Morgunblaðið - 13.02.1979, Síða 18

Morgunblaðið - 13.02.1979, Síða 18
1 g MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979 Þingfréttir í stuttu máli — Þingfréttir í stuttu máli — Þingfréttir í stuttu „Við höfum sigrað” hrópuðu æstir fylgismenn Khomeinis 69 landgönguliðar og 6 þyrlur til Tyrklands Teheran. 12. febrúar. Reuter. AP FIMM vikna gömul stjórn dr. Shapur Bakhtiars hrökkiaðist frá völdum í gærkvöldi eftir tveggja daga blóðuga götubardaga sem kostuðu mörg hundruð mannslíf. Skömmu áður hafði íranski herinn skipað hermönnum að fara til búða sinna. Þar með komst höfuðborgin Teheran á vald sigri hrósandi stuðningsmanna trúarleiðtogans Ayatoilah Khomeini. Útvarpið í íran, sem nú kallar sig „útvarp byltingarinnar". sagði frá sögusögnm um að dr. Bakhtiar hefði svipt sig lífi. Manoucher Kazimi landbúnaðarráðherra, sem fyrstur tilkynnti opinberlega að dr. Bakhtiar hefði sagt af sér, hvaðst ekki vita hverjum hann hefði sent lausnarbeiðni sína. Ilann sagðist hafa reynt að ná tali af Bakhtiar allan daginn. en hann vissi ekki hvert hann hefði farið. „Sigurinn okkar“ Áður en Bakhtiar sagði af sér hafði Khomeini sagt stuðnings- mönnum sínum: „Sigurinn er í sjónmáli." Þá höfðu staðið blóðugar óeirðir á götum Teheran í rúma 40 klukkutíma milli hermanna úr keisaravarðliði hersins, sem eru ofstækisfullir stuðningsmenn keisarans, og þúsunda stuðnings- manna Khomeinis. Bardagarnir í Teheran í gær voru hápunktur bardaga sem blossuðu upp á föstu- dagskvöld þegar foringjaefni úr flughernum og tæknifræðingar gengu í lið með stuðningsmönnum Khomeinis. Snemma í gærmorgun hörðnuðu átökin í miðborg Teherans þegar herlið kallaði skriðdreka á vettvang til að hrekja flugliða á brott. Þúsundir uppreisnarmanna sóttu út á göturnar þegar bardagarnir hörðnuðu og eyðilögðu að minnsta kosti fjóra þunga skriðdreka og lögðu undir sig nokkrar löreglu- stöðvar. Þegar bardagarnir höfðu geisað í margar klukkustundir lýsti land- herinn yfir hlutleysi með áhrifa- miklum hætti. Hermönnum var sagt að hverfa af götunum og fara aftur til búða sinna „til að forðast meira ofbeldi og blóðbað" að því er sagði í yfirlýsingu hersins. Geysimikill mannfjöldi fór þá þegar að hrópa: „Við höfum sigrað. Við höfum sigrað“, en bardagar héldu áfram í marga klukkutíma eftir að yfirlýsingin var lesin í útvarpi í hlutum höfuðborgarinnar. Nokkrir örvæntingarfullir hermenn úr lífverði keisarans veittu enn viðnám í gærkvöldi, en ríkisútvarpið sagði frá því að yfir- maður þeirra hefði sent frá sér stuðningsyfirlýsingu við hlutleysis- yfirlýsingu landhersins. Veifuðu rifflum Þúsundir manna sem veifuðu rifflum og vélbyssum voru á verði við götuvirki á aðalgötunum vegna möguleika á nýjum árásum keisara- lífvarðarins. Kveikt var í þrennum stórum herbúðum eftir umsátur götuóeirðamanna um þær og út- varpið varaði við því að miklar sprengingar gætu átt sér stað ef eldur kæmist í vopnabúr innan þeirra. Útvarpið útvarpaði einnig stuðningsyfirlýsingu við byltinguna frá Hussein