gunnarsson og Finnur Torfi Stefánsson. I upphafi flokksstjórnarfundar- ins í fyrrakvöld lagði Benedikt Gröndal fram tillögu um að flokks- stjórnin samþykkti að þingflokkur Alþýðuflokksins skyldi standa að afgreiðslu fjárlaga á grundvelli þeirra breytinga sem náðst hefðu fram um niðurstöðutölur í fjárlaga- dæminu og þar sem ríkisstjórnin hefði samþykkt að fresta afgreiðslu lánsfjáráætlunar og forsætisráð- herra gert tilboð um ráðherranefnd til að semja frumvarp um efnahags- stefnu til tveggja ára. Margir tóku til máls og mun mönnum hafa sýnzt sitt hverjum um tillöguna. Viidu sumir sam- þykkja hana, en aðfinnslur voru þær helztar að haldið hefði verið slælega á samþykkt síðasta flokks- stjórnarfundar og að í tillögu formannsins væru ekki sett fram ákveðin skilyrði fyrir því að flokkurinn hleypti fjárlögunum í gegn. Bar þá Jón Baldvin Hanni- balsson upp viðaukatillögu um að lánsfjáráætlun yrði afgreidd í samræmi við stefnuna í efnahags- málafrumvarpi Alþýðuflokksins, Alþingi yrði kvatt saman til fundar 15. janúar og tilbúið efnahagsmála- frumvarp 1. febrúar yrði skilyrði fyrir áframhaldandi stjórnarsam- starfi Alþýðuflokksins. Með- flytjendur Jóns að tillögunni voru alþingismennirnir Vilmundur Gylfason, Árni Gunnarsson og Jóhanna Sigurðardóttir og Geir Gunnlaugsson prófessor flokks- stjórnarmaður. Fékk tillaga þeirra góðar undirtektir, en meðal þeirra sm andmæltu henni voru Magnús H. Magnússon ráðherra og Eiður Guðnason alþingismaður. Þegar líklegt þótti að tillagan yrði sam- þykkt beitti Benedikt Gröndal sér fyrir samkomulagi við flutnings- menn hennar og í þeim viðræðum féll burtu að Alþingi skyldi kvatt saman 15. janúar, en hinum atriðunum var bætt við upphaflega tillögu Benedikts, sem á voru gerðar nokkrar minni háttar orðalags- breytingar. Aðeins einn flokksstjórnarmaður mælti gegn öllu samkomulagi og kvaðst reiðubúinn til að slíta stjórnarsamstarfinu strax. Það var Bragi Jósepsson. Þegar heildartil- lagan kom svo til atkvæðagreiðelu greiddi Bragi atkvæði á móti henni, en féllst síðan á að sitja hjá og var ályktun flokksstjórnarinnar því að Iokum samþykkt samhljóða. Fyrr um daginn hafði þingflokk- ur Alþýðuflokksins hafnað til- mælum hinna ríkisstjórnarflokk- anna um að tekjuöflunarfrumvörp- in yrðu afgreidd þá um daginn til efri deildar, en Alþýðuflokksmenn höfðu áður gert samkomulag við fjármálaráðherra um að sú at- kvæðagreiðsla biði fram yfir flokks- stjórnarfundinn. Ráðherrarnir Benedikt Gröndal og Magnús H. Magnússon greiddu atkvæði með því að við tilmælunum yrði orðið og einnig Eiður Guðnason alþingis- maður, en Árni Gunnarsson, Bragi Sigurjónsson, Jóhanna Sigurðar- dóttir, Sighvatur Björgvinsson og Vilmundur Gylfason greiddu at- kvæði gegn því. Aðrir viðstaddir þingmenn sátu hjá. Samþykkt flokksstjórnarinnar er svohljóðandi: „Síðan slokksstjórn Alþýðu- flokksins ræddi og gerði ályktun um frumvarpið til laga um jafnvægis- stefnu í efnahagsmálum og sam- ræmdar aðgerðir gegn verðbólgu, hefur eftirfarandi gerst: 1. Ríkistjórnin hefur ákveðið að fresta afgreiðslu lánsfjáráætlunar, eins og Alþýðuflokkurinn krafðist. 2. Unnið er á þeim grundvelli, að heldarfjárfesting verði ekki meira en 24,5% af þjóðarframleiðslu. 