Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 41 Við viljum að menn afli sér þekkingar með frjálsum hætti og kgnnist mál- unum frá báðum hlið- um, sagði Halldór Blöndal málinu frá báðum hliðum, en séu ekki mataðir á upplýsingum. Sú tortryggni, sem vaknað hefur hjá mörgum í sambandi við þetta mál, er tilkomin af því, eins og ÓRG hefur nú staðfest, þegar hann segir að Félagsmálaskóla alþýðu hafi verið misbeitt af Alþýðusambandinu og að skólinn hafi ekki gegnt því hlutverki, að vera almenn fræðslustofnun fyrir alþýðu, með því að hann hafi verið „baráttutæki fyrir breyttu þjóðfé- lagi“. Öll vitum við hvað „breytt þjóðfélag" þýðir í munni þessa þingmanns. Við höfum séð ótal yfirlýsingar hans um það og fylgzt með því, hvernig kamelljónið hefur breytzt og orðið rautt, sem það nú ekki einu sinni var. Aðild atvinnurekenda Halldór Blöndal vakti athygli á því, að í frumvarpinu væri það gert að öðru höfuðmarkmiði skól- ans „að veita fræðslu um hags- munasamtök atvinnurekenda, stárfshætti þeirra og markmið". Hann sagðist ekki geta séð, hvernig Alþingi gæti samþykkt að setja á stofn skóla með svo tiltekin atriði að meginmarkmiði án þess, að þeir, sem í þessum hagsmuna- samtökum væru, atvinnurekendur, hefðu eitthvað að segja um það, hvernig þessi fræðsla væri, í hvaða formi og hvernig hún yrði mat- reidd. — Ég hélt, að við í þessu litla þjóðfélagi ættum að hafa það mikinn skilning og það mikinn trúnað gagnvart hver öðrum, að okkur ætti að vera vorkunnariaust að vinna saman að svo almennum markmiðum sem hér eru sett og búa þannig um hnútana, að ekki komi upp ástæðulaus tortryggni um það, að það sé verið að fara eitthvað rangt að. Ég er ekki þeirrar skoðunar, að það markmið að bæta lífskjörin í landinu til frambúðar náist eins vel og eins fljótt, ef við reynum að halda þannig á málum, að fulltrú- ar ríkisvalds, stéttarfélaga og atvinnurekenda séu í eilífum hnippingum eða stríði hver gegn öðrum. Ég hef ekki þessa trú, enda er ég ekki einn þeirra manna, sem beita sér fyrir breyttu þjóðfélagi, ég er ekki einn þeirra manna, sem trúa á alþingi götunnar. Heldur þvert á móti er ég einn þeirra manna, sem vilja styrkja það lýðræði, sem hér er í landinu og reyna að vinna að því að okkur takist að sigrast á okkar vanda- málum í sameiningu með góðum hug og í einlægni. Nauðsynleg fræðsla Karl Steinar Guðnason (Afl) sagði, að ýmsir helztu forystu- menn alþýðusamtakanna vildu hafa Félagsmálaskólann i samræmi við frumvarpið og taldi ekki ástæðu til að víkka út aðildina að stjórn hans. Félagsmálaskólinn hefði starfað í 3 ár og verið kominn upp á náð ríkisvaldsins, sem hefði skammtað honum mjög naumt, þannig að ekki hefði verið unnt að halda uppi nauðsynlegri fræðslu hliðstæðri þeirri, sem ætti sér stað annars staðar á Norðurlöndum. Á undanförnum árum hefðu verkalýðsfélögin haldið uppi betri fræðslu en áður. í því skyni væri haldið uppi skipulegu starfi, ekki aðeins hjá Menningar- og fræðslu- sambandi alþýðu, heldur einnig af einstökum verkalýðsfélögum, enda nauðsynlegt að launþegar frædd- ust vel um stjórnkerfið og þjóðar- búskapinn. ÓRG hefði talið, að Félagsmála- skóli alþýðu ætti áfram að vera rekinn með sama sniði, enda legði ríkissjóður 100 millj. kr. til starfseminnar. Hins vegar væri ekki alltaf í landinu ríkisstjórn vinveitt þessum samtökum, sem gæti kippt að sér hendinni miklu fremur en ef sérstök lög um Félagsmálaskóla alþýðu byndu hendur ríkisvaldsins. Þingmaðurinn ítrekaði, að hlut- verk