Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 Jens í Kaldalóni: Höfum við gengið tilgóðs Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri Tímans, skrifar um skattamál í leiðara Tímans 5. nóvember s.l., og telur skattana nú léttbæra saman- borið við þann ófögnuð í skatta- málum sem ríkt hafi 1971 þegar vinstri stjórnin tók þá við forsvari um stjórnsýslu okkar ágætu þjóðar. Nú séu skattar ekki nema 59% á móti 62,5% 1971, og nefskattar hafi þá setið í öndvegi í ofanálag. Ekki minnist Þórarinn þó á 4% lífeyrisskatt, 1%. félagsgj. og 2% sjúkratryggingargjald, auk fleiri skatta, sem enginn vandi er að tína til og Þórarinn gleymir. Það er n.l. skrattinn sá, að það sem dregið er frá fólkinu á launa- seðlunum, að það er ekki til ráðstöfunar fyrir heimilið. Skýr maður er Þórarinn, og margt gott úr penna hans runnið, en mig langar að spyrja hann að einu, af því að ég veit það, að hann veit margt miklu meira en ég: heldur hann að háir og hækkaðir skattar nú, séu nokkuð sætari til greiðslu eða sælli almenningi, þótt einhverntíma hafi þeir hærri verið. Var það ekki af því að vinstri stjórninni þótti skattarnir of háir 1971 að hún lækkaði þá, eða sýnist þessari stjórn eitthvað farsælla fyrir fólkið að borga háa skatta núna en þá. Sýnist mér nú einnig, eftir útreikningi Þórarins, að skattar nú séu farnir að nálgast það mark, og kannski þó gott betur, sem vinstri stjórnin þótti óhæfa og ofboðslegt 1971. - Hann talar um nefskattana þá, sem rétt er að voru, sjúkrasam- lagsgj. sem vinstri stjórnin góðu heilli afnam í því formi sem þá var, en vel að merkja, þessi skattur var ekkert tekinn af okkur, honum var bara breytt í annað form. Við höfum alla götu borgað þennan skatt, þótt í öðru formi sé. En þar að auki er svo bara læðst aftan að okkur aftur, og nýr skattur lagður á okkur á allar brúttótekjur, og þeir sem ekki lenda einu sinni í því að borga útsvar, er gert að greiða þennan skatt þótt ekki geti unnið nema fyrir fæðinu sínu. Enda segir Þórarinn:" Sú lækkun beinu skatt- ana sem var framkvæmd á árun- um 1971—1974 var gerð í fullu samræmi við launþegasamtökin, og var líka því aðeins fram- kvæmanleg, að þau féllusti á verulega hækkun skattanna." Nef- skatturinn var því ekkert lækkaður, honum var bara breytt í annað skattform, og svikinn svo inná okkur aftur, þótt nú eigi eitthvað að breyta honum í annað sinn. En það sem ég get aldrei sætt mig við, er að menn afsaki slæmar gerðir sínar með því að vitna í að það hafi ekki verið betra hjá öðrum. Þetta er löngu orðin úrelt pólitísk refskák, sem engin ber heldur fram nema í örþrifakennd ráðleysis við að bera í bætifláka f.vrir slæman málstað. Þetta er > jafnvel ekki ólíkt því ef þjófur ætlaði að fara að afsaka sig með því að annar hefði stolið. Það er líka firna óhamingjulegt þegar verið er að bera skattana hér saman við það sem verst finnst í öðrum löndum. Ef við þurfum endilega að elta allt sem útlent er, þá eigum við að leita eftir einhverju öðru en því sem verst er. Skattaáþján Við erum nú i fyrsta lagi ekki með herkostnað sem aðrar þjóðir, svo búum við á óteljandi hátt við erfiðari og dýrari aðstæður en margar aðrar þjóðir, og það verðum við eðliiega að sætta okkur við. Það sagði eitt sinn ágætur þingmaður — við eina bensín- hækkunina hér, að bensínið væri ekkert dýrara fyrir það en í Svíþjóð, en hann þurfti ekki að muna eftir því, að bílarnir, vara- hlutirnir og gúmmíin voru þá helmingi dýrari hér en þar, og heldur ekki hinum að þar komust