Morgunblaðið - 22.12.1978, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978
Ólafur Guðmundsson
frá Nesi —
Fa'ddur 27. októbcr 189fi.
Dáinn 11. dcsember 1978.
í daj; verður bálför Ólafs
Guðmundssonar frá Nesi við
Seltjörn j;erð frá Fossvogskirkju.
Ólafur var næstyngstur 9 systkin-
anna í Nesi, barna Guðmundar
Einarssonar útvegsbónda þar og
konu hans, Kristínar Ólafsdóttur.
Guðmundur drukknaði á bát
sínuni á leið suður í Leiru með
fiskfarm árið 1906, en hann hafði
frá Kiftingu þeirra hjóna stundað
umfangsmikla útgerð. Kristín var
fædd í Nesi og þar hafði frá
upphafi hjónabands þeirra komist
sú verkaskipting á, að hún sá um
búreksturinn en hann um útgerð-
ina. Kristín var því vön mannafor-
ráðum ok stjórnaði búrekstrinum
áfram eftir lát manns hennar allt
þar til hún lést árið 1945 í hárri
elli.
Eftir lifa nú af systkinunum
tvær systur, sem báðar giftust til
Svíþjóðar, þær Lóa Vennerström í
Karlstad, fædd 1889, og Guðrún
Bergström í HálsinKborK, fædd
1892.
Ölafur ólst upp á hinu fjöl-
menna heimili í Nesi. Stundaði
nám í búnaðarskólanum að
Hvanneyri og lauk þaðan prófi.
Um eitt skeið vann hann á togara,
en síðan gerðist hann vinnumaður
í Nesi ok síðar ráðsmaður móður
sinnar þar til hún andaðist. Var þá
búinu skipt ok jörðin seld. Eftir
það stundaði hann verkamanna-
vinnu, lengst af við fiskvinnslu
ísbjarnarins á Seltjarnarnesi, að
undanteknum árstíma er hann
dvaldist á búi systur sinnar Lóu í
Vármlandi í Svíþjóð.
ÞeKarelli og sjúkleiki herjuðu á
hann, lét hann deigan síga, fluttist
á Hrafnistu og dvaldist þar
síðustu árin uns hann lést.
Líf Ólafs föðurbróður míns var
ekki margbrotið. Hann kvæntist
aldrei, gekk sína, leið um lífsins
braut óáreitinn við aðra, leysti
hlutverk sitt af hendi af
reKlusemi, elju og heiðarleika.
Hann var fróðleikshús, fylgdist vel
með almennum málum, hafði
mikinn áhuga á erlendum málefn-
um, las mikið á Norðurlandamál-
um auk íslenskra bóka, meðan sjón
entist. Hann var síspyrjandi og
góður áheyrandi, geymdi flesta
hluti vel sér í minni og nærði
sálina í umræðum. Eftir aö hann
hætti að geta lesið, hlustaði hann
mikið á útvarp, einkum fréttir og
umræður. Þegar hann var heim-
Minning
sóttur, reis hann upp með spurn-
ingar á vörunum um hin fjöl-
breytileKustu efni, allt fram á
síðustu ævidaga. Honum brást
aldrei minni og fylgdist náið um
vegferð sinna samverkamanna við
fiskvinnsluna og annars staðar. Lá
honum afar hlýtt orð til allra
þeirra sem höfðu umgengist hann
af jöfnuði og ekki skipt sér af lífi
hans og háttum.
Við Ólafur höfum verið sam-
ferðamenn allt frá því er ég kom í
þennan heim. Ég var í sveit í Nesi í
7 sumur, þótt kátlega hafi það
hljómað þá ög enn furðulegar
þegar litið er yfir Seltjarnarnesið
nú. Ólafur var þar stjórnandi utan
stokks, verkstjóri minn, kennari
og sambýlismaður. Hann skipti
sér ekki mikið af mér að fyrra
bragöi, en tók mér vel þegar ég
þurfti þess með. Hann gekk mér í
föðurstað, án þess við gerðum
okkur þess grein þá. Þær voru
ófáar ferðirnar sem við gengum
saman rekann um Suðurnes og
Grandana, rerum út í þarann eða
gerðum annað sem nauðsynlegt
var og ánægjulegt, svo sem að
hlynna að æðarvarpinu og búa
kollunum hreiður. Það fóru ekki
ýkja mörg orð á milli okkar þá, en
þeim átti eftir að fjölga síðar.
