Morgunblaðið - 16.01.1979, Síða 21

Morgunblaðið - 16.01.1979, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1979 25 Sagan af Ána og Mundu Áni og Munda sátu við eldhúsborðið. „Ég vil fá ávexti," öskraði hann og lamdi í borðið. Hann var nefnilega óvenju skapstyggur svartálfur. Munda flýtti sér að sækja ávexti, en missti í fátinu banana, og Áni steig á hýðið. Hann missti jafnvægið og fór ótal hringi áður en hann lenti á gólfinu. Hann steytti hnefann að Mundu, sem skellihló. „Þú skalt sko eiga mig á fæti, kellingarhró!" Þá stóð hann upp og rak tunguna beint framan í Mundu. Þá varð hún reið og hljóp út og skellti hurðinni á eftir sér. Áni gekk að stólnum sínum og settist. Allt í einu datt honum snjallræði í hug. séð fuglana gera. En allt endaði með ósköpum og læknaálf- arnir komu með sjúkrabörur. Og þarna lá hann á sjúkrahúsinu, þegar Munda kom í heimsókn og bauð honum banana! Vigdís Lóa, 6 ára, Reykjavík. Sigmundur Sigurðsson, Syðra-Langholti: Um fóðurbætis- skatt og fleira vont Að undanförnu hafa orðið mikl- ar umræður um offramleiðslu í landbúnaði og málefni bænda- stéttarinnar. Fjöldi ágætra bænda hefur lýst vanþóknun sinni á þeim tillögum, sem bændaforustan er að reyna að berja í gegnum alþingi og telur að þær muni einungis rýra hag og skerða frelsi bændastéttar- innar og þjóðarbúsins í heild. Þessir fjármunir, sem taka á úr öðrum vasa bænda og láta í hinn, skapa ekki verðmæti, en hætt er við að til þessara aðgerða þurfi nokkra stjóra og aðstoðarfólk, sem bætist við setulið okkar í Bænda- höllinni og þyrfti sitt fóður í laun. Mér sýnist, að allir bændur eigi að jafnast ofan frá og niður fyrir meðalmennskuna. Ekki er það örvandi fyrir dugmikla og stórhuga menn að starfa í slíkri stétt fyrir lægra kaup og meiri vinnu en aðrir hafa. Um tillögurnar ætla ég ekki að fara mörgum orðum. Fóðurbætis- skatturinn er gamall draugur, sem ég og fleiri erum búnir að berjast við á mörgum undangegnum Búnaðarþingum. Fyrst var reynt að vekja hann upp er gamla Sigmundur Sigurðsson. smjörfjallið ógnaði taugum manna. En það fjall hjaðnaði svo rækilega að lá við smjörskorti. Næst átti að drífa hann fram til að bjarga heykögglaverksmiðjunum, en hann varð þá að mestu sjálfdauður vegna andstöðu bænda. Mörgum fannst nær að verksmiðjurnar fengju afgangs- raforku á skaplegu verði að sumrinu eða að ríkið tæki minni toll að nauðsynlegustu fram- leiðslutækjum þeirra. Þessa þarf nú ekki lengur með, þegar innflutt kjarnfóður hefur nær tvöfaldast í verðinu á liðnu ári. Æskilegra hefði þó verið að rekstraraðstaða þeirra hefði verið bætt. Á síðasta Búnaðarþingi komu svo skattfeðurnir með uppvakning sinn hálfu magnaðri en fyrr. Nú á það að vera helsta ráðið til að bjarga landbúnaðinum að hækka með skattlagningu eina nauðsyn- legustu rekstrarvöru hans. Það er varla von að allir bændur skilji slíka hagfræði. Nú skipuðust þessi mál svo, að Búnaðarþing óskaði eftir því við landbúnaðarráðherra, að hann skipaði 7 manna nefnd í afurða- sölumálin sem hann og gerði. Búnaðarþing gaf þessari