Morgunblaðið - 30.01.1979, Síða 25

Morgunblaðið - 30.01.1979, Síða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1979 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1979 25 ! Enn tapa IR-ingar með einu marki ÍR-INGUM ætlar að ganga illa að ná sér í stig í 1. deildinni í handknattleik. Á laugardaginn töpuðu þeir enn einum leik, nú íyrir liði Fram, 16 — 15. Framan af leiknum voru ÍRingar betri aðilinn í leiknum, og um miðjan fyrri hálfleik var staðan 8—4 ÍR í hag, en Fram náði að minnka muninn niður í eitt mark fyrir lok hálfleiksins, 10—9. f síðari hálfleik var svo mun meirir kraftur og ákveðni í Frömurum, og þeir sigldu fram úr og sigruðu þó að naumlega væri, og litlu munaði að ÍR-liðið næði að jafna rétt í lokin. Gangur leiksins Guðjón Marteinsson var svo sannarlega í essinu sínu í byrjun leiksins og raðaði inn mörkum fyrir ÍR. Skoraði hann fyrstu fjögur mörk liðs síns en af 10 í fyrri hálfleiknum hafði hann skor- að sjö. Þrátt fyrir góða byrjun tókst ÍR-liðinu ekki að fylgja henni eftir. Með baráttu og seiglu tókst Frömurum að vinna upp forskot ÍR og skildi eitt mark í leikhléi. Það voru svo ákveðnir framarar sem mættu til leiks í síðari hálf- leiknum. Skoruðu þeir fimm mörk án þess að IR-ingar gætu svarað. Staðan hafði heldur betur breyst. Um tíma í fyrri hálfleiknum stóðu leikar 9—5 ÍR í hag en eftir 10 mínútna leik í síðari hálfleik var staðan 14—10. Var það fyrst og fremst þessi góða byrjun í síðari hálfleik sem skóp sigur Framara. Seinni hluta síðari hálfleiks minnkuðu ÍR-ingar svo muninn jafnt og þétt og lokamínúturnar var mikil spenna. ÍR-liðið átti tvisvar góða möguleika í lokin á að jafna leikinn en bæði tækifærin fóru forgörðum. Liðin. Það er mikil seigla í liði Fram- ara, ungu mennirnir fylgdu Sigur- bergi og Pétri Jóhannssyni vel eftir í baráttunni og tóku vel á í varnarleiknum. Þá átti Gissur Ágústsson markvörður Fram sinn besta leik á keppnistímabilinu. Gerði Gissur sér lítið fyrir og varði þrjú vítaköst í síðari hálf- leiknum þegar mikið lá við. Þá varði hann mjög vel skot af línu og fyrir utan. Gústaf Björnsson var frískur og skoraði lagleg mörk Atli Hilmarsson var fullbráður í leikn- um, hefði hann gjarnan mátt láta boltann ganga betur, hann stakk of mikið niður og stöðvaði það spil Fram fullmikið. Theodór Guðfinnsson er mjög skotfastur leikmaður sem á eftir að ná langt. Skoraði hann fjögur gullfalleg mörk fyrir Fram; Réð Jens Einars- son markvörður ÍR ekkert við skot hans. Sigurbergur og Pétur börðust báðir vel allan tímann og sýndu seiglu sem átti ekki lítinn þátt í því að sigur vannst. í liði ÍR bar Guðjón Marteinsson nokkuð af, í fyrri hálfleik átti hann stórgóðan leik og skoraði 7 mörk, þar af voru tvö hrein snilld. Aðrir en Guðjón risu ekki upp úr meðalmennskunni, þyngsli voru yfir leik ÍR og á leikfléttum þeim, sem brugðið hefur fyrir hjá liðinu í vetur, bar lítið. Landsliðsmark- vörðurinn Jens Einarsson náði sér aldrei á strik. Það eina sem hann sýndi var þegar honum tókst að verja þau þrjú vítaköst sem hann varði í leiknum, þess á milli fékk hann á sig slök mörk. Lið IR verður nú að