Morgunblaðið - 16.01.1979, Síða 1
40 SÍÐUR MEÐ 4 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
12. tbl. 66. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Egyptaland — ísrael:
Carter
býður
tiltopp-
fundar
Atlanta. Tel Aviv, Washington.
15. janúar. AP.
JIMMY Carter Bandaríkjaforseti
tilkynnti í dag að hann væri fús
til þess að bjóða til nýs topp-
fundar með leiðtogum ísraels og
Egyptalands, þeim Begin og
Sadat. til þess að freista þess að
koma friðarviðræðum í gang
aftur.
í framhaldi af tilkynningu
forsetans hefur verið ákveðið að
Alfred Atherton sendiherra í
stjórn Carters fari á fimmtudag
til hcggja landanna til að kanna
grundvöll fyrir áframhaldandi
viðræðum.
í Tel Aviv var haft eftir Begin
forsætisráðherra Israels að hann
teldi góða möguleika á því að
friðarviðræður hæfust aftur eftir
för Athertons en þá því aðeins að
sendinefndir landanna myndu
ræðast við. Hann taldi ekki
grundvöll fyrir öðrum toppfundi
eins og í Camp David á sínum
tíma.
Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum í Tel Aviv er mikill
ágreiningur innan stjórnar lands-
ins um hvort gefa eigi eitthvað
eftir í ágreiningsmálum þeim sem
urðu til þess að friöarviðræðurnar
strönduðu í síðasta mánuði.
Fremstir í flokki þeirra sem vilja
slaka á kröfum Israelsmanna eru
þeir Moshe Dayan utanríkisráð-
herra og Ezer Weizman varnar-
málaráðherra.
Yfir hundrað þúsund andstæðingar kcisarans fóru í mótmælagöngu um aðalgötur Teheran í gær og hrópuðu „lifi Khomaini"*. Símamynd AP.
„Niður með keisarann — Lifi
Khomaini” hljómar nú í íran
Keisarinn til Egyptalands á fimmtudag til viðræðna við Sadat
Teheran, 15. janúar. AP.
TIL MIKILLA átaka kom í
flestum stærstu borgum írans í
dag og létust a.m.k. 20 manns.
Þá fóru yfir eitthundrað þús-
und mótmælendur um aðalgöt-
ur Teheran. höfuðborgar írans,
hrópandi slagorð eins og „niður
Orrahríð gerð að
Callaghan á þingí
London, 15. janúar. AP.
TIL MIKILLA dcilna kom í breska
þinginu 1 dag vegna yfirstandandi
verkfalla flutningabifreiðastjóra
þegar íhaldsmenn gerðu kröfu um
að þegar í stað yrði lýst yfir
neyðarástandi í landinu og frekara
efnahagstjóni bægt frá. Að sögn
fréttaskýrenda er þetta harðasta
orrahríð sem gerð hefur verið að
Callaghan
stjórn Verkamannaflokksins undir
forsæti James Callaghans á fimm
ára ferli hennar.
Callaghan vísaði öllum kröfum
íhaldsmanna til föðurhúsanna og
ásakaði Margaret Thacher foringja
þeirra um að nýta sér ástandið í
landinu í pólitískum tilgangi. Jafn-
framt sagði forsætisráðherrann að
ef í verulegt óefni stefndi myndi
hann að sjálfsögðu lýsa yfir neyðar-
ástandi.
Fréttaskýrendur telja líklegt að
hið slæma ástand nú í Bretlandi'
muni óhjákvæmilega hafa fylgistap
Verkamannaflokksins í för með sér í
komandi kosningum og er ástandinu
líkt við ástandið 1974 þegar stjórn
íhaldsmanna féll í kjölfar deilna við
verkalýðsfélög landsins.
Að sögn breskra yfirvalda er ekki
farið að bera á fæðuskorti að neinu
marki í borgum landsins en óttast er
að svo muni verða á næstu dögum.
