Morgunblaðið - 16.01.1979, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1979
7
1
Seg mér
hverja þú
umgengst...
Til er gamalt máltœki
sem hljóöar eitthvað á
þessa leið: Seg mér
hverja t>ú umgengst og
ég skal segja Þér hver Þú 1
ert. Þetta máltæki kemur
oft í hugann Þegar lesnar
eru gagnkvæmar lýsingar
núverandi stjórnarflokka,
eóa forráóamanna Þeirra,
hvers á öórum, sem alla
jafna eru bæói neikvæóar
og jafnvel meióandi.
Svavar Gestsson, núver-
andi viðskiptaráóherra,
gengur fram fyrir skjöldu
í Þessum samstarfs-
heilindum í Þjóðviljanum
sl. sunnudag. Lýsing
hans á einum samstarfs-
flokknum, AlÞýóuflokkn-
um, er á Þessa leió:
„Samstarfió milli
stjórnarflokkanna Þriggja
hefur ekki gengið alltof
vel, eins og frægt er
oróið. Spyrnugæjarnir í
AIÞýóuflokknum líta á
pólitíkina, einnig
stjórnarsamstarf, eins og
sandspyrnukeppni. Al-
Þýóuflokkurinn minnir
mig á pólitískan
kvartmíluklúbb...“
Ekki nægir Svavari aö
lýsa Alpýöuflokknum á
Þann hátt, sem hér að
framan greinir. Hann snýr
sér persónulega að sam-
ráöherrum og gefur Þeim
sitt undir hvorn í Þessum
orðum: „Mér finnst
stundum eins og Þú
gleymir Því aó í ríkis-
stjórn íslands sitja meó
okkur menn eins >g til
dæmis Benedikt Gröndal
og Tómas Árnason. Ekki
held ég að Þeir verði
léttstígir á Þrengslavegi
íslands til sósíalisma.
Engum Þarf aó koma á
óvart Þó hægt miöi meó
slíka háseta á skútunni,
Þegar líka kafteinninn
hefur í fjögur ár verið í
skiprúmi meó Geir
Hallgrímssyni,
heildsaia.. “
„Hinn ömurlegi
og hættulegi
draugur“
Eftir aó hafa útdeilt
háttvísi sinni á sam-
starfsmenn og flokka
snýr Svavar sér aó Því
sem hann telur ömurleg-
ast og hættulegast í;
Þjóðlífinu: „Ég verð að
taka undir Það hjá Þér, aó
stéttasamvinnan er einn
sá ömurlegasti og hættu-
legasti draugur, sem
skotið hefur upp kollin-
um á síðari árum. Stétta-
samvinnustefnan birtist
meö margvíslegum
hætti. Þó sýnist mér hún
einna ógeöslegust í Því
líkínu, Þegar menn setj-
ast saman vió borö,
fulltrúar stéttanna, og
Svavar Gestsson
ætla sér aó finna
meðaltalið, aö deila (
stéttaandstæöurnar meó
tveimur og finna út Þaö
sem kallast
sanngjarnt...“ „Flokkur
okkar á að vera stétta-
baráttuflokkur, gegn
afturhaldinu, auðvaldinu,
borgarastéttinni. Gleymi
flokkurinn baráttuskyldu
sinni er hann einskis
viröi."
Ekki skýrir Svavar
nánar hvernig Þessi
„borgarastétt“ er saman
sett, sem leggja Þarf að
velli, hvaöa einstaklingar
Þaó eru á meóal okkar í
Þjóðfélaginu, sem „fjar-
lægja“ á. Hins vegar segir
hann að „alÞýöan eigi aó
eiga framleiðslutækin og
stjórna Þjóðfélaginu" og
væntanlega á eitthvert
miöstýrt alræðis- og
flokksvald að hafa „vit
fyrir alþýöunni", t.d. með
Því að sjá svo um að ekki
verði nema einn
valkostur í hverjum
kosningum, eins og f
fyrirmyndarríkjunum. Þá
Þarf AlÞýðubandalagið
ekki að vinna með mönn-
um „eins og til dæmis
Benedikt Gröndal og
Tómasi Árnasyni", eða
ráða sig hjá „kapteini“
sem verið hefur í skips-
rúmi hjá Geir Hallgríms-
synil Og Þá verður hinn
„ömurlegi og hættulegi
draugur", stéttasamvinn-
an gerð útlæg með og
ásamt „foraðsdíki
neyzluhyggjunnar", eins
og Það er oröaö.
