Morgunblaðið - 16.01.1979, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1979
19
;2tloi*ömuuafcií>
w Á
II Ibrótllr I
I Brautflöskuá
! höfði Svíans
I SLAGSMÁL á dönskum næturklúbbi hafa verið í fréttum dönsku
£ blaðanna að undanförnu. Fréttirnar hafa verið á íþróttasíðunum,
en það er vegna þess, að meðal annarra þátttakenda í
I
er vegna pess, ao meoai annarra
bardaganum voru nokkrir sænsku landsliðsmannanna
handknattleik. Kemur fram í dönsku blöðunum, að Svíar eru
sjálfir engin lömb að leika sér við, þegar í skemmtanir eftir leiki
er komið.
Eftir að sænska liðið hafði sigrað B-lið Dana í Baltic-keppninni,
fóru flestir leikmenn beggja liðanna á næturklúbb nokkurn ekki
langt undan. Samkvæmt frásögn lögreglunnar í Nyköping, voru
nokkrir Svíanna að stíga í vængina við nokkrar huggulegar danskar
stúlkur, þegar hinir dönsku borðherrar stúlknanna reiddust
afskiptum Svíanna. Læddist einn Dani aftan að hinum 2 metra háa
Lars Nordgren og sló hann í höfuðið með flösku. Var Nordgren
fluttur á sjúkrahús þar sem skurðurinn var saumaður saman. í
kjölfarið upphófust töluverðar ryskingar meðal sænskra handbolta-
manna og danskra öldurhúsgesta en hvorugir stóðu uppi
sigurvegarar vegna þess að lögreglan skakkaði leikinn. Að sögn
lögreglunnar, vakti það furðu flestra, að Nordgren skyldi ekki hljóta
heilahristing eða slasast meira en raun bar vitni, en hann lék næsta
leik Svía eins og ekkert hefði í skorist.
Það verður gaman að sjá hvort Wadmark og félagar hans í
aganefnd IHF sjá ástæðu til að brjóta mál þetta til mergjar,
fordæmið er a.m.k. komið.
I Risatilboð
í Francis
i
!
!
S
Mikið er rætt þessa dagana um framtíð Trevors Francis, enska
landsliðsmannsins hjá Birmingham. Tvö lið hafa lýst áhuga
sínum á að borga allt að 900.000 sterlingspund fyrir kappann.
Bæði félögin, sem eru Coventry og Manchester Utd. hafa hins
vegar hug á að greiða mikið af aurunum með leikmönnum.
Coventry býður auk peninga, velska landsliðsfyrirliðann Terry
Yorath, markvörðinn unga Les Sealy og varnarmanninn trausta
Kieth Osgood. Manchester Utd. býður hins vegar einnig auk
peninga, Greenhoff bræðurna Jimmy og Brian, fyrrum enska
landsliðsmiðherjann Stuart Pearson og írska landsliðsmanninn
David McCreery.
Allir leikmennirnir sem að framan eru greindir, eru mjög snjallir
leikmenn og það vekur nokkra furðu að stjórarnir séu tilbúnir að sjá
á bak sumum þeirra, en hvort sem Birmingham verslar við Man.
Utd. eða Coventry, fer félagið varla halloka í viðskiptunum, þó að
Francis fari.
Þriðja félagið hefur einnig sýnt Francis áhuga, en það er Arsenal.
Hvaða leikmenn þeir vilja láta af hendi, eða hvort félagið hyggst
borga út í hönd er þó ekki kunnugt á þessu stigi. Eitt verður þó að
teljast líklegt og það er, að Francis er líklega á förum frá
Birmingham fyrr heldur en síðar. Þessi tilboð eru of góð til að unnt
sé að hafna þeim.
• Páll Björgvinsson brýst í gegnum vörn Svía og skorar. Mikið
mæddi á Páli í öllum leikjum íslands í keppninni þar sem hann er
lykilmaður í öllum leikkerfum liðsins.
