Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22: DESEMBER 1978 Einbýlishús í Kópavogi Til sölu er nýstandsett einbýlishús úr steini á góðum stað í vesturbænum í Kópavogi. Á jaröhæð eru 2 samliggjandi stórar stofur, 3 herbergi, skáli, W.C., eldhús með köldu búri og þvottahús. Á efri hæð er gott risherbergi og miklar geymslur. Eigninni fylgir mjög vandaður steyptur og upphitaður bílskúr, tvískiptur, um 50 ms. Lóðin er stór með góðum bílastæðum og mjög miklum og fallegum trjágróðri. Upplýsingar í síma 40425 eftir kl. 4.30 næstu daga. VANDAÐAR HANZKAR PEYSUR NÁTTFÖT SLOPPAR SKÓR SNYRTIVÖRUR INNISKÓR FÖT FRAKKAR HATTAR HÚFUR TREFLAR GÓÐAR JÓLAGJAFIR FRÁ: dskar efftir blaóburóarfólki Inxvar og Bryndís. Ljósm. Kristján. „Ég er ekkerthrœdd- ur við jólasueininn ” í lok skrmmtunarinnar söng stúlknakór nokkra jólasálma. y\öur en nomrndur tírunn- skólanna fara í jólaleyfi er þaö venja aó halda „litlu jólin". í vikunni héldu 8 ára nemendur Breiðholtsskóla sín „litlu jól“ ok litu hlaóamenn þannað inn. Breiðholtsskóli heldur upp á 10 ára starfsafmæli sitt í ár og var foreldrum barnanna boðið að koma með þeim á litlu jólin í tilefni þess. Hver aldurshópur heldur sín „litlu jól“ og sjá kennarar viðkomandi bekkja um skemmtiatriði og annað tilheyr- andi. Þegar okkur bar að var Lúðrasveit Árbæjar og Breið- holts að leika jólalög. Þegar síðasta lagið var leikið, „Heims um ból“, tóku öll börnin vel undir og virtust vera í hátíðar- skapi enda öll prúðbúin. Mörg þeirra hafa sennilega fengið að fara í jólafötin. Skemmtunin hélt áfram og á milli atriða sungu börnin ýmis jólalög. I lok skemmtunarinnar söng stúlknakór jólasálma. Loks var farið að dansa í kringum jólatréð. Jólasveinninn kom líka í heimsókn á meðan á því stóð en hann hafði ekki tíma til að stoppa lengi af því hann hafði svo mikið að gera. Ingvar var ekki að dansa í kringum jólatréð. Hann sat og hlustaði á sönginn og horfði á krakkana. „Ég hlakka ekkert til jólanna, — jú annars ég hlakka dálítið til þeirra. Ég ætla ekkert sérstakt að gera á jólunum, bara vera heima,“ sagði hann. Ingvar vissi af hverju jólin voru haldin. „Já, því þá fæddist Jesús." En hann var ekkert hræddur við jólasveininn sem kom. „Neihei þeir eru hvort eð er ekki til.“ Bryndís er í 4. bekk og hún var að dansa í kringum jólatréð ásamt vinkonum sínum. Hún hlakkaði til jólanna en hún hafði ekki ákveðið ennþá hvað hún ætlaði að gera þá. Bryndís var búin að kaupa sumar jólagjafirnar en vildi auðvitað ekki segja okkur hvað hún hafði keypt. „Eg veit af hverju jólin eru haldin," sagði hún þegar við spurðum hana. „Það er af því að Jesús fæddist á jólunum." Og börnin héldu áfram að ganga í kringum tréð og syngja og allir virtust skemmta sér hið besta. Dansað í kringum jólatréð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.