3. Við 2. umræðu fjárlaga hefur verið ákveðinn 1.840 milljón króna niðurskurður á útgjöldum ríkisins til viðbótar fyrri niðurskurði. 4. Greiðslujöfnuður fjárlaga ferður 3 milljarðar króna. 5. Rekstrarafgangur fjárlaga verður tæplega 8 milljarðar og skuldir ríkisins hjá Seðlabanka verða lækkaðar um 5 milljarða. 6. Fjárlögin verða innan 30% af þjóðarframleiðslu, eins og 3. gr. frumvarpsins gerir ráð fyrir. 7. Eftir þessar breytingar eru fjárlög í samræmi við greinargerð laganna um ráðstafanir 1. desember og þau markmið, sem þar voru sett. 8. Samstarfsflokkarnir eru reiðu- búnir til að kjósa nefnd þriggja ráðherra til að kanna rækilega frumvarp Alþýðuflokksins og tillög- ur hinna flokkanna. Skal hún leggja fram fyrir 1. fegrúar efnahagstil- lögur, er taki til tveggja næstu ára. Með tilliti til alls þessa telur flokksstjórnin rétt, að flokkurinn afgreiði fjárlög með ofangreindum breytingum. Lánsfjáráætlun verði afgreidd í samræmi við þá stefnu, er Alþýðu- flokkurinn hefur mótað til viðnáms verðbólgu, næstu tvö ár. Áframhaldandi stjórnarsamstarf Alþýðuflokksins er bundið því, að eigi síðar en 1. febr. hafi ríkis- stjórnin lokið gerð lagafrumvarps um samræmdar aðgerðir gegn verðbólgu til a.m.k. tveggja ára. Það frv. verði lagt fyrir flokksstjórn Alþýðuflokksins, er þá taki ákvörð- un um framhald stjórnarsamstarfs- ins. Flokksstjórnin telur að efnahags- ástandið framundan sé svo viðsjár- vert að framkvæmd samræmdrar langtímastefnu þoli ekki lengri bið.“ Tómas hótadi afsögn I máli Magnúsar H. Magnússonar ráðherra á flokksstjórnarfundin- um kom það fram. að Tómas Arnason fjármálaráðherra hefði sagt á rikisstjórnarfundi. að ef Alþýðuflokkurinn samþykkti ekki afgreiðslu fjárlaganna fyrir jól segði hann af sér embætti fjár- málaráðherra. Tveimur skipum EI snúið frá Hornafirði r Ekki verður reynt að ná Alafossi af strandstað fyrr en eftir jól TVEIMUR skipum Eimskipa- félags íslands, sem áttu að lesta á Höfn í Hornafirði á næstunni, hefur verið snúið frá Höfn. Ástæðan er m.a. sú að innsigling- in á Hornafirði er orðin mjög þröng og hafa tvö skip félagsins strandað þar að undanförnu. Fyrst tók Múlafoss niðri í ósnum í síðustu viku, en náðist fljótlega út. Aðfararnótt laugar- dags steytti Álafoss svo á grunni í ósnum og er skipið enn fast á strandstað. Ákveðið hefur verið að fresta tilraunum til að ná skipinu út þangað til eftir jól og er það vegna þéss að straumur fer nú minnkandi, en verður 28.-29. des- ember svipaður og er skipið strandaði. Áð sögn Jens Mikaels- sonar, fréttaritara Mbl. á Höfn, er skipið nú komið ofar í fjöruna og stendur nánast allt upp úr. Björgunarskipið Goðinn verður eystra fram yfir jól, en áhöfn skipsins er hins vegar farin til síns heima og kemur ekki austur aftur fyrr en reynt verður að ná skipinu út. Áhöfn Álafoss verður hins vegar eystra yfir jólin. í dag á að dæla 500 tonnum af sjó í botn- tanka skipsins til að þyngja skipið enn svo það geti ekki snúist á strandstaðnum. Ekki er talið að hætta sé á skemmdum á skipinu þar sem það stendur á sand- og leirbotni. I dag og á morgun átti að skipa tæplega 100 tonnum af frystri síld