Rabii hershöfðingja, yfirmanni flughersins, sem skipaður er 100.000 mönnum. Þar með hafa andstæðingar keisarans á valdi sínu, að minnsta kosti í orði kveðnu, 460 herflugvélar, þar á meðal einhverjar fullkomnustu orrustuþotur heimsins. Mehdi Bazargan, sem Ayatollah Khomeini skipaði forsætisráðherra til bráðabirgða á mánudaginn, skor- Washington, 12. febrúar. AP. Bandaríska landvarnarráðu- neytið hefur sent sveit 69 banda- rískra landgönguliða frá Banda- ríkjunum til Tyrklands þar sem þeir verða hafðir til taks ef nauð- synlegt reynist að styrkja varnir bandarfska sendiráðsins í íran að sögn starfsmanna ráðuneytisins í dag. Jafnframt verða sex þyrlur flug- hersins sendar til Tyrkiands þar sem þær verö- ’ '*~r til taks ef nauðsynlegt . reynist að flytja Bandarikjamenn frá Teheran. Cyrus Vance utanríkisráðherra ræddi í gærkvöldi ástandið í Iran við Carter forseta í Camp David með hliðsjón af fréttum um að dr. Shapur Bakhtiar hefði sagt af sér. Vance kom aftur til Washington ásamt Carter í forsetaþyrlunni en fór frá Hvíta húsinu án þess að tala við fréttamenn. Öryggi tryggt Talsmaður utanríkisráðuneytisins, Kenneth Brown, sagði að öryggi 7.000 Bandaríkjamanna í íran væri tryggt að því er bezt væri vitað. Sendifulltrúi írans í Washington, Assad Houmayoun, sagði að hann hefði tekið við yfirstjórn sendiráðs- ins vegna brottferðar Ardeshir Zaheji sendiherra, náins vinar írans- keisara. Myndir af trúarleiðtoganum Khomeini hanga nú á veggjum sendiráðsins. Flutningur iandgönguiiðanna og þyrlanna er fyrsta mikilvæga merki nokkurra óvenjulegra bandarískra hernaðarráðstafana síðan hið lang- vinna umrót í Iran hófst. Hingað til hefur verið reynt að láta líta út fyrir að Bandaríkjamenn reyni ekki að flýta sér að komast frá Iran. Engin árás Góðar heimildir herma að land- gönguliðarnir og þyrlurnar hafi verið send til Irncilik, Tyrklandi, en það fékkst ekki staðfest. Talsmaður landvarnaráðuneytisins sagði að múgur hefði enn ekki gert nokkra árás á bandaríska sendiráðið í Teheran. Flestir hinna 7.000 Bandaríkja- manna í íran eru starfsmenn banda- rískra verktaka, konur þeirra og börn. Landgönguliðarnir voru sendir frá Camp Lajeune, North Carolina, en þyrlurnar frá stöðvum í Englandi. Þær eru af gerðinni HH-53 og taka 50 farþega. Enn bendir ekkert til þess að flutningaflugvélar af gerðun- um C-5 og C-141 séu í viðbragðs- stöðu. Sagt er að 82. falihlífaherfylk- ið í Fort Bragg, Norh Carolina, sé ekki í viðbragðsstöðu, en yfirleitt er hluti þess ávallt viðbúinn. A það er lögð áherzia að aðeins sé um varúðarráðstöfun að ræða og ekki séu enn uppi ráðagerðir um að beita jiyrlunum eða landgönguliðun- um í Iran. aði á hina ungu götubardagamenn að eyðileggja ekki hernaðarmann- virki eða opinberar byggingar. Hann skoraði jafnframt í útvarps- og sjónvarpsávarpi á þúsundir unglinga sem hafa sópað fyrr- verandi stjórn í burtu á degi blóðugrar byltingar að koma fram við hermennina eins og bræður. Bazargan virðist nú vera traustur í sessi og