— Þá eru tugir þúsunda verka-
manna í iðnaði þegar orðnir at-
vinnulausir vegna þess að hráefni
berst ekki til verksmiðjanna. Búist
er við því að um ein milljón manna
muni ganga atvinnulaus í lok
vikunnar ef verkfallið leysist ekki
fyrir þann tíma.
Þrátt fyrir það hörmungarástand
sem ríkt hefur í landinu að undan-
förnu tilkynnti breska stjórnin í dag
að viðskiptajöfnuður landsmanna
hefði verið hagstæður um 126
milljónir punda eða sem nemur um
80 milljörðum íslenzkra króna í s.l.
mánuði.
með keisarann“ og „lifi
Khomaini“ að því er áreiðanleg-
ar fréttir frá Teheran herma.
Mohammad Reza Pahlavi
keisari landsins mun á
fimmtudag fara til egypzku
borgarinnar Aswan á leið sinni
til Bandaríkjanna að því er
fréttir frá keisarahöllinni
herma. Keisarinn mun meðan á
dvöl hans stendur í Egyptalandi
ræða við Sadat forseta um
ástandið í Iran að sögn tals-
manns hans.
Atökin í Iran urðu hörðust í
suðausturhluta landsins þar sem
herinn greip inn í og skaut á
mótmælendur og í borginni
Kerman var bandarískur
borgari drepinn af andstæðing-
um keisarans en að sögn blaðs-
ins Kayhan í Teheran var
orðsending á líki hans þar sem
stóð: „Farðu til þíns heima
Kani.“
Seint í gærkvöldi voru fréttir
þess efnis að keisarinn myndi
hitta Sadat Egyptalandsforseta,
staðfestar í Egyptalandi þar sem
tilkynnt var að keisarinn yrði
sérstakur gestur Sadats eins og
hann hefur reyndar verið áður á
ferðum sínum.
Demantur
fór á 3,6
milljarða
Jóhannesarbory 15. jan. AP.
EITTHUNDRAÐ þrjátíu og sjö
karata demantur var í dag seldur
óþekktum kaupanda fyrir litla
3.6 milljaróa íslenzkra króna,
sem er hæsta verð sem greitt
hefur verið fyrir slíkan grip.
segir f fréttum frá Jóhannesar-
borg í SuðurAfríku í dag.
Talsmaður uppboðshaldara
sagði í dag að þegar Mouw-fjöl-
skyldan tilkynnti í nóvember s.l.
að til stæði að selja gripinn hefðu
geysimargir aðilar þegar sýnt
áhuga.
Enn barizt í Kambódíu
Bangkok. New York.
15. janúar. AP — Reuter
MIKLIR hardagar geisa enn í
nokkrum héruðum Kambódíu en
ekki hafa borist áreiðanlegar
heimildir um mannfall. hvorki í'
liði hermanna Pol Pots fyrrum
forsætisráðherra né í liði hinna
nýju valdhafa. að því er segir í
fréttum frá Bangkok í dag.
Athygli fréttaskýrenda í Bang-
kok hefur vakið hversu fáir
hermenn úr lið Pol Pots hafa flúið
yfir landamærin og telja þeir það
merki þess að Pot og félagar
hyggist í framtíðinni stunda
skæruhernað gegn hinum nýju
valdhöfum landsins eins og þegar
hefur verið tilkynnt í Peking.
Sovétmenn gáfu það í skyn í dag
að þeir myndu beita neitunarvaldi
sínu í Öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna til að koma í veg fyrir að
samþykkt verði ályktun sem feli í
sér að vopnahlé verði þegar samið
í Kambódíu og erlendur her fari á
brott, en sjö hinna fimmtán þjóða
í ráðinu hafa þegar lagt fram slíka
ályktun.
Sihanouk prins fyrrum þjóð-
höfðingi Kambódíu sem talar máli
Pot stjórnarinnar hjá Sameinuðu
þjóðunum var í gærkvöldi talinn
við þokkalega heilsu, en hann var
á sunnudag fluttur á sjúkrahús
vegna ofþreytu.