um borð í Bæjarfoss, en horfið var frá því að skipinu snúið frá Hornafirði. Síldin fór í staðinn í strandferðaskipið Esju, sem var á Hornafirði í fyrradag. Ef ekki hefði tekizt að komá síldinni í Esjuna hefði ástandið verið alvar- legt hjá Hornfirðingum því að allar frystigeymslur eru fullar á staðnum. Þá átti Tungufoss að koma til Hornafjarðar næstu daga og taka saltsíld, en ákveðið hefur verið að skipið fari ekki á Höfn fyrst um sinn. Að sögn Eymundar Sigurðsson- ar hafnsögumanns á Hornafirði var mikil austanátt ríkjandi á Hornafirði í þrjár vikur samfleytt fyrir nokkru og við það spilltist innsiglingin mjög. Sagði Eymund- ur að innsiglingin væri erfið, en ÞAU VINNUBRÖGÐ tíðkast hjá Hagstofu íslands, þjóðskrá, að stuðst er við þau landamerki, sem í gildi eru á hverjum tíma. Þannig hefur Eðvald Hinriksson alla tið síðan hann kom til íslands verið skráður fæddur í Sovétríkjunum og siðan nánar tiltekið í borginni Tartu í Eistlandi. Þessar upplýs- ingar komu fram I samtali við Ingimar Jónasson hjá þjóðskránni í gær. Hann sagði að mál Eðvalds Hinrikssonar væri alls ekkert einsdæmi, en frá því var greint í Morgunblaðinu í gær að á fæðingar- vottorði, sem hann fékk útgefið í sumar, var Eðvald sagður fæddur í Sovétríkjunum. Ingimar sagði að í raun væri ekkert vandamál að nefna aðeins Tartu í Eistlandi á fæðingarvottorði Eðvalds og það hefði verið gert að ósk Eðvalds, en þessu yrði hins vegar ekki breytt í sagðist telja að þó ósinn hefði breytt sér á stuttum tíma meira en í 20—30 ár þá væri þetta vonandi aðeins tímabundið ástand og yrði væntanlega ekki mjög lengi að lagast á ný ef veðráttan breyttist. Þá sagði hann ennfremur, að erfiðlegar hefði gengið en ella á ná Álafossi út þar sem flóðin hefðu verið lítil vegna mikils háþrýstisvæðis yfir suðaustur- horninu. þjóðskránni, þar hefði fæðingar- staðurinn verið skráður Sovétríkin allt frá því að Eðvald kom til íslands. — í þessu liggur enginn dómur um það hvernig Eistland var innlimað í Sovétríkin, en við verðum að fara eftir ákveðnum reglum, sagði Ingimar. — Þær reglur hafa tíðkast hjá okkur að miða við landamæri á hverjum tíma, en víðar en hjá okkur fylgja mikil og oft viðkvæm vandamál því er landamæri færast til og lönd eru innlimuð í önnur. I þessu sambandi má nefna Súdetahéruðin í Tékkó- slóvakíu, Elsass-Lothringen og mörg fleiri svæði í Evrópu. Hins vegar má benda á það fyrst þessar umræður eru komnar af stað, að árið 1911 er Eðvald fæddist var Eistland hluti af rússneska keisaradæminu að mig minnir, sagði Ingimar Jónasson að lokum. Ingimar Jónasson á þjóðskrárdeild Hagstofunnar: Eðvald alla tíð skráður fæddur 1 Sovétríkjunum Geir Hallgrímsson: Skylda alþingismanna að starfa sjálfstætt Á fundi neðri dcildar í gær kvaddi Benedikt Gröndal utan- ríkisráðherra sér hljóðs utan dagskrár og las ályktun flokks- stjórnar Alþýðuflokksins, sem hann sagði hafa verið samþykkta með 50 samhljóða atkvæðum, en af því tilefni urðu miklar umræð- ur í' déildinni. Geir Hallgrímsson lagði áherzlu á. að það væri skylda alþingismanna að starfa sjálf- stætt og haga samráði við um- bjóðendur sína með þeim hætti, að ekki raskaði störfum Alþingis. Útgjöld