Heimilið í Nesi var fjölmennt á
þeim árum, gestagangur mikill,
fjöldi fyrri starfsmanna lögðu leið
sína þangað þegar tími gafst til.
Var oft mikið fjör þar og glettni.
Óll gráglettni og stríðni var
frænda mínum fjarri skapi og
sjaldan hef ég séð honum mislíka
eins og er hann varð vitni að
stríðni við börn eða aðra sem
fengu sig ekki varið.
Hann skildi sennilega aldrei
hvað hann var mér mikilsvirði í
lífinu og lét stundum í Ijós furðu á
að ég skyldi heimsækja hann á
Hrafnistu. Hann skildi ekki að
þær heimsóknir voru mér kærar,
ég hafði hina bestu skemmtun af
orðræðum við hann og að ég ætti
honum líka skuld að gjalda.
Kristín amma mín stjórnaði búi
sínu af mikilli röggsemi alla tíð,
þannig að olnbogarými ráðsmanns
hennar var ekki alltaf ýkja mikið.
En hann vann sitt starf af
trúmennsku og kvartaði ekki. En
þegar móðir hans var öll og að því
kom að Ólafur skyldi taka við
búinu, kom það ekki til mála.
Hann stóð við stýrið svo lengi sem
hans var þörf og varð lausa-
mennskunni feginn og virtist
aldrei sjá eftir þeim skiptum. Að
+
Eiginmaöur minn
SIGURÐUR ÞÓRDARSON,
endurskoðandi,
Miðúni 19,
varö bráökvaddur aö morgni 21. desember.
Viglúsína Erlendsdóltir.
Eiginmaöur minn,
KARL ELDAR,
Fornhaga 17,
andaöist aö Borgarspítalanum 19. desember. Útför hans veröur gerö frá
Fossvogskirkju 27. desember kl. 3 e.h.
Fyrir hönd barna, móður hins látna og annarra ættingja.
Jóhanna Ottósdóttir
Móöir okkar +
HERBJÓRG ANDRÉSDÓTTIR
Kaplaskjólsvegi 65,
andaöist 20. desember,
Börnin.
+
Þökkum af alhug alla samúð og vináttu viö andlát og jaröarför eiginmanns
míns og föður okkar, tengdaföður og afa,
SIGURJÓNS HAFDALS GUDJÓNSSONAR
Ásgarói 95.
Guófinna Steindórsdóttir
börn, tengdabörn og barnabörn.
vísu þótti honum sárt að sjá
niðurníðslu Nesstofunnar, sem
alla tíð hafði verið vel haldin, og
útihúsanna sem hann hafði byggt.
Þéttbýlið sótti á frjálsa náttúru
nessins og breytti henni, hrakti
brott æðarvarpið, sem hann hafði
hlúð að, fuglunum fækkaði og
hann gat sjálfur ekki lengur veitt
skarf og svartbak og fært frænd-
um og vinum í soðið.
Ólafur kvæntist aldrei, eins og
áður segir, og átti ekki börn. Hann
sóttist eftir einveru og afskipta-
leysi. Hann lét stundum þau orð
falla að dýr sem gengju lengi undir
niæðrum yrðu ólánsskepnur. Lán
hans var að hann eignaðist nokkra
góða og trygga vini, sem áttu
kærleika hans og tryggð alla, eftir
að systkini hans sem voru honum
nátengdust féllu frá.
Hann bast nánum vináttubönd-
um við fjölskyldu Haralds Jóns-
sonar og Ástu Þorvarðardóttur í
Gróttu, þegar þau fluttust þaðan
að Litlabæ í Neslandi, hús sem nú
er löngu horfið. Einkum þótti
honum vænt um yngri dóttur
þeirra Nönnu, sem var honum sem
dóttir alla tíð og reyndist sú
fjölskylda honum öll sannir vinir.
Ólafur átti um nokkurra ára skeið
heima í Odda á Seltjarnarnesi.
Tengdist hann fjölskyldu Elíasar
Jónssonar vináttu sem entist
ævina á enda.
