Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 1
80 SH)UR 0fcgmíSA$AiSb 294. tbl. 65. árg. FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Jólaboðskapur páf a ekki birt- ur í Póllandi Varsjá. 21. desember. AP. JÓLABOÐSKAPUR Jóhannesar Páls páfa II. til fyrrverandi sóknarbarna hans í Kraká í Póllandi var harðlega gagnrýndur af þarlendum yfirvöldum í dag og vikuritið „Roman weekly" sem venjulega birtir jólaboðskap páfa neitaði því að þessu sinni að því er áreiðanlegar heimildir í Varsjá herma. Annar aðalritstjóri blaðsins, Krysztof Kozlowski, sagði í viðtali við AP-fréttastofuna í dag, að ástæðan fyrir því að jólaboðskapur páfa til fyrrver- andi sóknarbarna hans hefði ekki verið birtur væri einfald- lega sú, að búið hefði verið að vinna blaðið áður en boðskapur páfa birtist. — I þessu sambandi vekur það nokkra furðu að kveðja páfa til allra lands- manna sameiginlega sem barst blaðinu á sama tíma var birt í heild án allra styttinga sem koma þó venjulega til við slík tækifæri. Talið er fullvíst að pólsk yfirvöld hafi viljað koma í veg fyrir að ummæli páfa um heilagan Stanislaw sem var myrtur í Kraká árið 1079 kæmust til íbúa svæðisins. — Þá er búist við því að páfi muni í maí næstkomandi heimsækja Pólland í tilefni þess að 900 ár eru liðin frá því að heilagur Jóhannes Páll páfi II Stanislaw var myrtur. Um 90% Pólverja eru kaþólskir. Pólsk yfirvöld hafa til þessa ekki viljað viðurkenna nein afmælishátíðarhöld nema í sambandi við valdatöku kommúnista í landinu 1944. Blátt bann hefur verið lagt við hátíðarhöldum vegna byltingar- innar 1918 og minningar um Stanislaw sem talið er stríða gegn þjóðerniskennd lands- Farþe TWA gavél rænt Marion. IUinois. 21. des. AP DC-9 FARÞEGAÞOTU banda- ríska flugfélagsins Trans World Airlines TWA, var rænt í innan- landsflugi í Bandaríkjunum í dag af konu, vopnaðri þremur dyna- mítsprengjum. Með vélinni voru 89 farþegar auk áhafnar, 8 manns að sögn bandarískra fíug- málayfirvalda í dag. Flugræninginn skipaði flug- stjóranum að fljúga til flugvallar utan við Illinois rétt við ríkis- fangelsið þar og krafðist þess að tveimur föngum yrði sleppt lausum. Þremur klukkustundum eftir að vélin lenti átti bandaríska alríkis- lögreglan FBI enn í samningaþófi við flugræningjann sem við nánari athugun reyndist heita Robin Oswald, dóttir flugræníngja sem var skotinn er hún reyndi flugrán Einhliða samningur við ísrael ekki til umræðu — aðeins heildarsamningur allra aðila kemur til greina, segir Sadat Damiette, Egyptalandi, 21. des. AP ANWAR Sadat Egypta- landsforseti ásakaði í dag ísraelsmenn fyrir að villa vísvitandi um fyrir umheiminum þegar þeir fullyrtu að Egyptar hefðu breytt Camp David-sam- komulaginu í meðförum Mikki fór á 700 þús. kr. London, 21. desember. Reuter. MIKKI mús, fimmtugur á þessu ári, var í gær ásamt konu sinni, Minny, seldur á uppboði gamalla leikfanga í London fyrir 1200 sterlings- pund eða sem nemur rúmlega 700 þúsundum íslenzkra króna. Þau hjónakornin voru ofan á 40 ára gamalli klukku sem framleidd var í Þýzkalandi og gengur eins og „klukka" þrátt fyrir háan aldur. sínum í síðustu umferð friðarumleitananna sem síðar leiddi til þess að málið sigldi f strand, að því er fréttir frá Damiette í Egyptalandi herma í dag. Sadat sagði ennfremur, að Jimmy Carter Banda- ríkjaforseti hefði þurft að fylgjast betur með því sem fram fór að tjaldabaki í samningaviðræðum land- anna. — Forsetinn sakaði ísraelsmenn um að vilja leika nokkurs konar stór- veldi í samskiptum land- anna og vilja ráða alger- lega um stefnu Bandaríkj- anna í málinu, því gætu þeir með engu móti þolað það, að Bandaríkjamenn „héldu með" Egyptum þessa stundina. í ræðu sem Sadat flutti á flokksfundi í dag varaði hann ísraelsmenn við því að búast við ;" '• .