Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 39 búð. Íslandsbanki í Reykjavík lánaði honum 7000 krónur til þess að koma fyrir sig fótum. Sjálf- skuldarábyrgðarmenn fyrir því láni voru Björn M. Ólsen prófessor, Sigurður Þórðarson sýslumaður og Halldór Vilhjálms- son skólastjóri á Hvanneyri. Sigurður rak lyfjabúðina með mikilli kostgæfni og forsjálni. Eiginkona hans varð hans önnur hönd í lyfjabúðinni. Hagur Sigurð- ar var með hinum mesta blóma í meira en hálfan annan áratug. Sigurður fékk fljótlega mikinn áhuga á öllu mannlífi í Eyjum. Þar kynntist hann hinum miklu sæ- görpum og athafnamönnum. Mikl- ar slysfarir voru á hverri vertíð, og höfðu menn stórar áhuggjur af því. Vaknaði mikill áhugi fyrir slysavörnum og björgunarmálefn- um. Árið 1918 var hafinn undir- búningur að stofnun Björgunarfé- lags Vestmannaeyja, og var þá kosin bráðabirgðastjórn. Var Sig- urður tekinn í þá stjórn og var honum falið að ræða við ríkis- stjórn um stuðning og einnig Fiskifélag Islands. Safnaði Sigurð- ur af mikilli atorku og áhuga hlutafé í félagið til kaupa á björgunarskipi, sem talið var nauðsynlegt að starfaði á vertíðum við Vestmannaeyjar. Síðan fór Sigurður til Danmerkur í erindum félagsins og útvegaði tilboð í nýtt björgunarskip. Á stofnfundi fé- lagsins var Sigurður kosinn í stjórn og ráðinn erindreki þess. Bárust tilboð frá Danmörku, en það varð að ráði að keypt var af dönsku stjórninni hafrannsókna- skipið Þór, og kom það til Vestmannaeyja seint á vertíð 1920. Tók Sigurður miklu ástfóstri við Þór og skipshöfn hans og síðan varðskip landhelgisgæslunnar eft- ir að þau komu til sögunnar. Sér þess víða merki í þessari bók. Sigurður var kosinn stjórnarfor- maður í Björgunarfélaginu, þegar Karl Einarsson sýslumaður flutt- ist úr Eyjum. Þegar flugferðir hófust á íslandi 1919 fékk Sigurður mikinn áhuga á þeim. Sigurður var aðaldriffjöðrin í flugmálum í Eyjum og umboðs- maður fyrsta flugfélagsins. Hanit safnaði 1500 krónum til þess að tryggja kostnað við tilraunaflug ti! Eyja. Sigurður var um tíma heilbrigð- isfulltrúi og formaður stjórnar Ekknasjóðsins. Einnig var hann í stjórn bókasafnsins. Páll V. G. Kolka læknir lýsir þannig kynnum sínum af Sigurði skáldi: „Að afloknu kandidatsprófi mínu vorið 1920 tók ég að mér að gegna héraðslæknisembættinu i Vestmannaeyjum í nokkrar vikur fyrir Halldór Gunnlaugsson, sem fór í sumarfrí til útlanda. Þá tókst kunnugleiki með mér og Sigurði lyfsala, og þótti mér maðurinn bæði virðulegur og vörpulegur. Hann var mikill vexti og bar sig vel, nokkuð farinn að þykkna að holdum, þótt ekki væri nema fertugur að aldri, og því farinn að láta á sjá sá fríðleiki, sem bersýnilegur er af myndum af honum yngri. Hann var að jafnaði vel búinn, oft í jakket úr bláu sévóti og var vestisopið brytt með hvítri snúru. Harðan hatt svartán bar hann alltaf á höfði og gekk við silfurbúinn staf, eins og siður var heldri manna, kurteis og formfast- ur í viðmóti a.m.k. ef skap hans var ekki ýft, en þó ómildur í dómum um menn og málefni, og komst þá oft hnyttilega að orði. Þannig sagði hann um einn af helstu útgerðar- og kaupsýslu- mönnum landsins, sem honum var í nöp við: „Þetta er maður, sem væri hæfastur til að standa úti undir