Morgunblaðið - 13.02.1979, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979
Efnisskrá: Mosart Linz-sinfónian
Haydn Hornkonsert nr. 2
Hallgrímur Helgason Helgistef, sinfónísk tilbrigði og fúga.
R. Strauss Ilornkonsert nr. 1, op. 11.
Einleikari: Hermann Baumann
Stjórnandi: Walter Gillesen
Smfóníutónleíkar
Það hefur mjög einkennt starf
Sinfóníuhljómsveitar íslands á
undanförnum árum, að með nýjum
hljómsveitarstjóra hefur sveitin
leikið sem ný væri, þ.e.a.s. eins og
skipt hefði verið um hljóðfæraleik-
ara. Þessu kenna margir leikleiða,
sem stafi af of miklu vinnuálagi,
sem auðvitað er rétt, en ekki að
öllu leyti. Leiðinn stafar einnig af
ófullnægju í starfi, ef til vill vegna
mismunar á hæfni einstaklinga og
að ekki eru sífellt gerðar ýtrustu
kröfur um frammistöðu. Þegar svo
stendur á pallinum hljómsveitar-
stjóri, sem gerir miklar kröfur og
hefur vilja og orku til að ganga á
hólm við vanaþreytuna, er sem
hljómsveitin rísi upp úr öskustó og
kveðji sér hljóðs, svo allir undrast
hversu það má til bera, að kolbít-
urinn kunni svo vel að kveða. Það
hlýtur að vera mjög mikilvægt
fyrir Sinfóníuhljómsveit íslands
að fá til landsins unga, áhugasama
og vel menntaða hljómsveitar-
stjóra til endurreisa hljómsveitina
og brýna hana til átaka, sem hæfir
framvarðasveit íslenskrar tón-
menntar. Walter Gillesen fékk
hljómsveitina með sér og mátti
heyra óvenjulega fínlegar og nett-
ar leiksveiflur í Linz-sinfóníunni
eftir Mozart. Það væri ekki ónýtt
fyrir hljómsveitina að fá svolítið
meiri leiðsögn í nettri og vikri
túlkun á Mozart, undir stjórn
hljómsveitarstjóra eins Walter
Gillesen.
Þrátt fyrir góða stjórn var
aðalviðburður kvöldsins leikur
Hermanns Baumanns, sem í fáum
orðum sagt er hreinn galdramaður
á horn og listamaður hinn mesti í
túlkun tónlistar. Meða! fyrstu
tónskálda til að nota horn í hljóm-
sveit voru Scarlatti og Hándel á
fyrstu áratugum 18. aldarinnar.
Sú tækni, sem nefnd hefur verið
„stoppað" horn, var fyrst notuð
1760 af hornleikara, sem starfaði í
hljómsveítinni í Dresden og hét
Anton Joseph Hampel (d. 1771).
Þessi uppgötvun leiddi til þess að
hljóðfærin þurfti bæði að minnka
Herntann Baumann
Tónlist
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
og móta á þann hátt að auðvelt
væri að „stoppa" hornið. Með því
að loka mismunandi mikið fyrir
hljóðopið er hægt að hafa áhrif á
blæ tónsins og með verulegri lokun
má lækka tóninn um hálftón, sem
þýddi það, að þar sem stutt var
milli náttúrutónanna, var mögu-
legt að leika óbrotinn tónstiga á
takmörkuðu svæði. Samhliða
þessu var farið að framleiða auka-
hringi svo stilla mætti hljóðfærið í
fleiri tóntegundum. Upprunalegu
veiðihornunum (Corno da Caccia)
Walter Gillesen
var haldið svo að „bjallan" sneri
upp og er vitað til, að svo var gert í
Englandi um 1773. Stoppaða horn-
ið er að gerð allt annað en veiði-
hornið þó þau tilheyri bæði sömu
hljóðfærafjölskyldu, enda voru
deildar meiningar um gildi þess
vegna mikils blæmunar á náttúru-
tónunum og þeim „stoppuðu". Með
„stopp“ aðferðinni breyttist nafn
hljóðfærisins úr Corno de Caccia í
Franskt- eða Hand-horn. Her-
mann Baumann er stórfenglegur
blásari og flutti Hornkonsertinn
eftir Haydn ekki aðeins tæknilega
vel, heldur og af mikilli tilfinningu
fyrir formi og lagrænu innihaldi
