Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIJ)T.Ft0STUDAGUR 22. DESEMBER 1978 Konan við Fossinn — Æviþættir Jóns Daníelssonar, skipstjóra frá Siglufirði, eftir Magnús Sveinsson frá Hvítsstöðum Æviþættir Jóns Daníelssonar, skipstjóra frá Siglufirði, eftir Magnús Sveinsson frá Hvítsstöð- um. „VIÐ lifum á landamærum tveggja heima. Stundum er okkur leyft að stíga skref til hálfs yfir landamærin, inn á land framtíðar- innar, þar sem öllum er búinn staður og starf, þegar jarðvistinni lýkur. Það er ekki hægt að fjarlægjast þessi landamæri, því að maður stendur alltaf við þau frá vöggu til grafar. Stundum heyrir maður raddir eins og úr órafjarlægð sem vísa til vegar eða fræða mann um óorðna hluti. Dulspakir menn segja, að allir menn eigi sinn verndarengil eða verndarveru, sem styðji mann og styrki, þegr hætta er á ferðum, og forði manni frá óteljandi slysum og óhöppum, sem eru við fótmál hvers og eins. Verndarengill Jóns Daníelssonar höfum við nefnt Hugrúnu í þáttum þessum. Hug- rún er sérstæð persóna og ógleymanleg.“ Hugrún fylgir Jóni frá því hann er 12 ára í þakklætisskyni fyrir það, að hann óafvitandi bjargar tveim börnum hennar. Eftir þenn- an atburð lætur hún bláa leiðar- stjörnu vísa Jóni leiðina í sjóferð- um hans. Og með því að fylgja þessari leiðarstjörnu tekst Jóni að komast hjá stórslysum og sigla báti sínum ávallt farsællega gegn- um stórviðri og úfinn sjó til hafnar. Þá ræðir Jón einnig um skyggni- gáfu sína, en hann lék sér við huldufólksbörn í æsku. Segir hann, að sér hafi verið boðið inn í híbýli þeirra, matast með þeim og verið viðstaddur messu hjá þeim. Þá er Jón einnig mjög berdreyminn og sér fyrir óoðrna hluti og mannslát. Auk þess sem bók þessi fjallar um dulræn efni, er hún mjög góð þjóðlífslýsmg. Lýsir Jón vel bú- skaparháttum eins og þeir voru áður en véltæknin hélt innreið sína og þeim gamaldagsverkfær- um, sem notuð voru um aldaraðir. Einnig lýsir hann daglegu lífi fólks við fábrotnar aðstæður. Eru marg- ar þessar bernskuminningar hug- ljúfar eins og t.d. lýsing hans á jólahaldi á bernskuheimili hans. Einnig lýsir Jón minnisstæðum mönnum frá uppvaxtarárum sín- um. Strax um fermingu fer Jón að stunda sjómennsku og var fyrst „lausingi" á hákarlaveiðum. Síðan fer Jón á 75 tonna skip, sem stundar veiðar djúpt undan Vest- fjörðum, lendir hann þar í miklum sjávarháska, en bjargast með hjálp Hugrúnar. 1923 fer Jón að gera út sinn eigin bát. Þá fer hann að flytja sjúklinga á bát sínum norðan- lands, oft í stórviðrum. En alltaf er það handleiðsla Hugrúnar sem bjargar honum úr öllum háska. Þá segir Jón frá margs konar hrakningum, sem sjómenn lentu í fyrir norðan, þar sem oft var skammt milli lífs og dauða. Eftir ábendingum Hugrúnar ákveður hann að hætta sjóróðrum nyrðra og flyzt þá til Hafnarfjarðar og gerur út bát þaðan. Heppnast útgerðin mjög vel, unz hann hættir allri útgerð og selur bátinn. En Hugrún heldur áfram að fylgja honum eins og fyrr. I bókinni er einnig rætt um, að Jón hafi orðið var við framliðna menn, en alltaf er það Hugrún sem er mesti áhrifavaldurinn í lífi hans. Bókin er skrifuð á ágætu máli, og hefur Magnús Sveinsson frá Hvítsstöðum fært þessa bók í letur. Magnús hefur mikla reynslu á þessu sviði, því áður hafa komið út eftir hann tvær bækur, Mýra- mannaþættir og Hvítárbakkaskól- inn, auk þátta í Borgfirskri blöndu I og II. Þeir, sem hafa ánægju af ævisögum með dulrænu ívafi, munu fagna útkomu þessarar bókar. Sigurgeir Þorgrímsson. Jólamessur VILLINGAIIOLTSKIRKJA, Jóladagur. Messa kl. 1.30 síðd. Sóknarprestur. LAUGARDÆLAKIRKJA. Jóladagur: Messa kl. 3 síðd. Sóknarprestur. IIRAUNGERÐISKIRKJA. Annan jóladag: Messa kl. 1.30 síðd. Sóknarprestur. ODDAI’RESTAKALL. Stórólfshvolskirkja: Aftansöng- ur á aðfangadag kl. 5 síðd. Séra Stefán Lárusson. Oddakirkja: Hátíðarguðsþjónusta á jóladag kl. 2 síðd. Séra Stefán Lárusson. Keldnakirkja á Rangárvöllum: Hátíðarguðsþjónusta annan dag jóla kl. 2 síðd. Séra Stefán Lárusson. KROSSKIRKJA. Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 2 síðd. Barnamessa verður í kirkjunni miðvikudaginn 27. desember kl. 8.30 síðd. AKUREYJARKIRKJA. Hátíðarguðsþjónusta kl. 2 síðd. á annan í jólum. — Barnamessa verður í kirkjunni fimmtudag- inn 28, desember kl. 1 síðd. Séra Páll Pálsson. IIALLGRÍMSKIRKJA í Saur- bæ. Messa jóladag kl. 15.30. Prestur Séra Jón Einarsson, Saurbæ. LEIRARKIRKJA. Messa jóladag kl. 14. Séra Jón Einars- son. INNRA-IIÓLMSKIRKJA. Messa annan jóladag kl. 14. Séra Jón Einarsson. REYKHOLTSPRESTAKALL. Aðfangadagur: í Reykholti aftansöngur kl. 22. Jóladagur: í Síðumúla kl. 11 árdegis, á Gilsbakka kl. 14. Annar jóla- dagur: í Stóra-Ási kl. 14. Sr. Geir Waage. KETUKIRKJA. Annar jóla- dagur: Messa kl. 2 síðd. Sóknar- prestur. Gerið góð kaup Karlmanna-nælonúlpur vattstungnar kr. 8.450- Mittisúlpur karlmanna og unglingastæröir frá kr. 6.400.- Gallabuxur kr. 2.975.-, 3.975- og 3.935.- Terylenebuxur frá kr. 4.000- Peysur, skyrtur, nærföt, sokkar o.fl. ódýrt. Opið föstudag til kl. 19 og laugardag til kl. 18. Andrés Skólavörðustíg 22. Bezta jólagjöfin Blessuð jólin eru í nánd. Hátið hátíðanna. Hver kristinn maður býr sig undir að taka á móti frelsara sínum. Allt er fágað og fægt. Hver staður verður að helgistað. Allir hjálpast að því að þurrka sem flest tár af hvörmum samferðamannanna. Hvers vegna falla tár? Hvers vegna geta ekki allir búið við hreina helgi? Þessar spurningar vakna í huga okkar við þessi tímamót. Jólin koma í svartasta skammdeginu og hver vildi missa þau þó að menn blöskrist yfir öllu þessu gjafaflóði. Hug- urinn sem er á bak við kemur í ljós. Á jólum vilja allir sýna sitt bezta. Og enn kemur spurning- in? Hvers vegna geta þá ekki allir haldið fagnandi hátíð. Það er sagt að hver sé sinnar gæfu smiður. Satt er þaö svo langt sem það nær, en það eru ýmsir aðrir sem skrifa í bók samferða- mannanna og gatan er sterk. Ég hefi oft undrast hvernig menn geta eyðilagt jólin fyrir sér og sínum með því að kaupa dýr eiturefni svo sem tóbak, áfengi óg annað þvíumlíkt til að gera sig að allt öðrum manni en vera ber á jólum. Það er sorglegt að þurfa að búast við því um hver jól og áramót að lögreglan þurfi að vera í fullum skrúða kringum þau heimili sem ekki leyfa frelsaranum að koma inn á þessari helgu stund. Og svo er hver sinnar gæfu smiður. Áfengis- og tóbaksverslanir eru opnar og ýmsir menn ætla að reyna að sneiða hjá þeim fyrir þessa ljóssins hátíð, en gatan er sterk. Og sumir snúa við og seinasti peningurinn er settur í þetta. Öll þjóðin stynur undan þess- um voða. Ég fletti ekki því blaði að þar sjáist ekki fingraför Bakkusar og galeiðuþrælar hans eru alltaf að verða feiri og fleiri. Og hvers konar hagfræði er það að kaupa dýrum dómum það sem gerir mennina verri, opnar hið dýrslega eðli þeirra, eyði- leggur heimilislíf o.s.frv.? Er ekki von að hugsandi menn séu eitt spurningarmerki þegar þeir standa frammi fyrir slíku. í dag eru þeir því miður fleiri sem lúta ægivaldi Bakkusar en þeir sem vinna gegn honum. Margir gera sér ekki grein fyrir þessu fyrr en fjötrarnir eru komnir á sál og líkama. Hvílík staða í hinu íslenska þjóðfélagi. Jólin eru að koma. Fagnaðar- hátíð frelsarans. Áramót eru i sjónmáli. Þá er tími uppgjörs. Eigum við ekki að stíga á stokk og strengja þess heit að víkja þessu voða böli frá landi og þjóð. Við eigum aldrei neina sanna gleði meðan við vitum meðbræð- ur vora velkjast í svaði eitur- nautna. Hátíð og eiturefni eru andstæður. Því skal íslenska þjóðin í dag halda áfengislaus jól, sannarlega gleðileg jól. Betri jólagjöf getur enginn gefið þjóð sinni en að vera alsgáður. Guð gefi okkur jslepdingum gleðileg jól og farsælt komandi ár. Árni Ilelgason. Stykkishólmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.