Morgunblaðið - 16.01.1979, Side 13

Morgunblaðið - 16.01.1979, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1979 13 Mynd tekin á æfingu á „Geggjuðu konunni í París' Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir „Geggjaða konan í París” — „Ævintýri handa fullorðnum” Leikfélag Reykjavíkur frum- sýnir n.k. miðvikudag 17. janúar, franska leikritið „Geggjaða konan í París“ (La Folle de Chaillot) eftir Jean Giraudoux. betta er fjórða verkið sem L.R. frumsýnir á þessu starfsári. en jafnframt fyrsta verk eftir Giraudoux sem fært er á leiksvið hér á landi. Áður hefur eitt verka hans verið flutt í Ríkisútvarpinu. Jean Giraudoux er fæddur árið 1882 og er hann meðal merkustu leikritahöfunda Frakka á árunum milli heims- styrjaldanna. Hann samdi fjölda leikrita sem yfirleitt bera þess merki að Giraudoux var hugmyndaríkur maður. Verk hans eru mörg raunsæisverk en jafnframt skrifaði hann verk sem talin eru upphaf absúrdismans. „Geggjaða konan í París" er skrifað árið 1943, ári áður en Giraudoux andast. Þá var Frakkland undir yfirráðum Þjóðverja og lýsir leikritið braski því sem myndaðist í kringum hersetu þeirra. Nokkr- ir menn ætla sér að græða á því að selja hlutabréf að olíulindum sem þeir segja að séu undir París og ætla þeir ekki að hika við að sprengja fegursta hluta borgarinnar til að komast að þeim. Geggjaða konan í París og 3 vinkonur hennar, sem allar eru nokkuð aldraðar, koma saman til að finna ráð til að blekkja þessa braskara, bjarga þjóðarsál Frakka. 24 leikarar koma fram í verkinu sem tekur rúmar 2 klukkustundir í flutningi. Þýð- inguna gerðu Vigdís Finnboga- dóttir, Ragnheiður Steindórs- dóttir og Steindór Hjörleifsson. Studdust þau við ensku leik- gerðina og styttu leikritið frá upphaflegri gerð en hana hafði Vigdís þýtt úr frönsku. Leik- stjóri er Steindór Hjörleifsson, Atli Heimir Sveinsson hefur samið tónlist, leikmynd og búningar eru eftir Messíönu Tómasdóttur og Daníel Williamsson sér um lýsingu. Er Steindór var inntur eftir því hvers konar leikrit „Geggj- aða konan í París" væri svaraði hann því, að kalla mætti það ævintýri handa fullorðnum. Önnur sýning á leikritinu verður n.k. föstudag. Ferðasaga úr djúpinu Steinar á Sandi> SIGLÍNG. Ljóðhús 1978. SIGLÍNG er minningaskáldsaga í formi ferðasögu, ein sérstæðasta bók liðins árs. Steinar Sigurjóns- son hefur skrifað undir ýmsum nöfnum, til að mynda Bugði Beygluson. Nú heitir hann Steinar á Sandi. Sögur hafa verið á kreiki um það að Steinar sé sérfræðingur í að týna handritum. Útgefnar bækur hans séu þess vegna ekki fullgildar heimildir um höfundarferil hans því að hann glati jafnan bestu handritunum. Hvað sem þessu líður hefur Steinar Sigurjónsson fyrir löngu unnið sér þegnrétt í heimi íslenskra bókmennta, nægir að minna á skáldsögu hans Bland- að í svartan dauðann (1967) sem tvímælalaust skipaði honum í fremstu röð skáldsagnahöfunda sinnar kynslóðar. Þótt Siglíng verði ef til vill ekki talin aðgengileg saga er hún á köflum mjög læsileg. Aðdraganda Indlandsferðar er til dæmis lýst á skemmtilegan hátt. Sama er að segja um marga þætti siglingar- innar frá Madras, en skipið í sögunni er eitt af þessum fljótandi hótelum með fjölbreyttu lífi. Af skipsfjöl hvarflar hugurinn til Indlands og einnig til íslands. Indverskar myndir bókarinnar eru sumar hverjar magnaðar í nöktu raunsæi sínu, þar er lýst mannleg- um ömurleik sem við þekkjum aðeins af afspurn, en höfundurinn mun hafa kynnst. Kaflinn um heimsóknina á spítalann skammt frá Madras þar sem velgerðarmað- ur höfundar liggur er að mínu mati með því besta sem Steinar hefur skrifað. Honum tekst oft af miklum næmleik að sýna okkar tilgangsleysi þess lífs sem hann