Morgunblaðið - 13.02.1979, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 13.02.1979, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, þRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979 L oks sigur hjá Ármanni AÐEINS einn leikur af fjórum fyrirhuguðum fór fram í 1. deildinni í körfu um helgina. Vegna samgönguerfiðleika komust ísfirðingar ekki suður og þess vegna frestuðu Vest- mannaeyingar ferð sinni til lands. Tindastóismenn gerðu sér hins vegar ferð í bæinn og léku gegn Armenningum, sem höfðu litið sýnt Johnsons-Iaus- ir. Tindastólsmenn með Kára Marísson í fararbroddi héldu vel í við Ármenninga framan af, en úthald þeirra var ekki sem best og þegar leið á seinni hálfleikinn gerðu Ármenning- ar út um leikinn os sigruðu 80—65, eftir að staðan var 29—24 í hálfleik Ármanni í vil. Munurinn í lokinn gefur samt ekki rétta mynd af megingangi leiksins þar sem Tindastóls- menn gáfu Ármenningum lítið eftir og það var ekki fyrr en 9 mínútur voru til leiksloka að Ármenningar tóku öll völd í sínar hendur og náðu 20 stiga forskoti. * Hann er ekki hár íloftinu þessi ungi sveinn. sem við rákumst á í einu af íþróttahúsunum um helgina. Samt vantar ekki ein- beitnina í svipinn, þar sem hann býr sig undir að kasta körfuholtanum. Það er víst óhætt að segja snemma beygist krókurinn. Á lokamínútum leiksins lenti þeim Atla Arasyni og Rúnari Björnssyni saman og sýndi Guð- brandur Sigurðsson Rúnari um- svifalaust rauða spjaldið, en Atli Arason, sem að mati undir- ritaðs var ekki saklaus af því sem gerðist, slapp með skrekk- inn. Bestur Ármenninga var Jón Steingrímsson, sem skoraði 20 stig en varð að yfirgefa leikinn í seinni hálfleik vegna meiðsla. Þá var Hallgrímur Gunnarsson einnig góður, en hann skoraði 12 stig. Atli Arason var heldur dapur í fyrri hálfleik og skoraði þá 2 stig en lifnaði örlítið við er á leikinn leið og skoraði 15 stig Kári Marísson var bestur þeirra Skagfirðinga og ef miða skal við mat landsliðsnefndar þá er Kári í sannkölluðu landsliðs- formi! Kári skoraði 19 stig í leiknum, en lét sér nægja að spila samherja sína upp heldur en gera of mikið sjálfur. Næstur Kára kom síðan Ingimar Jóns- son með 15 stig og Rúnar Björnsson með 12 stig. Dómarar voru þeir Guðbrand- ur Sigurðsson og Kristbjörn Albertsson að undanskildu rauða spjalds atvikinu verður dómgæsla þeirra ekki gagnrýnd. — gíg Kðrluknaltlelkur IR-ingar slógu Þór út úr Bikar- keppni KSÍ bÓR og ÍR mættust á laugardag í Bikarkeppni KKÍ norður á Akureyri. Skemmst er frá því að segja að ÍR-ingar sigruðu auðveidlega með 101 stigi gegn 86. í leikhléi leiddu ÍR-ingar með 53 stigum gegn 35. IR-ingar náðu forystu þegar í upphafi og héldu henni til loka leiksins og aldrei tókst heimamönnum að ógna sigri þeirra. Jón Jörundsson og Kolbeinn Kristinsson voru bestu menn IR-inga, en einnig átti Kristinn Jörundsson góðan lqik. Mark Christensen var yfirburðamaður í liði bórs og auk hans átti Jón Indriðason góðan leik. Stigahæstu menn voru: Jón Jörundsson, 26, Kristinn Jör. 19 og Kolbeinn Kristinsson 17. bór: Mark 29 og Jón Indriðason 27. Platini byrjar aftur FRANSKI knattspyrnusnillingurinn Michel Platini lék um helgina sinn fyrsta leik í 6 mánuði, en hann fótbrotnaði það illa, að um tíma var talið óvíst hvort