Tékkar
sterkir
Tékkar, sem leika í riðli með
íslendingum á B keppninni á
Spáni í febrúar, eru sem óðast
að undirbúa lið sitt fyrir
átökin. Um helgina léku þeir
tvo landsleiki gegn Spánverj-
um og sigruðu báða.
Fyrri leiknum lauk 23-21
eftir að Spánverjar höfðu haft
yfir 13-10 í hálfleik. Síðari
leikinn unnu Tékkar stærra,
25-16 en staðan í hálfleik var
þá 14-7.
Eins og í öðrum maraþon-
keppnum í haust og vetur, var
hér um fjáröflunarherferð að
ræða hjá skfðadeild Ólafsfirð-
inga. Safnað var áheitum með
góðum árangri og safnaðist
með þessum hætti rúmlega ein
milljón króna.
506 km
á 33 klst
Aðfararnótt sunnudags,
klukkan 00.15, luku þeir Guð-
mundur Garðarsson, Haukur
Sigurðsson, Gottlieb Konráðs-
son og Jón Konráðsson við að
ganga 506,5 km á skíðum.
Höfðu þeir gengið vegalengd-
ina á 33 klst. og 15 mínútum.
Var kominn skafrenningur og
versta veður þegar síðasti
göngumaður lauk göngunni.
Enn tap
hjá ÍS
Sá óvænti atburður gerðist í
blakinu um helgina, að ÍS lá
öðru sinni á vetrinum fýrir
Laugdælum og minnkuðu
möguleikar liðsins á (slands-
meistaratitli að sjálfsögðu mik-
ið við það. Síðast vann UMFL
3-0, en nú var meiri hasar í
spilinu og UMFL vann 3-2.
Fyrstu hrinuna unnu Laug-
dælir 15-9, ÍS jafnaði 15-13.
Næstu hrinu lyktaði með 15-5
sigri Laugdæla, en aftur jöfnuðu
stúdentar með 15-7 sigri. I
úrslitahrinunni unnu Laugdælir
síðan 15-9 og tryggðu þannig
frekar óvæntan sigur.
Þróttarar léku á sama tíma
gegn UMSE fyrir norðan og
unnu naumlega 3-2. Ef Þróttur
er talinn á undan, lauk hrinun-
um þannig: 15-7, 9-15, 6-15,15-13
og 15-8.
! Sveit JFR vann í 6. skipti
l
SVEIT Júdófélags Reykjavfkur
bar sigur úr býtum í sveitaglímu
Júdósambands íslands, sem fram
fór í íþróttahúsi Kennaraháskól-
ans á sunnudaginn. Sveit JFR
sigraði f þessari keppni frá
upphafi eða 6 sinnum alls.
Júdófélagið hafði mikla yfir-
burði í keppninni. Fyrst glímdi
sveit JFR við B-sveit Ármanns og
sigraði með 6 vinningum gegn
einum og hlaut 37 tæknistig á móti
5 tæknistigum Ármenninga. Ár-
mann A og Ármann B glímdu næst
saman og vann A-sveitin öruggan
sigur 6:1, 34 tæknistig gegn einu.
Loks glímdu saman sveitir JFR og
A-sveit Ármanns og var þar um
ójafna viðureign að ræða, JFR
vann 6:1 og hlaut 39 tæknistig
gegn 5. Aðeins Bjarni Friðriksson í
sveit Ármanns vann sína glímu
A-Þjóðverjar
sigurvegarar
AUSTUR-Þjóðverjar urðu sig-
urvegarar á Baltic-bikarkeppn-
inni í Danmörku og unnu þeir
nágranna sína, VesturÞjóð-
verja, í úrslitaleiknum 18—15.