ríkissjóðs 31-32% af þjóðarframleiðslu Lárus Jónsson (S) sagði, að frá 2. umræðu fjárlaga hefði minnihlutinn ekki fengið upplýsingar um meiri fyrirhugaðan niðurskurð fjárlaga en sem næmi 800 millj. kr., 500 millj. kr. væri skipt milli fimm ráðuneyta, þannig að þeim yrði gert að skera niður um 100 millj. hverju, en auk þess væru 2—300 millj. kr. Vera mætti, að ríkisstjórnin hefði fundið 1 milljarð til viðbótar, þótt það hefði ekki komið fram í fjárveitinganefnd. LJ minnti á, að gert væri ráð fyrir því að draga úr niðurgreiðslum um 2.800 millj. kr. miðað við niður- greiðslustig í desember, og sagði hann, að vel mætti vera að ríkis- stjórnin hugsaði sér að draga enn frekar úr niðurgreiðslunum. Um það vissi hann ekki. Þingmaðurinn sagði ennfremur: Það er alrangt, að ríkisútgjöldin séu innan við 30% af þjóðarframleiðslu. Þjóðhagsstjóri upplýsti á fundi fjárveitinganefndar, að þjóðarfram- leiðslan á desember-verðlagi væri 663 milljarðar króna. Tekjur ríkis- sjóðs á sama verðlagi verða 31,5% og fullyrða má, að greiðsluhalli verði á ríkissjóði, ef fjárlagadæmið er raunsætt gert upp, þannig að útgjöld ríkissjóðs verða örugglega 31—32% gagnstætt því að síðustu tvö ár voru útgjöld ríkissjóðs 27—28% af þjóð- arframleiðslunni. Niðurskurður eftir jólaleyfi Tómas Árnason fjármálaráð- herra sagði, að ríkisstjórnin hefði samþykkt að lækka ríkisútgjöldin um allt að 1 milljarði króna, en ákvarðanir í því sambandi yrðu teknar þegar að loknu jólaleyfi. Röskun á störfum Alþingis Matthías Á. Mathiesen (S) sagði, að störf Alþingis í vetur og haust hefðu verið röskuð með mjög óvenju- legum hætti. Þrátt fyrir alla fyrirvara og yfirlýsingar síðustu daga, sem stór- lega hafa truflað störf Alþingis, sagði þingmaðurinn, liggur nú ljóst fyrir samkvæmt yfirlýsingu utanrík- isráðherra, að enn einu sinni verða þingmenn Alþýðuflokksins að sætta sig við að ekkert tillit er tekið til stefnumiða þeirra og háttalag þeirra hér á Alþingi er því sjónarspil eitt. Það er nú ljóst af samþykkt flokksstjórnar Alþýðuflokksins, að þingmenn flokksins munu sam- þykkja fjárlög, sem í reynd munu leiða til halla á ríkisbúskapnum, þrátt fyrir gegndarlausar skatta- álögur sem stjórnarliðar hafa keppst við að samþykkja. Það er því miður ljóst, að við munum áfram búa við mikla verð- bólgu, enda hefur ríkisstjórnin enga heildarstefnu í efnahagsmálum og þingmenn Alþýðuflokksins hafa gjörsamlega gefizt upp fyrir Alþýðu- bandalaginu, sem Framsóknarflokk- urinn lætur stjórna ferðinni. Reiðubúnir að ræða efnahagsmálin Lúðvík Jósepsson (Abl) sagði ljóst, að Alþýðubandalagið væri reiðubúið til að ræða við samstarfs- flokka sína um ráðstafanir í efna- hagsmálum og þá með það fyrir augum, að full atvinna yrði tryggð í landinu og sá kaupmáttur launa yrði áfram tryggður, sem um var samið 1977, enda yrði stefnunni hagað þannig, að það yrði til að efla íslenzka atvinnuvegi og fullt samráð yrði haft við samtök launafólks. Hann sagði Alþýðubandalagið andvígt því að dregið yrði úr félagslegum umbótum og fram- kvæmdum eða niðurgreiðslum. Á öðrum sviðum væri auðvelt að skera niður. Af hálfu Alþýðubandalagsins væri grundvöllur fyrir samstöðu stjórnarflokkanna