Morgunblaðið - 30.01.1979, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1979
37
Svava Þórhallsdótt-
ir frá Hvanneyri
Fædd 12. aprfl 1890
Dáin 22. janúar 1979
22. janúar s.l. andaðist á heimili
Valgerðar dóttur sinnar, Selvogs-
grunni 8, í hárri elli, Svava Þór-
hallsdóttir biskups Bjarnarsonar
og konu hans, Valgerðar Jónsdótt-
ur. Svava hafði um nokkurra
mánaða skeið kennt vanheilsu og
veikindastríðið verið erfitt á köfl-
um, en á milli var sem birti til, og
var það til nokkurs léttis. Svava
fékk hægt andlát í ranni ástvina
sinna. Hún hafði þá um ellefu ára
skeið notið frábærrar umhyggju
og ástúðar Valgerðar, Svövu og
annarra nánustu ástvina.
Þegar litið er um öxl á ævikvöldi
er gott að geta minnst margra,
sem menn eiga gott upp að unna, á
stundum eftir kynni allt frá
bernskuárum, en það mætti líka
orða það svo, sem réttara væri, að
þegar í bernsku hafi skotið rótum
svo lífseigum og að svo mörgu
góðu, að þær héldu áfram að
blómgast. Þann veg eru minningar
mínar um Svövu Þórhallsdóttur.
Slíkrar konu er gott að minnast.
Svava var fædd 12. apríl 1890 og
vil ég geta þegar í upphafi þessara
minningarorða, nokkurra æviatr-
iða. Hún lauk prófi í Kennaraskól-
anum 1909. Var við framhaldsnám
í Svíþjóð 1910 og síðar tvívegis í
Danmörku. Lærði hún þá postu-
línsmálun, og kenndi að mála á
postulín, er heim kom og síðar.
Var þessi listgrein henni mjög að
skapi og vann allmörg ár við að
mála á postulín. Svava var mjög
listfeng og smekkvís. Kennslu
stundaði hún í Kvennaskólanum
um nokkurt skeið.
Svava vakti jafnan mikla at-
hygli fyrir fegurð sína og glæsi-
lega og virðulega framkomu. Að
utanferðunum loknum var hún í
fylkingarbrjósti í ungmennafé-
lagshreyfingunni hér í borg, en
ungmennafélögin voru tvö, pilta og
stúlkna (Iðunn). Félag piltanna
nefndist Ungmennafélag Reykja-
víkur. Samstarf var milli félag-
anna og fór snemma vaxandi.
Þá var blómaskeið ungmennafé-
laganna. Eitt mesta áhugamál
unga fólksins þá var baráttan
fyrir bláhvíta fánanum, fána hins
unga Islands, sem verða skyldi
þjóðarfáni, og sungin hvatningar-
ljóð, ljóð Einars Benediktssonar,
Til fánans (Rís þú unga íslands-
merki) og Vormenn Islands, ijóð
Guðmundar skólaskálds. Það má
með sanni segja, að meðal ungs
fólks hafi verið eldmóður ríkjandi
á þessum tíma, eldmóður syngj-
andi æsku, en éinnig starfandi
æsku, sem vann mikið og óeigin-
gjarnt starf í sjálfboðavinnu við
margs konar nytsamlegar fram-
kvæmdir, í þeim góða anda ung-
mennafélaganna, sem þá ríkti.
Rúm leyfir ekki að rekja þetta
nánara, en þessa getið hér til þess
að minnast skerfs Svövu í þágu
fánamálsins og annarra þeirra
mála sem voru baráttumál hinna
ungu, og vakti mælska hennar og
virðuleg framkoma mikla athygli.
Þegar spor Svövu lágu til
Hvanneyrar, var hún lífið og sálin
í Ungmennafélaginu íslendingar,
sem stofnað var eftir komu hennar
þangað.
Hún var þá nýgift Halldóri
skólastjóra Vilhjálmssyni, en þau
voru gefin saman 11. maí 1911.
Voru þau bræðrabörn, Svava og
Halldór. Voru þeir bræður synir
Bjarnar Halldórssonar prófasts í
Laufási við Eyjafjörð. Hann var
þjóðkunnur maður, og eins 'Og
Dóra, systir Svövu, komst réttilega
að orði í minningargrein um föður
þeirra systra, var Björn prófastur
eitt af höfuðskáldum sinnar sam-
tíðar. Ritgerð Dóru var rituð á
Bessastöðum 12. nóv. 1955 á aldar-
afmæli Þórhalls biskups.
