Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 38. tbl. 66. árg. FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Teheran, 14. febrúar. AP — Reuter MEIRI HÁTTAR bardagar hafa blossað upp í írönsku borginni Tabriz í norðvesturhluta landsins miili hersveita, sem hliðhollar eru keisaranum, og stuðningsmanna hinna nýju valdhafa. Segja íranskir fréttamenn að mörghundruð manns hafi fallið í þessum átökum. Khomeini trúarleiðtogi skoraði í dag á íbúa borgarinnar að hrinda þegar af höndum sér öllum stuðningsmönnum keisarans. Barizt hefur verið víða í Tabriz og m.a. hafa orðið mikil átök um útvarpsstöðina í Ríkisstjórn Bazargans forsætis- ráðherra kom saman til fyrsta fundar síns í dag, og fór mestur fundartíminn í að fjalla um árás skæruliða á bandaríska sendiráðið í Teheran. Khomeini trúarleiðtogi hét á alla landsmenn í dag að snúa aftur til vinnu sinnar á laugardag, að lokn- um helgidögum múhameðstrúar- manna, því verkföll þeirra hefðu borginni. þegar borið árangur og bæri nú hverjum og einum að snúa aftur til vinnu sinnar. I kvöld var ráðist á sjónvarpsstöð hinna nýju valdhafa í Teheran, en árásinni var hrundið eftir 45 mínútur þegar stórir hópar vopn- aðra stuðningsmanna Khomeinis komu á vettvang og skárust í leikinn. Árésin á stöðina var gerð að loknu ávarpi Bazargans forsætis- ráðherra til þjóðarinnar. Tilkynnti þulur, að barizt væri um sjónvarps- stöðina og bað um hjáip. Skömmu síðar hættu útsendingar. Ekki hefur komið fram hverjir það voru sem hugðust taka stöðina á sitt vald. Skæruliðahreyfing marxista í íran, Fedayeen, sem fram til þessa hefur farið huldu höfði, tilkynnti í dag, að hún myndi ekki grípa til vopna gegn stjórn Khomeinis, þrátt fyrir mismunandi viðhorf til fram- tíðarstjórnarfars í landinu. Harðir bardagar í norðvesturhluta íran London, 14. febrúar. Reuter. AP. STJÓRN brezka verkaman.ia- flokksins skýrði frá því í dag, að hún hefði náð samkomulagi við brezka alþýðusambandið um að draga úr ólgu á vinnumarkaðn- um og minnka verðbólguna í Bretlandi niður í fimm af hundr- aði á næstu þremur árum. í samkomulaginu er fjallað um nýjar aðferðir sem viðhafðar skuli í launasamningum í fram- tíðinni og framkvæmd verkfalla. Samkomulag þetta hefur engin áhrif á þau verkföll, sem nú standa yfir í Bretlandi. Callaghan forsætisráðherra sagði í neðri málstofu brezka þingsins í dag, að samkomulagið væri mikilvægt skref í rétta átt, en Margaret Thatcher leiðtogi íhalds- flokksins gagnrýndi stjórnina fyr- ir að hafa ekki sett lög um að takmarka völd verkalýðsfélag- anna. Sagði frú Thatcher að sam- komulagið nú væri einskis virði og ætti eftir að verða fótum troðið af verkalýðsfélögum, ef þeim þætti það henta. Ekki sér fyrir endann á verkfalli opinberra starfsmanna og hundr- uð skóla eru lokaðir, vegna þess að húsverðir neita að opna þá. Margir spítalar tóku aðeins á móti sjúkl- ingum í neyðartilfellum í dag og sorp hélt áfram að hrannast upp á götum og gangstéttum. Á hinn bóginn sneru 19 þúsund starfs- menn Leyland-bílaverksmiðjanna aftur til vinnu í dag eftir að hafa verið í vikulöngu verkfalli. (Símamynd AP). William Sullivan, sendiherra Bandaríkjanna í Teheran, í hópi stuðningsmanna Ayatollah Khomeini. eftir að þeir höfðu náð bandaríska sendiráðinu í borginni úr höndum árásarmanna. Bandaríkjameim fluttir brott frá íran eftir árásina á sendiráðið Tehcran, Washington, 14. febrúar. AP. Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN hefur ákveðið að hefjast handa um brottflutning fimm þúsund af þeim sjö þúsund Bandaríkjamönnum, sem enn eru í íran. Um 1700 manns eru tilbúnir til brottfarar jafnskjótt og flugvöllurinn í Teheran verður opnaður, en gert er ráð fyrir að það verði á laugardag. Akvörðun þessi er tekin í kjölfar árásar skæruliða á bandaríska sendiráðið í Teheran í morgun, en í árásinni voru um 100 Bandaríkjamenn, þeirra á meðal sendiherrann, teknir fastir og hafðir í haldi um tíma. Bandaríska utanríkisráðuneytið sagði í kvöld að skæruliðar þeir sem réðust á sendiráðið í morgun með skotárás og lögðu síðan byggingar þess undir sig, hafi tilheyrt hópi vinstrisinna í nánum tengslum við kommúnistaflokkinn í Iran. Segir ráðuneytið að hópur þessi sé andvíg- ur áformum