gerir að söguefni og nær meiri árangri í að draga upp myndir en leggja út af þeim. Andstæður hins værukæra hugsanalífs og raun- verulegrar mannlegrar eymdar koma skýrt fram í bókinni og auka á dýpt hennar. Afstaða höfundar til efnisins er ákaflega meðvituð og gerir söguna stundum líkasta ritgerð. Þetta er auðvitað aðferð út af fyrir sig. Skáldsögur í ritgerðar- formi eru nú orðnar eins konar tískufyrirbrigði og hafa lengi verið í gildi. Aftur á móti held ég að Bókmenntir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON veikasta hlið Siglíngar sé sú að höfundurinn gerist of margorður þegar þankar hans verða heim- spekilegir. Til dæmis þykir mér krufning hans á eðli kvenna (samanber dýrkun þeirra á Bjössa á mjólkurbílnum) einum of lang- dregin og einnig hæpin. Steinar birtist í hugleiðingum sínum um konur sem vonsvikinn og dálítið (!) beiskur rómantíker. Hver veit nema hann tali af reynslu? En hann dvelur of lengi við þetta atriði og skyggir með því á önnur veigameiri. En þegar Steinar segir frá blæs hann lífsanda í persónur sínar og í frásögn hans felst allt sem máli skiptir um viðhorf hans. Rithöfundar mega vara sig á að útlista um of, eihkum höfundar á borð við Steinar sem auðveldlega leiðast út á villigötur þegar þeim er mest niðri fyrir. Með þessu er ekki verið að segja að Steinar sé neinn klaufi að orða hugsun sína, síður en svo, en það sem háir honum eins og mörgum öðrum höfundum er skortur á hnitmiðun. Hvernig sem lesendur meðtaka boðskap Steinars Sigurjónsonar í Siglíngu er eitt víst að með bókinni hefur honum auðnast að skrifa forvitnilega sögu sem ekki á að liggja ólesin á borðum bóksala eða rykfalla í söfnum. / Ohapp hjá Cargolux í Lagos: Svarti kassinn send- ur til Bandaríkj anna SVARTI kassinn úr DC-8 flugvél Cargolux, sem hlekktist á í lendingu í Lagos í Nígeríu sl. föstudagsmorgun, hefur verið sendur til rannsóknar f Banda- ríkjunum en flugstjóri vélarinn- ar, sem er bandariskur, telur að þetta óhapp hafi orðið vegna hans mistaka og aðgæzluleysis. Grétar Óskarsson flugvélaverk- fræðingur hjá Flugmálastjórn, sem fór til aðalstöðva Cargolux í Luxemburg til að rannsaka þetta óhapp, sagði að vélin hefði verið að koma inn til lendingar á flugvell- inum í Lagos um klukkan 8 að staðartíma sl. föstudagsmorgun. Skýjað var og þoka en logn. Þegar vélin átti eftir um 2 mílur að brautarendanum veitti flugstjór- inn því athygli að vélin flaug of lágt og setti hann þá afl á hreyflana en rétt á eftir varð Áleió í r skóla gœtið að háspennulína á vegi hennar og rákust báðir hreyflarnir hægra megin í línuna og slitu hana. Flugstjórinn náði vélinni upp, flaug einn hring og lenti vélinni síðan. Kom í ljós að skarð hafði hoggist í hlífar framan á hreyflun- um og voru plötur settar í staðinn. Tók það verk tvo tíma en vélin hélt aftur til Luxemburg þegar búið var að afferma hana. Amerísk áhöfn var á vélinni, lánsáhöfn frá TWA og átti flug- stjórinn aðeins eftir að fljúga í 45 daga í viðbót áður en hann kemst á eftirlaun, en eftirlaunamarkið er við 60 ára aldur. Leiðrétting í grein Anders Hansens á bls. 18 í blaðinu á laugardag slæddist sú meinlega villa í 4. dálk, að rætt er um úthafsrækjuveiðar á miðlínu milli íslands og Færeyja en að sjálfsögðu átti þar að standa milli Islands og Grænlands. Þetta breytir þó ekki þeirri röksemd greinarinnar að ekki borgi sig að loka umhugsunarlaust fyrir alla samninga við útlendinga er síðar meir gætu orðið íslendingum til hagsbóta. Lúxusbtlltnn á lága veróinu MAZDA 9291 LEOATO MAZDA 929 Legato býður upp á eitt sem flestum framleiðendum lúxusbíla hefur ekki tekist að bjóða: Það er viðráðanlegt verð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.