Morgunblaðið - 30.01.1979, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1979
Iðnaðrráðuneytið:
Eitt yngsta ráðuneytið
tekur 3,6% fjárlaganna
Iönaðarráðuneytið er eitt
hið yngsta í Stjórnarráðu-
neytinu, en það var formlega
stofnað hinn 1. janúar 1970.
Áður hafði atvinnu- og sam-
gönguráðuneytið með mál-
efni iðnaðarins að gera,
síðar samgönguráðuneytið
og um eða upp úr 1956 var
farið að nefna samgöngu-
ráðuneytið samgöngu- og
iðnaðarmálaráðuneytið.
Sumarið 1957 ákvað ráð-
herra er fór með iðnaðarmál
að bréf og reglugerðir o.þ.h.
sem frá ráðuneytinu fóru
skyldu rituð í nafni iðnaðar-
ráðuneytisins og var sá
háttur hafður til ársloka
1969.
Málefnin sem iðnaðarráðu-
neytið fjallar um eru einkum
iðnaðar- og orkumál svo og
jarðefni, þ.e. rannsóknir á
nýtingu fastra, fljótandi og
loftkenndra jarðefna og ann-
arra verðmæta lands og
hafsbotns til iðnaðar og
vinnslu á þessu sviði. Þau
málefni er tilheyra orkumál-
um eru rannsóknir, orkulind-
ir, orkuver, orkuvinnsla og
dreifing og ýmsar stofnanir á
sviði orkumála. Þá hefur
ráðuneytið að gera með mál-
efni félaga, stofnana og rann-
sókna á sviði iðnaðar,
hann jafnframt sá fyrsti er
gegnir eingöngu því ráðu-
neyti. Aðstoðarmaður hans
er Þorsteinn Ólafsson við-
skiptafræðingur. í ráðuneyt-
inu eru 9 stöðugildi.
Páll Flygenring ráðuneyt-
isstjóri og Árni Þ. Árnason
skrifstofustjóri kynntu
blaðamönnum starfsemi
ráðuneytisins. Einn starfs-
manna annast um skráningu
einkaleyfa og vörumerkja, en
það er Gunnar Guttormsson
deildarstjóri. Sagðist hann
einmitt vera að ganga frá
1000. einkaleyfinu, en jafnan
væru skráð um 50 árlega og
um 500 ný vörumerki á ári.
Haft er samstarf við einka-
leyfaskrifstofuna í Dan-
mörku og annaðist hún rann-
sóknir fyrir ísland. Sagði
Gunnar að starf þetta væri
allumfangsmikið og sögðu
starfsmenn ráðuneytisins
daglega afgreiðslu einkum
vera vegna þessara erinda
fólks í ráðuneytið.
Að endingu var spjallað við
iðnaðarráðherra og sagði
hann að margt væri á verk-
efnalista ráðuneytisins og
ýmislegt á döfinni. Sagði
hann að þrátt fyrir að ráðu-
neytið væri liðfátt væri reynt
að annast öll þau störf sem
Iðnaðarráðherra, Hjörleifur Guttormsson, spjallar við blaða
fræðslu- og kynningarstarf-
semi, vernd eignaréttinda og
lögvernd atvinnuheita. Undir
þennan málaflokk falla t.d.
Iðntæknistofnun íslands,
Rannsóknastofnun bygging-
ariðnaðarins, o.fl. Fara um
3.6% fjárlaga til verkefna
iðnaðarráðuneytisins.
Fyrsti iðnaðarráðherra var
Jóhann Hafstein, síðan
Magnús Kjartansson, þá
Gunnar Thoroddsen og nú-
verandi iðnaðarráðherra er
Hjörleifur Guttormsson og er
þyrfti, en sér fyndist sem að
þess væri ekki nógu mikið
gætt að fjölga starfsmönnum
ráðuneyta eftir því sem vera
þyrfti heldur væri fremur
bætt við hinar ýmsu undir-
stofnanir þeirra. Það áhuga-
verða við starfið sagði ráð-
herra vera samskipti við fólk
sem jafnan væri margt í
viðtalstíma og skipulagningu
og stefnumótun, en af leiðin-
legri verkefnum sínum nefndi
hann að fjalla um gjaldskrár-
málefni.
