Morgunblaðið - 13.02.1979, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979
11
Goðasteinn
GOÐASTEINN. 17 árg. 120 bls.
Skógum undir Eyjafjöllum,
1978.
RITSTJÓRAR og útgefendur
Goðasteins eru sem fyrr Jón R.
Hjálmarsson og Þórður Tómasson.
Samvinna þeirra er nú orðin
langæ og árangursrík. A titilsíðu
Goðasteins stendur: »Tímarit um
menningarmáU. Það er náttúru-
lega laukrétt. Báðir hafa rit-
stjórarnir gerst menntaberar í
héraði sínu og er útgáfa þessa rits
aðeins einn þátturinn í margþættu
starfi þeirra. En hér er naumast á
ferðinni alhliða menningarmálarit
því rangæsk og sunnlensk fræði
sitja hér í fyrirrúmi sem von er.
Rýrir það síður en svo gildi ritsins.
Þjóðlegur fróðleikur heldur alltaf
gildi sínu og eftirsókn eftir ritum
um þau efni fer ekki þverrandi.
Nokkru efni úr öðrum áttum er að
vísu skotið inn í ritið, t.d. er héi-
þáttur eftir Jón sem heitir A
morgni bflaaldar. Er þar rakin
forsaga bílaframleiðslu, það er að
segja frá fyrstu hugmyndum
manna um vélknúin ökutæki til
frumstæðustu bílanna sem
smíðaðir voru seint á öldinni sem
leið og við teljum að fyrstir
verðskuldi bílaheiti. Áhugi á göml-
um bílum er víða geysimikill og
gegnir í rauninni furðu hve lítið
hefur verið ritað hér um bílasögu
til þessa. Vitanlega hafa hér flest-
ir áhuga á hinni íslensku bílasögu;
en þættir af því tagi sem Jón ritar
vekja eigi að síður forvitni.
Meðal annars efnis í ritinu má
nefna Minningar Heigu
Skúladóttur eftir Sigfús M.
Johnsen. Þórður Tómasson fylgir
þeim úr hlaði með smáformála.
Kveður hann Sigfús hafa skrifað
þáttinn »upp eftir tengdamóður
sinni frú Helgu Skúladóttur frá
Kálfafellsstað í Suðursveit um
1943«. Helga var fædd á Sigríðar-
stöðum í Fnjóskadal norður, ólst
þar upp á þrifnaðar- og efnaheim-
ili og segir frá heimilisbragnum
þar. Er þátturinn gagnorður og
fróðlegur fyrir margra hluta sakir.
Jafnaldrar Helgu (hún vær fædd
1866) lifðu margir fram á
ævisagnatímabilið sem hófst hér
upp úr 1940 og eigum við því
allnokkrar frásagnir annarra
karla og kvenna frá þeim árum er
hún var að vaxa úr grasi. En
frásagnirnar eiga það flestar sam-
eiginlegt að þær segja frá armóði,
sulti og seyru — sem var auðvitað
almennasti lifnaðarhátturinn á
þeirri tíð. Helga lýsir heimili þar
sem nóg var að bíta og brenna og
telst þáttur hennar að því leyti til
undantekninga. Til dæmis hefur
hún þá sögu að segja af
æskuheimili sínu að »matarvigt
var góð allan ársins hring«.
Jarðskjálftakippurinn mikli 6.
maí 1912 heitir þáttur eftir
Kristínu Skúladóttir frá Keldum.
Hollt er að minna sunnlendinga á
hvar þéir eiga heima því þess
konar atburðir endurtaka sig þar
að minnsta kosti með aldar milli-
bili. Og fleiri eru það en mann-
fólkið sem uggir að sér við jarð-
skjálfta því »hrossin urðu skelf-
ingu lostin,« segir Kristín.
Margir smáþættir eru í þessu
hefti Goðasteins, einnig kvæði, og
hirði ég ekki um að telja eitt öðru
fremur því allt er það efni greina-
gott og merkilegt á sína vísu. Ég
ætla þó að nefna þáttinn Horft um
öxl eftir Guðrúnu Jakobsdóttur á
Víkirrgavatni, sem er að forminu
til afmæliskveðja en að öðru leyti
endurminning um hið fábrotna en
ljúfa líf fyrirstríðsáranna þegar
ungir eyfellingar voru »að velja
sér lífsförunautinn á Heimalandi
undir tónfalli Dalselssystkin-
anna.« Þáttur Guðrúnar lýsir því
hvernig það er að sakna hvors
tveggja í senn: heimahaga og
liðinnar æsku.
