Morgunblaðið - 16.01.1979, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1979
Orka og eldsneyti:
Úr tveimur nýút-
komnum skýrslum
um nýtingu orku-
linda og lífskjör
— Seinni grein
í fyrri grein um orkunotkun til eldneytis á farartæki
á íslandi og sambandið milli orkulinda og lífskjara á
landinu í framtíðinni, var fjallað um skýrslu dr. Braga
Árnasonar um nýtingu innlendra orkulinda á farartæki.
í framhaldi af því er hér fjallað um skýrslur Ágústar
Valfells „ísland 2000. Framleiðsla, fólksfjöldi og
lífskjör", sem hann tók nýlega saman fyrir Orkustofn-
un.
J Bæð i Ol ’ka t ;il eig in eldsneytis
( )g í ’ ef naiðr íað til útflutnings
Oliuvinnsla í heiminum frá 1900—1975 og spá um olíuvinnslu frá 1975—2100.
Báðir nota þeir Bragi Árnason og Ágúst Valfells þetta línurit í skýrslum sínum til
að sýna fram á væntanlega eldsneytisþurrð.
• Nýhafið
orkuskeið
Innan á kápu í sinni skýrslu
vitnar dr. Ágúst Valfells í vísu
Stephans G. Stephanssonar úr
Bræðrabýti. Vísar það til þess að
þarna er um að ræða hugleiðingar
um sögulega þróun og framtíðar-
þróun lífskjara á Islandi:
fjr árKÍintium vortíða og vetra
það vitinu sjálflærast fer
að umskapa ið besta í betra
aö byggja upp það farsælast er.
í skýrslunni segir Ágúst Valfells
að þar sé í stórum dráttum reynt
að rekja sambandið á milli auð-
linda, fólksfjölda og afkomu lands-
manna: „Atvinnuvegirnir hafa
byggst á hagnýtingu hinna þriggja
auðlinda: gróðurs, fiskimiða og
orkulinda. Skipta má sögu þjóðar-
innar í tímabil eftir aðalatvinnu-
vegum hvers tíma: Landbúnaðar-
skeið, sjávarútvegsskeið og
væntanlega nýhafið orkuskeið.
Fólksfjölgun hefur verið 1,4%
árlega á þessari öld og hagvöxtur
nálægt 3% árlega á mann. Ekki er
útlit fyrir, að landbúnaður geti
bætt við sig teljandi vinnuafli.
Með fullnýtingu miðanna mun
þörf fyrir nokkurn viðbótarmann-
afla í fiskiðnaði. Annar útflutn-
ingsiðnaður, að orkufrekum efna-
iðnaði undanskildum, mun geta
bætt við sig heldur meiru. Ef
hefðbundin hagvöxtur á að geta
haldið áfram samhliða þeirri
fólksfjölgun, sem spáð er til
aldamóta, er óhjákvæmilegt að
þjóðin snúi sér í síauknum mæli að
virkjun og nýtingu orkulindanna.
Verður það hagkvæmast að gera
með orkufrekum efnaiðnaði. Enn-
fremur verður að íhuga fljótlega
hvort ekki muni hagkvæmt að
framleiða eldsneyti með innlend-
um orkugjöfum, þegar væntanlegs
jarðolíuskorts fer að gæta veru-
lega. Það kemur að því að auðlind-
ir landsins verða fullnýttar. Fara
þá lífskjörin eftir því hversu
fjölmennt er í landinu.
Um þetta fjallar Ágúst Valfells
með kortum og línuritum í skýrslu
sinni.
• í orkuf rekan
iðnað
Tveir veigamiklir kaflar úr
skýrslu Ágústs Valfells virtust í
Mbl. undir heitinu „Hvers virði er
orkan?“ 15. júlí 1978 og „Notkun
vatnsafls og jarðvarma til elds-
neytisframleiðslu úr vatni og lofti"
30. september 1978 og vísast til
þeirra þar.
í kafla í skýrslu Ágústs Valfells,
sem fjallar um orku og eldsneyti,
segir m.a.: „íslendingar flytja inn
eldsneyti á ári hverju sem sam-
svarar u.þ.b. 1000 MW af afli.
Eldsneytisinnflutningur hefur
ekki aukist undanfarin ár, þar sem
jarðhiti hefur komið í stað olíu til
húshitunar í vaxandi mæli. I
framtíðinni er trúlegt, að hag-
kvæmast verði að nota rafknúða
bíla til innanbæjarnota. Þannig
bílar nýta orkuna meir en tvöfalt
bctur en bílar knúðir eldsneyti.
Ennfremur virðist ekki þörf á að
auka fiskiskipaflotann sem nú
notar um helming innflutts elds-
neytis. Af ofangreindum ástæðum
mun hér reiknað með, að eldsneyt-
isþörf þjóðarinnar muni ekki
þurfa að vaxa í framtíðinni.
íslendingar gætu orðið sjálfum sér
nógir með eldsneyti í framtíðinni
ef metanól (og jafnvel benzín eða
gasolía) væri framleitt úr vetni,
sem fengið væri með rafgreiningu
vatns, og koldíoxíði, sem unnið
væri úr lofti. Til þess að framleiða
eldsneyti, sem samsvarar núver-
andi innflutningi að magni til,
þarf um 1500 MW af rafafli og 60
MW af gufuafli."
„Þegar 1500 MW af þeim 3000
MW sem talið er hagkvæmt að
virkja eru hagnýtt til nauðsyn-
legrar eldsneytisframleiSslu,
verða 1500 MW eftir til annarra
nota. Orka skilar mestu verðmæti
ef hún er hagnýtt í orkufrekum
efnaiðnaði. I almennum efna-
iðnaði, sem dreifist á margar
iðngreinar, eru hlutföllin milli
raforku og varmanotkunar 1:3. Ef
reiknað er með, að hið sama muni
gilda fyrir hérlenda stóriðju, mun
hagkvæmt aö nýta 4500 MW af
varmaorku ásamt 1500 MW af
raforku. Væri þetta um 80% af
þeirri varmaorku sem handhægt
væri að breyta í gufu og áður
greinir frá. I stórum dráttum er
sýnt heildarkerfi efnaiðnaðar og
byggðar er notaði raf- og hitaorku
á þennan hátt. Affallið frá verk-
smiðjunum má nýta áfram til
hitaveitu, ylræktar og fiskiræktar.
Við hinn ýmsa efnaiðnað, sem
samanlagt myndi nota 1500 MW af
rafmagni og 4500 MW af hita
myndu trúlega starfa um 10
þúsund manns."
• Fram á 2. tug
næstu aldar
Ágúst setur í skýrslu sinni
orkuöflun og nýtingu orkunnar í
í skýrslu dr. Ágústs Valfells er mikið af línuritum til glöggvunar. Á forsíðu skýrslu hans, sem nefnist
„ísland 2000. Framleiðsla, fólksfjöldi og lífskjör“, er þessi mynd.