verksins. Það mátti svo sem heyra
mun á tóngæðum þegar Baumann
lék á „loftloka" hornið í konsertin-
um eftir R. Strauss. Það er talið að
ein fyrsta tilraun til að setja
loftloka (ventla) á horn hafi verið
framin af irskum manni að nafni
Charles Clagget er hann sam-
tengdi (1788) tvo trompetta í d og
es við eitt munnstykki. Ventla-að-
ferðin er þó nefnd eftir manni að
nafni Blúhmel, en hann er talinn
hafa (1813) smíðað loftlokann og
síðan selt þessa uppgötvun Hein-
rich Stölzel (1780—1844), er fram-
leiddi svo málmblásturshljóðfæri
með tveimur loftlokum, bæði fyrir
heila og hálfa tónlækkun. Baum-
ann er án efa einn mesti hornleik-
ari nútímans ekki aðeins fyrir
tækni sína, heldur og flutning sem
er gegnumsýrður af sannri söng-
gleði. Á þessum tónleikum var
frumflutt hljómsveitarverk eftir
dr. Hallgrím Helgason, er hann
nefnir Helgistef, sinfónísk til-
brigði og fúga. Verkið er allt mjög
vandað að gerð en þó bregður fyrir
þeirri áráttu að ofhlaða tónbálk-
inn svo að eiginleg tónhugsun
verksins verður á köflum ógreini-
leg eða týnist með öllu. Sá rithátt-
ur að fylla mjög mikið út með
sjálfstæðum aukaröddum getur
blátt áfram truflað framvindu
verksins í stað þess að vera hluti
af samvirku átaki. I verki dr.
Hallgríms var margt vel gert en
ljósari og samvirkari ritháttur
gæfi honum meira svigrúm til að
nýta betur hratt tónferli og kyrr-
stæð blæbrigði. Þá má og finna að
því hversu mjög hann leggur
áherzlu á forn form eins fúguna,
sem vart gefur svigrúm til skáld-
legra tilþrifa en er miklu fremur
tæknilegt útfærsluform og verður
í höndum nútímamanns varla
meira en endurtekning á form-
gerðum, sem þekkjast vel útfærðar
af J.S. Bach. I bezta falli heppnast
slíkar tilraunir þegar reynt er að
samhæfa nútímatónferlishug-
myndir og gömul form. Það gæti
orðið listviðburður að heyra tón-
skáldið Hallgrím Helgason kveðja
lærdóms- og fræðimanninn dr.
Hallgrím Helgason og yrkja af
tilfinningu en ekki lærdómi einum
saman.
Jón Ásgeirsson.
„Fjölþætt efni og mikið um
nýjar niðurstöður tilrauna”
Rætt vid þrjá fulltrúa á rádunautafundi Bændasamtakanna
Ráðunautafundur Búnaðarsambands íslands var haldinn að Hótel Sögu frá
mánudeginum 5. febrúar til föstudagsins 9. febrúar.
Búnaðarfélag íslands og Rannóknastofnun Landbúnaðarins halda ráðstefnuna.
Fundinn sóttu einnig menn frá öðrum samtökum sem þátt eiga að landbúnaðarmálum
svo sem Bændaskólakennarar, nemendur búvísindadeildar og starfsmenn landgræðsl-
unnar, tilraunastöðvarinnar að Keldum og veiðmálastofnunarinnar auk fleiri. Alls
sátu fundinn hátt á annað hundrað manns.
Morgunblaðið hafði samband
við þrjá fundarmenn: Ólaf Dýr-
mundsson sem sæti hefur átt í
undirbúningsnefnd fundarins
ásamt 5 öðrum, Ara Teitsson
héraðsráðunaut hjá Búnaðarsam-
bandi Suður-Þingeyinga og
Kristján B. Jónsson héraðsráðu-
naut hjá Búnaðarsambandi Suður-
lands.
„Efnið á þessum fundi er mjög
fjölþætt og mikið um nýjar niður-
stöður og tilraunir sem talað hefur
verið um hér,“ sagði Ólafur Dýr-
mundsson landnýtingarráðunaut-
ur hjá Búnaðarfélagi íslands en
hann á sæti í undirbúningsnefnd
ráðunautafundarins.
„Fyrsta daginn sem fundurinn
stóð, mánudaginn 5. febrúar var
rætt um stefnuna í .landbúnaðar-
málum og flutti landbúnaðarráð-
herra, Steingrimur Hermannsson,
framsöguerindi en síðan voru þessi
mál rædd.