á þeim fjárlaga- grundvelli, sem markaður hefði verið. Biðst afsökunar á vinnubrögðunum Ólafur Jóhannesson forsætisráð- hcrra sagði menn sammála um að ljúka þingstörfum fyrir jól og sagðist vel skilja, að stjórnarand- staðan væri ekki ánægð með vinnu- brögðin: „Eg fyrir mitt, leyti er reiðubúinn að biðjast afsökunar á því,“ sagði hann. Hann sagðist ekki vilja hefta máifrelsi þingmanna, en mæltist til þess að umræðunni yrði frestað til þess að koma öðrum málum til efri deildar. starfsfyrirkomulag Geir Hallgrímsson (S) fékk orðið vegna tilmæla forsætisráðherra. Hann minnti á, að þessar umræður hefðu ekki verið hafnar af stjórnar- andstöðunni. — Svo lengi höfum við þurft að bíða og sýnt þolinmæli varðandi algjörlega óþolandi starfs- fyrirkomulag nú, að ég vorkenni stjórnarflokkunum ekki að hlusta í nokkrar mínútur, sagði hann og minnti á, að þessi sömu mál, sem forsætisráðherra vildi nú flýta, hefðu ekki fengizt afgreidd á mið- vikudag vegna Alþýðuflokksins. Hann taldi því augljóslega réttmætt að þeir, sem þegar hefðu kvatt sér hljóðs, fengju að ljúka máli sínu. Ný Egilsstaðasamþykkt Sverrir Hermannsson (S) sagði utanríkisráðherra hafa lesið upp samþykkt, sem hefði minnt sig á svokallaða Egilsstaðasamþykkt um að ríkissjóður væri skuldlaus, sem hefði verið samþykkt samhljóða eins og ályktun flokksstjórnar Alþýðu- flokksins. Hann taldi það alvarlega við þetta mál það, að Alþingi skyldi hafa verið látið sitja aðgerðarlaust, meðan beðið hefði verið eftir einhverjum utanþings ákvörðunum um það, hvernig eiösvarnir þingmenn Al- þýðuflokksins ættu að haga sér. Þá sagði hann það fagnaðarefni, að LJ skyldi nú hafa lýst því yfir, að Alþýðubandalagið væri reiðubúið til að ræða við samstarfsflokka sína um ráðstafanir í efnahagsmálum, þótt þau skilyrði, sem LJ setti í því sambandi kæmu kynlega fyrir, eins og um það að efla atvinnuvegina, halda uppi kaupmætti launa og fullri atvinnu, miðað við það, hvernig að málum hefði verið staðið af ríkis- stjórninni. Stjórninni til lítillækkunar Albert Guðmundsson (S) sagði enga þörf hafa verið á því að hleypa utanríkissráðherra í ræðustólinn utan dagskrár til að lesa ályktun flokksstjórnarinnar, þar sem hún yrði birt í fjölmiðlum. Þetta hefði ekki orðið til neins annars en þess að lítillækka ríkisstjórnina með því að vekja athygli á því, að hún þyrfti að sækja ákvarðanir út í bæ til þess að störf Alþingis gætu haldið áfram svo að það gæti kveðið á um meðferð efnahagsmála. Hann sagði, að full ástæða hefði verið fyrir Ólaf Jóhannesson að biðjast afsökunar á vinnubrögðum Alþingis og kvaðst skilja það svo sem hann hefði verið að hirta samstarfsflokk sinn. Yfir- lýsing Benedikts Gröndals væri ekki annað en yfirklór til þess að bakka út úr úrslitakostum. Skattpíningarsjórn Matthías Bjarnason (S) sagði ekki óeðlilegt, þótt stjórnarandstaðan væri orðin þeytt á verklagi ríkis- stjórnarinnar. Hann sagði furðulegt að flokkur, sem vildi láta líta svo út sem hann væri fullur ábyrgðar umfram aðra flokka, hagaði sér eins og Alþýðuflokkurinn. Annars vegar þættust þingmenn hans vilja niður- skurð, en samtímis flyttu þeir tillögur á Alþingi sem yllu milljarða útgjöldum fyrir