Ritgerðin var birt í Kirkjuritinu
2. des. sama ár. Almenna bókafé-
lagið gaf 1961 út sem gjafabók
Sögur Þórhalls biskups. Sá Tóm-
as Guðmundsson skáld um útgáf-
una og ritaði formála og þakkar
Dóru fyrir að verða við tilmælum
félagsins um birtingu ritgerðar-
innar sem bókarauka með sögun-
um. Kemst Tómas svo að orði um
ritgerðina:
„Hófsemi og innileiki fer sjald-
gæfilega saman í þessari ritgerð
og er mikilsverð heimild um ís-
lenzkt menningarheimili, sem stóð
óvenju traustum fótum í fornum
þjóðlegum erfðum, en hélt að sama
skapi hlýrri hendi yfir öllu, sem
horfði til nýrrar ræktunar manns
og moldar".
í ritgerðasafninu Móðir mín
birti Svava samkvæmt tilmælum
útgefanda ritgerð um móður sína,
Valgerði Jónsdóttur, en hún var
göfug og gagnmerk kona. Hún lést
af völdum krabbameins í brjósti
1913 eftir margra ára þjáningar.
— Báðar ritgerðirnar hafa að
mínu viti varanlegt gildi og bera
vitni í öMu sínu látleysi hversu
mikið þessar gáfuðu systur áttu
sínum mikilhæfu og góðu foreldr-
um að þakka. Og frá hverri línu er
sem berist sá andblær ræktarsemi,
sem þær sýndu foreldrum sínum
— og ber einnig til þess, sem
skilur, þá birtu, sem þær sjálfar
stóðu í.
Svava kemst svo að orði um
móður þeirra:
„Eftir mikla leit, viðleitni, náð
að ofan, og margháttaða lífs-
reynslu, sem skáldið Steingrímur
Thorsteinsson kallaði „harma-
klið“, næst það markmið, að menn-
irnir sameinist í andanum, lifa í
honum og hann í þeim, og bera líf
þeirra þá vitni þess. Móðir mín góð
hefir stefnt að þessu og með
bænum sínum og einlægni getað
birt æ meira af þeim kærleika,
sem er að baki öllu lífi.“
Áður en ég minnist nánar þess
tíma, er Svava Þórhallsdóttir var
húsmóðir mín á Hvanneyri, vil ég
víkja nokkrum orðum að þeim
tengslum, sem voru milli fjöl-
skyldu minnar og fjölskyldunnar í
Laufási. Þeir bræðurnir frá Lauf-
ási við Eyjafjörð gerðust báðir
landnámsmenn í Reykjavík, at-
hafnasamir nýræktarmenn, Vil-
hjálmur á Rauðará, Þórhallur
biskup í Laufási, en hann fluttist
þangað 1896 með fjölskyldu sína,
er hann hafði reist þar íveruhús
fyrir hana, og hafist handa um
aðrar framkvæmdir. Þórhallur
biskup var sem þjóðkunnugt er
einn af helztu búnaðarfrömuðum
landsins.
Faðir minn og Þórhallur voru
góðir vinir, virtu hvor annan og
vináttuárin orðin mörg. Sam-
starfsmenn voru þeir í Biblíu-
nefndinni svo kölluðu. Þeir fóru í
ferðalög saman, m.a. norður í land.
„Komst Steingrímur þá lengst að-
Laufási og Goðafossi,“ en Þórhall-
ur biskup sagði frá því ferðalagi í
Nýju kirkjublaði sem hann gaf út,
og var hin prýðisvel ritaða frásögn
birt í blaðinu 1911, en ferðin var
raunar farin þjóðhátíðarsumarið
1874. „Riðið var norður Gríms-
tunguheiði og komið niður í Skúta
um háttatíma. Kalt var og legið
úti um nóttina. Lítið gat ég sofið
um nóttina. Mér var svo kalt. Og
hvenær sem ég leit upp, sá ég
skáldið bera fyrir innar í hvamm-
inum. Hann gekk sér til hita á
grundinni alla nóttina.... Löngu
seinna bar þessa Skúta-nótt á
góma okkar í milli. Sagði Stein-
grímur mér, að þá hefði hann
kveðið erindin „Þú bláfjalla geim-
ur“. „(Rúm leyfir ekki að birta
lýsinguna í heilu lagi, en hún er
birt eins og hún kom í Nýju
kirkjublaði í 5. útgáfu ljóðmæl-
anna, sem kom út 1958, á bls. 389).
Vinsamleg samskipti höfðu alla
tíð verið við Laufás frá því Þór-
hallur biskup fluttist þangað og
margs skemmtilegs að minnast frá
bernsku- og unglingsárunum og
margt síaðist inn í barnshugann
og skýrðist síðar.
Við áttum heima í Thorvalds-
sensstræti 4 vestan Austurvallar
(þar sem nú er Landsímahúsið).