skemmuvegg og prútta um verð á sundmaga." Honum lágu vel orð til Halldórs læknis, eins og öllum öðrum og talaði hlýlega og með virðingu um séra Oddgeir, sem var móðurbróð- ir konunnar hans og mesta ljúfmenni... Sigurður virtist líta niður á flesta samborgara sína, enda taldi hann þá litla andans menn. Hann mat helst meðal þeirra þá sjómenn, sem sköruðu fram úr að dugnaði og kjarki. Svo tilfinningaríkum manni hlutu að renna til rifja hin tíðu sjóslys í Vestmannaeyjum. Það mun einkum hafa fengið á hann, að tveir bátar lögðu eitt sinn út í manndrápsveður til þess að leita að báti, sem talinn var í hættu. Komst sá af, en annar leitarbát- anna fórst með allri áhöfn. Hann minntist oft á þann atburð, sem mun öðrum fremur hafa verið orsökin til drengilegrar baráttu hans til stofnunar og eflingar Björgunarfélags Vestmannaeyja, þótt ekki ætti hann upptökin að þeirri hugmynd. Sigurður taldi sig hafa átt höfuðþáttinn í stofnun Björgunarfélagsins og kaupunum á Þór, sem varð hans óskabarn, og leit hann á sig sem nokkurs konar föðurlega forsjón skipshafnarinnar ... Hann gladd- ist innilega, er hann var sæmdur Fálkaorðunni fyrir störf sín að björgunarmálum ... Sigurður var eins og fleiri listamenn geðbrigðamaður, við- kvæmur fyrir öllum móðgunum og hrifnæmur fyrir nýjungum, tók geyst nýjum persónulegum kynn- um við menn sem hann hélt sig geta átt eitthvað sálufélag við, þótt stundum yrði það félag endasleppt. Þannig tók hann mér. Ég hafði bækistöð mína að öllu leyti í franska spítalanum, sem var svo að segja í næsta húsi. Heilsufar mátti heita gott þetta sumar, svo að ég hafði venjulega tíma aflögu á kvöldin. Bauð hann mér þá óft til sín og bar fram spiritus, sykursaft og vatn, bland- að til þriðjunga í há kampavíns- glös. Ég var óvanur áfengi og var alltaf farið varlega í drykkjuna, en hann las mér ljóð sín og stundum annarra skálda, innlendra og erlendra. Auk þess sagði hann mér undan og ofan af um ýmislegt, sem á daga hans hafði drifið, einkum á bernsku- og námsárunum. Sjálfur ákvað hann að jafnaði hvenær samverustundum skyldi lokið, og eitt sinn er við höfðum setið með lengra móti og honum þótti ég ætla að verða of þaulsætinn, sagði hann: „Alvarleg störf að morgni, góði doktor." Einstöku sinnum kom fyrir að hann fékk konu sína til að spila fyrir okkur nokkur lög á píanóið, en hún spilaði ágætlega, og var jafnan fengin til að aðstoða er einsöngvarar komu til Eyja. Hann var mjög kurteis við mig og ekki kumpánlegur um of, kallaði mig alltaf doktor, og að sjálfsögðu þéruðumst við ... Sigurður hélt minningu föður síns mjög í heiðri, en suðrænt lundarfar taldi hann sig hafa tekið í arf frá móður sinni, sem hefði verið af ítöslkum ættum.“ Þegar Sigurður var fimnvtugur var honum helgað eitt blað af vikublaðinu Víði (16.9. 1929). Kristján Linnet bæjarfógeti skrif- aði um skáldið, Páll G. Kolka læknir um Björgunarfélagið og Sigurð, Þorsteinn Jónsson í Laufási sendi Sigurði kveðjur frá sjómönnum í Vestmannaeyjum, Viggó Björnsson bankastjóri skrifaði um Lyfjabúð Vestmanna- eyja og heimilið í Arnarholti og minntist jafnframt eiginkonu Sigurðar, Önnu G. Pálsdóttur, hinnar frábæru listakonu, og Hallgrímur Jónasson kennari sagði frá áhuga Sigurðar á bóka- safni bæjarins og bókagjöfum hans til þess. En Sigurður var í stjórn bókasafnsins. Var farið miklum lofsorðum um Sigurð í öllum þessum greinum. Sigurður var mikill sundmaður og synti mikið á sumrum utan og innan hafnar. Einnig var hann áhugasamur um aðrar íþróttir. Alþingi veitti Sigurði skálda- styrk árið 1916, og 1935—1939. 