nefnd fyrir fram starfsgrundvöll í sjö liðum samkvæmt þingskjali nr. 61. Þar er hvergi minnst á fóðurbætis- skatt en óskað eftir athugunum á ýmsum öðrum leiðum. Stjórnir Stéttarsambands bænda og Búnaðarfélags íslands völdu svo þrjá menn í nefndina hvor stjórn og ráðherra einn. Þessir forystumenn fóru að for- dæmi Drottins, er hann skapaði manninn í sinni mynd. Þannig skyldi vilji bænda fundinn. Þessi 7 manna nefnd klúðraði svo saman samdráttartillögum, sem sumir nefndarmanna hafa nú þegar afneitað í núverandi formi og mikill fjöldi bænda hefur mótmælt. Þá kem ég að offramleiðslunni. Viðvíkjandi sauðfénu vil ég benda mönnum á að lesa ágæta grein eftir Jens í Kaldalóni, sem hann skrifaði um þetta efni í Morgunblaðið 30. des s.l. Þar bendir hann á að 350 þúsund dilkaskrokkar muni gefa umtals- verðan gjaldeyri í þjóðarbúið, þótt ekki náist fyrir þá fullt grund- vallarverð. Þá bendir hann á alla þá ull, sem af ánum kdmi og fullvinna mætti hér og síðast en ekki síst 350 þúsund úrvalsgærur, sem mætti einnig fullvinna hér á landi Þetta leiðir hugann að því, hver óhemju tekju- og atvinnu- missir það yrði hjá bændum og öllu því fólki, sem vinnur í þjónustu landbúnaðarinsog vinnur úr hráefnum frá honum, ef þessar vörur væru ekki til vegna sam- dráttar. Hætta er líka á því, að margar sveitir færu algerlega í eyði, þar sem engin fækkun má verða svo byggð haldist. Þá sný ég mér að mjólkurfram- leiðslunni og þeim skelfilega ógnvaldi, fjallinu, sem sumir hafa meiri beyg af en Kötlu og Heklu til samans. Þetta er smjörfjallið, sem hlaðist hefur upp í núverandi góðæri að nokkru fyrir áróður lífhræddra kyrrsetumanna, sem sjálfsagt í góðri trú hugsa sér að lengja líf sitt og náungans með því að forðast mjólkurvörur en bjarga heilsunni með smjörlíki og gos- vatni. Einnig fyrir áróður Dag- blaðsritstjórans, sem ekki reyndist hafa líkamsþrek á við sveitabónda á sjötugsaldri, sem alla sína tíð hefur lifað á landbúnaðarafurðum. Ekki vil ég heldur fría Fram- leiðsluráð af hlut sínum í fjallinu fyrir seinlæti og klaufaskap. T.d. með því að hætta útsölu smjörsins í sumar og nær þrefalda verðið, eins og beinlínis væri verið að venja fólk af smjörneyslu, enda verkaði það svo. Við erum varla enn búin að bíta úr náiinni fyrir þau mistök, og fyrir það hve seint mjólkurbúunum var fyrirskipað að reyna að draga úr smjörfram- leiðslunni. Mínar tillögur eru þessar: 1. Að herða markaðsleitina til mikilla muna innanlands sem utan og auka fjölbreytni í vinnslu. 2. Að láta mjólkurbúin draga eins og þau geta úr smjörframleiðslu í bili. 3. Að athuga hvort einhversstaðar sé hægt að minnka að skaðlitlu búrekstur og fá bændur til að gera það af fúsum vilja. 4. Að taka verðjöfnunargjald svo að jafnt gangi yfir alla, ef útflutningsbætur duga ekki. Ég tel sem sagt að við bændum munum axla okkar vanda af fúsum vilja en neitum því að láta hengja á okkur óþarfa leiðindapinkla, svo sem fóðurbætisskatt dfe ófrelsis- og refsigjald. Hálir vegir hœtta áferð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.