Morgunblaðið - 16.01.1979, Side 27

Morgunblaðið - 16.01.1979, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1979 31 + Eiginkona mín, ANNA S. JÓNSDÓTTIR, andaðist í Hafnarbúðum aö kvöldi 12. janúar. Þorgila Guömundsson. Faöir okkar, MAGNÚS ÞORVARDSSON Bjarnarstíg 5, andaöist í Landspítalanum aö kvöldi 12. janúar. Áslaug Magnúsdóttir, Anna Magnúsdóttir, Þorvaröur Magnússon. + Faöir okkar, KRISTINN FILIPPUSSON, Grsnumýri v. Nesvsg, lézt aö heimili sínu, laugardaginn 13. janúar sl. Guömundur Kristinsson, Siguröur Kristinsson. + Maöurinn minn, faöir okkar og tengdafaöir, Séra ÞORGEIR JÓNSSON, fyrrverandi prófastur, Stigahlíö 4, andaöist í Borgarspítalanum aö kvöldi 14. janúar. Jónína Guömundsdóttir, Ævar Þorgeirsson, Ingibjörg Hákonardóttir, Snorri Þorgeirsson, Unnur Pétursdóttir, Gyöa Þorgeirsdóttir, Siguröur Guöbjartsson. + Faöir minn SIGURÐUR ÁRNASON fré Rautarhöfn, lést á Sólvangi mánudaginn 15. janúar. Fyrir hönd vandamanna Margrét Anna Siguröardóttir. + Móðir okkar og tengdamóöir GUÐNÝ GÍSLADÓTTIR fré Fróöholtshjáleigu andaöist í Sólvangi fimmtudaginn 11. janúar Böm og tengdabörn. + Eiginmaöur minn og faðir okkar, GILS SIGURÐSSON, fyrrverandi kaupmaöur, andaöist aö Elliheimilinu Grund, laugardaglnn 13. janúar. Ólaffa Jónsdóttir og dsetur. + Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaölr og afi, ÁRNI RUNÓLFSSON, Sunnubraut 21, Akranesi, veröur jarösunginn frá Akraneskirkju miðvikudaginn 17. janúar kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hins látna er bent á sjúkrahús Akraness. Gróa Gunnarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Eiginmaöur minn og faöir, MARTEINN Þ. GÍSLASON, yfirverkstjóri, Kirkjuhvoli Fossvogi, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 17. janúar kl. 13.30. F.h. vandamanna, Elsa Siguröardóttir Magnús Marteinsson Arinbjöm Magnússon Borgarnesi - Minning Þann 30. desember s.l. fór fram frá Borgarneskirkju, jarðarför Arinbjarnar Magnússonar. Við athöfnina í kirkjunni söng Eyvindur Asmundsson einsöng, en heiðursvörð stóðu félagar úr Ungmennafélaginu Skallagrími. Kirkjan var þétt skipuð. Arinbjörn var fæddur 16. september 1897 (d. 22. des. 1978), að Hofstöðum í Álftaneshreppi. Foreldrar: Herdís Sigurðardótt- ir og Magnús Arinbjarnarson, er þá bjuggu þar. Arinbjörn naut barnafræðslu hjá farkennurum sem þar kenndu, en síðar fór hann í unglingaskóla að Hesti, hjá sr. Eiríki Albertssyni og stundaði þar nám í tvo vetur. Að öðru leyti var hann sjálfmennt- aður. Hann hóf snemma að starfa í ungmennafélagi sveitarinnar, og í nokkur ár var hann barnakennari í Álftaneshreppi. Hann hafði yndi af að kenna, og hefði víst gjarnan kosið að gera það að aðalstarfi. Árið 1931 urðu þáttaskil í lífi hans. Hann gekk þá að eiga konu sína Guðnýju Guðnadóttur, og fluttu þau þá í Borgarnes. Bjuggu þau fyrst í leiguhúsnæði, en árið 1939 reistu þau hús við Gunn- laugsgötu 5 og bjuggu þar æ síðan. Þegar þau hjón voru komin í Borgarnes, hóf hann aðalstarf sitt, sem var húsamálun. Hann var fyrstu árin félagsmaður í Verka- lýðsfélagi Borgarness, eða þar til hann og fleiri iðnaðarmenn stofn- uðu Iðnaðarmannafélag Borgar- ness. Hafði hann verið i stjórn Verkalýðsfélagsins árum saman og var gerður að heiðursfélaga þess, er hann hvarf úr því félagi. Þegar, er þau hjón flutti í Borgarnes, gengu þau í Ung- mennafélagið Skallagrím, og var Arinbjörn formaður þess svo árum skipti. Voru þau hjón bæði kjörin heiðursfélagar þess, og einnig var Arinbjörn kjörinn heiðursfélagi í Iðnaðarmannafélagi Borgarness. Munu þess fá dæmi að sami maður sé kjörinn heiðursfélagi í þremur félögum. Þá var Arinbjörn formaður sóknarnefndar Borgarness um tvo áratugi, og munu þær stundir ótaldar er hann og kona hans unnu fyrir Borgarneskirkju. Arinbjörn var eftirsóttur til vinnu. Afköstin voru mikil og kappið svo af bar. Sem dæmi um vinnukapp hans má nefna, að þótt hann væri kaffimaður og þætti gott að fá sér sopa er hann var að mála innanhúss, gaf hann sér sjaldan tíma til að setjast meðan hann renndi úr bollanum. Hann var greiðvikinn og brá oft skjótt við er til' hans var leitað, og loforð