Morgunblaðið - 16.01.1979, Síða 18

Morgunblaðið - 16.01.1979, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1979 fUtogtiitfrlftfrft Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúí Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aóalstræti 6, sími 10100. Aöalstrœti 6, stmi 22480. Áskriftargjald 2500.00 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 125 kr. eintakiö. Þjóðin var blekkt Loforðadúett Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, sem sunginn var fyrir kosningar á liðnu vori, hljómaði snoturlega í eyrum þjóðarinnar, enda textinn fyrirheit við flestra hæfi, sem ekki fóru náið ofan í saumana á röksemdafærslunni. Kosningar eru kjarabarátta, samningar í gildi, afnám tekjuskatta á almenn laun, efnahagsstefna til lengri tíma, hjöðnun verðbólgu — og margt fleira af líkum toga — hljómaði í síbylju. Heitstrengingar og háfleyg orð, sem ýmsir tóku alvarlega í góðri trú. En sólarsöngurinn, sem sunginn var fyrir kosningar, hljómar einhvern veginn á annan hátt nú í skammdeginu, þegar veruleikinn hefur tekið hinar skrautlegu umbúðir utan af vonbrigðunum, sem reyndust eina innihaldið í loforðapakkanum. Tekjuskattar af almennum launum vóru ekki afnumdir. Þvert á móti. Hækkun tekju- og eignaskatta á einstaklinga milli fjárlagaáranna 1978 og 1979 nemur 94.2%. Nýtt 50% skattþrep hefur komið á jaðartekjur. Vörugjald á innfluttar vörur hefur verið hækkað úr 16% í 18% — og í ýmsum tilfellum í 30%. Og margs konar ný og aukin skattheimta á atvinnuvegi þjóðarinnar stefnir rekstraröryggi þeirra í hættu — og þár með atvinnuöryggi almennings. Vinstri meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur bætir svo gráu ofan á svart með hækkuðum fasteignagjöldum, sem þar að auki koma á hærri gjaldstofn en áður, hækkuðum aðstöðugjöldum og lóðarleigum. Um næstu mánaðamót gjaldfellur fyrsta afborgun ríkisskatta samkvæmt nýrri 75%-innheimtureglu, stórhækkuð fasteignagjöld og síðasta afborgun afturvirkra viðbótarskatta liðins árs. Hætt er því við, að lítið verði eftir í launaumslögum margra í ráðstöfunartekjur heimila og einstaklinga, þegar vinstri stefnan hefur tekið sinn skattheimtuhlut. Önnur loforð, eins og samningar í gildi, efnahagsstefna til lengri tíma og hjöðnun verðbólgu, hafa fengið svipaðar efndir og fyrirheitið um afnám tekjuskatta á almenn laun. Og það er hæpin aðgerð til verðhjöðnunar að hækka fjárlög milli ára um 70.000 m.kr. eða 50%, á sama tíma og framkvæmdaliðir fjárlaga sæta verulegri magnminnkun. Svavar Gestsson, viðskiptaráðherra, sat fyrir svörum á beinni línu ríkisútvarpsins sl. sunnudag. Þar var hann m.a. spurður þess af ellilífeyrisþega, sem ekki hafði atvinnutekjur upp á að hlaupa, hvern veg hann ætti að mæta stórhækkuðum fasteignagjöldum. Ráðherranum vafðist tunga um tönn. Fyrirspyrjandinn sagði þá, að flokkur ráðherrans hefði svikið öll sín fyrirheit frá því fyrir kosningar. Þessi ellilífeyrisþegi hafði lög að mæla. Þjóðin var blekkt í kosningaáróðri vinstri flokkanna. Það er þess vegna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú efnt til fundarhalda um land allt undir kjörorðunum: „Þjóðin var blekkt — snúum vörn í sókn“. Það er rík ástæða til að hvetja allt frjálshyggjufólk í landinu til að sækja þessa fundi og gera þá að upphafi gagnsóknar á hendur skattheimtuflokkunum. Oft var þörf en nú er nauðsyn að almenningur bregðist við til varnar ofsköttun í þjóðfélaginu. Átökin í Alþýðu- bandalaginu Langt er síðan pólitískt gönuhlaup stjórnmálamanna hefur runnið jafn kyrfilega út í sandinn og fum og fuður Alþýðubandalagsins gagnvart takmörkuðum veiðiheimildum Færeyinga. I fyrsta lagi er ljóst að ráðherrar Alþýðubandalagsins höfðu ekki annað til þessara