Khomeinis um stofnun lýðveldis í anda hreinræktaðrar múhameðstrúar í Iran. Árásin á bandaríska sendiráðið var gerð i morgun og hófst með því að leyniskyttur í nærliggjandi hús- um hófu skothríð á byggingar þess og skæruliðar klifruðu yfir veggi til að komast inn í sendiráðið. Land- gönguliðar flotans, sem til varnar voru í sendiráðinu, reyndu að hrinda árásinni með því að grípa til vopna sinna og kasta táragassprengjum, en eftir nokkur vopnaviðskipti fyrir- skipaði William Sullivan sendiherra mönnum sínum að leggja niður vopn. Tveir landgönguliðar voru þá lítil- lega særðir. Tóku skæruliðarnir sendiráðið á sitt vald og fóru um allt og rótuðu til í leit að vopnum og skjölum. Sendiráðsmenn höfðu brennt miklu af skjölum áður en gefizt var upp og jafnframt var fjarskiptamiðstöð sendiráðsins eyði- lögð áður en hún féll skæruliðum í hendur. Menn úr liðssveitum Ayatollah Khomeinis komu fljótlega á vettvang og hröktu skæruliðana á brott og náðu bandaríska sendiráðsfólkinu óhultu úr greipum þeirra. Bazargan forsætisráðherra og Karim Sanjabi utanríkisráðherra Irans hafa báðir fullvissað Bandaríkjastjórn um að öryggis bandaríska sendiráðsins og bandarískra þegna verði vandlega gætt eftir atburðina í morgun. Jafn- framt hefur hin nýja stjórn heitið Bandaríkjamönnum aðstoð sinni við að koma þeim Bandaríkjamönnum sem þess óska úr landi. Áður en óeirðir hófust i Iran fyrir alvöru sl. sumar voru um 45 þúsund Banda- ríkjamenn í landinu. Nýja íranska stjórnin sakaði í dag óvini ríkisins um að hafa staðið að árásinni á bandaríska sendiráðið með það fyrir augum að reyna að telja umheiminum trú um að upp- lausn ríki í landinu. Callaghan semur við verkalýðshreyfmguna Afganistan: Sendiherra Banda- ríkjanna myrtur Kabul. Nýju Delhi, 14. febrúar. AP. Reuter. SENDIHERRA Bandaríkjanna í Afganistan, Adolph Dubs, var í dag skotinn til bana í átökum milli ræningja, sem höfðu hann á valdi sínu, og lögrcglu. Mannræningjarnir, fjórir talsins, réðust á bíl sendiherr- ans, þegar hann var á leið til vinnu sinnar í morgun, og höfðu sendiherrann með valdi með sér í nærliggjandi hótel. Kröfðust þeir þess að þrír múhameðstrúarklerkar, sem hin nýja vinstri stjórn í Afganistan lét handtaka, væru látnir lausir í skiptum fyrir sendiherrann. Stjórnin hafnaði kröfum ræningj- anna og fyrirskipaði lögreglu- sveitum að gera árás á hótelið. Sendiherrann var látinn þegar að honum var komið og sömuleiðis allir mannræningjarnir. Bandaríkjastjórn hefur harð- lega gagnrýnt stjórnina í Afgan- istan fyrir að hafa látið gera árás á hótelið þegar í stað. , Utvarpið í Kabul, höfuðborg Afganistans, sagði í dag að mannræningjarnir hefðu verið hægri sinnaðir of- stækismenn, sem hefðu viljað grafa undan samskiptum Banda- ríkjanna og Afganistan. Adolph Duhs, sendiherra Banda- ríkjanna í Afganistan, sem mann- ræningjar myrtu í garmorgun. „Kominn til að hlusta og læra” sagði Carter við komuna til Mexíkó Mexíkóborg, 14. febrúar — AP — Reuter CARTER BANDARÍKJAFORSETI kom í dag í þriggja daga opinbera heimsókn til Mexíkó og var tekið á móti honum á flugvellinum við Mexíkóborg með miklum virktum. Carter sagði við komuna að hann hygðist -hlýða á og læra af“ gestgjöfum sínum. en ýmis vandamál hafa verið í samskiptum Bandarikjamanna og Mexíkó að undanförnu. Lopez Portillo forseti Mexíkó tók á móti Carter á flugvellinum og hófu þeir formlegar viðræður þegar að lokinni móttökuathöfn. Gert er ráð fyrir að mikill tími fari i heimsókn- inni i einkaviðræður forsetanna, en sagt er að Carter vonist til að geta náð langtímasamningi við Mexíkana um sölu oliu til Bandaríkjanna tii að minnka innflutning þeirra frá Mið- austurlöndum. Einnig er búizt við að forsetarnir ræði um önnur viðskipti landanna og einnig mexíkanska inn- flytjendur í Bandaríkjunum, sem flutzt hafa til landsins með ólögleg- um hætti. Við borð lá, að Carter hætti við för sína til Mexíkó í dag þegar honum bárust fréttirnar um að ráðist hefði verið á sendiráð Bandaríkjanna í Teheran, en eftir að ljóst varð að Bandaríkjamennirnir þar voru heilir á húfi var ákveðið að hann færi í heimsóknina og Vanee utanríkisráð- herra með honum eins og ráðgert hafði verið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.