Morgunblaðið - 13.02.1979, Page 17

Morgunblaðið - 13.02.1979, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979 17 Magnús Kjartansson: Framlag Reykjávíkurborg- ar til árs fatlaðra 1981? Ginnungagap milli stjómsýslu og fatlaðra Ss-U Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykjavík, efndi í fyrrahaust til aðgerða til þess að vekja athygli á vandamálum fatlaðra í höfuðborg íslands og raunar um land allt. Fór félagið fram á það að fá að skiptast á skoðunum við fulltrúa þeirra flokka sem aðild eiga að borgarstjórn Reykjavíkur og var ákveðið að sá fundur skyldi fara fram á Kjarvalsstöðum. Jafnframt ákvað Sjálfsbjörg að fundurinn skyldi hafa aðdraganda, fatlaðir færu í fylkingarbrjósti jafnréttis- göngu frá Sjómannaskóla til Kjar- valsstaða, en tilgangurinn var sá að kanna undirtektir borgarbúa. Þær reyndust jákvæðari en nokkur hafði þorað að gera sér vonir um; blöðin töldu að um tíu þúsundir manna hefðu tekið þátt í göngunni eða fylgst með henni og tekið undir jafnréttiskröfuna; ég hef ekki fregnir af hliðstæðum stuðn- ingi við fatlað fólk í nokkru öðru landi. Inni á Kjarvalsstöðum blómgað- ist þennan dag mikil bjartsýni með skjótum hætti. Fulltrúar allra flokka í borgarstjórn kepptu hver við annan í yfirlýsingum um skiln- ing á högum fatlaðra, stuðning við málstað þeirra og mikla hlýju. Svo mikil var bjartsýnin að ferlinefnd fatlaðra, sem hefur það verkefni að fylgjast með framkvæmdum utan húsa og innan og kanna hvort tekið sé tillit til fatlaðra við gerð þeirra, bauðst til þess að festa upp merki í anddyri Kjarvalsstaða sem sönnun þess að húsið fullnægði öllum þörfum fatlaðs fólks. Borgarstjórn Reykjavíkur þáði þessa viðurkenningu og tók þar með á sig siðferðilega skuldbind- ingu. Eftir að Kjarvalsstaðir höfðu tæmst að loknum fundinum, tóku verkamenn til við að jafna mölina fyrir framan húsið og afmá bráða- birgðabrautina sem fatlað fólk í hjólastólum hafði notað til þess að komast inn, þó með hjálp ófatl- aðra. Síðan hefur enginn fatlaður maður, bundinn við hjólastól, komist inn á Kjarvalsstaði til þess að skoða merkið frá ferlinefndinni, gera vettvangskönnun í bitbeini skriffinna og listamanna, eða ganga örna sinna á salerninu sem lagfært var fyrir jafnréttisdaginn í fágætum skilningi þess að fatlað fólk í hjólastólum hefur melt- ingarfæri og flest meira að segja þvagblöðru. „Leyfið börnunum að koma til mín“ Jafnréttisdagurinn í fyrra kom upp í huga minn á dögunum, þegar ég las í blöðum að allir borgarfull- trúar í Reykjavík virtust sammála um að breyta Austurbæjarbarna- skólanum í ráðhús. Hugmyndir um ráðhús i Reykjavík hafa alla tíð verið torskildar, og verða væntan- lega ekki skýrðar nema með hlið- sjón af kenningum Freuds; ég minnist þess t.a.m. mjög vel þegar borgarstjórn Reykjavíkur sam- A leið í skóla gcetið að væri einnig hægt að fara hina leiðina. Ef hinn sameiginlegi flokkameirihluti í Reykjavíkur- borg og ríkisstjórn vildi, væri sjálfsagt að breyta Hallgríms- kirkju í sambýlishús handa barn- mörgu ungu fólki. Síðan væri hægt að skrá á stórhýsin bæði hin fleygu orð Jesúsar Jósefssonar: „Leyfið börnunum að koma til Framlag til árs fatlaðra? Annars voru það ekki skipulags- mál Reykjavíkur sem komu upp í huga minn þegar ég las í blöðum um sameiginlegan áhuga allra borgarfulltrúa á ráðhúsi við Skólavörðuholtið, heldur annað vandamál sem hefur verið