1 júlímájuði 1931 andaðist Helga einkadóttir þeirra hjóna á heimili þeirra eftir langvarandi veikindi. Sigurður tók mjög nærri sér veikindi og andlát dótturinnar. Lagðist hann í óreglu, og var alllengi til lækninga í Reykjavík. Þegar skoðun fór fram á lyfja- búðinni um mánaðamót apríl/ maí 1931 var sagt í skoðunargerðinni, að Sigurður hefði verið óstarf'næf- ur i eitt ár. Tók læknirinn, sem framkvæmdi skoðunina fram að óviðunandi væri að enginn lyfja- fræðingur starfaði við fyrirtækið. Kona Sigurðar hafði annast rekst- ur lyfjabúðarinnar. Varð Sigurður að selja lyfjabúð- ina frá og með 1. sept. 1931. Þá um haustið fluttist hann og fjölskylda hans til Reykjavíkur. Þar áttu þau heimili þangað til Sigurður andað- ist skyndilega 4. 8. 1939. Útför hans fór fram á kostnað Vest- mannaeyinga. IV Engar heimildir finnast fyrir því að Sigurðir hafi byrjað að yrkja á unglingsárunum. I latínu- skólanum var hann lengst af áhugalaus um starfsemi skóla- félaganna, þar sem skólapiltar æfðu mælskulist, skrifuðu blöð og ortu. Þegar hann var í 4. bekk árið 1897 var hann rekinn úr Framtíð- inni með því að hann hafði ekki sótt þrjá fundi í röð. En síðan var hann aftur tekinn í félagið 9. 1. 1898. í aprílmánuði byrjaði hann að skrifa og yrkja í félagsblöðin, og var hann þá orðinn átján ára að aldri. Það var þó ekki fyrr en hann hafði hætt námi í skólanum í nóvember 1898, að hann lét verulega að sér kveða í félagsstarf- inu. Á fundi í Framtíðinni 20. 11. 1898 var lesinn úr úr Skinfaxa ritdómur hans um Sögur og kvæði eftir Einar Benediktsson. Á þeim fundi var samþykkt með meiri hluta atkvæða, „að leyfa Sigga að vera með“, þó hann væri ekki lengur skólapiltur. Það var Sigurði þungt áfall að verða að hætta í skólanum, og gladdist hann mikið yfir því að mega vera á fram í Framtíðinni. í kvæði, sem kom í Skinfaxa 8. 4. 1899 og, Sigurður nefndi Kveðja til Framtíðarinnar, segir hann: Því hér hef ég lifað í löngun og átt lífs míns fyrsta og ríkasta þátt, hér hef ég sungið af hjarta glaður, og hér varð ég aldreífjörbaugsmaður. Og eirnig: Við erum hér og einni þér við yrkjum, þú átt fyrsta vottinn, en enginn veit það nema drottinn, hvort hann lifir, hvernig fer. Á fundi 4. 12. 1898 voru lesin kvæði Á Rangársandi og Hrefna. Dómnefnd Framtíðarinnar um verðlaunaveitingar fyrir ritstörf ákvað að verðlauna Hrefnu með 1. verðlaunum 5 krónum og Á Rangársandi með 3. verðlaunum 3 krónum. Um Hrefnu sagði dómnefndin: „Það er frumlegt ástakvæði, hugsunin kröftug, orðaval gott og búningurinn næsta fagur og skáldleg tilþrif meiri en vér eigum að venjast í slíkum kvæðum." Sigurður bætti síðar við Hrefnu 2. og 3. kafla, sem hann orti eftir kynnin við Helgu Hoff í Hobro. Voru tveir síðari kaflarnir prentaðir fyrst i Þjóðólfi 24. 5. 