Morgunblaðið - 16.01.1979, Síða 12

Morgunblaðið - 16.01.1979, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1979 Ævintýraleg og skrautieg sgning Þjóðleikhusiði KRUKKUBORG eftir Odd Björnsson. Leikmynd og búningari Una Collins. Lýsingi Kristinn Daníelsson. Gerð fiska og annarra sjávar- dýrai Bjarni Stefánsson, Erna Guðmarsdóttir, Jón Benedikts- son. Tónlisti Hróðmar Sigurbjörns- son, Hilmar Oddsson, Wolf- gang Amadeus Mozart. Leikstjórii Þórhallur Sigurðs- son. Þórhallur Sigurðsson leik- stjóri Krukkuborgar skrifar skemmtilega grein í leikskrá. í henni ávarpar hann leikhús- gesti: „Ég veit fyrir víst, að þið eruð öll óskaplega forvitin. Annars færuð þið ekki í leikhúsið.“ Forvitni heitir grein Þórhalls. Hann hefur rétt fyrir sér. Það á ekki síst við um börnin að þau eru forvitin. Og þau eru þakk- látir áhorfendur. Leikrit þarf ekki að vera veigamikið til að þau hafi gaman af því. Texti getur til dæmis verið fremur slakur án þess að komi að sök. En einu má ekki gleyma: Leik- sviðið og það sem gerist á því þarf að vera ævintýralegt, eitthvað spennandi verður að eiga sér stað. Það má segja um Krukkuborg sem gerist á sjávarbotni meðal fiska og dýra að leikurinn sé hinn ævintýralegasti og skraut- legasti. Einkum er það ný tækni þar sem notuð eru útfjólublá ljós eins og tíðkast hefur hjá brúðuleikhúsum sem gerir sýninguna óvenjulega og getur heillað í senn börn og fullorðna. Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Eins og ævintýrið í Krukku- borg (1969) eftir Odd Björnsson er leikrit hans dæmisaga ,um harðstjórn og órétti" svo að stuðst sé við orð Þórhalls Sigurðssonar. Vondir Kolkrabb- ar ráða ríkjum á sjávarbotni og kúga fiskana. Sýnd eru dæmi um mengun sjávar, ofveiði og aðra mannlega heimsku. Þetta birtist okkur allt í stuttum atriðum og er mjög haganlega gert hjá leikstjóra, hönnuðum sýningarinnar og leikurunum auðvitað. Kunnir leikarar Þjóð- leikhússins koma fram í sýningunni. Þeir njóta aðstoðar félaga Leikbrúðulands og Ingi- bjargar Björnsdóttur sem samdi síldardans. Fjöldi fólks hefur lagt sitt af mörkum til sýningarinnar. Meðal óreyndra leikara má nefna þá Ástmund Norland og Felix Bergsson. Sólveig Halldórsdóttir leikur Gunnu og Perlu. Hún er enginn nýliði eins og leikur hennar vitnar um. Söngtextar eru margir í Krukkuborg. Þeir eru í mein- lausara lagi, hvorki snjallir né áberandi klúðurslegir. Yfirleitt má segja um þetta verk að það sé þokkaleg skemmtun. Hér hefur kunnáttu- fólk sameinast um að skapa hugþekka sýningu handa börn- um og fullorðnum. Skal ekki gleymt að nefna í því sambandi Unu Coilins sem sá um leik- mynd og búninga; ljósameistar- ann Kristinn Daníelsson; þá sem gerðu fiska og önnur sjávardýr: Bjarna Stefánsson, Ernu Guðmarsdóttur og Jón Benediktsson og höfunda tónlistar sem ásamt Mozart eru Hróðmar Sigurbjörnsson og Hilmar Oddsson. Krukkuborg er verk sem líklegt er að eigi eftir að njóta vinsælda. Sinfóníuhljómleikar Efnisskrái Beethoveni fyrsta sinfónian, þriðji pianókonsertinn og sjötta sinfónían. Einleikarii Pi hsien Chen Stjórnandii Wilhelm Briickner-Riiggeberg Sinfóníur Beethovens eru glæsi- legar tónsmíðar og þola margvís- lega meðferð. Ef marka má af aðsókninni að tónleikunum bjuggust hlustendur við einhverju stórkostlegu, en í stað þess að heyra kraftmikla tónlist var boðið upp á menningarlega fínpússaða útgáfu, sem er í hróplegu ósam- ræmi við kraftmikinn og stundum hrjúfan tónbálk Beethovens. í túlkun Wilhelms Bruckner-Rugge- berg vantaði