fara að taka á honum stóra sínum ef ekki á illa að fara. Staða liðsins í 1. deild er ekki sterk um þessar mundir. En það er eins og liðið vanti bara herslumuninn. í stuttu máli: Laugardalshöll 27. jan. íslandsmótið 1. deild, ÍR - Fram 15-16 (10-9) Mörk ÍR: Guðjón Marteinsson 9, Brynjólfur Markússon 2, Sigurður Svavarsson 1, Ólafur Tómasson 1, Ársæll Hafsteinsson 1, Hafliði Halldórsson 1. Mörk Fram: Gústaf Björnsson 6 (2v), Atli Hilmarsson 3, Theodór Guðfinnsson 4, Birgir Jóhannsson R i 2x2 mínútur, og Pétri Jóhanns- syni í 2 mín. og Erlendi Davíðssyni í 2 mín. Misheppnuð vítaköst: Gissur Ágústsson varði frá Sigurði Svavarssyni á 37. mín., Guðjóni Marteinssyni á 49. mín. og Bjarna Hákonarsyni á 52. mín. Jens Einarsson varði frá Atla Hilmars- syni á 11. mín., og Gústafi Björns- syni á 41. og 51. mín. Dómarar voru þeir Björn Kristjánsson og Ólafur Stein- grímsson og dæmdu þeir leikinn allvel, þó svo að einstaka sinnum brygði fyrir ónákvæmni í dómum þeirra. þr STAÐAN 1. DEILD Eftir leiki helgarinnar, er staðan í 1. deild karla nú þessi: Fram — ÍR HK — Haukar Fylkir — Valur Víkingur FH Haukar Fram Fylkir ÍR HK FH 7 8 9 9 9 9 9 8 16:15 20:20 25:25 1 0 137:111 13 189:162 13 178:170 11 185:178 10 172:184 164:175 159:173 147:172 9 5 5 4 Markhæstu leikmenn 1 deildar MARKIIÆSTU LEIKMENN ERU: Geir Hallsteinss. FH 58 Atli Ililmarss. Fram 49 Hörður Harðars. Haukum 48 Gústaf Björnss. Fram 47 Guðjón Marteinss. ÍR 41 Gunnar Baldurss. Fylki 37 Stefán Halldórss. HK 35 Brynjólfur Markúss. ÍR 34 Páll Björgvinss. Vík. 32 Viggó Sigurðss. Vík. 32 Jón P. Jónsson Val 30 Hilmar Sigurgíslas. HK 28 Björn Blöndal HK 27 Bjarni Guðmundss. Val 27 Einar Einarss. Fylki 26 Ólafur Jónss. Vík. 26 Þorbjörn Guðmundss. Val 25 Erlendur Hermannss. Vík. 24 Þórir Gíslas. Haukum 24 Jón Karlsson Val 23 Guðm. Á. Stefánss. FH 22 Árni Indriðas. Vík. 22 Ólafur Einarss. Vík. 22 Andrés Kristjánss. Haukum 21 Sigurður Svavarss. ÍR 21 Birgir Jóhanness. Fram 20 Stefán Jónsson Ilaukum 20 ■ • Steíán Halldórsson þrumar knettinum ylir varnarvegg Hauka og rakleiðis í netið, tilþrifin eru mikil. Ljósm. Mbl.: Emilía. Stigahæstir í einkunnagjöf Morgunbladsins Stigahæstu menn í einkunna- gjöf Mbl. eru nú: Jens Einarsson ÍR 26 Geir Hallsteinsson FH 26 Atli Hilmarsson Fram 26 Hörður Harðarson Haukum 25 Andrés Kristjánss. Haukum 24 Árni Indriðason Vík. 23 Sigurbergur Sigsts. Fram 23 Jón Gunnarsson Fylki 23 Guðjón Marteinsson ÍR 23 Páll Björgvinsson Vík. 22 Birgir Jóhannesson Fram 22 Ólafur Benediktsson Val 22 Erlendur Hermannsson Vík. 21 Sæmundur Stefánsson FII 21 Gústaf Björnsson Fram 20 Einar Ágústsson Fylki 20 ólafur Jónsson Vík. 20 Þórir Gislason Haukum 20 Brynjólfur Markússon ÍR 20 Bjarni Guðmundsson Val 20 0 Jón Gunnarsson markvörður Fylkis ver hér skot Guðmundar Magnússonar FH sem kominn er írír inn á línu. Jón átti stórleik með liði sínu á móti FH á sunnudag. Geir jafnaði eftir venjulegan leiktíma! LOKAMÍNÚTURNAR og sekúndurnar í leik Fylkis og FH í Höllinni voru eftirminnilegar. Eftirminnilegar vegna þess að Fylkismenn höfðu breytt nánast tapaðri stöðu í sigurvon, náð forystu þegar