Morgunblaðið - 22.12.1978, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978
Halldór Jónsson, verkfræðingur:
Háskólakantata 78
Þá er maður búinn að hlusta á
háskólarevíuna 78, sem flutt er ár
hvert hinn 1. desember.
Ég hef nú hingað til tekið þetta
sem hvert annað grín og með
þeirri trú að þessir unglingar
kunni að vitkast með árunum
þegar þeir fara að vinna fyrir sér
sjálfir, enda sé hér um lítinn
minnihluta æskulýðsins að ræða,
sem kemst í þessa bráðafyndnu
útvarpsaðstöðu vegna skorts á
hlutfallskosningum í 1. des. nefnd
og litlum félagsmálaáhuga al-
mennra námsmanna við háskól-
ann.
Þar sem ég vil stuðla að æðri
menntun í landinu þá finnst mér,
að þeir, sem eru sama sinnis, hljóti
að spyrja sjálfa sig að því, hvaða
áhrif svona prédikun hafi yfirleitt
á háskólann? Er þetta honum til
framdráttar og til þess fallið að
efla æðri menntun í landinu!
Dolfallinn varð ég, þá fyrst þegar
einn háskólakennarinn hélt því
blákalt fram í atriði sínu í miðri
sýningunni, að það sé jafnan
samkomulag milli kennara og
nemenda hvað skuli lært. Ja
hérna. Hvað segja kennarar í
raunvísindagreinum um þetta?
Geta verkfræðingar sloppið við að
LOKUM 16.AUDAR
f tsMSSSIsS
SEINNA BINDI KOKIASÖGU ÍSIANDS
EFTIR HARALD SIGURDSSON ER KDMIÐ ÚT
ffl IBI ffl
lil iTU IXI m —in_f
Þetta er gullfalleg og vönduð bók, eitt af afrekum
íslenskrar prentlistar og stórmerkur þáttur
landfræðisögunnar. Seinna bindi hennar, sem nú er
komið út, nær frá lokum 16. aldar til 1848, þegar
Björn Gunnlaugsson lýkur mælingu íslands og kort
hans eru gefiri út. Hefur bókin að geyma, auk
textans, 165 myndir af landakortum og kortahlutum,
og eru 146 myndanna svart-hvítar en 19 litmyndir.
Er í bókinni rakin af mikilli nákvæmni saga
íslands á kortum frá dögum Guðbrands biskups
Þorlákssonar til miðrar 19. aldar og rækileg grein
gerð fyrir þróun kortagerðar af norðvestanverðri
kringlu heims á því tímabili.
Fyrra bindi Kortasögu íslands kom út 1971 og nær
frá öndverðu til loka 16. aldar.
Rit þetta er stórviðburður í sögu íslenskrar
bókaútgáfu.
BÓKAÚTGÁFA
MENNINGARSJÓÐS
OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS
Skálholtsstíg 7 Sími 13652
læra Fourierraðir af því þær séu
leiðinlegar og lært róttæklu í
staðinn? Geta læknar sleppt
gyllinæð af því hún er á þessum
stað og lesið Marx í staðinn?
Annar kommi fáraðist hins
vegar yfir peningaleysi og ófrelsi
manna til náms í háskólanum.
Háskólinn væri að framleiða
markaðsgildi í staðinn fyrir mann-
gildi, hagnýt fræði í stað frjálsra
spekúleringa. Sé þetta réttara, þá
er kannski of snemmt að láta loka
háskólanum um nokkurra ára
skeið eins og Mánudagsblaðið vill
og hefur sjálfsagt fengið samúð
margra revíugesta þennan dag.
Til hvers
er háskóli?
Helst mátti skilja á boðskap
kommakantötunnar 1. desember
s.l., að háskóli ætti að vera
einhvers konar manngildisfram-
leiðslustöð, sem opnaði augu
manna fyrir rangsleitni auðvalds-
ins og hersetu Nato. Við hinir
héldum að þarna væri verið að
veita mönnum menntun, sem hægt
væri að nota í þágu samfélagsins
til þess að auka gróða þess. Þessi
gróði væri svo eins og smér sem
smurt er yfir allt þjóðfélagið því
til hagsbóta, þó þessi andfélags-
legu kommagrey haldi að hann
drafli í byttum hinna fáu, eins og
fram kom í revíunni. Vegna hins
fyrrgreinda skilnings leggja skatt-
greiðendur fram fé sitt. Vilji menn
nota háskólamenntun til annars,
svo sem flytja úr landi með hana,
fara í hundana vegna yfirþyrm-
andi gáfna sinna eða stunda
frjálsa heimspeki, sem ekki getur
talist beinlínis arðgæf, þá er það
sjálfsagt að frelsi sé til þess. En þá
er ekki sjálfsagt, að verkalýðurinn
og aðrir skattborgarar leggi fram
fé til slíks umyrðalaust. Eigi
þjóðfélagið að kosta æðri menntun
alfarið, þá hlýtur það að gera
greinarmun á því hvað sé lært og
hafa þar hönd í bagga. 1. des.-reví-
an virðist hins vegar þeirrar
skoðunar að nám séu einkaforrétt-
indi námsmanna sjálfra og engan
varði um það hvað þeir læri eða í
besta falli sé það samkomulagsatr-
iði við þá. Að því slepptu hafi þeir
engar skyldur við samfélagið. Hins
vegar hvíli framfærsluskylda á því
síðarnefnda í formi atvinnu við
þær greinar, sem hæstvirtum
námsmönnum hefur þóknast að
læra. Þarna er um grundvallaratr-
iði að ræða. Sumum finnst, og ég
hygg að þeir muni reynast fleiri,
að þjóðfélagið eigi rétt til þess að
beina námsmannastraumnum í
þær áttir, sem mest er þörfin fyrir.
