Morgunblaðið - 13.02.1979, Síða 21

Morgunblaðið - 13.02.1979, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979 21 Heimsmet RÚMENSKA stúlkan Nata- lía Marasescu setti um helg- ina nýtt heimsmet í 1500 metra hlaupi innanhúss. Hljóp hún vegalengdina á tímanum 4:04 mínútum. Sjálf átti hún fyrra metið og setti það á móti í Búdapest' síðasta ári. Þá hljóp hún á 4:05 mínútum. Þá setti Sovétmaðurinn Gennady Valyukevich nýtt heimsmet í þrístökki, á móti nokkru I Minsk. Stökk kappinn 17.18 metra, sem er tveim sentimertrum betra heldur en gamla metið hans Viktor Sanejev. Öruggt hjá Tý TVEIR leikir voru háðir i 3. deiid íslandsmótsins í hand- knattleik um helgina. Sá merkilegri fór fram í Eyj- um, þar sem Týrarar, ósigraðir í deildinni mættu efsta liðinu UMFA. Týr vann örugglega í baráttu- leik. þar scm skapið fór illa með ýmsa, svo sem Sigurlás Þorleifsson, sem sparkaði í sitjandann á leikmanni UMFA. Týrvann 21-15. Þá fór fram einn leikur suður í Keflavfk. Þar vann lið ÍBK lið Njarðvíkur með 19 mörkum gegn 16 í jöfnum leik. Sigursælir Júgóslavar Júóslavneska landsliðið í handbolta har sigur úr být- um f 3-landa keppni sem fram fór í Barcelona á Spáni. Spánverjar og Frakk- ar voru hinar þjóðirnar sem kepptu. Bæði Júgóslavar og Spán- verjar sigruðu Frakka, Spánverjar 25-20 og Júgóslavar 25-14. Júgósiav- ar og Spánver jar léku því til úrslita í mótinu og unnu Júgóslavar 18-16, eftir að staðan i hálfleik hafði verið 10-6 fyrir Júgósiava. Reka út af fyr- ir annarra brot Argentínumenn hafa tek- ið upp nýjung í sambandi við knattspyrnureglur sem er ætiað að draga úr líkams- meiðingum leikmanna og mun ekki veita af. Nýjung þessi virðist snjöll á pappfrnum og verði hún það í reynd, er ekki óifklegt, að hún verði tekin upp víð- ar. Ilin nýja regla er í því fóigin, að nú getur dómari bókað allt Iiðið í einu, geri einn leikmaður þess sig sek- an um alvarlegt brot, eink- um þó það sem erlendis er kallað „profcssional fouú, eða þegar leikmaður heíur hrist af sér síðasta varnar- manninn og þeysir óhindrað að marki andstæðinganna. Þá er vinsælt að höggva lcikmanninn gróflega niður, þó að enginn möguieiki sé að ná f boltann. Brjóti leikmaður þannig af sér og dómarinn sýnir öllum leikmönnum gula spjaldið. má vísa afbrota- manninum út af brjóti ein- hver félaga hans illa af sér síðar í leiknum. Þetta hafa dómarar í Argentínu óspart gert og virðist heppnast vel. Oli Ben hefur varíð 15 víti ólafur Benediktsson gerði sér lítið fyrir og varði 5 vítaköst í leiknum gegn FH á sunnudagskvöldið. Það reyndist vera 5 af 7 skotum sem kappinn varði allt kvöldið. ólafur varði nefnilega lítið í byrjun og kom þá Brynjar inn á og varði eins og herforingi. Valsmenn og FH hafa nú leikið tvo leiki í röð og í þeim fyrri varði óli Ben 4 víti, eða samtals 9 vítaköst í tveimur lcikjum. Hefur Ólafur þá varið samtals 15 vítaköst í 9 leikjum Valsmanna. Valsmenn eru að vísu með 10 leiki skrifaða, en Ólafur varði auðvitað ekkert víti í