aðeins 23 sekúndur voru til leiksloka. Markvörður Fylkis, Jón Gunnarsson, sem átt hafði frekar erfitt uppdráttar allan leikinn, tók að verja eins og brjálaður maður og í lokaatlögu FH-inga á síðustu sekúndunum varði hann hvert skotið af öðru. Loks hrökk knötturinn út í hornið til Guðmundar Árna Stefánssonar sem stökk inn í vítatciginn, en færið var afar þröngt, enda varði Jón auðveldlega. En varnarmaður hafði stjakað eitthvað við Guðmundi og því var dæmt vítakast. Það var síðasta kast leiksins og Geir Hallsteinsson brást ekki félögum sínum og skoraði örugglega. Lokastaðan 25—25, en FH hafði yfir í hálfleik, 14—11. Fylkismenn hófu leikinn af slæmur kafli hjá Fylki og í kjöl- FH-ingar fengu nú knöttinn og firnakrafti og komust í 2—0. FH-ingar jöfnuðu snarlega með vítaköstum Geirs og Viðars, en Fylkismenn hættu ekki og komust í 5—3. Þeir Ögmundur Kristinsson og Gunnar Baldursson skoruðu þessi mörk Fylkis og voru þau öll sérlega falleg. En síðan hrundi leikur Fylkis um tíma og af næstu 8 mörkum sem skoruð voru, skor- uðu FH-ingar 7. Breyttist staðan í 10—6 fyrir FH. Það sem eftir lifði hálfleiksins var hins vegar jafn- ræði með liðunum, en þá tók Kristinn Sigurðsson mikla rispu fyrir FH og skoraði 3 mörk í röð úr hægra horninu. Staðan í hálfleik var því 14—11 fyrir FH eins og áður kemur fram. Fylkismenn náðu að minnka muninn í 2 mörk snemma í síðari hálfleik, 14—16, en þá kom annar farið 3 FH-mörk í röð. Staðan var nú 19—14 og ekki nema um stund- arfjórðungur til leiksloka. Sigur FH virtist ekki vera í hættu, því að nokkru siðar stóð 21—17. En þá fór að syrta í álinn hjá FH. 3 mörk í röð frá Fylkismönnum breyttu stöðunni í 21—20. Geir skoraði, 22—20, en Fylkismenn hleyptu FH-ingum ekki lengra frá sér. Virtist sem Fylkismönnum ætlaði að vanta herslumuninn eins og komið hefur fyrir í vetur. Staðan var 24 — 22 fyrir FH, þegar Magn- ús Sigurðsson skoraði fyrir Fylki úr víti. I næstu sókn var dæmdur ruðningur á FH. Fylkir misnotaði sína sókn, Janus brunaði einn upp, en skaut í stöngina. Fylkismenn fengu því annað tækifæri og nú var það notfært, Ögmundur skor- aði og jafnaði. Voru nú aðeins rúmar 2 mínútur til leiksloka. fengu auk þess tvö dauðafæri á línunni. Jón Gunnarsson varði hins vegar snilldarlega bæði skot- in og þegar aðeins um 23 sekúndur voru til leiksloka náði Ögmundur fnrvstunni fyrir Fylki. Leikur Fylkis var afar sveiflu- kenndur, mikil barátta og þokka- legur handbolti þegar best lét, en alger meðalmennska þess á milli. Ögmundur Kristinsson lék vafalít- ið sinn besta leik í vetur, skoraði mikið af gullfallegum mörkum. Mörk Gunnars Baldurssonar voru einnig hreinustu perlur, en kapp- inn var frekar óheppinn með skot sín, hæfði fulloft stangirnar. Auk þeirra áttu góða spretti þeir Sigurður Símonarson og Kristinn Sigurðsson, að ógleymdum Jóni Gunnarssyni, sem varði af snilld lokakaflann. Geir nokkur Hallsteinsson sann- aði það einu sinni enn, nokkuð sem hann þarf ekki að vera að sanna, að hann er snillingur í handbolta. Hann var að vísu fremur rólegur í fyrri hálfleik, en í þeim síðari sýndi hann gamla góða takta. Auk