Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 37 Lárus Thorarensen flugvélstjóri - Kveðja Kveðja frá félögum í Luxembourg. Það er erfitt að verða að sætta sig við að vinur er brott kallaður í blóma lífs síns, sterkur og hraust- ur maður deyr frá fjölskyldu og ættingjum. Megi þeim veitast styrkur til að standast þessa raun og sorg í ljósi minninga um góðan dreng, föður og eiginmann. Ef horft er yfir farinn veg virðast undanfarin átta ár í Luxembourg hafa liðið með ótrú- legum hraða. Endurminningar skilja eftir mynd af Lárusi eins og við kynntumst honum, heima og í starfi okkar á ferð um víðan heiminn. Þegar flugáhöfn er send af stað til að ljúka verkefni reynir á að hver og einn skili sínum hluta verkefnisins vel af hendi. Menn kynnast óhjákvæmilega persónu- leika hver annars í slíkum ferðum. Samviskusemi Lárusar var ein- stök og hann sætti sig aldrei við vettlingatök þegar um öryggi var að ræða og hafði fastar skoðanir í þeim efnum. Framkoma og um- gengni gagnvart félögunum er mikið atriði á löngum ferðum og þá eru það oft smáhlutir sem gera tilveruna bjartari og skilja mest eftir í góðum endurminningum. Hressileg framkoma Lárusar og kímnigáfa stytti marga nóttina yfir eyðimörkinni á Afríkufluginu. Ef fyrir kom að flugvélarnar biluðu langt frá heimaslóðum kom reynsla Lárusar sem flugvirkja og einstök handlagni sér að ómetan- legu gagni, útsjónarsemi og ósér- hlífni hans í slíkum tilfellum varð oft til bjargar. Lárus var félags- lyndur og var einn af stofnendum knattspyrnufélags starfsmanna Cargolux. Hann hafði ætíð mikinn áhuga á knattspyrnu og keppti oft með félaginu, þar eignaðist hann marga kunningja frá hinum ýmsu þjóðum sem vinna hjá fyrirtæk- inu. Bílar voru eitt af áhugamálum Lárusar, einkum gamlir bílar, þar kom handlagni og smíðakunnátta sér að góðu gagni. Lárus hafði yndi af ferðalögum og fór gjarnan með fjölskylduna til hinna ýmsu fallegu staða í nágrannalöndum Luxemborgar. Ef einhver kunningi þurfi á hjálp að halda var Lárus jafnan boðinn og búinn til að létta undir, og stöndum við mörg í þakkarskuld við hann fyrir greið- vikni og ósérhlífni. Það hefur verið okkur stórkostleg lífsreynsla að kynnast þessum góða dreng og vonum við að blessun fylgi eigin- konu hans og börnum um ókomna framtíð. Kveðja íráfélögum í Luxembourg. Athygli er ðryggi canon pin-n jólagjöf sem reiknað er með. Einnig vasa- og borövélar. Verö frá kr. 13.200.- Nytsamar jólagjafir Skrifvélin hf, Suöurlandsbraut 12 s. 85277 Ath. næg bílastæði í jólaösinni. Alvöru rakvél frá BRAUN! Nýjasta rakvélin frá Braun er einhver skemmtilegasta gjöf, sem hægt er að hugsa sér. Braun rakvélin hefurfengið bestu meðmæli neytendablaða um allan heim fyrir gæði, enda er rakvélin framleidd af sérfræðingum, sem hafa allra nýjustu tækni í þjónustu sinni. Braun er sannkölluð alvöru rakvél. Örþunn, platínhúðuð rakblöð, góður bartskeri, falleg hönnun, hleðslubúnaður eða bein tenging, mjór og þægilegur haus og tæknilega fullkomin smíði hafa sett Braun rakvélarnar í algjöran sérflokk. Braun rakvélin fæst í mörgum útgáfum — við allra hæfi. Fullkomin viðhalds- og varahlutaþjónusta. VERSUUNIN PFAFF Skólavörðustig 1-3 Bergstaóastræti 7 Simi 26788 nk 3» Tryggið ykkur tski strax. Takmarkaðar birgðir 4ra ára ábyrgö. 20“ kr. 379.000,- 22“ veröfrá 415.000- 26“ veröfrá 489.000.- Litsjónvarpstækin frá hinu heimsþekkta fyrirtæki RANK sem flestum er kunnugt fyrir kvikmyndir, en þaö framleiðir einnig alls konar vélar og tæki fyrir kvikmyndahús og sjónvarpsstöðvar um allan heim. Sjónvarp og radío Vitastíg 3 Reykjavík. Sími 12870. Hafnarstræti 16 Reykjavík. Sími 28911. Upplýsingum svaraö í síma til kl. 10 sunnudagskvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.