Morgunblaðið - 16.01.1979, Síða 36
A
Verzlið
t sérverzlun með
litasjónvorp og hljómtæki.
fc^ Skipholti 19.
BUÐIN sími
y 29800
ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1979
Reykjavík:
Atvinnulausum fjölgar
um 78 á háJfum mánuði
í (i.KR VORU 209 manns á atvinnuleysisskrá í Reykjavík og haíði
þeim fjölgað um 78 á s.l. hálfum mánuði. samkvæmt upplýsingum
(lunnars Ifelgasonar. forstöðumanns Ráðningarskrifstofunnar.
Um síðustu áramót var 191 á
atvinnuleysisskrá, þar af 154
karlmenn og 37 konur, en í gær
voru 216 karlar komnir á atvinnu-
leysisskrá og 49 konur.
Hjá konum er mest atvinnuleysi
hjá verkakonum, en hjá karlmönn-
unum er skiptingin sú að verka-
menn eru fjölmennastir, 65, bíl-
stjórar eru 62, aðallega vörubíl-
stjórar, trésmiðir 20, málarar 12
og múrarar 12 talsins.
Leita tveggja rækju-
báta með 4 mönnum
TVEGGJA rækjubáta frá Húsavfk var saknað í gærkvöldi og
hófst leit að þeim um kl. 20. Gengnar voru fjörur frá Saltvík
og út að Tjörnestorfu, og bátar lýstu upp fjöruna úti fyrir, en
um 50 manns tóku þátt í leitinni.
Björgunarsveitin Garðar hóf skipulagningu leitar þegar um
kvöldmatarleytið þegar ljóst var að 2 af 10 rækjubátum er héldu
á veiðar í gærmorgun komu ekki í heimahöfn. Tveir menn eru á
hvorum báti, en þeir eru Þistill ÞH 88 og Guðrún ÞH 14, 7 og 8
tonna bátar. Hvassviðri að vestan skall á síðdegis í gær úti fyrir
Norðurlandi, en heldur lægði um kvöldið. Halda átti áfram leit í
nótt, en ekki höfðu borizt nánari fréttir er Mbl. fór í prentun
uppúr miðnætti.
Stefnir í fjárþrot húsnæðismála-
stjómar vegna vanskila rítósins
Forsvarsmenn byggingasjóds telja hann eiga um milljarð
hjá ríkissjóði - Neita að taka við 810 millj. kr. skuldabréfi
FORSVARSMENN Húsnæðismála-
stofnunar ríkisins halda því nú
fram að Byggingarsjóður ríkisins
eigi um þessar mundir um einn
milljarð króna hjá ríkissjóði, en
þessa fjárhæð hafi rikissjóður
innheimt lögum samkvæmt fyrir
byggingarsjóð á siðasta ári. m.a. f
formi launaskatts, sem er einn af
tekjustofnum Byggingarsjóðs ríkis-
ins. Ilúsnæðismálastjórn hefur hins
vegar tekið nú þegar skuldbindandi
ákvarðanir um að borga út ián úr
byggingarsjóði til húsbyggjenda í
landinu á næstu þremur mánuðum
fyrir nokkuð á áttunda hundrað
milljónir króna.
Sigurður E. Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Húsnæðismálastofn-
unar ríkisins, sagði í samtali við
Mbl. í gær að yrði einhver dráttur á
skilum af hálfu ríkissjóðs, kæmi til
fjárþrots hjá húsnæðismálastofnun.
„Við höfum ekki fjármagn til að
standa við gerðar skuldbindingar við
húsbyggjendur, sem mun aftur leiða
til þess að þeirra skuldbindingar
rofna og það getur leitt til atvinnu-
skorts eða atvinnuleysis í byggingar-
iðnaðinum,1' sagði Sigurður.
I framhaldi af þessu gerðist það í
sl. viku að Húsnæðismálastjórn
neitaði að byggingarsjóður tæki við
skuldabréfi frá Framkvæmdasjóði
íslands að fjárhæð 810 milljónir
króna en í tilkynningu fjármála-
ráðuneytis til Seðlabankans um
þetta bréf hefði komið fram að þetta
bréf fengi byggingasjóður í stað
þeirra tekna sem launaskatturinn
væri. Forsvarsmenn byggingarsjóðs
telja ekki á valdi fjármálaráðu-
neytisins að gera ráðstafanir af
þessu tagi og endursendu því bréfið.
Talsmaður fjármálaráðuneytisins
hefur sagt að þessi viðbrögð hús-
næðismálastjórnar komi honum á
óvart, því að þessi millifærsla milli
byggingarsjóðs og framkvæmdasjóðs
hafi verið í samræmi við lánsfjár-
áætlun síðasta árs og samþykkt
ríkisstjórnar í desember sl.
Sjá „Ágreiningur í kerfinu“
bls. 21.
