Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 48
(ífutll vK: é>ilfttr Laugavegi 35 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra: Alvarleg tilraun til varan- legri lausnar efnahagsvand- ans verður gerð eftir áramót „MÉR er ljóst ekki síður en öðrum að ráðstafanir þær, sem gripið hefur verið til og nauðsyn- legar hafa verið, fela ckki í sér varanlega lausn á hinum öra verðbólguvexti. Eftir áramótin verður gerð alvarleg tilraun til að finna varanlegri lausn á þeirri meinsemd,“ sagði Ólaíur Jóhannesson forsætisráðherra er hann á Alþingi í gærkvöldi gaf yfirlýsingu um það að hann myndi láta vinna að gerð frum- varps um efnahagsstefnu til tveggja ára, sem lagt skal fram í ríkisstjórninni fyrir 1. febrúar. Jafnframt gat forsætisráðherra þcss að ríkisstjórnin myndi í þinghléi undirbúa aðgerðir til stuðnings og verndar íslenzkum iðnaði. Þyngsti fíkniefnadómurinn: Dæmdur í 2i árs fangelsi og sekt KVEÐINN hefur verið upp i sakadómi í ávana- og fíkniefnum dómur yfir 25 ára gömlum manni, Magnúsi Árnasyni, fyrir fíkniefnamcðhöndlun og dreif- ingu svo og skjalafals. Var hann dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi og 700 þúsund króna sekt en 60 daga fangelsi kemur í stað grciðslu verði hún ekki innt af hendi. Til frádráttar kemur 26 daga gæzluvarðhald. Þá var hann dæmdur til þess að greiða allan sakarkostnað. Ásgeir Friðjóns- son sakadómari kvað upp þennan dóm en þetta er þyngsti dómur í fíkniefnamáli yfir íslendingi hér- lendis, aðeins dómurinn yfir bandari'ska hermanninum Barb- ar „Korki“ Smith var þyngri, en hann hljóðaði upp á fjögurra ára fangelsi. af hassi í Marokkó, sem flutt var áleiðis til Spánar og ætlað var til dreifingar á íslandi að því er sannað þótti. Hins vegar fann spænska tollgæzlan hassið og situr félagi Magnúsar enn í fangelsi á Spáni og afplánar dóm fyrir brot sitt. Forsætisráðherra sagði að við samningu efnahagsmálafrum- varpsins yrðu kannaðar „tillögur Alþýðuflokksins um jafnvægis- stefnu í efnahagsmálum svo og tillögur hinna samstarfsflokkanna um efnahagsmál sem fram hafa komið eða fram kunna að koma,“ og einnig nefndi hann til greinar- gerð með 1. desemberlögunum um ráðstafanir í efnahagsmálum og önnur meginmarkmið samstárfs- yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar, svo sem atvinnuöryggi og kaup- mátt launa. Forsætisráðherra sagði að reynslan myndi skera úr því hverjum árangri þessi tilraun til aðgerða gegn verðbólgunni skilaði." En þetta er verk sem þarf að vinna hverjir svo sem kunna að sitja í ríkisstjórn á næsta ári,“ sagði Ólafur Jóhannesson. Varðandi stuðningsaðgerðir við iðnaðinn sagði forsætisráðherra að talsvert undirbúningsstarf hefði þegar verið unnið og að fyrir lægju tillögur, „sem fela bæði í sér almennar og sértækar aðgerðir og fjáröflun til stuðnings við iðn- þróun." Vetrarsólstöður Ljósm. Mbl.i Krístinn. Bæjarstjórn Seltjarnarness: 10% útsvar -19% afslátt- ur af f asteignagjöldum Magnús var dæmdur fyrir að falsa nafn á þremur ferðaávís- unum til þess að afla sér gjaldeyr- is, fyrir að hafa í apríl 1976 flutt inn 600 grömm af hassi og dreift því, fyrir að hafa tekið fyrir aðra aðila ýmist til sölu eða annarrar afhendingar 900 grömm af hassi og loks fyrir að hafa átt helming í fjármögnun og k iupum