Jóhann Eiríksson ættfræðingur
ólst upp í Ráðagerði á Seltjarnar-
nesi. Hann taldi sig eiga Kristínu í
Nesi og Ólafi gott að gjalda og
sýndi hug sinn í verki og það því
betur sem meira hallaði undan
fæti fyrir frænda mínum. Öllu
þessu fólki og fleirum þakka ég
ræktarsemi þess. Fjölskylda mín
og ég þökkum Ólafi frænda fyrir
allt það sem hann hefur verið
okkur.
Eggert Asgeirsson.
Minning:
Sœmundur Sigurðs-
son skipsijóri
Fæddur 7. desember 1916.
Dáinn 16. desember 1978.
Laugardaginn 16. desember and-
aðist Sæmundur á St. Jósepsspít-
ala eftir stutta en erfiða legu.
Sæmundur var ekki einn af þeim
sem gafst upp fyrr en í síðustu lög,
þótt á móti blési.
Fæddur var Sæmundur á
Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd.
Foreldrar hans voru hjónin
Sigurður Sæmundsson og Kristrún
Þórðardóttir, sem þar bjuggu í
mörg ár. Eignuðust þau sex börn
og eru þrjú á lífi. Sigurður faðir
Sæmundar andaðist 12. janúar
1969, en móðir hans lifir háöldruð
og farin að heilsu og verður nú að
sjá á eftir syni sínum. Með þeim
var ætíð mikill kærleikur eins og
með öllum systkinunum. Ungur
fór Sæmundur að stunda sjó og
stefndi hugur hans fljótlega til að
eignast bát og verða sinn eigin
húsbóndi, sem og hann var alla
sína lífstíð. Innan við tvítugt
eignast hann með Þórði bróður
sínum sinn fyrsta bát er hét
Frosti, 20 lesta bátur, og reri
Sæmundar marga vertíðina og
fiskaði manna mest. Síðan lætur
hann byggja nýjan 35 lesta bát
sem hann skýrir Ársæl Sigurðs-
son, í höfuðið á bróður sínum, sem
lést í blóma lífsins, en með þeim
var mikill kærleikur. Síðan eign-
ast hann þrjú önnur skip sem öll
báru sama nafn. Þau voru öll mikil
happaskip.
Sæmundur var ávallt sjálfur
skipstjóri á skipum sínum.
Sæmundur var landsþekktur afla-
maður, aflahæstur á vetrarvertíð-
um ár eftir ár. Sæmundur var með
afbrigðum happasæll skipstjóri og
vildu margir komast í skipsrúm
hjá honum.
Árið 1972 selur Sæmundur
útgerð sína en er samt ekki á því
að yfirgefa sjóinn og lætur smíða
sér lítinn bát, sem hann stundaði á
hrognkelsaveiðar og þorskanet, og
má með sanni segja að hann hafi
staðið á meðan stætt var og með
sama happi og dugnaði og áður
fyrr. Sæmundur var alla tíð
hraustur maður, en síðastliðið
sumar gekkst hann undir upp-
skurð og allir vonuðu að hann
mundi fá fullan bata, en sú von
brást, en hann tók veikindum
sínum með mikilli karlmennsku og
æðruleysi, enda þótt honum væri
fullljóst að hverju stefndi. Árið
1946 gekk Sæmundur að eiga
eftirlifandi konu sína, Halldóru
Aðalsteinsdóttir, ættaða frá Tjör-
nesi, eignuðust þau þrjá syni,
Aðalstein og Viðar, báðir skip-
stjórar, ókvæntir, yngstur er
Sigurður, kvæntur sænskri konu,
Lisbeth, og eiga þau tvö börn.
Halldóra átti eina dóttur áður
en hún giftist Sæmundi og reynd-
ist hann henni ekki síður en sínum
eigin börnum. Hafdís er gift Eiríki
Olafssyni og eiga þau þrjú börn,
eru barnabörnin því orðin fimm.
Þau voru alveg sérstaklega hænd
að afa sínum, enda var Sæmundur
með afbrigðum barngóður maður
og er því söknuður þeirra mikill.
Halldóra var alla tíð stoð og stytta
manns síns og ekki hvað síst í
veikindum hans síðustu mánuði,
enda þótt hún sé ekki heil heilsu.