þess áttu þeir Sverrir Kristinsson, Guðmundur Magnússon og Guð- mundur Árni góðan leik. 1 stuttu máli: Laugardalshöll, 1. deild: Fylkir—FH 25:25(11:14). MÖRK FYLKIS: Ögmundur Kristins- son 6, Sigurður Símonarson 5, Magnús Sigurðsson 4, Gunnar Bald- ursson og Kristinn Sig. 3, Einar Einarsson 2, Halldór Sigurðsson og Einar Ágústsson eitt hvor. MÖRK FH: Geir Hallsteinsson 8 (4 v), Viðar Símonarson 4 (2 v), Guðmund- ur Árni, Guömundur Magnússon og Janus Guölaugsson 3 (1 v) hver, Kristján Arason 2, Sæmundur Stefánsson og Hans Guðmundsson 1 mark hvor. MISNOTUÐ VÍTI: Sverrir Kristinsson varði frá Gunnari Baldurssyni í fyrri hálfleik. BROTTREKSTRAR: Guömundur Magnússon og Sæmundur Stefáns- son (FH) í 2 mínútur hvor og Einar Einarsson Fylki í 2 mínútur. — gg. Haukar stálu stigi LIÐ HK og Hauka skildu jöfn að Varmá á sunnudaginn, bæði lið skoruðu 20 mörk, eftir að HK hafði haft 2 mörk yfir í hálfleik, 12:10. En lið HK var átakanlega nærri því að vinna annan sigur sinn í mótinu, því að þegar aðeins um hálf mi'núta var til leiksloka, var staðan 20:19 fyrir HK og knötturinn f höndum þeirra. En þá kom ótímabært skot, Hilmar Sigurgíslason var rekinn af leikvelli og Hörður Harðarson skoraði eina markið sem hann gerði ekki úr víti þegar hann fann smugu í vörn HK. Jafntefli 20:20. Liðin fylgdust svo rækilega að í örskammt var til leiksloka, en þá netið. Stefán er mikil skytta. markaskoruninni framan af leikn- um, að varla hefði mátt troða hnífsblaði á milli þeirra, þannig var nærri jafnt á öllum tölum upp í 7—7. Tóku þá HK-menn mikinn sjjrett og góðan og komust í 12:8. Oðagot í sókninni síðustu mínút- urnar varð síðan til þess, að Haukar náðu tvívegis í knöttinn og tókst þeim að nýta það til hins ýtrasta. 12:10 í hálfleik. Fyrstu 10 til 15 mínútur síðari hálfleiks skoruðu Haukarnir 6 mörk gegn 2 hjá HK og komust þannig yfir í fyrsta skiptið síðan snemma í fyrri hálfleik. Hélt liðið síðan 1—2 marka forystu þar til komst Kópavogsliðið yfir á nýjan leik með 2 þrumumörkum Stefáns Haildórssonar. Var staðan þá 20:19 fyrir HK, en lokakaflanum hefur þegar verið lýst. I lið HK vantaði enn þá Ragnar Ólafsson, sem er á hröðum bata- vegi af meiðslum sínum, og Björn Blöndal, Liðið hefur hins vegar endurheimt Hilmar Sigurgíslason og munar um hálfan slíkan leik- mann. Hilmar átti stórleik og skoraði 9 mörk. Stefán Halldórs- son klæddist yfirfrakka í fyrri hálfleik, en þegar honum hlotnað- ist dálítið meira frjálsræði í síðari hálfleik fór knötturinn að rata í c* ""nannef^-f ram an UHnnarsson ryIki 24 Hrynjóllur Markusson 1K 20 snemma í fyrri hálfleik. Hélt liðið ist dálítið meira frjálsræði í siðari síðari hálfleik og komst mjög vel HK, í 2 mínútur hvor. Guðmundsson 1 Valaarður Valaarösson 1. Sigb G Stefan Jonsson Ilaukum 20 Guðjon Marteinsson IR 23 Bjarni Guðmundsson Val 20 síðan 1—2 marka forystu þar til hálfleik fór knötturinn að rata í frá hlutverki sínu. Þá voru þeir _ gg. _____________________\____________________‘ _____________________________‘ Friðjón skoraði og falleg mörk með langskotum. Jón Einarsson var mjög ógnandi í vinstra horn- inu, en ólánið