Skipverja tók út af Sif HU 39:
„Mátti ekki tœpara standa”
Skagaströnd. 15. 1. — Sif IIU 39 69 tonn, sem gerður er út frá
Hvammstanga á Iínuveiðar, var að leggja línu sína sl.
laugardagsmorgun í 5 vindstigum að austan og talsverðum sjó í
Reykjafjarðarál þegar straumhnútur skall á skipið stjórnborðs-
megin. Stýrimaður. Vilhjálmur Skaptason. var að flytja lóðarbala
að línurennunni þegar sjórinn skellur á skipið að baki hans og
lcndir Vilhjálmur ofan á balanum um leið og báturinn leggst á
hliðina. Báturinn rétti sig strax aftur. en um leið kastaðist
ílhjalmur ut fyrir
sem hann flæktist í.
Sif var á lítilli ferð og tókst
strax að stöðva hana og bakka að
manninum og eftir 3—4 mínútur
var hann kominn um borð og inní
stýrishús, en meðvitundarlaus, og
var andardráttur ekki merkjan-
legur. Fljótlega tókst að ná
miklum sjó uppúr honum og eftir
nokkrar lífgunartilraunir,
blástursaðferð og hjartahnoð, tók
hann að anda aftur, en komst
ekki til meðvitundar fyrr en eftir
langa stund og var þá alls ekki
sem ánægðastur með afskipti
björgunarmanna.
ásamt lóðabalanum og línunni
Sif sneri strax eftir að
Vilhjálmur hafði náðst til Skaga-
strandar og kom þangað um kl.
15, en þar tók héraðslæknirinn,
Sigursteinn Guðmundsson, á
móti þeim og var sjúklingurinn
þegar fluttur á sjúkrahúsið á
Blönduósi. Aðrir skipverjar urðu
ekki fyrir áföllum og báturinn er
óskemmdur, hins vegar fór öll
línan í einn hnút.
Vilhjálmur Skaptason segir:
„Um leið og ég féll í sjóinn kallaði
ég til félaga minna því ég hélt að
þeir hefðu ekki orðið þess varir
að ég fór út, en mér fannst
báturinn fjarlægjast mjög þar
sem ég synti í sjónum. Strax á
eftir flæktist ég í línunni og hún
dró mig niður. Eg saup mikinn
sjó og varð þess fullviss að nú
væri úti um mig og var búinn að
sætta mig við það, en vildi samt
að ég fyndist svo ég reyndi að
flækja mig meira í línunni. Kulda
fann ég alls engan. Eftir þetta
man ég ekkert fyrr en skipstjór-
inn segir við mig að eftir sé
klukkutíma sthn til Skagastrand-
ar. Eg var mjög ruglaður fyrst á
eftir og á mig sótti gífurlegur
þorsti og ég býst við að ég hafi
meiðst í baki.
Eg er mjög þakklátur skip-
félögum mínum fyrir snarræði
þeirra við björgunina, þetta
mátti ekki tæpara standa."
Skipstjóri á Sif er Oddgeir
Þorsteinsson.
Fréttaritari.
Vilhjálmur Skaptason stýrimaður.
Tœplegá 40
kílóa hrygna
frá Halaman
Skuttogarinn Arnar HU
1 aflaði rúm þrjúþúsund
tonn á sl. ári en hann hóf
veiðar í febrúar eftir
brunann sem varð í hon-
um í nóvember 1977. Er
skipið kom úr fyrstu
veiðiferð þessa árs 13.1
með 140 tonn af góðum
fiski var í aflanum þessi
þorskur sem myndin er af,
en hann reyndist vera 158
sm og 38,4 kg hrygna.
Þorskur af þessari stærð
hefur af ýmsum verið
talinn útdauður, en alltaf
öðru hvoru verður þó vart
við einn og einn, sennilega
er þetta 12—14 ára fiskur,
en það verður þó ekki að
fullu ljóst fyrr en kvarn-
irnar hafa verið athugað-
ar hjá Hafrannsókna-
stofnuninni. Fiskurinn
veiddist á Halanum. —
Fréttaritari.
Soðning hœkkar
VERÐLAGSNEFND hefur
samþykkt hækkun á nýjum
fiski til neytenda til samræmis
við nýlega samþykkta fisk-
verðshækkun. Hefur samþykkt-
in hlotið staðfestingu í ríkis-
stjórninni. Samkvæmt þessu
hækka ýsuflök úr 590 í 653
krónur kg. eða um 10.7% en
þorskflök hækka úr 560 kr. kg. í
622 krónur eða sem næst 11%.
Sambærileg hækkun verður á
öðrum fisktegundum.
Gosdrykkir
hœkka um
eina krónu
SAMÞYKKT hefur verið einnar
krónu hækkun á flestum algeng-
ustu gosdrykkjategundum til sam-
ræmis við hækkun á vörugjaldi.
Hækkunin er sem næst 1—1,5%.
Samþykkt á Akranesi
Kvennadeild Verkalýðsfélags
Akraness samþykkti á félagsfundi í
gærkvöldi með yfirgnæfandi meiri-
hluta atkvæða samninga er gerðir
höfðu verið milli Akraneskaupstaðar
og Kvennadeildarinnar. Var verk-
falli á Sjúkrahúsi Akraness því
aflýst og vinna hafin með eðlilegum
hætti.