mála að leggja, er utanríkisráðherra bar málið upp í ríkisstjórn, en að haft yrði samráð við utanríkismálanefnd Alþingis varðandi samningagerðina. Frásögn utanríkisráðherra af þessum ríkisstjórnarfundi hefur verið staðfest af forsætisráðherra. I öðru lagi segir Svavar Gestsson, viðskiptaráðherra, í viðtali við Mbl., að hann hafi gert ráð fyrir „allverulegri takmörkun“ á veiðiheimildum, sem engu að síður staðfestir, að ráðherrar Alþýðubandalagsins hafa gert ráð fyrir einhverjum veiðiheimildum til Færeyinga. I þriðja lagi lagði annar fulltrúi Alþýðubandalagsins í utanríkismálanefnd, Gils Guðmundsson, það til í umræðu í nefndinni, að Færeyingar fengju leyfi til að veiða 25000 tonn af loðnu, sem er verulega meira magn en um var samið (17000 tonn), í ljósi framangreindra staðreynda verður upphlaup þeirra Ólafs Ragnars Grímssonar og Lúðvíks Jósepssonar gegn þessum samningum hið furðulegasta. Það berar hins vegar betur en margt annað þann þverbrest sem kominn er í Alþýðubandalagið í stjórnarsamvinnunni. Engu er líkara en að formaður Alþýðubanda- Litgsins telji ráðherra þess hreina axarskaftasmiði i húsmennskunni hja Ólafi Jóhannessyni. Aðild Ólafs Ragnars Grímssonar að upphlaupinu ber hins vegar svip þeirrar auglýsingastarfsemi, sem hann hefur sérhæft sig í. Alþýðubandalagið hefar til þessa haldið heimiliserjum sínum vandlega leyndum fyrir almannasjónum. Það hlýtur því meir en lítið að ganga á innan þess þegar ágreiningurinn er borinn á torg með þeim hætti, sem þeir Lúðvík Jósepsson og Ólafur Ragnar Grímsson hafa nú gert. Snjómoksturiim hefur kostað Reykvíkinga nœr 70 millj. á árinu í ÓFÆRÐINNI í Reykjavík um helgina voru milli 15 og 20 stúrvirkar vinnuvélar í nær stanzlausum snjóruðningi. Víða var mjög þungfært í úthverfum Reykjavíkur og annars staðar á höfuðborgar- svæðinu og sums staðar alveg ófært um tíma á laugardaginn. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. fékk í gær á skrifstofu gatnamálastjóra hefur kostnaöur við snjómoksturinn verið milli 60 og 70 milljónir 15 fyrstu daga þessa árs og þótt aðeins sé skammt liðið vetrar er langt gengið á þá fjárveitingu, sem borgin hugðist veita til eftír ófærð helgarínnar Færð lagast FÆRÐ á vegum varð mjög erfið víðast hvar á suðvesturhorni landsins, allt austur í Vestur-Skaftafellssýslu er byl gerði og skafrenning um helgina, aðafiféga sl. laugardag. Viírð ófært um Reykjanes að mestu leyti aðfararnótt laugardags og fram eftir degi en tókst að opna á sunnudagsmorgun. Að sögn Hjörleifs Ólafssonar vegaeftirlitsmsnns gerði byl syðra á föstudagskvöld, en úrkoma var ekki mikil þannig að tiltölulega fljótfært var að opna vegi eftir að veður gekk niður. Hins vegar var erfitt um vik t.d. á Reykjanesbraut og Vesturlands^fei þar sem tugir lítilla bíla höfðu verið skildir eftir. I gær var orðið vel fært víða um land á Suðurlandi til Horna- fjarðar, til Akureyrar og Siglu- fjarðar, frá Akureyri um Dals- mynni til Húsavíkur, Tjörnes Reyklausi dagurinr Fólk á vin hyggst stan EFTIR rétta viku eða þriðjudag- inn 23. janúar verður efnt til svonefnds reyklauss dags og er það Samstarfsnefnd um reykingavarnir sem hyggst fá reykingamenn tii að standa sam- an um að leggja niður reykingar þennan dag og helzt fyrir fullt og allt. lokað, en fært innansveitar í Kelduhverfi. Verið var að moka á Héraði í gær og í dag er ráðgert að leiðin frá Egilsstöðum allt til Hornafjarðar opnist verði veður óbreytt. Þá var þungfært víðast á Snæfellsnesi en þar á að moka í dag og fært er í Heydal stærri bílum. Þá er ráðgert að moka heiðar á Vestfjörðum, m.a. Breið- dals- og Botnsheiðar, Hálfdán, leiðina frá Patreksfirði á Barða- strönd.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.