„Vítur á
flokksfélaga"
Á einum stað í sunnu-
dagspistli sínum segir
ráöherrann: „Hins vegar
kannast ég viö pað, að ég
á Þessum árum var ákaf-
lega duglegur að flytja
tillögur um að víta flokks-
félaga okkar fyrir hitt og
Þetta. Var varla haldinn
sá fundur í (Eskulýðs-
fylkingunni í Reykjavík á
árunum 1962—1963 að
viö samÞykktum ekki
„vítur" á flokksfélaga
okkar fyrir Það sem
kallað var óflokkslegt
athæfi og greindi frá í
lögum Sósíalistaflokks-
ins sáluga ...“ Greinilegt
er að ráðherrann horfir
með söknuði til Þessarar
gengnu tíðar, Þegar vítur
féllu í garð Þeirra, sem
ekki vóru „flokkslegir“ í
skoðunum og afstöðu.
Hann fer og ekki dult
meö að hann vill um-
breyta Þjóðfélagi okkar í
eina allsherjar „Æsku-
lýðsfylkingu" vítuhugar-
farsins, Þar sem hver og
einn gengur skoðanalega
í takt við miðstýrt,
flokkslegt alræði,
nokkurs konar gæsagang
flokksagans inn í framtíð-
ina.
Byko
býður þilplötur
I þúsundum!
Þilplötuúrvalið hjá okkur hefur aldrei verið annaö eins, og þá
er mikið sagt.
Þú kemur aðeins með málin og færð þá þilplöturnar afgreiddar,
beint úr upphituðu húsnæðinu, i þeim stærðum sem þú óskar.
Úrval og þjónusta sem fagmenn meta mikils.
Þvi er þér alveg óhætt.
BYKO
BYGGINGAVÚRUVERSLUN KÓPAVOGS SF. SÍMI41000
Dömur og herrar athugið!
Heilsulindin Hverfisgötu 50, hefur nú starfaö í 10 ár og
á þeim tíma höfum viö kappkostað sem besta
þjónustu viö hvern einstakling (Engin hópþjónusta).
Enn bjóöum viö upp á okkar vinsælu 10 tíma
nuddkúra. Afsláttarverö.
Komið í Heilsulindina. Njótið lífsins í Heilsulindinni.
Grennist og styrkist í Heilsulindinni, Hverfisgötu 50,
sími 18866.
Karlatímar á föstudögum.
Hagbeit
í hagbeitarlöndum okkar, eru nokkrir hestar enn,
Eigendur þeirra eru vinsamlega beönir, aö hafa
samband viö skrifstofu félagsins í dag, eöa
síðasta lagi á morgun, miövikudag, kl. 2—5.
Athugið mjög áríðandi.
Hestamannafélagið Fákur.
eigendur: sparið benzín!
— og komiö með bílinn reglulega í 10.000 km. skoðun eins og
framleiðandi Mazda mælir með. í þessari skoðun er bíllinn allur
yfirfarinn og vélin stillt þannig aö benzíneyðsla verður í lágmarki.
Þetta er mikilvægt atriði með stórhækkandi benzínverði.
BÍLABORG HF.
Smiöshöfða 23 Verkstæði sími 81225
NEW Y4
— bílasýning
FYRSTA HOPFERÐIN MEÐ DCIO
27.jan,- 3.feb.
TÆKIFÆRI SEM ENGINN BÍLAÁHUGAMAOUR
LÆTUR FRAM HJÁ SÉR FARA.
Á SÝNINGUNNI VERÐA;
* Allir amerisku bilarnir 1979
* Flestir ef ekki allir evrópsku og japönsku -
bíiarnir 1979
*Sendiferóa og vörubílar
Gamlir bilar (antik)
*Hot rods„
♦Verkfœri, fylgihlutir, og margt fleira.
ÍSLENSKUR FARARTJÓRI
— VERÐ AÐEINS 146.600.oo! —
Innifalió flug, gisting, morgunveröur, og feröir
milli flugvallar og hótels.
FERÐASKRIFSTOFAN
Norðurveri v/Nóatún - Sími 29930