1905 og hétu þar: Kara I Sigurför og II Klökkvi. Síðan kom Hrefnu- hróður í Tvístirni 1906, þar sem þessum kvæðum var stefnt saman. Frá því fyrsti kaflinn birtist í Skinfaxa hafði hann tekið miklum stakkaskiptum, en þó voru sum erindin nær því óbreytt frá fyrstu gerð. Sýnir það hversu snemma Sigurður hefur náð miklum þroska og kunnáttu sem skáld. Fleiri kvæði Sigurðar voru lengi í smíðum. Haukaberg var fyrst prentað í Ingólfi 1911. Þar var það fjögur erindi og þess ekki getið að það væri ort í minningu Fr. Nietzsches, en í frumriti frá þessum árum er þess getið, og einnig að það sé kveðið til minningar um Nietzsche og fleiri anda, er féllu úr leik fyrir tímann. I Ljóðum 1912 voru erindin orðin fimm, röðin önnur og síðasta erindið fellt niður, en bætt við tveimur nýjum. Kristján Linnet bæjarfógeti getur þess í grein sinni um skáldskap Sigurðar í Víði 1929, að honum þyki kvæðið vel ort, en um kenningar Nietzsches segir hann: „Ég hef ávallt litið smáum augum þann andlega hroka, sem ég tel auðkenna lífsspeki Nietzsches. Af hverju hefur sá mesti að miklast? En prýðilega kemur skáldið orðum að hugsun heimspekingsins, er hann kveður: Ekkert bindur, ekkert bindur, engin minning — maðkur — þröstur, rjúpa! Máttugir eru þeir, sem engu krjúpa. Þó að sú hugsun sé eins langt frá sannleikanum og myrkrið frá ljósinu." Upp úr fyrstu gerðum sumra kvæða sinna orti hann síðar lengri kvæði og fágaðri. Má benda á kvæðið Sumarnætur, sem fyrst var prentað í Bjarka á Seyðisfirði 1902. Það kom svo breytt í Ljóðum 1912. Eru báðar gerðirnar prentaðar sem sýnishorn um vinnubrögð Sigurðar. Hann var tilfinninganæmt ljóðskáld. Kvæði hans um Isidoru Duncan, hina frægu dansmær, sýnir hversu hrifinn hann hefur orðið af dansi hennar og ber þess merki að vera ort undir þeim áhrifum. Hefur hann senniiega séð hana dansa á sviði i Kaunmannahöfn. Hér er ekki ætlunin að skrifa nákvæmlega um ijóð Sigurðar og önnur ritstörf, heldur að safna verkum hans á einn stað. Hannes Pétursson skáld hefur best lýst einkennum hans sem skálds í formála fyrir Fjögur ljóðskáld (Bókaútg. Menningarsjóðs, Rvík 1957). Astæða er til að benda sérstaklega á ummæli hans um skáldskap Sigurðar og ritdóma hans, og áhrif þeirra á skáldskap 20. aldar. Sigurður gerði strangar kröfur til skáldanna um form og efni. Greinar hans í blöðum fjölluðu um ýmiskonar efni: pólitík, björgun úr sjávarháska, hreinlæti og framfarir o.s.frv., en stundum greip hann pennann í hönd, þegar honum þótti atferli manna hneykslanlegt. Ritdeilur þær, sem hann átti í út af spítalabygging- unni í Vestmannaeyjum eru dæmi um það. Sigurður var í spítala- nefnd þeirri, sem bæjarstjórn kaus, til þess að flýta byggingu sjúkrahúss og var því öllum hnútum kunnugur. Greinar Sigurðar sýna hversu áhugamál hans voru fjölbreytt. MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi athugasemd frá Búvörudeild Sambands íslenzkra samvinnufélaga vegna fréttar í Morgunblaðinu í gær. þar sem skýrt er frá umboðslaunum Sam- bandsins af landbúi^ðarvörum. Athugasemdin fer hgr á eftiri „Vegna fréttar í Morgunblaðinu i dag varðandi umboðslaun af landbúnaðarvörum vill Sambandið upplýsa eftirfarandi: 1. Sölulaun Búvörudeildar af óniðurgreiddu heildsöluverði er 2% af HAUSTVERÐI afuröanna, en sökum mikilla verðhækkana á sölutímabilinu verða umboðslaun- in í raun allmiklu lægri og reyndust þau t.d. aðeins 1,67% af meðalverði afurðanna frá 1977. 