Hefndu þeir þar með ósigursins
í Danmörku á sfðasta ári. er
þjóðirnar voru saman í riðli á
HM í Danmörku. Þetta er fyrsti
ieikurinn sem heimsmeistar-
arnir frá VesturÞýskalandi
tapa frá þvf að þeir hrepptu
titilinn. Sigur Austanmanna
var allan tímann mjög öruggur
og um tfma höfðu þeir 5 mörk
yfir vestrið.
Danir hlutu það óskemmti-
lega hlutskipti sem gestgjafar,
að A- og B-lið þeirra léku um
botnsætin tvö. A-liðið vann
öruggan sigur, 21—8.
Lokastaðan í Baltic Cup varð
þessi:
1. Austur-Þýskaland
2. Vestur-Þýskaland
3. Sovétríkin
4. Pólland
5. Svíþjóð
6. ísland
7. Danmörk A
8. Danmörk B
Mörk íslenska liðsins í
leikjunum fjórum skoruðu eftir-
farandi
leikmenn:
Axel Axelsson
Páll Björgvinsson
Bjarni Guðmundsson
Viggó Sigurðsson
Jón Pétur Jónsson
Ólafur H. Jónsson
Ólafur Einarsson
Árni Indriðason
Ólafur Jónsson
Þorbjörn Jensson
Steindór Gunnarsson
Stefán Gunnarsson
Þorbjörn Guðmundsson
• Hinn harðskeytti júdómaður Halldór Guðbjörnsson
andstæðingi sínum ígólfið.
gegn Sigurði Kr. Jóhannssyni og
það naumlega. í sigursveit JFR
voru Rúnar Guðjónsson, Siguröur
Pálsson, Steinþór Skúlason, Hall-
dór Guðbjörnsson, Benedikt Páls-
son og Svavar Carlsen.
í sveit Ármanns vantaði Viðar
Guðjohnsen, sem var meiddur og
ennfremur Gísla Þorsteinsson,
sem er við störf erlendis. Með þá
tvo í sveitinni hefðu Ármenningar
vafalaust veitt Júdófélagsmönnum
verðuga keppni.
Sveitakeppnin fer nú fram með
öðru sniði en áður. Henni hefur
verið breytt í deildarkeppni og
hafa 3 félög rétt til að keppa í
efstu deild. Ungmennafélag Kefla-
víkur átti rétt á að senda sveit í
keppnina ásamt JFR og Ármanni
varpar en notfæröi sér ekki þann rétt.
- SS.
Stuttgart náði
Kaiserslautern
ÞAÐ VAR lítið um að vera í
vestur-þýsku knattspyrnunni
um helgina, enda leiðindaveður
þar eins og víðast hvar annars
staðar í Evrópu. Þó voru
leiknir þrír leikir og var
einkum einn þeirra mjög mikil-
vægur, en það var viðureign
Kaiserslautern sem skipaði
efsta sætið í deildinni og
Stuttgart, sem skipaði þriðja
sætið.
Úrslit leikja urðu þessi:
Stuttgart—Kaiserslautern 3:0
Frankfurt—Schalke 04 3:1
Hertha—Darmstadt 1:0
71.000 manns mættu á leik-
vanginn í Stuttgart og sáu
heimaliðið leika toppliðið sund-
ur og saman. Tvö mörk á
tveimur mínútum rétt fyrir
leikhlé frá þeim Förster og
Höness gerðu nánast út um
leikinn, en Volkert bætti .þriðja
markinu við í síðari hálfleik.
Ríidiger Abramzick náði for-
ystu fyrir Schalke snemma
leiks, en yfirburðir Frankfurt
voru ótvíræðir og þeir Lorant
(víti), Grabowski og Wenzel
svöruðu fyrir Frankfurt áður en
yfir lauk.
Lélegum leik Herthu og
Darmstadt lauk með sigri fyrr-
nefnda liðsins. Eitt mark á 90
mínútum var áhorfendum boðið
upp á. Nússing skoraði sigur
markið á 38. mínútu.
|