Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 19 Nákvæmnin siálf Þorstoinn Antonssoni SÁLUMESSA 77. Skáldsga. 122 bls. Iðunn. Rvík 1978 Þorsteinn Antonsson er tals- vert listfengur skáldsagna- höfundur En spurning er hvort hann einbeitir sér ekki meir að hinni faglegu hlið málanna en því sem að lesandanum snýr — hinni raunverulegu sagnaskemmtan. Þeirri spurningu er vel réttlætan- legt að varpa fram því efni þessarar sögu er þess eðlis að úr því hefði mátt gera talsvert krassandi sögu — og raunar er bókin auglýst sem slík.' En þrátt fyrir reyfaralegt efni að hluta er hér síður en svo um reyfara að ræða, miklu fremur sýnist sagan þjást af blóðleysi. Ekki er þó þar með sagt að höfundi hafi mistekist það sem hann ætlaði sér. Vel má hugsa sér að sagan eigi að vera eins og hún er og höfundur telji sig svo best tjá hug sinn sem hann gerir. / Það sem fyrst og fremst ein- kennir þessa sögu er nákvæmnin, smámunasemin í lýsingum. Og þar sem lífið er nú á dögum ofhlaðið dauðum hlutum er ekki að furða þó við blasi ofhlæði lýsinga. Lýsing á lýsing ofan! Margir nútímahöfundar hafa orðið fyrir áhrifum af hinu nákvæma og vökula auga kvikmyndavélarinnar og sýnist mér Þorsteinn vera einn þeirra. »Héðan sem ég stend sé ég, að dalurinn er hjúpaður hvítu.« — Þetta er t.d. fyrsta setning bókarinnar. Stundum finnst manni höfundur vera að skrifa vinnulýsingu fyrir leikara sem eigi að leika þetta allt í kvikmynd. Til að mynda er einu atviki lýst á þessa lund: »Hann kreppti hnefann, fann til óþæginda í hendinni og sá konuna falla aftur yfir sig í stofudyrunum. Þorsteinn Antonsson Hún fór þannig að því, að munnurinn færðist út á kinn, annað augað sperrtist upp en hitt lokaðist, handleggirnir hófust upp i lárétta stellingu og hún greip með annarri hendinni í dyrastaf- inn í fallinu. Um leið skaut hún fætinum þeim megin aftur fyrir sig, rak hælinn í þröskuldinn, kiknaði þá í hnjáliðnum á hinum fætinum og skrikaði ofan tröppuna á þeim fyrri; seig þá saman í mittið og þegar hún festi ekki hönd á dyrastafnum varð hún sljó á svip og opnaði munninn féll máttleysislega aftur yfir sig niður tröppurnar tvær og þegar hnakki hennar nam við gólfið kvað við þvalur dynkur.« Einhver kann að segja að ekki Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON sé öll Sálumessa með svona miklum smáatriðasvip og því sé höfundi ekki sýnd fyllsta sann- girni með því að tilfæra svona dæmi. En í gagnrýninni verður stundum að beita sömu aðferðum og í skáldskapnum: að benda á það sem er mest einkennandi fyrir hverja heild og vissulega er svona nokkuð ekkert einsdæmi í Sálu- messu 77. Kjörsvið Þorsteins Antonssonar er nútímalíf nútímafólks, og er ekki að efa að hann hefur stúderað vifangsefni sitt gaumgæfilega. Þarna er hvaðeina á sínum stað: íburðarmikið heimili þar sem lífið líður í sljóleika og leiðindum. Vinnustaðurinn þar sem maðurinn er slitinn frá þessu sljóa heimili sínu, skemmtistaðurinn með sína fölsku gleði á boðstólum. Ut úr þessu kemur: lítið líf með litlu innihaldi en miklum umbúðum. Að lokum verður umhverfið svo flókið að maðurinn getur ekki lifað þar áfallalaust en hrasar — annað hvort raunverulega og á svipaðan hátt og konan sem fyrr er getið — eða óeiginlega eins og »hann« sem getið er um í sömu tilvitnun. Þorsteinn Antonsson er síður en svo fyrsti höfundurinn sem tekur til meðferðar í skáldsögu efni af þessu tagi og form hans telst ekki heldur til nýjunga. Langt er síðan farið var að tala um firring í lífi og skáldskap og í raun og veru er það eitthvað slíkt sem hér sveimar yfir vötnunum. Þetta er angi þeirrar félagslegu tilhneigingar sem gætt hefur með mismunandi þungri áherslu í bókmenntunum allt frá kreppuárunum nema hvað dæmið hefur snúist við síðan þá — þá útmáluðu höfundar ömurleika fátæktarinnar, nú lýsa þeir því hvað það sé óbærilegt að vera ríkur! Meðalhófið er vandratað í henni verslu. Erlendur Jónsson. Með ýmsum tilbrigðum Úlfar Þormóðssoni ÁTT ÞÚ IIEIMA IIÉR? Skáldsaga 172 bls. Mál og menning. Rvík. 1978. »Hvaöa fólk er þetta?