Þriðjudaginn fyrir hádegið var
talað um vistfræði og vistfræði-
rannsóknir en eftir hádegið um
fiskeldi og veiðirannsóknir og
einnig var nokkuð rætt um plöntu-
sjúkdóma.
Á. miðvikudag varu kynntar
ýmsar tilraunaniðurstöður og nýj-
ungar varðandi sauðfé fyrir há-
degið en seinni partinn var meira
rætt um jarðræktina.
Á fimmtudaginn töluðum við
um búfjárkynbætur og hvort eitt-
hvað samband kunni að vera milli
þeirra og sauðfjársjúkdóma. Einn-
ig ræddum við um nýjungar í
nautgriparækt, heyverkun og
fleira.
Síðasta daginn, í gær, töluðum
Kristján B. Jónsson, héraðsráðu-
nautur hjá Búnaðarfélagi Suður-
lands.
við síðan um starfsemi búnaðar-
samtakanna. Ræddum við þá ýmsa
þætti í starfi þeirra, starfssvið
ráðunautanna og starfsaðferðir,
hvernig koma á nýjungum til
bændanna. Einnig fjölluðum við
um húsagerðarsamninga fyrir
sveitir. Þá var og endurmenntun
ráðunauta á dagskrá og fleira sem
snertir ráðunautaþjónustuna. Þeir
Ari Teitsson héraðsráðunautur
hjá Búnaðarfélagi Suður-Þingey-
inga.
sem framsöguerindi fluttu í gær
voru allir héraðsráðunautar.
Eftir hvert erindi voru umræður
og sagði Ólafur að fyrsta daginn
hefðu umræður um landbúnaðar-
stefnuna verið áberandi. Þar var
rætt um breytta stefnu í landbún-
aðarmálum og hvert stefndi í þeim
efnum. í því sambandi var rætt
um erfiðleika landbúnaðarins,
sölumöguleika og framleiðslumál-
in í framtíðinni og hvað gera megi
til þess að bæta núverandi ástand.
í gær var líka komið inn á þessi
mál og þá helst í sambandi við
hugsanlegar breytingar á starfs-
háttum ráðunauta í sambandi við
breytt viðhorf í búnaðarmálum.
Ólafur Dýrmundsson landnýting-
arráðunautur hjá Búnaðarfélagi
íslands.
„Mér finnst margt fróðlegt hafa
komið hér fram,“ sagði Ólafur.
„Við höfðum hér talað um ýmsar
gagnlegar nýjungar og niðurstöð-
ur tilrauna. Umræðusviðið hefur
verið mjög vítt. Að vísu eru alltaf
sömu málin sem koma fyrir ár
eftir ár á þessum fundum en nú
hafa verið tekin fyrir ýmis efni
sem við höfum ekki rætt um áður,
t.d. vistfræðin og búfjársjúkdómar
og kynbætur," sagði Ólafur að
lokum.
„Fjárhagsleg staða
bænda með besta móti“
„Þar sem síðasta ár var mjög
gott er fjárhagsleg staða bænda
nú með besta móti,“ sagði Ari
Teitsson héraðsráðunautur hjá
Búnaðarsambandi Suður-Þingeyj-
arsýslu. „Það sem skapar okkur
verstu vandræðin núna er hve illa
gengur að selja framleiðsluvöruna.
Verðlækkanirnar á næsta ári
munu nema um 1 milljón á meðal
bónda og eru það um 30% af hans
árstekjum.
Ef það fer svo sem horfir að
samtök bænda klofni og leysist
upp vegna verðlagsmálanna
standa þeir sem eru fjær aðal-
markaðssvæðunum verst að vígi.
Það felst því nokkur hætta í því
fyrir þessi svæði." sagði Ari.
í sambandi við stöðu ráðunaut-
anna í þessu máli sagði Ari að
meðan ekkert væri vitað hvað
gerðist næst í landbúnaðarmálum
væri staða leiðbeinandans ákaf-
lega erfið.
Ari sagði að það sem sér hefði
þótt merkast á ráðstefnunni væru
þær tilraunir sem rætt var um á
grasi sem flutt er frá Alaska og
virðist geta komið að gagni þar
sem hætta er á kali.
„Helsta vandamálið
að framleiðslan
selst ekki“
„Helsta vandamálið serh við
eigum við að stríða er að fram-
leiðslan selst ekki,“ sagði Kristján
B. Jónsson héraðsráðunautur hjá