Afgreiðsla iðnaðarráðuneytisins.
Ljósm.
Hjá launadeild er jafnan mikið um að vera við hver mánaðamót
og líktu starfsmcnn hennar mánaðamótunum fyrrum við
hátíðisdaga þegar menn komu f hópum að sækja laun sín, en nú
væri farið að leggja þau á bankareikninga. Ljósm. Emilía.
F j ármálar áðuney tið:
Milli 50 og 60
skattategundir
A ÞEIM 60 árum sem
fjármálaráðuneyti hefur
starfað hafa alls 22 ráðherr-
ar gegnt embætti fjármála-
ráðherra, og er Tómas
Árnason hinn 22. í röðinni.
Eysteinn Jónsson er sá
maður sem lengst hefur
gegnt því embætti og hefur
hann þrisvar haft það starf
með höndum. Undir stjórn
fjármálaráðuneytisins
heyra nú þrjú ráðuneyti,
fjármálaráðuneytið, fjár-
laga- og hagsýslustofnun og
ríkisendurskoðun.
Höskuldur Jónsson ráðu-
neytisstjóri kynnti fyrir
blaðamönnum ásamt
deildarstjórum og fulltrúum
ráðuneytisins störf þess og
fara þau einkum fram í
fimm deildum:
Gjaldadeild annast fjár-
lagaundirbúning, eftirlit
með útborgunum úr ríkis-
sjóði, greiðsluáætlanir og sér
um að útstreymi fjár úr
ríkissjóði sé sem næst í
samræmi við fjárlög og
aðrar greiðsluheimildir.
Tekjudeild hefur umsjá
með allri álagningu og inn-
heimtum á tekjum ríkissjóðs
öðrum en tolltekjum. Kom
fram á blaðamannafundin-
um að skattar eru nú milli 50
og 60 og höfðu starfsmenn
það á orði að einfaldara væri
að hafa tekjustofna stærri
og færri. Með því myndi
sparast mikið pappírsflóð og
umstang, eftirlit og bókhald.
Tolladeild annast mál er
snerta aðflutningsgjöld, út-
flutningsgjöld og tolleftirlit,
samskipti við útlönd vegna
samninga um fríverzlun og
gagnkvæma aðstoð í tolla-
málum. Berst deildinni fjöldi
erinda um niðurfellingu tolla
og eru afgreidd árlega milli
800 og 900 bréf og erindi
varðandi þau mál.
Ríkisbókhald hefur yfir-
stjórn með öllu bókhaldi og
reikningsskilum og sér um
gerð ríkisreiknings og ann-
ast auk þess bókhaldsþjón-
ustu fyrir einstakar stofnan-
ir ríkisins. Hefur það tekið
Þröngt er orðið um fjármálaráðuneytið svo sem um önnur
ráðuneyti og plássið því vel nýtt.
Launadeild fjallar um öll
launamál, þar á meðal fram-
kvæmd samninga, bókhald
og skráningu á réttindum og
starfsmannaskrá.
Málflutnings- og eigna-
deild fjallar um hagsmuna-
vörzlu í sambandi við kröfur
á hendur ríkinu, semur
eignaskrár ríkissjóðs, ríkisr-
ábyrgðir og gerninga er
fjalla um kaup og sölu
fasteigna ríkissjóðs og ann-
ast lögfræðileg úrlausnar-
efni varðandi verksamninga
á vegum stofnana ráðu-
neytisins.
að sér bókhald fyrir um 160
stofnanir sl. 4—5 ár.
Ríkisfjárhirzlan annast
allar inn- og útborganir
ríkissjóðs og viðskipti við
banka og geymir verðbréf og
hlutabréf ríkissjóðs.