ríkissjóð. — Svo ætlast þessir þingmenn til að nokkur Islendingur trúi þeim, sagði Matthías, þeir eru orðnir að skrípi fyrir vinnubrögð sín á Alþingi. Þá gerði hann skattpíningarstefnu ríkisstjórnarinnar að umtalsefni og spurði, hvort hægt væri að hugsa sér aumari frammistöðu en þá að lofa því fyrir kosningar að afnema tekjuskatt af almennum launatekj- um, en standa síðan að því að stórhækka tekjuskattinn eftir að hafa samþykkt afturvirkni tekju- skattsaukans í haust, sem væri siðlaus skattaðferð. Siðgæðispostular Ellert B. Scram (S) sagði, að á síðasta kjörtímabili hefðu heyrzt háværar raddir utan þings um að breyta störfum Alþingis og auka virðingu þess. Nú hefðu þessir siðgæðispostular tekið sæti á Alþingi og störf þess gengið þannig fyrir þeirra tilverknað, að ríkis- stjórnin hefði ekki tök á því að láta málin ganga eðlilega fyrir sig, heldur yrði Alþingi að bíða eftir ákvörðun flokkstjórnar krata út í bæ. Síðasta samþykkt flokkstjórnar- innar kórónaði vitleysuna. Þingmenn Alþýðuflokksins, einn á fætur öðrum, hefðu verið búnir að lýsa því yfir, að fjárlög fengjust ekki samþykkt nema Alþingi væri áður búið að samþykkja eða samþykkti jafnhliða efnahagsmálafrumvarp Alþýðuflokksins, enda gengi það þvert á fjárlögin í veigamiklum atriðum, þannig að ekki væri hægt að samþykkja hvort tveggja. Samstarisgrundvöllur var aldrei fyrir hendi Geir Hallgrímsson (S) sagði, að það sjónarspil, sem hófst með umræðunum utan dagskrár, sýndi, að enginn samstarfsgrundvöllur var fyrir myndun ríkisstjórnarinnar 1. september, þótt tveir stjórnarflokk- anna hefðu fyrir kosningar verið með ráð á hverjum fingri. Eftir 8 vikna samningaþóf var ráðist í aðgerðir 1. september, sem aðeins voru til bráðabirgða, og þá var tímaskorti borið við. 1. desember var sama úrræðaleysið, sama stefnu- leysið og talað um, að það þyrfti lengri tíma til að gera eitthvað í efnahagsmálum. Við afgreiðslu fjárlaga endurtók sama sagan sig — og nú fáum við að heyra, að enn sé frestur og nú til 1. febrúar. Geir Hallgrímsson taldi ekki byggjandi á þessum fresti fremur en öðrum. Stjórnarflokkarnir hefðu engin sameiginleg úrræði né hver flokkur út af fyrir sig. Loks minnti Geir Hallgrímsson á, að það væri rétt vika síðan hann hefði kvatt sér hljóðs utan dagskrár í tilefni af flokkstjórnarfundi Al- þýðuflokksins þá. Hann hefði fengið þau svör frá Sighvati Björgvinssyni að Alþýðuflokkurinn myndi ekki standa að afgreiðslu fjárlaga nema jafnhliða yrði tekin afstaða til efnahagsfrumvarps ■ Alþýðuflokks- ins. Forsætisráðherra hefði á hinn bóginn sagt, að fjárlög yrðu afgreidd fyrst, en athugun á frumvarpi Alþýðuflokksins myndi bíða til næsta árs. Eg sagði þá, að menn skyldu fylgjast með framvindunni, sagði þingmaðurinn. Alþýðuflokkurinn koðnaði fyrst niður 1. september án þess að samið væri um nokkurn skapaðan hlut. Hann koðnaði enn niður 1. desember og hélt áfram að minnka með því að koðna aftur niður nú við afgreiðslu fjárlaga. Ef svo heldur fram sem horfir verður hann að engu orðinn í lok næsta mánaðar. Háttalag þingmanna Alþýðuflokksins sjón arspil eitt, segir Matthías A. Mathiesen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.