« er spurt í eins konar eftirmála — höfundur nefnir það að vísu Eftirför. Lesandinn getur líka spurt: hvaða fólk er þetta? Sögupersónur auð- vitað! Hvort sem nú Úlfar Þor- móðsson hefur haft fyrir sér lifandi fyrirmyndir eður eigi (slíkt er oft sagt um skáldsagnahöfunda) þá finnst mér saga þessi bera öll einkenni skáldskapar og lítil hætta á að maður blekki sig undir lestrinum og þyki sem maður sé aö lesa sanna sögu. Auðvitað eru hér sögupersónur á ferð, það er — liggur mér við að segja — of augljóst mál. Úlfar er hress og tilþrifamikill ungur höfundur en ekki að sama skapi laginn við fínu drættina. Hann minnir ekki á Pétur Gunnarsson eða Olaf Hauk Símonarson. Á stöku stað finnst marini gæta líkinga með honum og Þorsteini Antonssyni. En þegar betur er að gáð er Úlfar líka gagnólíkur honum. Úlfar er sér á parti. En þess ber þá líka að geta að Úlfar sýnist enn vera óráðinn höfundur. Stundum er honum alvara, virðist mér, stundum tekur hann að gantast og frílysta sig með orðaspaug án þess það þjóni tilgangi í sögunni, eins og þetta: »Fyrst er lesin kjörskrá. Síðan er lesin þjóöskrá. Loks er Iitið í kirkjubækur. Þá er kjörskrá borin saman við þjóðskrá, þjóðskrá við kirkjubækur og kirkjubækur viö þjóðskrá og kjörskrá.« Atarna var skrítin þula, eða er ekkisvo? Um vinnubrögð höfundar er mér ekki.annað kunnugt en það sem lesa má í bókarlok að sagan sé samin á fjórum árum. Vel má þetta hafa verið ígripavinna því textinn er að sönnu sundurlaus. Og ýmiss konar stíltegundum bregður þarna fyrir — í mismuriandi stórum skömmtum. Kaflar eru afar mislangir, sumir fáeinar línur, aðrir allnokkrar síður. Og fyrir bregður margs konar aðferð- um. Að vísu gegna örstuttu kaflarnir öðru hlutverki en hinir lengri, sumir þeirra a() minnsta kosti, og koma þá fyrir sjónir eins og dæmisögur og mun ætlað að varpa skærara ljósi á meginmark- mið sögunnar. Stundum bregður fyrir nákvæmum og afar venjuleg- um mannlýsingum. Annað veifið er svo farið út í stílíseringar af ýmsu tagi. Ræðuhöld koma þarna fyrir. Og svo víða kemur höfundur við að hann leggur jafnvel Morgunblaðsgagnrýnanda orð í munn. Best þykir mér honum takast upp í samtölum. Hann leggur sig talsvert eftir daglegu málfari: »— Eretta alltaf svona rólegt, spurði unglingsskjáta, varla mikið yfir fermingu.« Svona byrjar t.d. einn kaflinn. Unglings- stúlka getur vel sagt »eretta« í staðinn fyrir »er þetta«. En var nauðsynlegt að kalla stúlkuna skjátu? Ég spyr ekki út í hött heldur vegna þess að mér finnst afstaða Úlfars til viðfangsefnisins stundum nokkuð kaldranaleg og hryssingsleg. Er því naumast óeðlilegt þó innt sé eftir: hvaða fólk er þetta og hvers vegna er höfundur að ómaka sig að skrifa um það heila skáldsögu úr því að það er ekki merkilegra en það er? Urii það mætti bollaleggja margt og mikið. Því svo mikið er víst að Úlfar er enginn viðvaningur, höfundur tveggja eða þriggja skáldsagna á undan þessari, og tæpast ætlandi að ráða ekki betur við viðfangsefni sem honum er hugleikið. Hitt kemur stundum fyrir að höfundur velur sér verkefni sem af einhverjum ástæð- um grípur ekki huga hans þegar til kastanna kemur. Sú vil ég meina að geti verið orsökin fyrir því að neistinn er nokkuð flöktandi í þessari bók. Erlendur Jónsson Besta heimilishjálpin fullkomin uppþvottavél frá Bauknecht 5 þvottakerfi þvær eftir 12manna boróhald Úr ryöfríu stáli að innan Hæó 85,0 cm breidd 59,5 cm dýpt 60,0 cm Greiósluskilmálar eóa staógreióslu- afsláttur KOMIÐ HRINGIÐ SKRIFIÐ viö veitum allar nánari upplýsingar. yéladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900 Utsölustaóir DOMUS, LIVERPOOL og kaupfélögin um land allt Nútímaleg skáldsaga um unga stúlku, sem leitar hamingju, sem hverjum og einum er aöeins veitt einu sinni í lífinu... Metstölu- höfundur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.