áleitn- ara við mig síðustu árin. Þegar Austurbæjarbarnaskólinn var byggður var það viðhorf algerlega ríkjandi að fatlað fólk væri utan- garðsmenn í þjóðfélaginu og um það ætti alls ekkert að hugsa. I samræmi við það var skólabygg- ingin teiknuð og byggð. I engu húsi í Reykjavík af svipaðri stærð hefur verið komið fyrir jafn níðangurslegu t'röppukerfi, erfið þrep sem teygja sig stall af stalli með greinum upp í afkima í öllum áttum. Þetta tröppukerfi er ærin torfæra fyrir ófatlað fólk á öllum aldri, enda hafa margir fatlast í skólanum, þótt tölur um það séu trúlega engar til. Ef stórnsýslu- kerfi Reykjavíkurborgar yrði kom- ið fyrir í þessari byggingu, væri komið á algeru torleiði milli fatl- aðs fólks og skrifinnskukerfis borgarinnar, einnig þeirra stofn- ana sem eiga að sinna fötluðum, öldruðum, sjúkum og snauðum. Magnús Kjaatansson Ráðhús Reykjavíkur mundi þá bætast í hóp sem ærinn er fyrir, Alþingishús, Stjórnarráð, Þjóð- leikhús, Tryggingastofnun ríkis- ins, Norræna húsið og Þjóðminja- safnið, svo að dæmi séu nefnd. Þjóðminjasafnshúsið var gjöf þjóðarinnar til sjálfrar sín í tilefni lýðveldisstofnunar — en auðvitað eru fatlaðir ekki hluti af þjóðinni. Samkvæmt blöðunum eru þetta þær hugmyndir sem nú eru í fyrirrúmi hjá borgarfulltrúunum sem héldu ræðurnar fögru á Kjar- valsstöðum í fyrrahaust. Kannski á þessi framkvæmd að verða fram- lag Reykjavíkurborgar til árs fatlaðra 1981. Ef yður vantar rafritvél fyrir heimilið eöa skrifstofuna er AMEEIE rétta vélin. Gott verð. Mikil gæði. Skipholti 21. Reykjavlk, slmi 23188. þykkti einróma að byggja ráðhús úti í Reykjavíkurtjörn, væntan- lega við ljós draumsjóna um Feneyjar á Italíu, og sætti færi að dagsetja samþykktina á afmæli borgarstjórans, sjálfs Gunnars Thoroddsens. Nú virðist borgar- stjórnin aftur vera sammála um ráðhús þótt samþykkt hafi enn ekki verið gerð formlega, enda veit ég ekki hvort Egill Skúli á stór- afmæli í bráð. Astæðan til þess að hús Austur- bæjarbarnaskólans virðist liggja á lausu er sú stefna Reykjavíkur- borgar að þenja byggðina út um holt og grundir; einkanlega holt, þar sem hægt er að hýsa fólk sem hæst ofan sjávarmáls, þar sem frost verða hörðust, rammastir vindar gnauða og félagslegur kostnaður reynist mestur. I slíkum hverfum býr nú meginþorri ungra foreldra í Reykjavík ásamt börn- um sínum, en í hipni upphaflegu Reykjavík býr aldrað fólk og fatlað og fær fæst að sjá barna- börnin sín nema endrum og eins. I hverfi því sem Austurbæjarbarna- skólinn átti að þjóna búa nú fá börn, og er þá ekki tilvalið að stugga þeim burt og breyta skóla- byggingunni í ráðhús? En það REPORT DE LUXE: LÚXUS FYRIR LÍTIÐ Rafritvél meó fisléttum áslætti, áferöafallegri skrift, dálkastilli 28 eóa 33 sm valsi. Vél sem er peningana viröi fyrir jafnt leikmenn sem atvinnumenn. Fullkomin viðgeröa- ■ og varahlutaþjónusta. I Leitið nánari upplýsinga. (ÍÍÍ csmi I.-.'TT n vr r -w ?r t ft t » t n ' * * n t n nc í? æ « S' 5 Oiympia Intemational KJARAINI HF skrifstofuvélar & verkstæði — Tryggvagötu 8, sími 24140 Ekki bara okkar stolt. . heldur líka þitt. ‘ Þegar þú býður gestum þínum í Þingholt. Leitaðu upplýsinga hjá okkur, ncest þegar þú þarft á húsnœði að halda fyrir brúðkaup, fermingu, árshátíð eða hverskonar mannfagnað. Síminn er 2 10 50. BERGSTAÐASTRÆTI 37 SÍMI21011

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.