Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 34
81.5 34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1979 VEL HEPPNUÐ VERTIÐ MEO VKHJRKENNDUM FISKIDÆLUSLÖNGUM ÓfíML OG ÞJÓNUSTA. Við státum okkur af mesta úrvali iandsins af viðurkenndum fiskidæluslöngum. Þær eru i stærðunum 10, 12 og 14 tommur, tveggja, fjögurra og sex styrktarlaga. Auk rómaðrar þjónustu, sem miðast ekki aðeins við háannatimann, heldur allt árið. STÆRÐARVAL OG ÞRÝSTIÞOL. Við ráðleggjum þér val á réttum tegundum með tilliti til notkunar og aðstæðna og nauðsynlegs þrýstiþols. Rétt stærðarval og mátulegt þrýstiþol tryggja áfallalausa notkun og endingu. FYRIRHYGGJA EÐA VINNUTAP. Til þess aö forðast dýrar veiði- eða vinnu- tafir er vel til fundið að eiga aukaslöngur i verksmiðjunni eða um borð. Með þvi að sýna fyrirhyggju og vanda valið á fiskidæluslöngum gætir þú sparað stórfé. SÉRH/EFÐ ÞOÓNUSTA TILLANDS 06 SJÁVAR Smiójuveg 66. Sími:(91)-76600 LAHDWÍLAR HF. Bruna útsala Brunaútsalan hefst mánudaginn 8. janúar að Laugavegi 51, 2. hæð Minning: Ingólfur Sigurðsson skiposkoðunarmaður Aðfaranótt nýársdags, er árið 1979 var nýgengið í garð, lést á heimili sínu í Reykjavík Ingólfur Sigurðsson skipaskoðunarmaður. Útför hans fer fram á morgun, mánudag, frá Fossvogskirkju. Ingólfur var fæddur á Þingeyri við Dýrafjörð 11. júní árið 1905, sonur hjónanna Sigurðar Jóhann- essonar og Sigurbjargar Einars- dóttur. Ingólfur var næstelstur átta systkina, en tveir bræður hans eru enn á lífi. Svo sem títt var um Vestfirð- inga áður fyrr og er reyndar enn, lá það fyrir honum að hefja störf við sjómennsku. Það var hans aðalskóli eins og flestra ungra manna á þeim tima. Hóf hann sjósókn þegar á fermingaraldri og stundaði hana óslitið um þrjátíu ára skeið frá Þingeyri, Isafirði og síðast frá Reykjavík, ýmist sem háseti, stýrimaður eða skipstjóri. Við þau störf sýndi hann, sem jafnan annars staðar, áræði og atorku, enda vel liðinn af sínum samstarfsmönnum. Til marks um það má þess geta að hann réðst til starfa hjá ýmsum þekktum skip- stjórnarmönnum, eins og Torfa Halldórssyni, Guðmundi í Tungu og Bjarna Ingimarssyni. Þegar Ingólfur hætti sjó- mennsku um 1950 voru störf hans í landi alla tíð tengd sjávarútvegi. Gerðist hann verkstjóri í Hrað- frystistöð Reykjavíkur, síðar Fisk- iðjuveri ríkisins og loks í frysti- húsi Bæjarútgerðar Reykjavíkur, þegar hún yfirtók þann rekstur. Þar sýndi hann enn að hann var farsæll í störfum og stjórnsamur enda vel liðinn, jafnt af undir- mönnum og yfirboðurum. Störf að erilsamri verkstjórn í frystihúsum stundaði Ingólfur því næst óslitið um 16 ára skeið, eða þar til hann réðst sem skoðunarmaður hjá Skipaeftirliti ríkisins, síðar Sigl- ingamálastofnun ríkisins, en því starfi gegndi hann þar til hann varð að hætta fyrir aldurs sakir á árinu 1976. Um jiað leyti tók heilsan að bresta. Atti hann síðan við vanheilsu að stríða, þar til yfir lauk á mótum ára. Þar með var lokið starfsamri ævi vel gerðs manns, sem ekki mátti vamm sitt vita og leysti hvert það verk, sem hann tók sér fyrir hendur, af trúnaði og samviskusemi. Árið 1939 kvæntist Ingólfur eftirlifandi konu sinni, Viktoríu Sveinsdóttur, Sigurðssonar og Hólmfríðar Kristjánsdóttur frá Arnardal. Eignuðust þau fjögur mannvænleg börn, en þau eru: Arnar, framkvæmdastjóri búsett- ur í Reykjavík, kvæntur Herdísi Kristjánsdóttur hjúkrunarkonu; Sveinn, framkvæmdastjóri, bú- settur á Skagaströnd, kvæntur Helgu Jóhannesdóttur húsmóður; Einar, lögfræðingur, búsettur í Reykjavík, kvæntur Gunnþórunni Jónasdóttur, hjúkrunarkonu, og Kolbrún kennari, búsett á Reyk- hólum við Breiðafjörð, gift Her- manni Jóhannessyni, kennara. Fyrir hjónaband eignaðist Ingólf- ur einn son, Andrés hljómlistar- mann, búsettan í Reykjavík. Ég kynntist Ingólfi Sigurðssyni þegar ég hóf skólagöngu hér í Reykjavík fyrir liðlega þrjátíu árum, en þá gerði ég mér oft erindi til frænku minnar Viktoríu og naut gestrisni þeirra hjóna, enda fann ég fljótlega að þar var ég ávallt velkominn, bæði fyrr og síðar. Ég minnist Ingólfs sem sérstaklega glaðværs, ljúflegs og viðræðugóðs manns. Hann kunni frá mörgu að segja af lífi og starfi þess manns, er helgaði krafta sína sjávarútvegi og fiskvinnslu. Með honum er genginn mætur maður, sem skilað hefur miklu ævistarfi. Um leið og ég þakka vináttu hans í minn garð og fjölskyldu minnar færi ég eftirlifandi eigin- konu, börnum, barnabörnum og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Þorvarður Alfonsson. t Móöir okkar og tengdamóöir SIGURRÓS GUDLAUGSDOTTIR, Hveramörk 6, Hverageröi, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 10. janúar kl. 3 e.h. Börn og tengdabörn. t Eiginmaður minn INGÓLFUR SIGURÐSSON Braaöraborgarstíg 32, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 8. janúar kl. 3. Blóm vinsamlega afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Fyrir mína hönd og vandamanna Viktoría Sveinsdöttir. t Þökkum auösýnda samúö viö fráfall HELGA GÍSLASONAR Stigahlíð 6, Reykjavik. Alúöar þakkir, færum viö einnig starfsfólki Landspítalans, deildar 8, fyrir góöa hjúkrun og umönnun. Bogi Hetgason, Gíslína Vigdís Guönadóttir, Hilmar Helgason, Ingibjörg Jónsdóttir, Guðríöur Helgadóttir Crispino, James Crispino.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.