alþýðusamtakanna væri feikilega mikið í nútímaþjóðfélagi og að við þyrftum að gera okkar til þess að það yrði rækt á þann veg, sem bezt mætti vera fyrir þjóðar- heildina. Hvað merkir þetta? Vilhjálmur Hjálmarsson (F) sagði, að ýmis ummæli ÓRG væru ærið tilefni fyrir mann með sinn þankagang til að athuga afstöðu sína að nýju í sambandi við þetta mál, þótt auðvitað væri ekki hægt að láta einstakar ræður hafa óeðlilega mikil áhrif á afstöðu til mála. ÓRG hefði sagt orðrétt, „að skólinn ætti að vera helgaður hinu stéttarlega og baráttulega uppeldi í samtökum launafólks" og hann ætti „að veita fræðslu um hagsmunasamtök atvinnurekenda, innra eðli þeirra, starfshætti og markmið". Þingmaðurinn hefði einnig sagt, að skólanum væri fyrst og fremst ætlað það hlutverk að vera „baráttutæki samtaka launafólks fyrir breyttu þjóðfé- Iagi, fyrst og fremst til þess að manna verkalýðsfélögin á þann veg, að þau geti náð betri árangri í baráttu gegn samtökum atvinnu- rekenda, í baráttu gegn fjandsam- legu ríkisvaldi." Og ÓRG lagði sérstaka áherzlu á, að það mætti ekkert blanda þessari starfsemi saman við almenna fullorðins- fræðslu og fræðslu alþýðu almennt eða orðrétt: „Það var verið að blanda saman við þau skólamálum verkalýðsstéttarinnar í landinu, sem eiga fyrst og frémst að vera grundvöllur að því að skerpa baráttu verkalýðsstéttarinnar gegn atvinnurekendavaldinu og gegn því fjandsamlega ríkisvaldi, sem löngum hefur ríkt hér í þessu landi gagnvart samtökum launa- fólks.“ Síðan spurði Vilhjálmur Hjálmarsson, hvað þetta þýddi og minnti á þessi ummæli í Þjóð- viljanum fyrr á þessu ári: „Alþingi götunnar þarf að sýna hrokagikkj- um valdsins við Austurvöll hver það er, sem ræður úrslitum um allt efnahagslíf þessa þjóðfélags." Ekkert knífirí með aðalbrauðið Vilhjálmur Hjálmarsson sagði, að þegar svona væri komið, færi maður að spyTja, hvort ÓGR vildi, að ríkið kæmi nokkurs staðar nærri þessum skólarekstri. Og á því hefði ekki verið nokkurt hik. Verkefni rikisvaldsins og al- mannavaldsins í landinu yrði það fyrst og fremst að leggja fram fé og líka orðrétt: „Verkalýðsfélögin sjálf hafi óskoraðan og algeran yfirráðarétt yfir þessum menntunarmálum sínum." Það á ekki að vera neitt hálfkák á þessu að hans dómi og ekkert knífirí með aðalbrauðið, sagði þingmaðurinn. Við afgreiðslu fjár- laga á ekki aðeins að tvöfalda, þrefalda eða fimmfalda stuðning- inn, sem'nú er 3 millj. kr., heldur veita a.m.k. 100 millj. kr. til þessarar starfsemi. Þingmaðurinn sagði, að ef þetta væri nú svona, að þessi skóli væri fyrst og fremst baráttutæki gegn íslenzka ríkinu, hvernig gæti þá ríkissjóður styrkt þessa starf- semi? — En ég fyrir mína parta vil ekki taka mark á þessum mál- flutningi hv. þingmanns og prófessors í þjóðfélagsfræðum. Gæta verður samræmis Vilhjálmur Hjálmarsson itrekaði fyrri skoðun sína um það, að FélagSmálaskóli alþýðu ætti að vera hluti af almennri fullorðins- fræðslu í landinu með sérstakri áherzlu á launþegaþáttinn, á starfshætti launþegasamtakanna og mundi hafa það fyrir satt, að svo hefði verið, meðan annað sannaðist ekki, og skírskotaði í því efni til nýlokins námskeiðs þessar- ar fræðslustofnunar og frétta um það. Þingmaðurinn vakti athygli á, að það gæti orðið kostnaðarsamt fyrir ríkissjóð, ef önnur fjölda- samtök ættu að fá viðlíka stuðning, 100 millj. kr., og spurði, hvernig færi, ef þessi stuðningur miðaðist við það, hvort í landinu væri vinveitt eða óvinveitt ríkis- stjórn, eins og ÓRG