Þá annast skrifstofustjóri
gerð ýmissa tölfræðilegra
yfirlita um launa- og líf-
eyrisútgjöld, er formaður
samninganefndar ríkisins í
kjaramálum og sér um
rekstur skrifstofu ráðu-
neytisins. Nú eru starfsmenn
þess um 40 og um 20 manns
starfa hjá ríkisbókhaldi.
Fræðslu-
námskeið
um þroska-
heft börn
Fræðslunámskeið um þroska-
heft börn, verður haldið á vegum
Námsflokka Reykjavíkur og
Landssamtakanna Þroskahjálpar
og hefst mánudaginn 5. febrúar
1979.
Námskeiðið er til húsa í Mið-
bæjarskólanum, Fríkirkjuvegi 1,
og verður á hverju mánudags-
kvöldi febrúar — apríl
20.30—22.30. Innritun fer fram í
skólanum.
Námskeiðið er í fyrirlestra-
formi en jafnframt er gert ráð
fyrir umraeðum og fyrirspurnum.
af hálfu þátttakanda.
Eftirtaldir munu fjalla um
þessi efni.
Mánudag 5. febrúar: Hörður
Bergsteinsson læknir: Súrefnis-
skortur hjá nýfæddum börnum;
mánudag 12. febrúar: Haukur
Þórðarson yfirlæknir: Hreyfi-
hömlun hjá börnum; mánudag 19.
febrúar: Hörður Þorleifsson augn-
læknir: Sjóngallar er leiða til
þroskahömlunar; Margrét
Sigurðardóttir blindrakennari:
Kennsla blindra og sjónskertra;
mánudag 26. febrúar: Huldar
Smári Ásmundsson sálfræðingur:
Einhverf börn; mánudag 5. mars:
Ólafur Bjarnason læknir: Heyrna-
skerðing hjá börnum; Guðlaug
Snorradóttir yfirkennari: Kennsla
heyrnarskertra; mánudag 12.
mars: Anna Þórarinsdóttir sjúkra-
þjálfi: Sjúkraþjálfun þroskaheftra
barna; mánudag 19. mars: Ólafur
Höskuldsson tannlæknir: Tann-
vernd; mánudag 26. mars: Ásta
Sigurbjörnsdóttir fóstra: Leik-
tækjasöfn; mánudag 2. apríl:
Margrét Margeirsdóttir félagsráð-
gjafi: Unglingsárin; og mánudag 9.
apríl: Jón Sævar Alfonsson; vara-
formaður Þroskahjálpar: Réttindi
þroskaheftra; ný viðhorf.
Námsmanna-
handbókin
er komin út
ÚT ER KOMIN á vegum Mennta-
málancfndar Stúdcntaráðs háskól-
ans Námsmannahandbókin 1979.
Fjögur ár eru liðin síðan þessi
bók kom út síðast og hefur hún því
að geyma nýjar upplýsingar um
framhaldsnám bæði hér heima og
erlendis. Bókinni er ætlað gefa
nokkra mynd af námsmöguleikum
sem til boða standa. Fjallað er um
nám í einstökum námsgreinum
innan háskólans og einnig við aðra
innlenda skóla. I bókinni er líka
fjallað um einstök lönd sem ís-
lenskir námsmenn stunda nám í og
einnig einstakar námsgreinar sem
eingöngu er hægt að stunda nám í
erlendis t.d. dýralækningar, kvik-
myndagerð og veðurfræði.
Bæjarstjórn Seyð-
isfjarðar fagnar
/
samningum Islend-
inga og Færeyinga
BÆJARSTJÓRN Seyðisfjarðar
samþykkti á fundi sínum 15.
janúar s.l. eftirfarandii
„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar
fagnar því að samningar um
gagnkvæm fiskveiðiréttindi skuli
hafa verið gerður við Færeyinga.
Bæjarstjórn telur þetta eðlileg
viðskipti tveggja nágranna og
hvata að nánari samskiptum
þessara frændþjóða."