alla skerpu, sem vel má vera að sé eðlileg samkvæmt skoðun hans og tilfinningu. Bæði val hraða og mismunur á styrk var með þeim hætti að allar and- stæður verksins hurfu í eins konar mezzoforte- og moderato-túlkun, sem ekki er auðvelt að samstilla Tónllsl eftir JÓN ÁSGEIESSON við skapgerð Beethovens, eins og honum hefur verið lýst og kemur greinilega fram í verkum hans. I píanókonsertinum lék Pi-hsien Chen af töluverðri hörku, sem henni virðist eiginleg, en það vantaði samspil af hendi stjórn- anda til að flutningur verksins yrði ekta svart-hvítur, sem á sögulega rétt á sér. Tónleikunum lauk með sjöttu sinfóníunni og það var eins með hana og þá fyrstu, að það vantaði alla skerpu í flutning- inn. Hljómsveitin átti erfitt kvöld í samspili, sem aðeins verður skrifað á reikning stjórnandans og óvana hljómsveitarinnar að leika undir hans stjórn. Jón Ásgeirsson. Wilhelm Briickner-Riiggeberg Haraldur Gíslason fram- kvæmdastjóri Sambands- sveitarfélaga á Suðumesjum Ilaraldur Gíslason viðskipta- fræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum frá 1. janúar 1979. Haraldur hefur í mörg ár verið sveitarstjóri á Vopnafirði og nú síðast í Garði. Samband sveitarfélaga á Suður- nesjum var stofnað nú 8.1. haust en áður voru sveitarfélögin á Suður- nesjum í Sambandi sveitarfélaga í Reykjaneskjördæmi. Sambandið verður rekið sem landshlutasamtök og jafnframt mun það sjá um sameiginlegan rekstur sveitarfélaganna. Formað- ur sambandsins er Albert K. Sanders. Þrír fjölbrautarskólar samræma fyrirkomulae oa innihald náms ■ Námsvísirinn sem þessir þrír skólar hafa gefið út til leiðbein- ingar þeim, sem kynna vilja sér starfsemi og skipulag þeirra. Einnig er Námsvísirinn hand- bók fyrir nemendur._________ ÞRÍR fjölbrautaskólar, Fjöl- brautaskólinn á Akranesi, Fjöl- brautaskóli Suðurnesja og Flensborgarskólinn í Hafnar- firði hafa samræmt fyrirkomu- lag og innihald náms á stöðun- um öllum og gefið út sameigin- legan námsvísi. Skólarnir starfa allir eftir áfangakerfi og felur samræm- ingin það í sér að nú eru námssvið og námsbrautir í skólunum öllum eins uppbyggð og námsáfangar skilgreindir á sama hátt. Það þýðir að nemendur skóla geta farið óhindrað milli þeirra og fá nám á einum staðnum metið að fullu á öðrum. Frá upphafi hefur samvinna átt sér stað milli þessara þriggja skóla. Samræmingar- Kristján Bersi ólafsson skólastjóri Flensborgarskóla í Hafnarfirði, ólafur Ágústsson skólastjóri Fjölbrautaskóla Akraness og Jón Böðvarsson skólastjóri Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Ljósm. Mbl. RAX._________________________________________________________ starfið hefur tekið talsverðan tíma og meðan á því stóð hafa ýmsir aðrir skólar sýnt því áhuga að námsvísirinn nýi verði notaður víðar á landinu þar á meðal í framhaldsdeildum á Vesturlandi og á Austfjörðum og i Garðaskóla í Garðabæ. Á fundi sem skólastjórar þessara þriggja skóla héldu með blaðamönnum kom það fram að þeir nemendur sem í skólana komu í haust hefðu að nokkru komið inn í þetta nýja náms- kerfi. Hins vegar munu eldri nemendur koma í þetta kerfi að einhverju leyti. Skólastjórarnir sögðu að kennsluefnið væri samræmt í þessum þremur skólum, samráð yrði haft um bókaval og prófin send milli skólanna. Á fundinum kom það einnig fram að við samningu námsvís- isins hefði verið tekið mið af reynslu ýmissa skóla, starfi einstakra hópa og endurskoðuðu frumvarpi til laga um fram- haldsskóla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.