hefði talað um, hvort hann byggist þá við að styrkurinn yrði aftur minnkaður í 3 millj. Þvert á móti sagði þingmaðurinn, að alþingi þyrfti að gæta samræmis í þessum efnum og í fullorðinsfræðslunni almennt. Að reyrast inn í stjórnsýslukerfið Ólafur Ragnar Grímsson (Abl) ítrekaði, að það myndi koma krafa um að atvinnurekendur fengju mann í stjórn skólans, ef hann myndi reyrast inn í stjórnsýslu- kerfið og sagði, að verkalýðs- hreyfingin hlyti að taka áhættuna af því hverju sinni, hvort hún fengi fjármagn til „starfsemi af þessu tagi.“ Hann taldi ræðu VH sláandi dæmi um það, hve Framsóknar- flokkurinn væri kominn langt frá sínum uppruna og líkti saman Samvinnuskólanum og Félags- málaskóla alþýðu. Samvinnuskól- inn hefði alltaf verið baráttutæki samvinnuhreyfingarinnar á Is- landi til þess að kveikja hugsjóna- elda hennar, sem nú vaeru kannski að eilífu slokknaðir í herbúðum framsóknarmanna og því hægt að láta fullcrðinsfræðsluna sjá um að róta í öskunni. Félagsmálaskóli alþýðu þyrfti á „sérstakri skólun að halda fyrir sitt forystufólk. Hún getur aldrei treyst á almenna fullorðinsfræðslu í landinu til þess að annast það. Hún getur ekki sett upp hlutlausar skólastofnanir í þá veru, enda hefur Samvinnuskólinn aldrei verið hlutlaus. Þar hafa verið fluttar áratugum saman í kennslu- stundum útlistanir á ágæti sam- vinnuhreyfingarinnar fram yfir einkaframtakið á Islandi og Jónas Jónsson frá Hriflu varði 1—2 klukkustundum dag hvern til þess að brýna fyrir mönnum mismun- inn á einkafyrirtækjum eins og Garðari Gíslasyni og H. Ben og co. og samvinnufyrirtækjunum hins vegar.“ Lögræði verði bundiðviðl8 ár í stað 20 LÖGRÆÐI öðlist menn 18 ára í stað 21) eins og nú er, er aðalinntak frumvarps til laga um breytingu á lögum um lögræði er Steingrímur Hermannsson. dóms- málaráðherra. hefur ílutt á Alþingi. Vcrði lögin samþykkt eiga þau að taka gildi hinn fyrsta október 1979. í athugasemdum með frum- varpinu segin „Með lögum nr. 75 19. desember 1967 var lögræðisaldur lækkaður úr 21 ári í 20 ár. Sú breyting var gerð í tengslum við lækkun kosningaaldurs, sem ráðgerður var í stjórnarskrárbreytingu sem hlot- ið hafði samþykki í fyrra sinni fyrir alþingiskosningar það ár, og ljóst var að mundi fá endanlegt samþykki á Alþingi 1967—68. Um lögræðisaldurinn hafði, út af fyrir sig, ekki staðið umræða þá og hefur raunar ekki heldur verið veruleg síðan. Hitt þykir öllum augljóst, að með öllu væri óeðli- legt, að kosningaaldur væri lækkaður, án þess að lögræðis- aldur yrði lækkaður að sama skapi. Segja má raunar, að ekki sé með sama hætti sjálfgefið að lækkun kosningaaldurs fylgi lækkun lögræðisaldurs. Slík um- ræða, sem áður greindi, hefur ekki verið veruleg um lækkun kosningaaldurs í 18 ár fyrr en nú á síðasta tíma. Ærnar ástæður hafa hinsvegar verið um nokkurt skeið til þess, að lækkun lögræðisaldurs væri meira til umræðu en verið hefur. Árið 1970 hafði lögræðisald- ur á öllum Norðurlöndum lækkað úr 21 í 20 ár. Á árinu 1972 gerði Evrópuráðið ályktun um að mæla með því, að Evrópuráðslöndin lækkuðu lögræðisaldurinn í 18 ár. Ýmis lönd í Vestur-Evrópu hafa þegar gert það, svo sem England, Vestur-Þýskaland, Frakkland, Italía og Luxembourg. — Árið 1974 lækkuðu Svíar lögræðisaldur- inn í 18 ár, en á árinu 1976 var lögræðisaldur lækkaður í 18 ár í Danmörku og Finnandi. Á ríkis- stjórnarfundi í októbermánuði sl. gerði dómsmálaráðherra tillögu um að lagt yrði fyrir Alþingi lagafrumvarp um lækkun lög- ræðisaldurs í 18 