Ég var í skipsrúmi hjá Sæmundi
nokkur ár og líkaði mér vel að vera
með honum, þar lærði ég margt
sem mér hefur reynst heilladrjúgt.
Góður drengur er genginn fyrir
aldur fram og er hans sárt saknað
af öllum, sérstaklega er harmur
konu hans og barna og aldraðrar
móður. Við hjónin sendum konu
hans, börnum og fjölskyldum
þeirra, einnig aldraðri móður svo
og systkinum okkar innilegustu
samúðarkveðjur og megi góður
Guð styrkja þau og varðveita í
sorg þeirra. Helgi Einarsson.
Valdimar Árnason
—Minningarorð
Hinn 12. þessa mánaðar andað-
ist að heimili sínu í Ástralíu
Valdimar Árnason, bifreiðastjóri,
fjörutíu og sjö ára að aldri, fæddur
15. 2. 1931.
Valdimar var elstur sex barna
hjónanna Ásdísar Kristinsdóttur
og Árna Jóhannessonar, bifvéla-
virkja í Kópavogi. Hann ólst upp
hjá foreldrum sínum í Reykjavík,
en fluttist með þeim í Kópavog
árið 1950 og átti þar heima til
ársins 1969 er hann fluttist með
fjölskyldu sína til Ástralíu. Valdi-
mar kvæntist árið 1953 eftirlifandi
eiginkonu sinni, Maríu Guðmunds-
dóttur, ættaðri úr Ólafsvík, þau
eignuðust þrjú börn, eina dóttur
og tvo sýni, sem öll eru í Ástralíu.
Dóttirin er gift íslenskum manni
ættuðum frá Sauðárkróki, en
synirnir eru heima hjá móður
sinni.
Þau hjónin stofnuðu heimili sitt
í húsi foreldra Valdimars á
Kópavogsbraut 84, en fljótlega
hófust þau handa að reisa sitt
eigið hús á Kópavogsbraut 79, og
bjuggu þar uns þau fluttust til
Ástralíu sem fyrr segir.
Á uppvaxtarárum sínum og
meðan hann var í skóla stundaði
Valdimar ýmsa vinnu, aðallega
hjá Reykjarvíkurborg á sumrin,
síðar við byggingu írafossvirkjun-
ar. Er þeim framkvæmdum lauk
vann hann nokkurn tíma á Kefla-
víkurflugvelli. Eftir það gerðist
hann leigubifreiðarstjóri og stund-
aði þá atvinnu þar til hann fluttist
af landi burt. Valdimar var
duglegur til allra verka og laginn
vel, vinsæll af félögum sínum og
vel látinn, og hef ég oft orðið þess
var, ekki síst hjá fyrrverandi
samstörfsmönnum á bifreiðastöð-
inni Bæjarleiðum, en frá þeirri
stöð stundaði hann atvinnu sína.
Þótt þau hjón væru flutt til
einnar fjærstu byggðar heims, frá
okkur séð, lifði íslendingurinn í
þeim góðu lífi. Kannski var þess
skýrasti votturinn að þegar þau
komu í heimsókn til gamla lands-
ins um áramótin 1975—1976 úr
hásumarhita Ástralíu, var hér
allmikill snjór og vetrarríki og við
vorum að tala um hve óheppin þau
væru með að lenda í svo erfiðu
tíðarfari hér, þá sögðu bæði að
þetta væri einmitt það sem þau
hefðu helst óskað, að sjá landið
hulið snjó og finna svalan norðan-
vindinn leika um sig.
+
Einlægustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúö og vinarhug viö
fráfall og jaröarför eiginmanns, fööur sonar og bróöur okkar,
RAGNARS ÞORKELSSONAR,
flugvélttjóra.
Sérstakar þakkir færum viö stjórn og starfsfólki Flugleiöa og Loftleiöaáhöfn-
um.
Vigga Svava Gíaladóttir, Reynir Mór Ragnaraaon,
Gíali Ragnar Ragnarsson, Margrót Ragnarsdóttir,
Arný Ágústsdóttir, Ásta Þorkelsdóttír,
Heiða Swalm, Margrét Murray.