Morgunblaðið - 30.01.1979, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 30.01.1979, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1979 13 Ricky einbeittur á svipinn og vandar sig við blásturinn. Hér er Ricky búinn að snyrta plötusnúðinn og virðist vera hinn ánægðasti með verkið. Klippingin hafin. „Hvað er maðurinn eiginlega að gera?“ Eitthvað virðast aðfarirnar kát- legar a.m.k. finnst þeim félögum það. Átján skip í smíðum innan- lands og UM ÁRAMÓTIN voru í smíðum erlendis sex skip fyrir íslendinga og innan- lands var samið um og í smíðum 18 skip. Skipin, sem eru í smíðum erlendis, eru áætluð sam- sex erlendis tals 3311 brúttórúmlestir. Þetta eru tveir skuttogarar, innan við 500 og 300 lestir, sem eru í smíðum í Noregi, tveir skuttogarar innan við 500 lestir eru í smíðum í Portúgal, 1500 brúttórúm- lesta olíuflutningaskip er í r. 7n smíðum í V-Þýzkalandi, og tólf brúttórúmlesta trefja- platsbátur er í smíðum í Noregi. Skipin 18 sem í smíðum eru og samið hefur verið um smíði á innanlands eru áætluð samtals 2605 brúttó- rúmlestir. Af þessum skipum eru átta stálfiski- skip minni en 500 brúttó- rúmlestir, sex tréfiskiskip 40 brúttórúmlestir og minni, þrjú fiskiskip úr trefjaplasti, sem eru innan við 15 brúttórúmlestir og á Seyðisfirði er í smíðum far- þegaferja úr stáli um 45 hrn t.tórn m 1 est.i r. „Eg mæli W segir Þorlákur Ásgeirsson byggingameistari í apríl 1974 keypti Þorlákur nýjan Mazda 818 station og þann 10. janúar síðastliöinn var hann búinn aó aka bílnum 183.898 kólómetra. Þorlákur segir: „Ég tel það lán á við að fá stóra vinninginn í haþþdrætti þegar ég fór á bílasýningu hjá Bílaborg hf. árið 1974 og festi kaup á þessum bíl. Þaö er með ólíkindum hvað bíllinn hefur staðið sig vel. Ég hef notaö bílinn í starfi mínu sem verktaki, meðal annars var ég með verk austur á Kirkjubæjarklaustri í 2 ár og var bílnum þá ekið viö mjög misjafnar aðstæður. Bílnum hefur verið ekið af mér og starfsmönnum mínum og ennfremur hefur hann verið notaður sem fjölskyldubíll af mér, konu minni og 2 börnum. Það er dálítið merkilegt að þrátt fyrir að aörir bílar hafi verið á heimilinu, þá hefur Mazda bíllinn alltaf veriö tekinn fram yfir alla aðra vegna þess hve lipur og skemmtilegur hann er í akstri. Enginn af þeim bílategundum sem ég hef átt hefur enzt nálægt því eins og þessi bíll. Einu viðgeröir og endurnýjan- ir sem geröar hafa veriö á bílnum frá uþþhafi eru: Skiþt 2svar um bremsu- klossa að framan og einu sinni um bremsuborða að aftan, einu sinni skipt um höggdeyfa að framan, pústkerfi 2svar sinnum, tímakeöju í vél einu sinni og kúplingsdisk einu sinni. Ég vil sérstaklega taka fram aö aldrei hefur þurft að skipta um slitfleti í framvagni eða stýrisgangi og bíllinn rann í gegnum síðustu skoöun hjá bifreiðaeftirlitinu! Þessa einstöku endingu bílsins vil ég fyrst og fremst þakka vandaðri smíöi bílsins, ennfremur hef ég reynt að koma með bílinn í reglulegar skoðanir hjá Bílaborg hf. eins og framleiöandi Mazda mælir með. Það er ábyggilega mikil- vægt atriði. Öll þjónusta og liþurð starfsmanna Bílaborgar hf. hefur verið til fyrirmyndar. Bílinn ætla ég að eiga áfram, og er ég sannfæröur um aö ég ek honum 100.000 kílómetra í viðbót án nokkurra umtalsveröra viögeröa!“ Það má bæta því við aö vélin í bíl Þorláks var þrýstiprófuð og var þrýst- ingurinn 132/120/125/128 en þrýsting- ur á nýjum bíl er 135. Þetta sýnir að vélin er ennþá sáralítiö slitin. Mazda — Gæöi — Öryggi — Þjónusta. BÍLABORG HF SMIDSHÖFDA 23 símar: 812 64 og 812 99

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.