Það var upphaflega lítið einbýlis-
hús, sem faðir minn fékk í arf eftir
andlát föður síns. Hann byggði
ofan á það og lengdi það, og voru
eftir það tvær íbúðir í húsinu.
Þetta var auðvitað fyrir mitt
minni. Vegna atburðar, sem ég
heyrði móður mína segja frá, á
bernskudögum, varð mér ljóst, að
Tryggvi, elztur barnanna, fæddist
í húsinu okkar árið 1889. Löngu,
löngu seinna sagði Tryggvi mér
frá sama atburði og ég hafði heyrt
móður mína segja frá, en Tryggvi
sagði frá atburðinum nákvæmlega
eins og móðir mín hafði gert.
Svava var lika fædd í húsi föður
míns. „Séra Þórhallur eins og
hann var enn almennt titlaður á
þessum tíma, bjó um nokkurra ára
bii með fjölskyldu sinni í húsi
föður míns.
Aldursmunar vegna kynntist ég
ekki Svövu að neinu ráði fyrr en á
unglingsárum, þegar ég eins og
fjöldi barna og unglinga hændist
að ungmennafélagshreyfingunni.
Dóru kynntist ég snemma, enda
bundust þær Dóra og Þórunn
systir mín vináttuböndum á
barnsaldri, voru bekkjarsystur
alla sína skólatíð. Þetta reyndust
órofa tryggðabönd, sem héldust
meðan báðar lifðu. Hvorug átti
neitt til er breytti neinu. Hvert
tækifæri notað til gagnkvæmra
heimsókna og samveru. Og þegar
Þórunn hætti að koma í sínar
árlegu heimsóknir til Islands,
heimsóttu þau hana jafnan á
heimili hennar í Kaupmannahöfn,
Dóra og hennar ágæti maður,
Ásgeir forseti, hverju sinni er þau
voru þar á ferð.
Það hefir alltaf verið sól í heiði í
minum hugarheimi yfir-minning-
unum um vináttu þessara ágætu
hjóna og systur minnar.
Ég kynntist Halldóri skólastjóra
ungur að aldri — nýfermdur
drengur. Ég hafði þá verið fjögur
sumur í sveit, á Gufá (Gufuá) á
Mýrum véstur, og unað þar vel, og
vildi vera áfram í sveit að sumar-
lagi, og fjarlægara markmið að
fara í Hvanneyrarskóla. Móðir
mín vissi hug minn allan og var
það hennar ráð, að við fórum inn
að Rauðará til þess að hafa tal af
Halldóri. Förin bar þann árangur,
að Halldór réð mig í sumarvinnu.
Ég hreifst þegar af þessum vask-
lega og fjörmikla manni. Þar með
hófst nýr æviþáttur í lífi mínu —
Hvanneyrarþátturinn. Ég var þar
fjögur sumur og svo tvo vetur í
bændaskólanum. í Úrvali 1963
birtist grein eftir mig um Halldór
(„Ógleymanlegur maður") og vil ég
tilfæra þessi orð úr greininni: „Og
eins og ég hefi oft um það hugsað
hve gott það var að hafa átt fjögur
bernskusumur á Mýrum vestur
eins hefi ég oft hugsað um það með
þakklátum huga að hafa dvalist á
unglingsárunum á Hvanneyri, og
mest fyrir þau áhrif sem Halldór
skólastjóri hafði á mig, en þau
voru slík, í fáum orðum sagt, að
þau reyndust veganesti, sem mér
var mikill styrkur að, er mest á
reyndi."
Og ég sagði einnig: „Allir virtu
hann. Flestum þótti vænt um hann
... Jafnvel minningin um slíkan
mann sem Halldór Vilhjálmsson
er styrkur og hvatning til að duga
í lífsbaráttunni, hvernig sem allt
velkist.
Það var 1907 sem búnaðarskól-
anum á Hvanneyri var breytt og
skólinn gerður að bændaskóla.
Þegar 1909 var kominn mikill
framfarahraði á allt. Nýtt skóla-
hús í smíðum — stórt og vandað
leikfimihús, sem sýndi eigi síst
stórhug handa og víðsýni. Og
Sjá næstu siðu
3ja ménaóa nksMá
Þar sem 11 adaldansarnir úr kvikmyndinni
GREASE verda kenndir.
Innritun frá kl. 17.00 til kl. 22.00 í Skírteini afhent sunnudaginn 4.
Brautarholti 4, sími 20345 og febrúar frá kl. 16.00 til kl. 19.00 í
rafnarfelli 4, sími 74444. Brautarholti 4 og Drafnarfelli 4.
Kennslugjöld fyrir námskeiöiö
greiöist viö afhendingu skírteina.
Verið með og lærið
toppdansana í dag.
n' írifBÉÍ"*Í
y/ j
m
onnssHðn
Istubiðssoiiwii
OOO