elti hann á röndum, þannig skaut hann í stangir, steig á línu og allt hvað eina. Hann skoraði aðeins eitt mark í leiknum, en skóp sér fjölda færa með hraða sínum, sem er með ólíkindum. Hjá Haukum kom nokkuð á óvart, hve daufir þeir Hörður Harðarson, Ólafur Jóhannesson og Stefán Jónsson voru, en þetta hafa verið máttarstólpar liðsins í vetur. Jón Hauksson var mikið inn á í síðari hálfleik og komst mjög vel frá hlutverki sínu. Þá voru þeir Ingimar og Andrés mjög frískir á línunni. Breiddin í Haukaliðinu virðist vera mjög mikil, þannig skoruðu 8 leikmenn 20 mörk liðs- í STUTTU MÁLI: VARMÁ 1. deild: HK — Haukar 20:20 (12:10). MÖRK HK: Hilmar Sigurgíslason 9, Stefán Halldórsson 5 (2 víti), Friðjón Jónsson 3, Kristinn Olafsson 2 og Jón Einarsson 1 mark. MÖRK HAUKA: Jón Hauksson 4 (2 víti), Andrés Kristjánsson, Ingimar Haraldsson, Hörður Harðarson og Þórir Gíslason 3 hvor, Sigurður Aðalsteinsson 2, Stefán Jónsson og Ólafur Jóhannesson eitt hvor. MISNOTUÐ VÍTI: engin. BROTTREKSTRAR: Erling Sigurðs- son og Hilmar Sigurgíslason, báðir úr HK, í 2 mínútur hvor. Atta unglingar Leiknis töpuðu stórt fyrir Þrótti EINS og við mátti búast burstuðu Þróttarar lið Leiknis í 2. deild íslandsmótsins í handknattleik á laugardag í Laugardalshöllinni. Sautján mörk skildu liðin I leiks- lok. 29:12. Það er þó rétt að benda á, að lið er þó rétt að benda á, að lið Leiknis var ólöglegt, og vekur það furðu undirritaðs að móta- nefnd HSÍ skuli ekki gera neina athugasemd við að í liðinu eru ekki ncinir meistaraflokksmenn heldur eingöngu piltar úr 2. flokki. „Við erum að reyna að hjarga því sem bjargað verður,“ sagði einn þeirra við blaðamann Mbl., er hann spurði hverju það sætti, að enginn þjálfari væri með liðinu, enginn liðstjóri, svo og enginn mcistaraflokksmaður. Piltarnir í Leikni reyndu svo sannarlega allt hvað þeir gátu til að standa í Þrótturum, og á stundum var hreint furðulegt hvað þeir seigluðust áfram. Þeir gáfust aldrei upp þótt á móti blési, og náðu þó nokkrum sinnum að skora lagleg mörk í leiknum, jafnframt því sem þeir reyndu eftir mætti að hindra stóra og stæðilega leik- menn Þróttar í sókninni. Rétt er að geta þess að Leiknis- piltarnir votu aðeins átta og léku því aðeins með einn skiptimann. Þeir 14 áhorfendur sem mættir voru í Laugardalshöllina fengu ekki mikla skemmtun. Yfirburðir Þróttar voru algerir og svo miklir að maður hafði á tilfinningunni að þeir tækju aldrei á. Staðan í hálfleik var 14:5, og um tíma í síðari hálfleiknum var staðan orðin 24:7. Mörk Þróttar: Konráð Jónsson 10 (jv), Páll Ólafsson 5, Einar Sveinsson 5, Oddur Jakobsson 1, Ari Einarsson 3, Sveinn Tómasson 3, Halldór Harðarson 1, Sveinlaug- ur Kristjánsson 1. Mörk Leiknis: Skafti Jóhanns- son 3, Sveinbjörn Sigurðsson 3, Friðrik Kristjánsson 3, Gunnar Gunnarsson 2, Rúnar Vilhjálms- son 1. - þr. Eyjaþór fatast flugid KA sigraði Þór, Vestmannaeyj- um, örugglega i 2. deild handbolt- ans á föstudag með 21 marki gegn 19. Með þessum sigri forðar KA sér af mesta hættusvæðinu í deildinni og raunar virðist liðið til muna sterkara nú eftir ára- mótin en fyrir svo reikna má