Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978
Við heimkomuna til Kaupmannahafnar lét Bjerregaard undan þrýstingi blaðamanna sem vildu spyrja ráðherrann um kostnaðinn vegna
Parísarferðarinnar. og var þessi mynd tckin á biaðamannafundi sem Bjerregaard hélt í Konungsherberginu í flugstöðinni á Kastrup.
Bjerregaard sagðist hissa á móttökum blaðamannanna við heimkomuna og sagði að móttökurnar bentu til þess að málið hefði verið blásið um
of upp í fjöimiðlum.
Danmörk:
Jörgensen skipar Bjerregaard að
borga rúman priðjung kostnaðar
Kaupmannahöfn. 21. desember,
frá fréttaritara Mbl.
LJÓST þykir nú að ekki verða
gerðar neinar breytingar á
stjórn Danmerkur fyrir jólin
a.m.k. í sambandi við mál það
sem spunnist hefur upp í
sambandi við ferð Ritt Bjcrre-
gaard menntamálaráðhcrra til
Parísar í haust.
Anker Jörgensen forsætis-
ráðherra, sem í fyrstu lýsti
hátterni Bjerregaard í sam-
bandi við Parísarferðina sem
heimskulegu uppátæki, til-
kynnti í dag að hann hefði
krafist þess af ráðherranum að
hún greiddi sjálf 20,000 dansk-
ar krónur af kostnaðinum úr
eigin vasa, og að málið væri þar
með úr sögunni frá hans hendi.
En Ritt Bjerregaard sættir
sig ekki við þessi málalok og
tilkynnti hún í dag, að málið
væri ekki úr sögunni frá
hennar hendi, þar sem henni
hefði ekki gefist kostur á að
verja sig stanzlausum ásökun-
um í þingi og blöðum í sam- „
bandi við Parísarferðina. Hef-
ur ráðhcrrann boðað greinar-
gerð um málið.
Bjerregaard segist ekki sjá
neina ástæðu til þess að borga
aukaherbergi á hóteli úr eigin
vasa, en hún segist þó ætla að
íhuga málið. Við komuna til
Kaupmannahafnar úr opin-
berri heimsókn til Kína og
Thailands sagði hún að í þeirri
upphæð sem nefnd hefði verið í
sambandi við Parísaríerð henn-
ar. 57,000 danskar krónur eða
rúmar 3 milljónir íslenzkra
króna, væri að finna einkaút-
gjöld hennar sjálfrar, kostnað
vegna einkaritara hennar og
loks gjöld af ferðinni sem
danska ríkinu bæri að borga.
Sendiráð Danmerkur í París
stóð straum af öllum útgjöidum
ráðherrans í Parísarferðinni.
Haft er eftir leiðtogum
stjórnarandstöðunnar að ef
Jörgensen lciði mál Bjcrre-
gaard ekki til lykta hið fyrsta,
muni andstaðan leggja fram
vantrauststillögu á stjórnina í
janúar.
Rithöfundar og menntamenn
í Danmörku hafa bundist sam-
tökum og gagnrýnt alla um-
fjöllun á máli Bjerregaard í
fjölmiðlum. Segja rithöfund-
arnir og menntamennirnir að
öll meðferðin líkist einna helzt
galdraofsóknum og norna-
brennu. Larsen.
Færeyingar-Rússar:
Ræðaum gagn-
kvæmar veidar
Færeyjum. 21. des. frá fréttaritara Mbl.
Carter
veikur
Washington. 21. desombor — Router
EINKALÆKNIR Jimmy Carters
skipaði forsetanum að hvíla sig í
dag og slá öllum embættisvcrkum
á frest þar sem hann cr nú illa
haldinn vegna gyllinæðar. Carter
hefur áður þjáðst ef þessu meini
en óþægindin nú eru meiri en
áður, og vangaveltur eru uppi um
það að forsetinn verði að hætta
við ferð til æskustöðva sinna í
Georgíu-fylki um jólin.