á 16,5 kg í UMRÆÐUM á Alþingi í gær í tilefni af ályktun flokksstjórnarfundar Al- þýðuflokksins, sem Bene- dikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, las upp í upphafi fundar í neðri deild, kom eftirfarandi frami I ályktuninni er talað um, að ákveðinn hafi verið 1.840 millj. kr. niðurskurður frá 2. umræðu. Lárus BÆJARSTJÓRN Seltjarn- arness samþykkti á mið- vikudaginn að miða áfram við óbreytta álagningar- heimild útsvara, eða 10%, og gefa 19% afslátt af fasteignagjöldum, en fast- eignamat ríkisins hefur Jónsson upplýsti, að á fundi fjárveitinganefndar á miðviku- dagskvöld hefði aðeins legið fyrir niðurskurður að fjárhæð 800 millj. kr. og þó þannig, að fimm ráðuneytum er gert að skera niður 100 millj. kr. hverju ótilgreint. Af þessu tilefni upplýsti fjár- málaráðherra, að ríkisstjórnin hefði ákveðið niðurskurð, sem næmi milijarði, en ákvarðanir um hann yrðu ekki teknar fyrr en eftir jólaleyfi eða eftir að fjárlög hafa verið samþykkt á Alþingi. samþykkt 42% hækkun fasteignamats milli ára. Útsvarsálagningin var samþykkt samhljóða, en fulltrúi Alþýðubandalags- ins greiddi atkvæði gegn afslættinum á fasteigna- gjöldum og fulltrúi Fram- í ályktuninni er talað um að fjárlögin verði innan við 30% af þjóðarframleiðslu. Lárus Jónsson upplýsti, að útgjöld ríkissjóðs verða 31—32% af þjóðarfram- leiðslunni, ef fjárlagadæmið er raunsætt gert upp, þannig að greiðsluhalli verður á fjárlögum í stað greiðsluafgangs. Síðustu tvö ár voru útgjöld ríkissjóðs'27—28% af þjóðarframleiðslunni. Olafur Jóhannesson forsætis- ráðherra kvaðst mjög vel skilja, að stjórnarandstaðan væri ekki sóknarflokksins sat hjá í því máli. Magnús Erlendsson forseti bæj- arstjórnar sagði í samtali við Mbl. í gær: „Ástæðurnar fyrir þessum ákvörðunum bæjarstjórnarinnar, sem í raun þýða um 70 milljóna króna aukningu rauntekna íbúa ánægð með vinnubrögð á Alþingi. — „Eg fyrir mitt leyti er reiðubú- inn að biðjast afsökunar á því,“ sagði hann orðrétt. Geir Hallgrímsson sagði það skyldu Alþingis og alþingismanna að starfa sjálfstætt að úrlausn mála. — Þeir eru eingöngu bundn- ir við sannfæringu sína, sagði hann. Vitaskuld eiga alþingismenn þó að hafa samráð við umbjóðend- ur sína. En óviðunandi er að þau samráð séu með þeim hætti, að þau trufli störf Alþingis. Seltjarnarnessbæjar og þá um leið samsvarandi tekjutap fyrir bæj- arsjóð, eru þær, að það er einhuga skoðun sjálfstæðismanna í meiri- hluta bæjarstjórnar að engar þær framkvæmdir hins opinbera gætu verið það mikilvægar að þær réftlættu gjaldþrot heimilanna og fyrirtækja sem nú blasti við með skattránsstefnu núverandi ríkis- stjórnar. Vissulega erum við þess meðvitandi að með þessari ákvörðun okkar komast færri verkefni á framkvæmdastig en rauntekjur íbúanna aukast og fyrir því viljum við beita okkur. Sósíalísku flokkarnir taka nú kverkataki í skattráni alla þá, jafnt einstaklinga sem stofnanir, er reyna að standa á eigin fótum og móti þeirri öfugþróun viljum við sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar berjast ekki aðeins með orðum heldur og í reynd.“ Olafur biðst afsökunar á vinnubrögðum stjómarliðsins Niðurskurður fjárlaga 800 milljónir króna — Ríkisútgjöldin 31—32% af þjóðarframleiðslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.