með að KA geti tekið stig af hvaða liði sem er frá Eyjum gerir hins vegar að verkum að von um að vinna sæti í 1. deild að ári virðist nú fremur fjarlæg. Liðinu hefir mjög fatast flugið og aðeins hlotið eitt stig út úr síðustu fjórum leikjum. KA hafði forystu frá upphafi í leiknum á föstudag og leiddi lengst af með tveimur til fjórum mörk- um. í hálfleik var staðan 13 mörk gegn 9, en í síðari hálfleiknum tókst Þórsurum heldur að brúa bilið, þó svo munurinn yrði aidrei minni en tvö mörk. Eins og fyrr segir má merkja talsverðar framfarir í liði KA frá því fyrir áramót. Einkum og sér í lagi er varnarleikurinn sterkari en áður, baráttan er mun meiri. Besti maður KA og vailarinsí leiknum á föstudag var Jóhann Einarsson, sterkur og mikill baráttujaxl. Þá átti Alfreð Gíslason og góðan dag og ekki má gleyma Guðbirni Gísla- syni sem skoraði mörk á örlaga- stundum fyrir KA. Lið Þórsara olli nokkrum von- brigðum eftir góða frammistöðu í byrjun móts. Engum blandast þó hugur um að þar eru margir góðir handknattleiksmenn á ferð, þó svo mest beri á „útlendingunum" Hannesi og Andrési. Þá er gaman að sjá baráttuna og kraftinn í Ásmundi Friðrikssyni. MÖRK KA: AlfrcA Císlawm 7(3), Jóhann Kinarsson 4, GuAbjbrn Gíslaaon 3, Jón Árni Uónarason 3(1), Gunnar Gfelason, Þorleifur Ananíaason, ilaratdur Haraldsson og GuAmundur Lárusson eitt mark hver. MÖRK ÞÓRS: Hannes Leiísson 6(1), Ásmundur Frióriksson 4(2), Andrós Bridde 3, Ragnar Hilmarsson 2, Þórarinn Ingi Ólafsson. Herbert Þorleifsson, BöAvar Berg- þórsson og Þór Valtýsaon eitt mark hver. Gunnar Kjartansson og Árni Tómasson dæmdu þennan leik og að mat) undirritaAs hefir þeim oftast tekist betur upp. Sigt.G. ÞÓRSARAR úr Eyjum sigruðu Þórsara frá Akureyri í 2. deild handboltans á laugardag með 22 mörkum gegn 20, og fór leikurinn fram norður á Akureyri. Þar með dvínuðu mögu- leikar Þórsaranna á Akureyri verulega um sæti í 1. deild að ári. Raunar virðist lið Akureyrar-Þórs alls ekki eins sterkt og fyrr í vetur, hvað sem veidur. Akureyringarnir leiddu allt fram í miðjan fyrri hálfleikinn þegar Vestmannaeyingar tóku for- ystuna, forystu sem þeir héldu leikinn út. í leikhléi var staðan 13 mörk gegn 10 fyrir Þór Ve. Um miðjan síðari hálfleikinn hafði Akureyringunum tekist að minnka muninn í eitt mark, 18 gegn 17, en Eyjamennirnir skoruðu þá þrjú næstu mörk, 21 gegn 17, og aðeins níu mín. til leiksloka. Akureyring- ÍR. Jens Einarsson 2, Bjarni Hákonarson 2, Guðjón Marteinsson 4, Ólafur Tómasson 2, Sigurður Svavarsson 2, Guðmundur Þórðarson 2, Ársæll Hafsteinsson 1, Hafliði Halldórsson 1, Brynjólfur Markússon 2, Bjarni Bjarnason 1, Siguröur Gíslason 2. Fram. Guðjón Erlendsson 2, Gissur Ágústsson 4, Birgir Jóhannsson 2, Björn Eiríksson 1, Gústaf Björnsson 3, Sigurbergur Slgsteinsson 2, Pétur Jóhannsson 2, Atli Hilmarsson 2, Theodór Guðfinnsson 3, Jens Jensson 2, Rúnar Guölaugsson 2, Erlendur Davíösson 1. HK. Einar Þorvarðarson 2, Friðjón Jónsson 2, Hilmar Sigurgíslason 4, Kristinn Ólafsson 3, Jón Einarsson 3, Gissur Kristinsson 1, Vignir Baldursson 2, Erling Sigurðsson 2, Stefán Halldórsson 2, Þórir Halldórsson 