Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 „Himnaríki má bíða „Himnaríki má bíða“ (Heaven Can Wait) nefnist nýjasta kvikmynd Warren Beattys og er hún jólamynd Háskólabíós í ár. Myndin er byggð á gamanleikriti eftir David Grush (frumsýnt í Hollywood árið 1941) og segir frá Joe Pendleton sem er varnarleikmaður í knattspyrnuliðinu Hrút- arnir í Los Angeles. (Það skal tekið fram að þegar JAMES MASON talað er um knattspyrnu er átt við amerískan fótbolta). Joe verður fyrir slysi og er honum brátt fylgt um skýin til viðkomustaðar á leið til himna. Þegar erki- engillinn Jordan fer að kanna málið nánar sér hann að Joe á ekki að koma fyrr en eftir 50 ár. Er hann þá fluttur aftur til jarðar. En það er um seinan — það er búið að brenna líkið. Jordan og Joe hefja þá leit að líkama handa Joe fyrir þann tíma sem eftir laðast þau hvort að öðru og er sagt að heitara augnaráð hafi ekki sést síðan Glark Gable og Vivien Leigh sáust fyrst í kvikmyndinni á „Hverfandi hveli“. Joe Pendleton er leikinn af Warren Beatty sjálfum en Betty er leikin af Julie Christie. Warren Beatty er ekki aðeins aðalleikari í mynd- inni hann stjórnar leikn- um, framleiðir myndina og skrifar kvikmyndahandriL ið ásamt Elaine May. í upphafi var áætlun Beattys að mynd þessi yrði nokkurs konar afþreying fyrir hann sjálfan þar sem hann átti í vændum erfið hlutverk í tveimur myndum, mynd um ævi milljónamærings- ins Howards Hughes og í kvikmyndinni „Ten Days That Shook the World“ sem er mynd um ævi rithöfund- arins John Reed. Er vinnan hófst var hún ekki til afþreyingar fyrir Beatty heldur lagði hann mikla vinnu í hana og útkoman varð besta mynd hans til þessa. „Himnaríki má bíða“ fær mjög góða dóma í erlendum blöðum og breska tímaritið Time segir hana vera fyrir börn og full- orðna, frá byrjun til enda, fallega og einfalda mynd. íþróttamaðurinn dó 50 árum fyrir tímann er af jarðvist hans. Þeir finna loks auðmanninn Leo Farnsworth en kona hans og einkaritari eru að reyna að ráða honum bana. Joe er ekkert of hrifinn af að taka að sér hlutverk þessa manns en lætur þó til leiðast. Joe kemst aftur í sam- band við þjálfara Hrút- anna og gerir honum ljóst hver hann er. Þó hann sé ekki Joe í útliti þá er hann Joe í anda. Hann vill nú fá að leika með Hrútunum að nýju en stjórn félagsins neitar að prófa hann. Joe gerir sér þá lítið fyrir og kaupir liðið og tilkynnir síðar að hann ætli að leika með því. Hann ber einnig upp bónorð við stúlku nokkra, Betty, en í því kemur erkiengillinn afturt og tilkynnir honum að nú verði hann að skipta um líkama því nú muni kona og einkaritari Fransworth takast að drepa hann. Síðar er yfir stendur áríðandi leikur Hrútanna fær einn besti maður liðs- ins hjartaáfall. Þar gefst Joe tækifæri til að hefja jarðlíf að nýju. Hann hittir Betty aftur en þau þekkja ekki hvort annað á ný. Samt sem áður Eins og áður segir er „Himnaríki má bíða“ gerð eftir leikriti Davids Gursins „Here Comes Mr. Jordan“. Það er aðalhetjan ekki knattspyrnumaður eins og í mynd Beattys heldur hnefaleikamaður. Beatty hafði því hugsað sér hlutverkið tilvalið fyrir vin sinn Muhammed Ali. En Ali átti tvo slagi fyrir dyrum og því var það að Beatty breytti hlutverkinu þannig að það hæfði honum sjálfum en hann lék amerískan fótbolta á unga aldri. í hlutverki erkiengilsins, sem Claude Rains lék árið 1941, var talað um Gary Grant eða Eugene NcCarthy fyrrverandi öldungardeildarþingmann. En að síðustu fékk James Mason hlutverkið sem er að ýmsu leyti það erfiðasta í myndinni. Julie Christie er í hlut- verki Betty, unnustu Joe, en hún lék einnig á móti Beatty í síðustu mynd hans, Shampoo. Önnur stór hlutverk í myndinni eru í höndum Charles Gordins, Dayan Cannons, Buck Henrys, Vincent Gardenia og Jack Wardens. rmn. Julie Christie (Betty) og Warren Beatty (Joe Pendleton) í myndinni „Himnaríki má híða“. Auðkýfingurinn Loe Farms- worth. Að lesa málverk Thor Vilhjálmssoni Kjarval. 170 bls. 2. útg. Iðunn. Rvk. '78. Thor Vilhjálmsson segir m.a. í eftirmála að frumútgáfu þessararr bókar: „Þessari bók er ekki ætlað að vera sagnfræði né listfræði. Heldur eru í henni mjög persónu- legar hugrenningar um manninn Kjarval og listamanninn, áhrif af list hans og kynnum við meistar- ann og fréttir af ferli hans og háttum." Þessi útskýring Thors á eðli bókar sinnar er að mínum dómi með öllu óþörf. Svo mjög liggur þetta í augum uppi, þegar maður hefur lesið hana. Þegar ég fékk þessa bók í hendur, hélt ég að hér væri um að ræða einhvers konar ævisögp Kjarvals, þessa margfræga mál- ara, eða samtalsbók þar sem ég gæti fræðst um hugsanir hans og viðhorf, líf og starf. Er skemmst frá því að segja að ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum einkum hugrenningum Thors Vilhjálmssonar um þennan Bókmenntlr eftir SVEINBJORN I. BALDVINSSON skrýtna mann og verk hans. Kjarval sjálfur er mér jafn ókunnur og fyrr, en kannski var '■hann líka þannig í raun og veru að enginn þekkti hann alminnilega. Eg veit það ekki. Þessi bók svarar ekki slíkum spurningum. Thor ætlar henni það ekki heldur að því er virðist, en þeir sem í einfeldni sinni halda (eins og ég gerði) að þeir fái svör við spurnum sínum um Kjarval í þessari bók, hljóta að verða fyrir vonbrigðum. Thor Vilhjálmsson er einhver þekktasti rithöfundur okkar íslendinga og gífurlegur völundur á íslenskt mál. Þess utan er hann einkar fróður á sviði myndlistar og kemur það berlega í ljós í þessari bók. Hér er því vissulega um að ræða athyglisverða bók, en það er ekki vegna þess að hún er um Jóhannes Sveinsson Kjarval, held- ur að hún er eftir Thor Vilhjálms- son. Bækur eftir rithöfund á borð við hann er ætíð athyglisverðar. Það gefur auga leið að það er erfitt að skrifa um málverk, án þess að geta vísað til nokkurra mynda, máli sínu til skýringar, en þetta tekst Thor þó óhikað á hendur. (Textinn í bókinni birtist reyndar fyrst í bók með myndum af mörgum verkum Kjarvals, en í eftirmála þessarar útgáfu segir Thor að hann sé saminn óháður þeim). Eg verð að viðurkenna að mér finnst þreytandi að lesa málverk en á köflum fannst mér að lestur þessarar bókar væri einmitt þess háttar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.