* ' i 1 X^JmiÉt. ' 4 ¦ rP •/. i ' 'h ; 1 -1 Anwar Sadat einhliða samningi milli ísraels- manna og Egypta, sh'kt kæmi ekki til greina. Egyptar vilja engan sérfrið, heldur heildarfrið í þess- um heimshluta þar sem m.a. mál Palestínumanna vrðu til lykta leidd. Moshe Dayan utanríkisráðherra ísraels, sem um þessar mundir fundar með starfsbræðrum sínum í EBE, sagði í Briissel í dag, að nauðsynlegt væri að höggva á þann hnút sem nú væri í samningaviðræðum ísraelsmanna og Egypta og reyna til hlítar að semja endanlegan frið milli land- anna. Ráðherrann sagðist óttast, að ef málið yrði ekki tekið upp mjög fljótlega yrði löng bið eftir friði í Miðausturlöndum. á síðasta ári í þeim tilgangi að fá þessa sömu fanga látna lausa. Fangarnir voru báðir dæmdir í ævilangt fangelsi fyrir flugrán á árinu 1972 þegar þeir kröfðu Trans World Airlines flugfélagið um 360 þúsund dollara lausnargjald. Er síðast fréttist hafði alríkislögregl- unni FBI ennþá ekki tekist að ná samningum við ungfrú Oswald. Enn frekari olíuhækkun á næsta ári? Kuwait. 21. desember. AP. RENE Ortiz, aðalfram- kvæmdastjóri OPEC sam- taka oliuframleiðsluríkja, sagði á fundi með frétta- mönnum í dag, að ef dollar- inn héldi áfram að síga og verðbólgan áfram að auk- ast væri óhjákvæmilegt að hækka verð á olíu á næsta ári umf ram það sem ákveð- ið var á ráðherrafundi samtakanna í Abu Dhabi nýverið. Sagði framkvæmdastjórinn að staða dollars og verðbólguþróunin í heiminum yrðu endurskoðuð fyrir árlegan júnífund ráðherra- nefndar samtakanna sem haldinn verður í Genf á næsta ári. í tilkynningu frá OECD, Efna- hags- og framfarastofnun Evrópu, í dag segir, að nýtilkynnt hækkun olíu um 14.5% á næsta ári muni ekki válda neinni kollsteypu hjá ríkjum í hinum vestræna heimi en muni kosta ríkin óhemjufjárhæð- ir, eða a.m.k. um 19 milljarða dollara sem jafngildir um 6000 milljörðum íslenzkra króna. — Einnig segir í tilkynningunni að hækkunin hafi komið OECD-mönnum nokkuð á óvart því þeir hafi ekki búist við meiri hækkun en 10%. 3 hermenn myrtir á Norður-Irlandi Crossmaglen, Noröur-lrlandi, ,21. desember. Reuter. ÞRÍR breskir landamærahermenn voru skotnir niður við landamæri Norður írlands og írska lýðveldis- ins í morgun af norður-írskum skæruliðum. Hermennirnir þrfr létust allir á leið í sjúkrahús að sögn breskra hernaðaryfirvalda f dag. Árás þessi á landamærastöð hers- ins kemur í beinu framhaldi af sprengjutilræðum skæruliða víðs vegar í Bretlandi í gærdag. Að sögn sjónarvotta ók rauður sendiferðabíll upp að landamærastöðinni og aftur- dyr hans opnuðust og hófst mikil skothríð. Þremur landamæravarð- anna tókst að henda sér niður í tíma og sluppu ómeiddir. Hinir þrír voru fluttir í skyndingu með þyrlu áleiðis til Belfast en létust allir af skotsárunum á leiðinni eins og áður sagði: Árás þessi á breska hermenn er sú blóðugasta á þessum slóðum í þrjú ár að sögn talsmanna hersins. Tala fallinna hermanna er þá komin í 14 frá áramótum. Mordið í Dallas 1963: Fjórwn kúlum var skotið aðKennedy Grand Rapids, Michigan, 21. desember, AP. BÁNDARÍSKI þingmaðurinn Harold Sawyer skýrði frá því í dag, að sérfræðingar hefðu komist að þeirri niðurstöðu að fjórum skotum hefði verið skotið áð John F. Kennedy fyrrum Bandaríkjaforseta, þegar forsetinn var myrtur í Dallas í Texas 22. nóvember 1963. Stangast þessar nýju niðurstöður umfangsmikilla rannsókna á við niðurstöður Warrennefndarinnar, sem komst að þeirri niðurstöðu, að aðeins tveimur skotum hefði verið skotið að forsetanum. Sawyer er í þingskipaðri nefnd sem falið var að yfirfara alla þætti rannsóknarinnar á morði Kennedys. Niðurstöður Warren-nefndar- innar voru þær, að tveimur 'kúlum hefði verið skotið að Kennedy frá skólabókageymslu og að Lee Harvey Oswald hefði verið einn að verki við morðið. Þingmaðurinn sagði hins vegar, að nýjasta rannsókn bergmáls- sérfræðinga leiddi í ljós að skotið hefði verið úr tveimur áttum að Kennedy. Komust sérfræðingarnir að þeirri niður- stöðu, að þriðju kúlunni af fjórum hefði verið skotið frá • hinum svonefnda Grassy Knoll. Sérfræðingarnir komust að niðurstöðu sinni um að fjórum kúlum hefði verið skotið að Kennedy með því að rannsaka hljóðmerki á segulbandsupp- töku í fjarskiptastöð lögregl- unnar í Dallas, en sendir á talstöð lögregluþjóns á mótor- hjóli, sem ók við hlið bifreiðar forsetans, var í gangi þegar Kennedy var myrtur. Bergmála- sérfræðingar búa nú yfir þeirri tækni að geta með góðri vissu sagt um úr hvaða glugga á stórri byggingu kúlum var skotið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.