Bðkmenntir
eftir ERLEND
JÓNSSON
Þjóðleg fræði eru jafnan tengd
uppruna og staðfræði. Því höfða
þau sterkast til þeirra sem
kunnugir eru mannlífi og stað-
háttum þar sem þau eiga sér
uppruna; og svo er einnig hér.
Þeir, sem rita í Goðastein, hafa
flestir haft annað við tímann að
gera en sitja við skriftir. En svo
mjög er þessu fólki innblásin
íslensk frásagnarhefð að það skrif-
ar yfirhöfuð hnökra- og snurðu-
laust, jafnvel ágætlega. Það hefur
reynsluna til að miðla af, langa,
stundum dýrkeypta. Það er vant
að spara. Og því sparar það orðin,
fleiprar ekki en segir það eitt sem
vitað er sannast og réttast í hverju
máli. Goðasteinn er því í tölu
merkari rita sem hér eru gefin út
þessi árin.
Erlendur Jónsson.
Búnaðarsambandi Suðurlands.
„Til þess að ráða bót á þessu
vandamáli væri ef til vill hag-
kvæmast að skera af stóru búun-
um og setja þau ríkisbú sem í
byggingu eru ekki í ábúð. Einnig
hefði það leyst töluverðan vanda ef
kjarnfóðurskatturinn hefði verið
kominn á fyrr en hve hár hann
hefði átt að vera er aftur annað
mál. Eitt er víst að við þurfum að
minnka framleiðsluna þar sem
hún selst ekki öll. Róttækar breyt-
ingar eiga alls ekki heima í þessu
máli, duttlungar náttúrunnar gera
það að verkum. Það þarf ekki
nema t.d. eldgos og jafnvel ekki
nema kal til þess að eyðileggja
slíkar breytingar og vinnuna að
baki þeim.
Það sem sérkennir okkur hér á
suðurlandinu helst er rafmagns-
skorturinn. Við erum mjög illa
settir í rafmagnsmálum og kemur
það illa niður á ýmsum greinum
landbúnaðarins, t.d. súgþurrkun-
inni,“ sagði Kristján.
Um það sem hæst hefði borið á
ráðstefnunni sagði Kristján að sér
hefði þótt athyglisverðast erindi
sem flutt var um beringsplöntur.
„Það má ætla að þær verði gott
nytjagras í framtíðinni, en ber-
ingsplöntur eru hagstæðar fyrir
harðbýlissvæði.
Einnig fannst mér athyglisvert
að heyra um rafgirðingarnar. Það
voru gerðar nokkrar tilraunir á s.l.
ári með háspenntar rafgirðingar
fyrir sauðfé, um 5000 volt.
Straumurinn er samt sem áður
ekki lífshættulegur þar sem hann
varir aðeins 3/10.000 úr sekúndu."
Um stöðu landbúnaðarráðu-
nauta sagði Kristján að mál þeirra
væru í algjörum ólestri.
„Við erum það fáir að við höfum
tæplega tíma til þess að sinna
leiðbeiningunum nema þeim allra
nauðsynlegustu. Almennar leið-
beiningar hafa því orðið allt of
litlar. Það er líka mjög slæmt að
ná sambandi við suma bændur,
sérstaklega þar sem nokkrir þeirra
mæta ekki á bændafundum og lesa
ekki málgögn bændasamtakanna,"
sagði Ólafur að lokum.
Er billinn þinn ryóvarinn og hefur þu látió
endurryóverja hann meó reglulegu milli-
bili eóa hefur þú gerst sekur um hiróu-
leysi og látió reka á reióanum ?
Góó ryóvörn er ein besta og ódýrasta
trygging sem hver bileigandi getur haft
til þess aó vióhalda góóu útliti og háu
endursöluverói bilsins
Þú ættir aó slá á þráóinn eóa koma og
vió munum - aó sjálfsögu - veifa ber allar
þær upplýsingar sem þu oskar eftir varó-
andi ryóvörnina og þá ábyrgó sem henni
fylgir
^ Ryóvarnarskálinn
Sigtúni 5 — Simi 19400 — Pósthólf 220