HK-leiknum fræga, sem ekki fór fram. Eini markvörðurinn, sem ógnar Ólafi á þessu sviði, er hinn bráðefnilegi Jón Gunnarsson hjá Fylki, en hann hefur varið 10 vítaköst í leikjum liðsins í vetur. — gg. Nýtt Olym- píumerki NÚ ERU 18 mánuðir þar til Olympíuleikarnir í Moskvu hefjast. Allur undirbúningur er f fullum gangi. Búið er að hanna nýtt Olympíumerki, og var það teiknarinn Victor Chizhikov sem það gerði. Merkið sést hér til hliðar. Vonandi verður andinn á leikunum jafn hýr og skemmtilegur og svipur rúss- neska bangsans. — þr. MHIjón á Hólmavík Á laugardag var frestað 3 leikjum í 1. deildinni ensku og varð að grípa til teningsins enn einu sinni. Enn sem fyrr er teningurinn mjög andsnúinn Liverpool og ekki er Nottingham Forest í náðinni, svo að vinningsröðin varð þessi: X21 — 2X1 — X22 — XIX. Þátttakandi á Hólmavík var einn með 11 rétta og varð vinningur hans kr. 1.040.500.- en með 10 rétta voru 7 raðir og vinningur fyrir hverja kr. 63.700.- JtlorjjunXiIntíiíi s Framsigur við \ Eldborgargil ' A-sveit skíðadeildar Fram vann skíðagöngumótið sem fram fór neðan við Eldborgar- gil í Bláfjöllum um helgina. 6 sveitir, tvær frá Fram, aðrar tvær frá Hrönn og tvær frá Skfðafélagi Reykjavíkur, tóku þátt í keppninni. Sem fyrr segir, varð A-sveit Fram í fyrsta sæti, hlaut hún tímann 87,47 mínútur, en gengið var 3x7 kílómetra. Röð og tími næstu sveita var sem hér segir: 2) A-sveit Skíðafélags Reykja- víkur 94,39 mín. 3) A-sveit Hrannar 100,33 mín. 4) B-sveit Fram 108,04 mín. 5) B-sveit SR 115,00 min. 6) B-sveit Hrannar 120,39 mín. Færi var þungt, en eigi að síður fengu þeir með bestu brautartímana ágætan tíma. Halldór Matthíasson, Fram, fékk besta tímann, 25,13 mínút- ur. Næst besta tímann fékk Sveinn Guðmundsson, SR, 28,27 mín. Páll Guðbjörnsson, sem kominn er fjári nærri fimmt- ugu, fékk þriðja besta brautar- tímann, 28,47 mínútur. Sigursveit Fram skipuðu Halldór Matthíasson, Páll Guð- björnsson og Örn Jónsson. Skíðadeild Fram fór með mótsstjórn, en hana skipuðu Grétar Sigurðsson, Magnús Guðjónsson, Bragi Eggertsson og Dúi Sigurjónsson, sem jafn- framt var brautatstjóri. s • Sigurvegararnir í Skjaldarglímu Ármanns, Hjálmur Sigurðs- son skjaldarhati • er í miðjunni, honum á hægri hönd er Guðmundur Freyr Halldórsson og Hjálmi á vinstri hönd er Sigurjón Leifsson. Ljósm. Mbl. GB. Ólafur H. með á Spáni Nú er ljóst að þeir ólafur H. Jónsson og Axel Axelsson leika með fslenska landsliðinu í hand- knattleik á Spáni. Fari hins vegar svo að ísland komist áfram f keppninni eins og allar lfkur eru nú á, geta þeir ekki klárað keppnina heldur þurfa að fara heim til V-Þýskalands og leika með liði sínu Dankersen þann 3. m mars gegn Kiel. Geta þeir því ekki leikið siðasta leik fslands V sem væntanlega verður 3. mars. k Staða Dankersen er frekar slæm í J 1. deildarkeppninni þýsku um ^ þessar mundir og því mega þeir ^ ekki við því að missa þessa sterku ^ leikmenn. — þr i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.