ÞAÐ samkomulag hefur
náðst í viðræðum Sovét-
manna og Færeyinga hér í
Þórshöfn, að færeyskir
sjómenn mega veiða 7,000
smálestir af þorski og ýsu
á sovéskum veiðisvæðum á
næsta ári. Er það eitt
þúsund smálestum minni
afli en heimilt var að veiða
1978, en þess ber að geta að
færeyskir sjómenn hafa
aðeins veitt um þriðjung af
þeim kvóta.
Ennfremur hafa Færeyingar
fengið heimild til að veiða 2,000
tonn af rækju á Barentshafi á
næsta ári. Einnig munu
Færeyingar sækjast eftir leyfi til
að fá að veiða á milli 25—30
þúsund tonn af loðnu á yfirráða-
svæði Sovétmanna í Barentshafi.
Til að koma á móti þessum
veiðiheimildum færeyska
sjómanna á sovéskum svæðum,
hafa Færeyingar veitt Sovét-
mönnum leyfi til að veiða 70—80
þúsund tonn af kolmunna í
færeyskri lögsögu. Sovétmenn
höfðu leyfi til að veiða 60 þúsund
tonn af kolmunna við Færeyjar
1978, og hafa þeir fyrir löngu veitt
upp í þann kvóta. — Arge.
20 fórust
í árekstri
Salamanea, Spáni, 21. deaember. AP.
AÐ MINNSTA kosti 20 nemendur
fórust og 36 særðust á Spáni í dag
þegar skólarúta og járnbrautarlest
rákust saman þar sem lestarteinar
og bílvegur skárust. Um 80 nem-
endur voru í rútunni og sluppu
nokkrir þeirra sem aftast voru
ómeiddir.
Veður
víða um heim
Akureyri -9 léttskýjaó
Amsterdam 0 léttskýjaó
Apena -1 skýjaó
Barcelona vantar
Berlín 1 skýjaó
Brilssel -1 skýjaó
Chicago 3 skýjaó
Frankfurt -1 snjókoma
Genf 2 mistur
Helsinki -14 skýjaö
Jerúsalem 21 heiðskírt
Jóhannesarb. 26 skýjaó
Kaupmannah. 3 skýjaó
Lissabon 10 rigning
London 2 slydda
Los Angeles 17 heiÓ8kirt
Marríd 4 skýjaó
Malaga vantar
Mallorca vantar
Miami 26 heióskírt
: Moskva -14 skýjað
New York 2 rigning
Ósló -4 skýjaó
París 3 skýjaó
Reykjavík -8 léttskýjað
Rio De Janeiro 31 heióskírt
Rómaborg 13 heióskírt
Stokkhólmur -5 skýjaó
Tel Aviv 20 heiðskírt
Tókýó 10 heióskírt
Vancouver 4 skýjaó
Vínarborg 0 skýjað
Kanarí:
Ferja sökk
Corralejo. Kanarleyjum.
21. desember, AP.
SPÆNSK íerja, sem flutti vest-
ur-þýzka ferðalanga, strandaði á
skeri við eyna Fuerteventura á
miðvikudagskvöld og liðaðist í
sundur. Alls voru 32 menn um
borð í ferjunni og komust 20
þeirra af en átta er enn saknað.
Fjögur lík hafa fundist.
1975 — Umsátrinu að
aðalstöðvar OPEC í Vín lýkur;
bryðjuverkamenn taka gísla, fá
flugvél og fljúga til Miðaustur-
landa.
1969 — Norður-Kóreumenn
sleppa áhöfn „Pueblo", 11
mánuðum eftir töku skipsins.
1963 — „Lanconia" sekkur á
Norður-Atlantshafi eftir elds-
voða; 150 farast.
1956 — Síðustu hermenn Breta
og Frakka fara frá Port Said.
1947 — Ný stjórnarskrá á
Ítalíu.
1944 — Þjóðverjar krefjast
uppgjafar McAuliffes hershöfð-
ingja í Bastogne.
1943 — Roosevelt, Churchill og
Chiang Kai-shek samþykkja
ráðstafanir til að sigra Japani á
fundi sínum í Kaíró.
1942 — Bandarískar loftárásir
á Rangoon, Burma.
1941 — Churchill fer til
Washington til stríðsviðræðna.
1929 — Ráðstefna um stofnun
indversk samvéldisríkis hefst.
