Morgunblaðið - 16.01.1979, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1979
Fjöldamorðin í Chicago:
í BANDARÍSKUM blöðum hefur að undanförnu verið
mikið fjallað um fjöldamorðin á 32 ungum mönnum í
Chicago, en hvarf ungs drengs, Roberts Piests, varð til
þess að upp komst um tvöfalt líferni John Wayne Gacy,
f jöldamorðinga og kynvillings í Chicago.
Það gerðist á 46. afmælisdegi frú Elizabeth Piest, að
hún kom við í verzlun í Des Plaines í úthverfi
Chicago-borgar til að sækja son sinn Robert, en hann
vann þar við afgreiðslustörf. Um það leyti, sem þau
yfirgáfu verzlunina, sagði hann við móður sína« „Bíddu
aðeins augnablik, mamma, ég þarf að tala við mann um
sumarvinnu, þar sem ég get fengið fimm dollara í laun á
tímann.“
Það var í síðasta sinn sem frú Piest sá son sinn.
M ishauðí ó rn arlömb u n u m
barst hjálparbeiðni frú Piest eð
lokum til Joseph Konzenczak Pjl w ™m Jf '
ingar á byggingum, væri sá, er
Robert Piest hafði átt við í
sambandi við sumarvinnu. Fyr-
irtæki Gacys hafði séð um
endurbætur á verzluninni og
vitni séð Robert á tali við Gacy,
sem hins vegar neitaði því; að
hafa nokkru sinni hitt eða talað
við drenginn, er Kozenzcak
ræddi við hann. Sannanir fund-
ust þess efnis, að Piest hafði
haft viðdvöl á heimili Gacys, en
fatnaður af honum og kvittun
fyrir framköllun á filmu fund-
ust þar, en filman tilheyrði
vinstúlku Roberts.
John Wayne Gacy.
lamba; beinagrindum og rotn-
andi líkum hafði verið staflað
upp eins og viði, og sum þeirra
með reipi um háls.
Virtur borgari
og barnavinur
John Wayne Gacy, tveggja
barna faðir, hafði
alltaf komið fyrir
sjónir sem lög-
hlýðinn og virtur
borgari. Maður,
sem lét mikið að
sér kveða í stjórn-
málum og líknar
málum. Varð því
uppi fótur og fit í
nágrenninu, er upp komst um
fjöldamorðin, og hryllti fólk
mjög við. Áttu nágrannarnir
bágt méð að sætta sig við,
að þessi barnavinur og
athafnamaður væri morðingi.
Ef Gacy væri líkt við dr.
Jekyll og Mr. Hyde í sögu R.L.
Stevensons, þá virtust nágrann-
ar hans eingöngu muna eftir dr.
Jekyll. Að heimili sínu í Nor-
wood Park var vani Gacys að
halda árlega veizlu fyrir alla
götuna, þ.e. allt að 400 manns.
Hann var mikið fyrir að
skemmta börnum. Af mikilli
ánægju og innlifun bjó hann sig
í gervi Pogo trúðs, búning, sem
hann hafði hannað sjálfur og
framdi ýmis töfrabrögð. Einnig
Barnavinurinn Gacy sem öllum
var svo hlýtt til, í gervi Pogo
trúðs að skemmta yngstu kyn-
slóðinni.
fór Jiann í heimsóknir í barna-
deildir spítalanna í Chicago til
að skemmta.
Haft er eftir fólki, sem.
kunnugt er Gacy, að hann væri
alltaf reiðubúinn til aðstoðar
við hvað sem væri, svo sem
gluggaþvott, gera við leka krana
og annað eftir því og öllum væri
vel til hans.
Sömu sögu var að segja í
Waterloo í Iowa, þar sem Gacy
hafði búið tíu
árum áður,
1968 með fyrri
konu sinni og
tveimur börnum.
1968 var hann sakfelld-
ur fyrir kynvillu, en hann
leitaði á 13 ára dreng, og var
dæmdur til tíu ára fangelsis-
vistar, en hvort tveggja varð
orsök skilnaðar. í fangelsinu
var hann til fyrirmyndar og
losnaði þaðan eftir 18 mánaða
vist, er dómurinn var gerður
skilorðsbundinn.
Eftir það fluttist Gacy til
Chicago, en ekki virtist hann
hafa breytzt. Hann var hand-
tekinn fyrir annað kynferðisaf-
brot, en kærur voru felldar
niður, þar sem ungmenníð af
einhverjum ástæðum mætti
ekki fyrir rétti.
„Mitt annað sjálf
framdi morðin"
Húsleitarheimild var fengin
og þegar lögreglan tók að leita
af sér allan grun fundust
leynidyr í svefnherbergisskáp.
Þegar hér var komið sögu og
búið var að hrekja ósannindi
Gacys várðandi Piest, brotnaði
Gacy gjörsamlega niður að sögn
lögreglu og játaði að hann hefði
myrt 32 unga menn. Viður-
kenndi hann að hafa misboðið
þeim kynferðislega og kyrkt þá
á eftir. Það hefði verið hans
annað sjálf sem hann nefndi
John og Jack, sem framið hefði
öll morðin. Kvaðst Gacy hafa
kastað fimm hinna látnu í Des
Plaines-ána suðvestur af
Chicago, aðrir væru dysjaðir
undir húsinu og bílskúrnum.
