Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 27 Svæðamótið í skák: Raettvið Akur- eyringa og Keflvíkinga „Svisslendingar hafa að vísu frest til áramóta aó ákveða, hvort Þeir halda mótið eöa ekki, en við erum að kanna okkar möguleika, ef til Þess kemur að Mjölnir verði framkvæmdaaðilinn," sagði Har- aldur Blöndal formaður skákfé- lagsins Mjölnis í samtali við Mbl. í gær. Svæðamótið veröur tvískipt: þriggja riöla undankeppni og loka- keppni. Hefur verið rætt við Akur- eyringa og Keflvíkinga um aö þeir sjái hvorir um sinn riðilinn, en lokakeppnin fari fram í Reykjavík. Ekki hefur verið leitaö til aðila með framkvæmd þriðja riöilsins, en hugmyndir hafa komið fram um Færeyjar, þar sem einn keppandinn verður Færeyingur, og ísafjörö. Keppendur í undankeppninni verða 23 og komast 4 úr hverjum riðli í lokakeppnina þannig að 12 keppa um sætin þrjú á millisvæöa- mótinu. Nýtt fiskiðnaðar- hús í Örfirisey SAMÞYKKT hefur verið í Bygg- inganefnd Reykjavíkurborgar leyfi til Gunnars Hafsteinssonar fyrir byggingu fiskiðnaðarhúss við Eyjagötu 5 í Örfirisey. í samtali við Mbl. í gærkvöldi sagði Gunnar, að bygging þessa húss hefði lengi verið á döfinni, en ekki væri þó ákveðið hvenær hafist yrði handa við framkvæmdir. Revíulota með Alfreð, Brynjólfi, Nínu og Lárusi HLJÓMPLATAN Revíuvísur sem SG-hljómplötur hafa nýlega gefið út, geymir atriði úr íslenzku leikhúslífi og þjóðlífi, atriði, sem fljóta ofan á vegna þess að þau eru flutt af snjöllum listamönnum og þau búa yfir sígildri jákvæðri gamansemi. Islenzkar gamanvísur þekkjast allt frá síðustu öld, en fram að því voru fáir söngtextar kunnir nema í stíl sálma. Þó eru til eldgömul skemmtikvæði eða gam- ankvæði, en þar er skilgreint á allt annan hátt en á blómaskeiði gamanvísunnar á árunum 1930—1950 þegar revíurnar voru hvað vinsælastar hér á landi. Þá fór saman einvala lið í þeim bransa og menn sóttu efnivið í íslenzkt mannlíf, trúðu og vissu að það myndi duga þeirra skeið. Það má nefna höfunda eins og þá sem eru á Revíuplötunni: Tómas Guð- mundsson, Harald Á. Sigurðsson, Bjarna Guðmundsson og Emil Thoroddsen og þá skapaðist nokk- ur hefð í gerð gamanvísna. Þessi hefð var full af góðlátlegu gríni og jafnvel skúrkarnir sem urðu fyrir barðinu á höfundum hlutu fyrir- gefningu fjöldans út á skemmti- lega gamanvísnasögu. Því miður hefur dofnað yfir þessari hefð í allri alvöru þessa þjóðfélags og eltingaleik, en þeim mun kær- komnari er plata eins og Revíu- platan með sýnishorni af flutningi listamanna eins og Brynjólfs Jóhannessonar, Ninu Sveins- dóttur, Alfreðs Alfreðssonar og Lárusar Ingólfssonar! Þótt sumar þessara upptakna séu gamlar og jafnvel svolítið snjáðar þá skila þær fyllilega þeirri stemmningu og því ágæti sem þær búa yfir og þeir tæknilegu agnúar sem nú- tímamaður kann að heyra skipta í 2 rauninni ekki máii. Það þarf ekki að hafa mörg orð um flutning þessar listamanna, hann er upp úr því vaxinn fyrir löngu að það þurfi að skola af honum. Þeir búa hver um sig yfir sérstæðum og sterkum stíl í flutningi sínum, svo unun er á að hlusta. Slík plata vekur forvitni á að heyra meira af slíku og vonandi er tii efniviður í framhaldsrevíuplötur, en þá mætti gjarnan hafa á plötuumslagi meiri upplýsingar um viðkomandi lög, stutt sögulegt ágrip af þeim revíum sem þau eru ættuð úr. Flestar upptökurnar sem eru á plötunni voru til í safni ríkisút- varpsins, en eina nýja upptakan með Nínu í laginu Jónsvísur sýnir að góðum listamanni munar ekki um að syngja gamanvísur þótt aldurinn sé um sjötugt. Hljómplötuútgáfa á íslandi hef- ur um skeið einkennzt af tízkufyr- irbrigðum sem oft fljúga fagurlega stundarkorn, en síðan ekki meir. Víst eiga slíkar plötur fullan rétt á sér en það er einhliða grautur til lengdar og ekki sæmandi íslenzku þjóðlífi. Svavar Gests hefur manna mest reynt að brúa bilið og Haraldur í Fálkanum með því að gefa út fjölbreytt efni og vonandi á sú stefna eftir að ríkja að ekki verði allt miðað við stundarvin- sældir. Á Revíuplötunni syngur Brynj- ólfur Hvers er hvurt, Hvað er um að tala og Ástandið. Nína syngur Kerlingarvísur, Þegar Kanarnir listksprang Eftír Ártta Johttsett komu í Keflavík og Jónsvísur. Lárus syngur Syrpu Óla í Fitja- koti, Eftirhermuvísur og Daninn á íslandi og Alfreð syngur Ó, vertu ei svona sorró, M-listinn og Útvarpsvísur. í tilefni af þessari plötu er rétt að segja: Áfram með revíurnar og upp með húmorinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.