ár. Var á það fallist. Á fundi dómsmálaráðherra Norðurlanda í Helsingfors í nóvember sl. var spurst fyrir um, hvað Norðmenn og Islendingar hygðust fyrir í þessu efni. Skýrði dómsmálaráðherra frá því að þess mætti vænta að lagafrumvarp um lækkun lögræðisaldurs í 18 ár yrði lagt fyrir Alþingi fyrir lok ársins. Norðmenn kváðust búast við að lagafrumvarp um það efni yrði lagt fyrir Stórþingið á þessum vetri. Núgildandi lög um lögræði, nr. 95 1947 voru sett er fyrstu almennu lögin um lögræði höfðu verið í gildi í 30 ár. Þau lög voru, er þau voru sett 1917, á ýmsan hátt mikilsverð réttarbót. feá var fjár- ræðisaldur lækkaðupúr 25 árum í 21 ár, og ákvarðanir um lögræðis- sviptingu voru fluttar úr hendi stjórnvalda til dómstóla. — Mikilsverðar úrbætur voru gerðar með lögum 95 1947, þótt engum aldurstakmörkum væri þá breytt. Aðaltilefni endurskoðunar er dr. Þórði Eyjólfssyni var falin 1946 voru úrbætur á reglum um frelsisskerðingu í sambandi við lögræðissviptingar, en einnig voru - settar skýrari reglur um áhrif ólögræðis á gildi löggerninga. — I einu efni sker Island sig úr hópi Norðurlandanna, en það er um sjálfræðisaldur, sem hefur á íslandi frá ómunatíð verið 16 ár. Fjárræðisaldur hafði eftir Grágás verið 16 ár en varð með Jónsbók 20 ár, en sjáifræðisaldur 16 ár sem hann hefur verið æ síðan , en fjárræðisaldur hækkaði í 25 ár 1831, er dönsku lög Kristjáns V. voru lögtekin um þetta efni. — Ekki er ástæða til að rekja nánar hverjar ástæður voru fyrir því að sjálfræðisaldur hafi haldist lægri hér á landi en í öllum löndum er við höfum átt mest samskipti við. Einangrun landsins hefur eflaust valdið miklu um það, ásamt hinum sérstæðu atvinnuháttum um aldir, er orsakað hafa önnur viðhorf og aðstæður í þjóðlífi okkar. Hitt er ótvírætt alrnenn skoðun á síöari árum og sérstaklega síðustu ára- tugum, að aukinni skólagöngu og menntun ásamt aukinni hagsæld hafi fylgt skjótari þroski æsku- lýðs, þannig að eðlilegt sé, að skjótari forráð eigin mála fylgi. Þetta hefur meðal annars komið fram í því að fjölskyldustofnun verður á síðustu árum oft fyrr en almennt tíðkaðist til skamms tíma. Einnig hefur sjálfstæð tekjuöflun og eignaumsvif ung- menna aukist að mun. Er þess því að vænta, aö vart muni um það deilt, að breytingar á þessu löggjafarsviði séu tímabærar. Með lögum frá 1972 var heimill aldur til hjúskaparstofnunar alfarið lækkaður í 18 ár. Þótt hjúskapar- stofnun fylgi að lögum sjálfkrafa lögræði, er sú ákvörðun aldurs- marka enn ein stafesting um- ræddrar þróunar. Ráðgert er að lagafrumvarpi þessu muni fylgja önnur, þar sem breytt verður ákvæðum þar sem miðað er við tiltekin aldursmörk, svo sem t.d. í hjúskaparlögum og ættleiðingarlögum. Sjálfkrafa orsakar lagasetning, sem breytir lögræðisaldri, breytingu í fjöl- mörgum tilfellum, þar sem lög- hæfi er miðað við lögræði, en þar sem þess er krafist í lögum merkir það fullræði, þ.e. að gildandi lögum 20 ára aldur. Um 1. gr. Lagt er til að lækka aldurs- ^mörkin úr 20 í 18 ár. Verður þá að íslenskum lögum tveggja ára bil frá öflun sjálfræðis til fulls lögræðis. Á hinum Norðurlöndum hefur þetta tveggja ára bil horfið við lækkun lögræðisaldurs í 18 ár vegna hærra aldursmarks sjálf- ræðisaldurs. Um 2. gr. Rétt þykir að lögin taki ekki gildi fyrr en að nokkrum mánuðuni liðnum, svo að lögráða- eða fjárhaldsmönnum gefist ttmi til að ljúka fjárhaldi með nokkrum umþóttunartíma er aldursmörk breytast."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.