1905 — Uppreisn verkamanna í
Moskvu= Uppreisn hefst í
Persíu.
1894 — Dreyfus dæmdur fyrir
landráð og til fangavistar á
Djöflaeyju.
1790 — Rússar taka Ismail af
Tyrkjum.
69 — Rómverski keisarinn
Vitellius ráðinn af dögum.
Afmæli dagsins> Jean Racine,
franskur lcikritahöfundur
(1639-1699).
Innlenti Landsyfirrétti slitið í
siðasta sinn 1919= Magnús
Guðmundsson tekur aftur við
embætti dómsmálaráðherra og
ólafur Thors fær lausn 1932=
Jóhann Sæmundsson skipaður
félagsmálaráðherra 1942= Pafi
endurreisir biskupsdóm á ís-
landi 1968= F. Þorlákur
Guðmundsson alþm. 1834= Arni
Friðriksson 1898.
Orð dagsins! Blessaður sé
landbúnaðurinn ef við höfum
ekki of mikiö af honum —
Charles Dudley Warner, banda-
rískur ritstjóri (1829)
Sovézkt
geimfar
áVenusi
Moskvu, 21. des. AP
SOVÉZKT geimfar lenti mjúkri
lendingu á Venusi klukkan 03Æ3
að íslenzkum tíma í nótt og sendi
vísindalegar upplýsingar í 110
mínútur til jarðar, áður en hinn
mikli hiti á yfirborði plánetunnar
gerði tækin óvirk. Áður hefur
sovézkt geimfar lent á Venusi og
sent vísindalegar upplýsingar til
jarðar, en þá aðeins í 53 mínútur.
Geimfarið lenti á þeirri hlið
Venusar, sem snýr frá jörðu, eftir
98 daga ferð. Von er á öðru
sovézku geimfari að Venusi á
jóladag.
Verkfall
hjáBBC
London, 21. desember, AP-Reuter.
Breskir sjónvarpsáhorfendur
urðu á láta sér lynda að horfa
aðeins á útsendingar sjálfstæðu
sjónvarpsstöðvanna (ITV) í gær-
kvöldi, því í þann mund sem
kvöldfréttir voru að hefjast á
tveimur rásum ríkisreknu sjón-
varpsstöðvarinnar (BBC) lögðu
starfsmenn stöðvarinnar niður
vinnu.
Tæknimennirnir hafa um nokk-
urra vikna skeið átt í launadeilum
við stjórn BBC, en upp úr sauð í
gær þegar ríkisstjórnin neitaði
stjórn BBC um leyfi til að bjóða
8% hækkun launa, þar sem það
samræmdist ekki stefnu stjórnar-
innar í efnahagsmálum.
Talið er líklegt að starfsmenn
BBC-sjónvarpsstöðvanna kunni að
grípa til aðgerða um jólahátíðina
til að leggja áherzlu á launakröfur
sínar.
í fangelsi
fyrir njósnir
Ilamborg, 21. desember, AP
Fyrrverandi formaður félags
vestur-þýzkra rannsóknar-
lögreglumanna Rolf Grunert, var
í dag dæmdur í tveggja og hálfs
árs fangelsi fyrir njósnir í þágu
Austur Þýzkalands. Grunert af-
henti leynilögreglu
Austur-Þýzkalands upplýsingar
um öryggismál Vestur-Þýska-
lands á árunum 1971 — 1977.
-------------
IATA
mótmælir
Montreal, Kanada, 21. desember. AP.
ALÞJÓÐASAMTÖK flugfélaga
(IATA) lýstu því yfir í dag að þau
væru mótfallin áætlunum banda-
rískra stjórnvalda um að banna
bandarískum flugfélögum að taka
þátt í verðákvörðunum IATA á
flugfargjöldum á alþjóðlegum
flugleiðum.
Mótmæli IATA eru fram komin
í framhaldi af þeirri yfirlýsingu
bandarísku flugmálastofnunarinn-
ar, að þátttaka flugfélaga í
verðákvörðunum IATA samræmd-
ist ekki hagsmunum neytenda.
■ ■■
W
ERLENT,