Þetta má gera með mismunun í
fyrirgreiðslu og styrkjum. Ég hygg
að flestir hafi ákveðnar skoðanir á
því hvor deildin sé arðgæfari fyrir
þjóðfélagið, verkfræði- og raunvís-
indadeild eða þjóðfélagsfræðideild
Ó.R.G. og Co, lögfræði- eða
læknadeild, málvísindi eða mat-
vælafræði, o.s.frv. Það hlýtur að
vera eigin áhætta námsmanna
sjálfra hvernig þeir meta atvinnu-
horfur að námi loknu. Þjóðfélagið
skuldar engum þeirra neitt að
námi loknu. Þeir skulda því hins
'vegar töluvert.
Ég er eindregið þeirrar skoðun-
ar og vona að svo sé um flesta, að
æðri menntun sé þjóðfélaginu til
hagsbóta. Því sé hún það ekki, þá
er rétt að staldra við svo um
munar. Ég tek undir það með
formanni stúdentaráðs í útvarpinu
þann 4. des., að nauðsyn ber til
þess að efla .námslánasjóð sem
mest, enda námslán verðtryggð
eins og allra flest lán ættu að vera.
Ég hef þá trú að háskólamenntað-
ur maður sé ekkert verri en hver
annar til þess að vinna og læra
störf að námi loknu, fái hann ekki
atvinnu við sitt fag. En mennta-
hroki, sem lýsir sér í stanslausri
kröfugerð á hendur þjóðfélaginu,
er ekki einkenni menntaðs manns
heldur heimskuvottur.
Ég held að það sé bjarnargreiði
við háskólann og málstað æðri
menntunar í landinu að hleypa
þvilíkum sirkus í útvarp árlega 1.
des. og verið hefur undanfarið.
Fólk gleymir því auðveldlega að
hér er að verki lítill sértrúarsöfn-
uður, sem túlkar sjónarmið harð-
svíraðs ofstækishóps einhliða,
vegna ólýðræðislegrar. kosningar í
1. des.-nefnd, rétt eins og 19
Alþýðubandalagsmenn geta talað
með einni rödd fyrir 19.000 manns
í Verkamannasambandinu í póli-
tískum málum, vegna sömu kosn-
ingaaðferða. Þar að auki held ég
að þessi verkalýðsást og auðvalds-
hatur, sem þessi hópur lofsyngur,
verki öfugt. Hann uppsker í besta
lagi aðeins vorkunn auðvaldsins
(hvað sem það er nú) og liklega
fyrirlitningu verkamanna á þeim
beiningalýð, sem allt heimtar en
ekkert býður i staðinn.
5.12.1978.
Vaíasamur sparnaður
að fá litlu flugfélögin
til könnunarflugsins
— segir Þröstur Sigtryggsson
— TVO stór skip frá okkur
verða úti um jólin og önnur
tvö um áramótin þannig að
helmingur af mannskapnum
verður heima um jói og hinn
helmingurinn um áramót,
sagði Þröstur Sigtryggsson
skipherra í stjórnstöð Land-
helgisgæzlunnar í samtali
við Mbl.
Þröstur var spurður um þá
hugmynd, sem komið hefur
upp hjá sumum af minni
flugfélögunum í landinu,
hvort þau gætu annast hluta
könnunarflugs fyrir gæzluna.
Sagði hann að það væri að
gróflega athuguðu máli lítill
ávinningur áð því, litlar vélar
hefðu lítið flugþol, gætu ekki
athafnað sig nægilega í erfið-
um veðurskilyrðum, koma
þyrfti fyrir tækjum, t.d.
lórantækjum, radar, tækjum
til að ná sambandi við skip á
miðunum og við Landhelgis-
gæzluna o.s.frv. og sjálfsagt
þyrfti að hafa menn frá
okkur staðsetta á viðkomandi
stöðum til að fara í þessi flug
með flugmönnunum, þannig
að ég held að sparnaður af
þessu fyrirkomulagi yrði lítill
þegar vel er að gáð. Hitt
kæmi til greina að fá þessa
aðila til að annast leiðbein-
ingar fyrir skip gegnum hafís
þegar um það væri að ræða,
því það fer líka oft saman
hafís og stillur þannig að
þessar vélar ættu að ráða vel
við slíkt verkefni og geta
sparað Landhelgisgæzlunni
að senda Fokker af stað.