Hann teiknaði jafnvel upp kort,
sem sýndi hvar hann hafði
komið líkunum fyrir. Lögreglan
hóf að grafa líkin upp og fann
jarðneskar leifar 28 fórnar-
Lögreglumenn að störfum við að bera burt hina látnu.
„Ég aðhefst
margt hryllilegt...“
Gacy kvæntist aftur ári
seinna, en haft er eftir konu
hans, að hún hafi gjörsamlega
fallið honum að fótum. Skildu
þau 1976, því Gacy var skaprík-
ur mjög, eyðilagði oft innan-
stokksmuni þeirra hjóna og
framdi ýmis furðuleg athæfi.
Seinni kona Gacys segir meðal
annars: „Ég sé það nú, að ef
þessi morð hafa verið framin,
hljóta sum þeirra að hafa gerzt
meðan ég bjó í þessu húsi,“ en
hún hafði lent í snerru við
mann sinn út af peningaveskj-
um nokkrum, sem hún hafði
fundið í bifreið þeirra og viljað
fá skýringar.
Móðir seinni kenu Gacys, sem
bjó hjá þeim hjónum, minnist
þess, að hún hafi iðulega
FRÁ LEIÐBEININGASTÖÐ HÚSMÆÐRA
Barnafatnaður
Á nýbyrjuðu alþjóðaári barnsins
er ekki úr vegi á útsölutíma að
taka hér til umræðu fatnað barna
eða hvað ber að athuga, þegar
barnaföt eru keypt.
Fyrir nokkru gaf „Statens insti-
tutt for forbruksforskning" í
Noregi út lítið rit sem heitir „Barn
og klær.“ Verða hér birtir nokkrir
fróðleiksmolar úr því riti.
Kannanir hafa leitt í ljós að
foreldrar leggja meiri áherslu á
eiginleika sem þeim finnast mikil-
vægir en þá eiginleika sem mikil-
vægastir eru fyrir börn.
Flestir foreldrar eru þó eflaust
sammála um að fatnaðurinn eigi
að halda barninu þurru og heitu,
að þola slit og þvott án þess að
tapa lit og lögun, að vera hæfilega
stór á barnið, að líta vel út o.s.frv.
Útlitið á þeim fatnaði sem við
erum að kaupa er oftast nær það
sem við tökum fyrst eftir enda
eigum við auðvelt með að meta
það. Þar að auki finnst mörgum
ekki síst ömmum og öfum að það
sé gaman að kaupa ný föt handa
börnunum og því fallegri sem fötin
eru þeim mun skemmtilegra er að
koma með þau heim úr verslunar-
ferðinni.
Við verðum þá að gera' okkur
grein fyrir, að við erum að gleðja
okkur sjálf en ekki börnin. Lítil
börn hafa engan áhuga á tísku-
sniði, en þau hafa gaman af
sterkum og fallegum litum.
En mörgum foreldrum hættir til
að gleyma að það er jafn áríðandi
að fötin séu þannig gerð að barnið
geti hreyft sig og leikið sér án þess
að fötin séu til trafala.
Þar að auki vilja börn geta klætt
sig í og úr fötunum hjálparlaust
um leið óg þau fara að stálpast.
Það er erfitt að læra að klæða sig.
Á þeim árum sem börnin eru að
nema þá list verður fatnaðurinn að
vera þannig úr garði gerður að
sem auðveldast sé fyrir börnin að
læra að bjarga sér sjálf. T.d. eru
litlar tölur og krókar erfiðar
viðfangs fyrir litla barnsfingur.
Börn þurfa að fá ný föt tiltölu-
lega oft. Þau eru því tilfinnanlegur
útgjaldaliður í heimilisrekstrin-
um. Oft notfæra foreldrar sér
útsölurnar til að fata upp börnin.
Að sjálfsögðu er enginn sparnaður
í því fólginn að kaupa fatnað sem
börnin þurfa ekki að nota, sem sé
að hann sé keyptur af því að hann
var ódýr. T.d. er oft óþarfi að börn
eigi sérstakan sparifatnað. Þau
geta vel verið í nýjustu og
fallegustu hversdagsfötunum þeg-
ar þau fara í boð.
Margt þarf að athuga þegar
barnafötin eru keypt og erfitt að
muna eftir öllum atriðum, þegar
menn standa við búðarborðið og
eiga að velja.
Þegar þið hafið fundið flík sem
ykkur líkar, þá þarf að athuga
hana mjög vandlega áður en
kaupin eru gerð. Hér er listi yfir
atriði sem hafa skal í huga.
Er flíkin svo stór, að barnið geti
hreyft sig frjálslega á allan
hátt?
Hefur flíkin svo stór op í háls og
við úlnlið að loft geti komist þar
að líkamanum, svo að barninu
verði ekki of heitt?
Er auðvelt að fara í og úr
flíkinni, svo að barnið geti klætt
sig sjálft?
Er auðvelt að draga peysuna eða
bolinn yfir höfuðið?
Er auðvelt að fara með hendina
inn í handveginn?
Er stór hringur eða stórt ítak á
rennilásnum?
Eru stórar tölur og krókar á
flíkinni?