hans stóðu. Þegar aldur færðist yfir hann, tók honum að daprast sýn og háði það honum við vinnu ef birta var ekki góð. Árið 1968 varð hann fyrir því slysi að falla ofan af vinnupalli og hlaut hann höfuðkúpubrot. Var talið að hann væri í mikilli hættu, og læknir vildi ekki láta flytja hann til Reykjavíkur nema í flugvél. Veður var hvasst, en samt tókst að fá litla flugvél til að sækja sjúklinginn. Flugmaðurinn var einn og þurfti að fá aðstoðarmann. Haukur sonur Arinbjarnar ætlaði að fara, en þá gekk fram Guðný kona hans og kvaðst vilja fylgja bónda sínum, vitandi vel að þetta var hin mesta hættuför. Mér koma í hug orð Njálu, er Bergþóru var boðið að ganga út úr Njálsbrennu, „Ég var ung gefin Njáli" o.s.frv. Arinbjörn var ekki sami maður eftir þetta áfall, hann tapaði heyrn á öðru eyra og hætti til svima. Hann lagði samt ekki hendur í skaut. Ungur hafði hann lært að binda inn bækur. Nú tók hann að binda bækur fyrir vini og kunn- ingja, og varð ekki á bókunum séð, að um þær fjallaði sjónskertur maður. Sjaldan er ein báran ..„k. Aftur varð hann fyrir því að detta, og í það sinn braut hann hægri lær- legg. Lá hann lengi á sjúkrahúsi en komst á fætur aftur en studdist við tvo stafi. Þannig hóf hann aftur að binda bækur sínar. Sjóninni hrakaði, en Kristján Sveinsson gaf vonir um að geta eitthvað hjálpað honum með uppskurði. Árinbjörn treysti eng- um sem Kristjáni, og lagði óhræddur í þá raun. Fékk hann mikla bót og gat nú lesið a.m.k. stærra letur og horft nokkuð á sjónvarp. En þriðja og síðasta fallið kom 2. desember s.l... Brotnaði þá vinstri fótur. Var gert við það brot og leit vel út með bata. Þann 11. des. leit ég inn til hans og var hann þá hinn hressasti. Var búist við að hann kæmi heim fyrir jól, en það fór á annan veg. Síðasti áratugurinn var honum erfiður, en þá kom þrek hans og kjarkur vel í ljós. Hann var studdur af góðri eiginkonu, börn- um og tengdabörnum. Barnabörn- in vöktu einnig bros á andliti afa. Oft komum við hjónin til Guðnýj- ar og Arinbjarnar, og var alltaf jafnvel fagnað. Alltaf sama hlýja og glaða viðmótið. Þess er gott að minnast. Börn Guðnýjar og Arinbjarnar: Haukur, rafvirkjameistari, kvænt- ur Ragnheiði Brynjólfsdóttur, Ásdís, gift Gunnlaugi Péturssyni verkstjóra.. Barnabörnin eru 6. Innilegar samúðarkveðjur send- um við hjónin Guðnýju, börnum hennar, tengdabörnum og barna- börnum, svo og vinum hins látna. I guðs friði. Hermann Búason. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Eg er vígður prestur, en lenti í alvarlegum erfiðleikum í hjónabandi mínu og er skilinn við konuna. Eg sakna prestsstarfsins, og eg á kost á að snúa aftur til embættisins. Spurningin, sem mig langar til að bera fram, er þessi. Ætti prestur, sem er fráskilinn, að veita forystu í kristilegu starfi? Það er hörmulegt, þegar þjónn fagnaðarerindisins lendir í hjónabandserfiðleikum. En þar sem „vér höfum þennan fjársjóð í leirkerum", verður ekki með öllu fram hjá slíku komizt. — Þó sýna tölur, að skilnaður meðal presta er ekki nema einn á móti hverjum rúmlega þúsund hjónaböndum, en í heild fer fjórða hvert hjónaband út um þúfur meðal þjóðarinnar. Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu, að þér þjónuðuð Drottni sem kristinn leikmaður, ef þér hafið leitað fyrirgefningar Guðs og veitt henni viðtöku. En mér virðist kenning Biblíunnar skýr í þá átt, að fráskildir prestar eða þeir, sem hafa kvænzt að nýju, ættu aldrei að verða prestar aftur. Prestur á vera „óaðfinnanlegur, einnar konu eiginmaður" (Tít. 1,5—9). í sumum þýðingum stendur biskup í staðinn fyrir prestur, en biskup hefur sömu merkingu og prestur, umsjónarmaður um andleg mál. Þó að Biblían banni yður að þjóna sem prestur, þarf það ekki að hamla kristilegri þjónustu yðar, enda þótt hún verði með öðrum hætti en áður. Kirkjan þarfnast mjög þjálfaðra leikmanna. Eg þekki söfnuði, þar sem leikmenn vinna Kristi mikilvægt verk eins og prestar. Helgið yður Kristi og þjónustu hans með nýjum þrótti. „Hver, sem snýr syndara frá villu vegar hans, mun... hylja fjölda sýnda" (Jak. 5,20). Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.