hann þakkaði yfirmönnum hersins sem hefðu „lýst yfir stuðningi við málstað alþýðunnar“ með því að ákveða að lýsa yfir hlutleysi. Afdrif Bakhtiars Öngþveiti og glundroði hefur fylgt í kjölfar bardaganna, og sam- starfsmenn Bakhtiars reyna að nú ganga úr skugga um afdrif hans. Frú Dariush Forouhar, kona náins bandamanns Bakhtiars, kvað sig og mann sinn hafa heyrt sögusagnir um að dr. Bakhtiar hefði fyrirfarið sér. „Ég frétti að hann hefði reynt að svipta sig lífi tvívegis og að hann væri látinn.“ sagði hún en bætti því við, að hún vissi ekki um sannleiks- gildi fréttarinnar. Hrun Bakhtiar-stjórnarinnar virðist tákna að útlegð keisarans verði varanleg. Meðal valdamanna sem voru handteknir í dag var Mehdi Rahmini hershöfðingi, herstjórinn í höfuðborginni, og aðstoðarmenn Khomeinis segja, að hann verði leiddur fyrir rétt ákærður fyrir morð samkvæmt lögum islams. Endalok hersins? Hershöfðinginn var að því spurður í fangelsinu hvort hand- taka hans táknaði endalok herafl- ans. Hershöfðinginn svaraði: „Nei, það held ég ekki,“ en hann kvaðst ekki búast við því að herinn bjarg- aði honum. „Það getur verið að þeir viti ekki að ég er hér,“ bætti hann við. I götubardögunum virtust aðeins menn úr lífverðinum og lögreglunni taka þátt í bardögunum við stuðningsmenn Khomeinis. Líf- vörðurinn varð að láta undan síga fyrir þúsundum stuðningsmanna Khomeinis og hörfaði úr sumum stöðvum sínum. Eftir stóðu götur þaktar hálfbrennandi götuvígjum úr brennandi bifreiðum, upprifnum trjám og járnhliðum. Þegar leið á kvöldið fóru vopnaðir borgarar að skjóta í allar áttir til að halda upp á sigur sinn. Ástandið var óljóst úti á landi, en útvarpið sagði að 34 hefðu beðið bana og rúmlega 300 særzt í Shiraz í bardögum hermanna og óbreyttra borgara. Útvarpið sagði að hermennirnir hefðu „gengið í lið með fólkinu". Þingmenn hætta Útvarpið sagði að allir þingmenn neðri deildar, 268 talsins, hefðu sagt af sér og þinghúsið var meðal opinberra bygginga sem stuðnings- menn Khomeinis væru að leggja undir sig. í yfirlýsingu frá Khomeini sem var útvarpað var skorað á fólk að ráðast ekki á erlend sendiráð eða valda óþarfa tjóni. En fólkinu var sagt að verjast öllum hermönnum sem hefðu að engu hlutleysisyfirlýsingu yfirmanna landhersins. Skömmu eftir miðnætti varð mikil sprenging sem heyrðist um alla borgina frá herbúðum og staf- aði frá eldsvoða að sögn útvarpsins. Sprengingin kom af stað ótal sögu- sögnum um orrustu skriðdreka og stórskotaliðs, en líklega varð sprengingin í skotfærageymslu. Út- varpið bað slökkviliðsmenn að fara á staðinn og varaði íbúa nálægt búðunum við því að þeir kynnu að þurfa að yfirgefa heimili sín. Vopnaðir íran.skir uppreisnarmenn hjá bandarískum fána sem þeir festu iifugan með byssustingjum á tré í setuliðsbænum Sultanabad norðaustur af Teheran. Setuiiðsbærinn var miðstöð bandariskra herráðunauta. en engir Bandarikjamenn voru í bænum þegar uppreisnarmenn lögðu hann undir sig.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.