2. Sölulaununum er varið til eftirfarandi: Markaðsleitar, inn- heimtu, innlends- og erlends aug- lýsingakostnaðar, leiðbeiningar- starfa og námskeiðahalds vegna slátrunar sauðfjár og vinnslu landbúnaðarafurða, ásamt öllu skrifstófuhaldi, þ.m.t. V Bókaútgáfan Helgafell áformar með þessari útgáfu að draga saman á bók heildarútgáfu á ljóðum Sigurðar, sem ekki hefur fyrri verið til. Ljóðmæli hans hafa áður verið prentúð eins og hér segir: Tvístirni Rvík 1906 (í samlögum við Jónas Guðlaugsson). Ljóð Rvík 1912 Ljóð Rvík 1924 Ljóð Rvík 1933 Síðustu ljóð Rvík 1939. Sá háttur hefur verið hafður á hér að leggja til grundvallar 1. og 2. útgáfu Ljóða, og skipa síðan næst þeim kvæðum úr Tvístirni, sem ekki voru tekin með í 1. út.g. Ljóða. Siðan taka við þau ljóðmæli úr 2. og 3. útg. Ljóða, sem þar voru fyrst prentuð. Að því loknu koma Síðustu ljóð, og loks kvæði og, vísur, sem ekki höfðu verið prent- uð í Ljóðaútgáfunum. Þau eru tekin eftir eiginhandarritum, eða kvæðasafni, sem eiginkona skáldsins hafði ritað, og hann sjálfur, svo og ljóðmæli, sem prentuð höfðu verið í blöðum og tímaritum. Aldur hefur verið látinn ráða. Hafa þessir kaflar verið auðkenndir I—VI. VI Árið 1970 fór Bókaútgáfan Helgafell þess á leit við Pál V. G. Kolka lækni að annast heildarút- gáfu á verkum Sigurðar Sigurðs- sonar frá Arnarholti. Hann vann að undirbúningi verksins meðan heilsan leyfði, en eftir andlát hans tók ég að mér að ljúka útgáfunni. Starf Páls V. G. Kolka beindist einkum að ævi Sigurðar og upp- runa. Eiginkona hans, Anna Guðrún Pálsdóttir, hafði sagt Páli að Flora Concordia, móðir Sigurð- ar hefði andast í geðveikrahæli. Fyrir milligöngu dr. Egils Snorra- sonar læknis í Kaupmannahöfn fékk hann ljósrit af „journal" hennar á hælinu. Frá Landsarkivet for Sjælland m. m. fékk hann fæðingarvottorð Sigurðar og móður hans. Einnig nutum við báðir við fyrirgreiðslu og athugana Rickelts registrators við safnið um ýmis atriði ævisögu Floru. Um dvöl Sigurðar og nám hjá séra Valdimar Briem á Stóra- Núpi, hefur verið stuðst við bréf séra Valdimars til Björns M. Ólsens frá þeim árum. Þau eru geymd í Landsbókasafni — hand- ritadeild—. Jóhann Gunnar Ólafsson. afreikningar á skilaverði og afurðalánum, sem greidd eru af bönkum í einu lagi. 3. Á sama tíma og sölulaunin re.vndust aðeins 1,67% urðu miklar kostnaðarhækkanir á öllum rekstri, sem þessi lága þóknun verður að standa undir. Sambandinu er ekki kunnugt um að nokkurs staöar séu tekin lægri sölulaun fyrir jafn umfangs- mikla þjónustu og það veitir á þessu sviði. 4. Til samanburðar á þessu 1,67% sölugjaldi sem stendur undir öllum ofantöldum kostnaði er rétt að benda á að bankar taka 1% p.a. í þóknum fyrir milligöngu afurðalána frá Seðlabanka, en umboðslaun af freðfisksölum eru 2% af markaðsverði. Ríkisstyrkt sölustofnun hefur til skamms tíma tekið 3% af út- flutningi sínum, nema 2% af stærstu samningum. Þinglýsa þarf lánssamningi vegna afurðalána en fyrir það taka stjórnvöld nú 1%.“ Sölulaunin 1977 voru 1,67% af óniðurgreiddu meðalverði Athugasemd frá Sambandi íslenzkra samvinnufélaga „

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.