hann gæti nokkru sinni leikið knattspyrnu á ný. Og hann byrjaði með miklum glæsibrag. Lið hans, AS Nancy Lorraine, vann þá lið úr þriðju deild í frönsku bikarkeppninni 8—2. Platini gerði sér iítið fyrir og skoraði tvö mörk í leiknum og var maðurinn að baki öðrum fjórum. bær sögur ganga fjöllunum hærra í Frakklandi og víðar, að hinn 23 ára gamli Platini hafi fengið glæsilegt tilboð frá ftölsku stórliði og íhugi alvarlega að taka því. S* Dunhar naut mikilla vinsælda, jafnt meðal samherja sinna í ÍS og leikmanna annarra liða. Hér tollera félagar hans hann að loknum eins af sfðustu leikjum hans hér á landi. íþeim leik skoraði hann yfir 40 stig, þrátt fyrir meiðslin. Geri tvífættir hetur!! • Kári Marísson, aðaldriffjöður Tindastóls, sést hér að ofan skora í leik við Ármenninga. Kári snéri baki við listisemdum lífsins hér sunnanlands og gerðist bóndi og kennari í Skagafirði. Var það mál manna í Hagaskóla á sunnudaginn að betur væri Kári í títtnefndum landsliðshópi en margir aðrir. (ljósm. GI). Bréf frá Dirk Dunbar Grein sú, sem hér fer á eftir, hefur að geyma lauslega, og að nokkru stytta þýðingu. á bréfi, sem handaríski körfuknattleiksmaðurinn Dirk Dunbar skildi eftir sig, sem kveðju til vina sinna, þegar hann fór héðan alfarinn í janúar s.l. bar eð Dunhar naut mikilla vinsælda hér á landi, fannst körfuknattleiksfréttamönnum Mbl. við hæfi, að birta bréf þetta, sem skýrir sig að öllu leyti sjálft: „Tíminn líður. Nú eru liðnir fjórir mánuðir síðan við Rick Hockenos gengum á Esjuna og töluðum um, hversu einstakt ísland væri. Glæpir eru hér fátíðir, mengun lítil sem engin, í landinu er óþrjótandi orkulindir og síðast en ekki síst þá er fólkið sjálft einlægt og vingjarnlegt. En því miður eru aðeins örfáar klst. þar til ég fer. Og mig langar til þess að útskýra hvers vegna. Þegar ég varð fjögurra ára kom bróðir minn fyrir körfu í kjallaranum heima og upp frá þeirri stundu hefur það verið mín heitasta ósk að leika í NBA-deildinni (Ameriean Basketball Associtation). Á átjánda árinu var ég stigahæstur yfir alla menntaskólana og buðust mér þá styrkir frá um 200 háskólum. A fyrsta ári mínu í háskóla var ég þriðji stigahæsti í Mið-Ameríkukeppninni og þar með var mér opin leið inn í NBA og ABA (American Basketball Asocition). Ég fór ekki. Á öðru ári mínu i háskóla kenndi ég í fyrsta skipti meiðsla í hnénu og gekkst undir skurðaðgerð. Á þriðja árinu var ég aftur kominn undir hnífinn og aftur á lokaárinu. Engu að síður lék ég ekki einn einasta körfuboltaleik á þessum þremur árum. Þrátt fyrir þetta, var ég ennþá vongóður í byrjun þessa. keppnistímabils, en þær vonir eru að engu orðnar. Eða eins og læknirinri minn segir: „Nú er þetta orðin spurning um hvenær þú vilt hætta að geta gengið.“ Því er nú svo komið, að ég get ekki annað en horfst í augu við raunveruleikann. En það sem alla tíð hefur komið næst á eftir körfubolta hjá mér, er námið mitt: Heimspeki og sálarfræði. Ástæða þess er sú, að allt frá því ég var í menntaskóla hef ég fundið hvernig allar agnir alheimsins mynda nokkurs konar „púsluspil". En nóg um það. Takk fyrir allt og bless. Ég sé ykkur næsta sumar og sumaríð þar á eftir og sumarið þar á eftir og ... „ Dirk Dunbar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.