menn helmingi lengri leið á sama bensínmagni en hér, þar sem hér eru vegir verri, og miklu verri. En um skattana vil ég segja, að þeir eru orðnir áþján. Það er áþján á skattborgara þessa lands, þegar farið er að taka 70 kr. af hverjum 100 í allrahanda skatta. Að labba heim til sín með 30 kr. af hverjum 100 til ráðstöfunar sér og sínum, og í hæsta lagi 60 kr. að vissu marki, sem þó ekki dugar til að draga fram lífið á, er svívirðilegt níðhögg á hvern einasta mann, enda fjöldi fólks hættur að vinna undir slíkri féflettingu það er nærri því eins gott að vera þrælkað í lögbundna þegnskyldu- vinnu því að 30 kr. af hverjum 100 kr. sem rölt er með heim í vasanum er ekki meira vikadreng, er rétt fyrir gerðan greiða, það dugar ekki fyrir þremur karmellum. Það er orðin sjálfs- bjargarviðleitni manna, þeim sem það geta, að svíkja undan skatti, sem svo er kallað, þetta er ófögnuður sem enginn getur þolað. Og þegar stjórn, sem allir vilja og vonast eftir að gott geri, getur leyft sér á tímum neyðar og þrenginga, sem talið er, að sólunda 11 milljóna fjárfúlgu í eitt blaða- mannsembætti, sem einhvernveg- inn að þjóðin hefur þó getað lifað án, undanfarin ár, og sjálfur hæstráðandi stjórnandi þjóðar- búsins, brúkar bara munn“, þegar að þessu finna hans nánustu samstarfsbræður, þegar hver ráð- herra þarf að fá sér einskonar hjálparsvein, svo sem höfðingjar til forna þóttust hestasveina með sér þurfa að hafa, stjórn sem hefur að æðsta boðorði réttlæti ráðdeild og sparsemi á öllum hlutum, rogast svo á fyrstu dögum tilveru sinnar að blása út embættis- mannakerfi við sína eigin fóskör. Það er ekki sem ég met til dýrðar þeim til handa sem gott vilja gera. Sligandi vaxtabyrði Það er ekki síður hroðalegt að hugsa til þess, að alþingismenn skuli vera aö þrátta um það suður á sjálfu alþingi, á fríu fæði og húsnæði, sem þeir láta almenning skaffa sér ofaná launin sín, hvort 40—50%' vextir hafi áhrif á afkomu manna og fyrirtækja, og annað í daglegu lífi þeirra. Svo augljóslega sem vaxtabyrðin stór- sligar svo alla skapaða hluti, að til stórvandræða horfir. Fólk kaupir yfirleitt enga hluti nema með afborgunum, sem undireins er hlaðið á vöxtum. Allir sem í byggingum standa eru hlaðnir í allra kúnsta launaskuldir, með okurvöxtum. Enginn getur fjárfest nokkurn skapaðan hlut nema með lánum á lán ofan. Flestir stimplaðir þjófar, svo gott sem, skattsvikarar, verðbólgugróða- braskarar og þaðan af öllu verra, ef nokkuð eiga til sem heitið getur því nafni, að kaupa hluti sem ekki þurfi að fá til þess lán, meira að segja megnið af sólarlandaförum fer fyrir lánsfé með dýrum vöxtum í ofanálag. Svo japla merkir menn, sem svo sig telja, um það hvort okurháir vextir hafi nokkur áhrif á afkomu þessa eða hins. Ég lái ekki þessum mönnum þótt þeir séu nú fyrst farnir að rumska í því einstaka ræningja- bæli, sem hér á landi að ríkt hefur, við að ræna saklausa sparifjáreig- endur fé sínu. Hefði það svo fyrr mátt vera að þeir vaknað hefðu til meðvitundar um alla þá dæma- lausu gerð. Ég hef alla götu haldið því fram, að ef vísitölutryggja á einn hlut, verði að vísitölutryggja alla hluti, og borga allt með jafnvirði, sem á láni er tekið. Hef ég margoft skrifað um þau mál í opinber blöð. Það er þó fyrst núna, sem ráðgjafar þjóðarinnar eru að vakna til meðvitundar um að þarna hafi ég nú líklega verið að fara með rétt mál. Kannski betra seint en andrei. En það er ekki öll sagan sögð með því. Það eru margar hliðar á þessu máli eins og mörgum