1, Gunnar Eiríksson 1, Kolbeinn Andrésson 1. Haukar. Gunnlaugur Gunnlaugsson 2, Þorlákur Kjartansson 2, Ingimar Haraldsson 3, Ólafur Jóhannesson 1, Hörður Harðarson 2, Stefán Jónsson 1, Sigurður Aðalsteinsson 2, Árni Sverrisson 1, Andrés Kristjánsson 3, Þórir Gfslason 2, Jón Hauksson 3, Árni Hermannsson 1. Fylkir: Jón Gunnarsson 2, Halldór Sigurðsson 2, Gunnar Baldursson 2, Örn Hafsteinsson 1, Einar Einarsson 1, Kristinn Sigurðsson 3, Einar Ágústsson 2, Sigurður Símonarson 3, Magnús Sigurösson 2, Ögmundur Kristinsson 3, Guöni Hauksson 1, Arnþór Óskarsson 1. FH: Magnús Ólafsson 1, Sverrir Kristinsson 3, Sæmundur Stefánsson 2, Guðmundur Árni Stefánsson 3, Guðmundur Magnússon 3, Kristján Arason 2, Geir Hallsteinsson 4, Viöar Símonarson 2, Janus Guðiaugsson 2, Hans Guðmundsson 1, Valgaröur Valgarðsson 1. arnir sýndu þá af sér harðfylgi, Og þegar þrjár mínútur voru til leiks- loka var staðan orðin 21 gegn 20 Vestmanneyingum í hag og allt gat gerst. En fyrir einbera fávísi, sífellt nöldur út í dómara, var einum Þórsara vikið af velli og það voru Vestmanneyingar sem áttu síðasta orðið í leiknum og sigruðu því með 22 mörkum gegn 20. Sigur Vestmannaeyinganna í leiknum á laugardag verður að teljast sanngjarn eirts og ieikurinn þróaðist. Hitt er svo annað mál að hefðu Þórsararnir frá Akureyri beitt ofurlítið meiri skynsemi hefði sigurinn átt aö geta fallið þeim í skaut. Dómgæslan fór ákaflega mikið í taugar Akureyr- inganna, svo mikið að þrívegis var mönnum vikið af velli fyrir að mótmæla dómum, og varð það liðinu dýrt spaug. Slíkt ætti ekki að henda hjá liði sem hefir yfir jafn reyndum mannskap að ráða og Þórsarar hafa. Hinu er ekki að leyna að mikils ósamræmis gætti í dómum Árna Tómassonar og Gunnars Kjartanssonar, en menn ættu að vera farnir að læra að nudd í garð dómara hefir aldrei fært liði sigur. Andrés Bridde var langbesti maður Þórsara í þessum leik, og verður fróðlegt að vita hvort Andrés heldur tryggð við Vest- mannaeyingana, eða leikur á næsta ári með sínu gamla félagi, Fram. Böðvar Bergþórsson átti og ágætan ieik, skoraði fallega úr horninu og gætti Arnars Guð- laugssonar mjög vel í síðari hálf- leik. Sigurður Sigurðsson og Árni Stefánsson voru bestu menn Þórs- ara að þessu sinni. Það er annars synd hversu lítið kemur út úr Sigtryggi Guðlaugs nú i síðustu leikjum. Sigtryggur, sem hefir um árabil verið langmestur marka- skorari í liði Þórs, virðist alls ekki finna sig nú. Sigtryggur hrökklast úr sínum uppáhalds skotstöðum út í horn, meðan minni spámenn leggja undir sig svæði þar sem hann hefir verið að skora 5 til 8 mörk í leik. Þarna virðist -vera brotalöm í leikskipulagi Þórsara. MÖRK ÞÓRS: Akureyri: Arnar GuAlauip*- 8on 6. SiuurAur SigurAsson 6(2). SigtrygR- ur GuAlaugs 3(1), AAalsteinn SigurgeirsNon, J n n SigurAsNon. Árni Stelánsson, GuAmundur SkarphéAinsNon og Gunnar Gunnarsson eitt hver. MÖRK ÞÓRS Vestmannaeyjum: Andrés Bridde 6, Hannes Leiísson 4, Ásmundur FriAriksson 4(2), BöAvar Bergþórsson og Herbert Þorleifsson 3 hvor, Ragnar Hilm- arsson 2. Sigb. G !

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.