öðrum. Ein er sú, að það er algerlega vonlaust að ætla að velta þessari vaxtahrúgu út í athafna- og atvinnulíf þjóðarinnar í jafn gífurlegri verðbólgu og hér ríkir, það er nákvæmlega það sama og ef sykurpokinn kostaði 100 þúsund kr., og sem kæmi inní vísitölu framfærslukostnaðar, kaupið hækkaði, og atvinnuvegirn- ir ættu bara að borga þeim mun hærra kaup, sem þetta og hitt hækkaði. Þá gerði okkur ekki nokkurn skapaðan hlut til, hvað allir hlutir kostuðu mikið, ef við gætum alltaf látið atvinnuvegina borga okkur hækkunina á vörun- 'um. Það er með öðrum orðum ekki nokkur einasta leið að stjórna né stýra þjóðfélagi, sem rekið er á jafnvitlausan hátt, sem við íslend- ingar gerum. Við verðum bara að sætta okkur við þessa staðreynd, og vinna eftir henni, annars fer allt úr böndunum, eins og þegar er komið á daginn. Eða af hverju eru menn að fela þessa hluti bak við tjaldið, af hverju er stjórnin að kvarta um að greiða fullar vísi- tölubætur, sem áður hefir alla götu ataðið fastara á en fótum sér að ekki kæmi til greina að hvika frá í nokkrum minnsta mæli? Af hverju er verið að blekkja fólkið með þvi að leggja á það skatta sem ekki koma í vísitölu framfærslu- kostnaðar, til að borga svo niður vísitöluna, svo hún bara hækki ekki eins rtíikið? Halda menn, að launastéttirnar á Islandi séu svo heimskar eða illa gerðar, að ómögulegt væri að láta fólk skilja, hvað um er að ræða. Jú, og aftur jú, það er enginn vandi að láta hinn almenna borgara skilja tilgang lífsins og tilveru þess. En það sem hér hefur riðið röftum er brennandi eldur pólitískra meina, sem alltof langt hefur gengið. Það þýðir ekki að elta alltaf sama skinnið, sem löngu er orðið úr sér gengið, úthvotlað og einskis nýtt, svo hvorki heldur það vindi né vatni til hlífðar nokkurs lifandi manns fyrir þeim endalausa vatnsaustri sem sífellt hefur dunið yfir það óheillakerfi, sem undir við gengið höfum sem einskonar jarðarmenn. Við skulum bara segja, sem er þó staðreynd í sjálfu sér, að bóndi annaðhvort eigi 3 milljónir í bundnu sparifé, eða taki það að láni hjá öðrum, sem 3 milljónirnar eigi, og kaupi fyrir það traktor sem kostar 3 milljónir króna, að 33% vextirnir gerir milljón á ári auk 10%' fyrningar af traktors- verðinu, en hvort tveggja gerir þetta hvorki meira né minna en eina milljón og þrjúhundruð þús- und, og hvar á þessi kostnaður að koma nema á framleiðslu bóndans. Er nokkur maður svo heimskur að sjá ekki, að þetta er orðin hin fráránlegasta vitleysa og er ekki orðin þörf á að snúa svona ófögnuði til betri vegar? Að ætla svo að leika það sjónarspil, sem líkara væri að krakkar í sandkassa léku sér við, að gera 100 krónur að einni krónu, sem við eigum svo að bera ástkæra virðingu fyrir og safna í baukinn okkar í trú á betra líf. Að svíkja þjóð sína með eilífum gengisfellingum er nákvæmlega sami sandkassaleikurinn, en þora ekki né vilja segja þann sannleika sem er undirrót þessa ófarnaðar, sem aldrei verður svo falinn fyrir nokkrum skynibornum manni, að ekki sé í vitundinni sem undir slær svo augljós verknaðurinn, að ekki verði með nokkru móti falinn. Opnun heilsu- gæslu- stöðvar í Bolunga- vík Meðfylgjandi myndir voru teknar við opnun heilsu- gæslustöðvarinnar í Bol- Matthías Bjarnason fyrr- ungarvík hinn 25. nóvem- verandi heilbrigðismála- ber s^- ráðherra flytur ávarp við opnunina. Séð inn í tannlæknastofu sem er í stöðinni. Ólafur Kristjánsson for seti bæjarstjórnar í ræðu- púltinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.