Morgunblaðið - 15.02.1979, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. FEBRUAR 1979
Vilhjálmur Hjálmarsson:
Traust menntun kennara er'
mikilvæg. Uppeldi kynslóðanna
hvílir í vaxandi mæli á þeirra
herðum. Og miklum fjármunum er
varið til skólamála. Þetta er hafið
yfir efa og þarf ekki að ræða. Hitt
kann að orka tvímælis, hvort
valdhafar og annað fólk skilur
þetta í raun og veru. Og eitt er
víst: ef svo er, þá hafa menn ekki
ætíð sýnt þann skilning í verki.
Fyrir nokkrum árum urðu
allnokkrar sviptingar í
menntunarmálum kennara hér á
landi. Síðan hefur verið unnið á
þeim grundvelli sem þá var lög-
festur. Síðustu daga hafa þessi
mál orðið að umræðuefni. Ætla ég
að leyfa mér að leggja þar orð í
belg.
Aðhald má ekki
fara út í öfgar
I Kennaraháskóla íslands eru
nú um 400 nemendur, en voru
nokkru færri í fyrra. Næstu árin á
undan voru nemendur um 330. A
þessum misserum verður breyting
á kennsluháttum, sem krefst
aukins mannafla.
Skólinn hefur að undanförnu
m.a. haft í þjónustu sinni bóka-
safnsfræðing, ársráðinn og
æfingastjóra. Nú hafa þessir aðil-
ar verið felldir út af launaskrá
fyrirvaralaust.
Ég hafði á sínum tíma kynnt
mér þessi stöðumál eftir föngum.
Tel ég þessar aðgerðir fráleitar
eins og á stendur. Erfiðlega hefur
gengið að fá heimildir fyrir nýjum
stöðum, sem stjórn skólans hefur
talið nánast óhjákvæmilegt að
stofna til. Hér er aðhald nauð-
synlegt, því ásókn er mikil í allri
átt. Ohjákvæmilegt er þó að vita
málavöxtu, og forðast öfgar,
einnig í aðhaldsaðgerðum.
Þröng fyrir dyrum
Húsnæði Kennaraháskóla
íslands er ekki ennþá byggt að
hálfu miðað við upphaflega
áætlun. Þó eru í skólanum miklu
fleiri nemendur en áætlað var í
byrjun. Þetta veldur ómældum
erfiðleikum í starfi.
Á síðasta kjörtímabili var af
hálfu ríkisstjórnarinnar leitast við
að hægja á opinberum fram-
kvæmdum vegna vaxandi þenslu
og verðbólgu. Heildarfjárveitingar
til skólabygginga reiknaðar á
föstu verðlagi lækkuðu. Einkum
var tregt um fjárveitingar til að
hefja ný verk. Hér varð því að
velja og hafna. Ég kaus að beita
mér sérstaklega fyrir auknum
framlögum til skólabygginga á
þremur sviðum. Eitt þeirra var
kennaramenntunin.
Það væri brák fyrir mig að
reyna að kenna það, að smátt var
skammtað, vondu fólki í hagsýslu,
fjárveitinganefnd, þingflokkum
eða ríkisstjórn, t.d. þáverandi
fjármálaráðherra! Stjórnarliðið
bar sameiginlega ábyrgð á
afgreiðslu fjárlaga, menntamála-
ráðherra rétt eins og aðrir á
meðan hann rótaði sér ekki (úr
stólnum!).
Við fjárlagagerð fyrir árin 1975
og 1976 varð lítil hreyfing að þessu
leyti. En 1977 var veitt fé til
nýbygginga við tvo kennaraskóla
og því fram haldið á fjárlögum
1978.
Það urðu mér mikil vonbrigði,
að ekki reyndist unnt að hefja
framkvæmdir við nýbyggingu
Kennaraháskóla íslands á sl. ári,
því þá stóð ekki á fjárveitingu. En
„kerfið" er stundum þungt í vöfum
og upp komu ýmis skipulagsleg
vafaatriði, sem tafsamt reyndist
að leysa úr. Nú sé ég á prenti, að
ekki er fyrirhugað að bjóða út
nýbyggingu Kennaraháskólans
fyrr en seint á þessu ári og skil ég
ekki hverju sætir. Núverandi ríkis-
stjórn skar að vísu niður fjárveit-
inguna 1978 um helming, úr 50 m.
kr. í 25 m. kr. og Alþingi hækkaði
Vilhjálmur Hjálmarsson
ekki í krónum talið fjárveitingu
1979. Ég tel þó tvímælalaust rétt
að bjóða út nú þegar og nota það
fé, sem fyrir hendi er, í vor og
sumar á heppilegasta tíma ársins.
Á meðan beðið er eftir nýju
húsnæði verður vitanlega að leysa
málin til bráðabirgða eins og þurft
hefur að gera mörg undanfarin ár.
Eigi skal höggva
Þegar þessar línur er skrifaðar
hef ég nýlega heyrt og raunar lesið
í blöðum, að komið hafi til tals að
leggja niður Æfinga- og tilrauna-
skóla Kennaraháskólans. Mér fór
líkt og Njáli forðum og lét segja
mér „þrim sinnum". En þegar ég
hafði náð tali af mönnum í ráðu-
neyti, skóla og borgarstjórn, hlaut
ég að trúa, því þeir staðfestu allir,
að þetta hefði komið til tals. Nú
hefir þessi hugmynd verið bréfuð.
Háskóli hefur tvöfaldri skyldu
að gegna. Honum ber að veita
skólaþegnum fræðslu og þróa þær
greinar, sem kenndar eru með
rannsóknum og tilraunum.
Háskóli íslands leitast við að
veita kennurum sem við hann
vinna aðstöðu til vísinda- og rann-
sóknastarfa á eigin vegum og á
rannsóknarstofnunum, sem aðrir
reka.
í Æfinga- og tilraunaskóla
Kennaraháskólans eru gerðar
skipulegar og samfelldar tilraunir
með nýtt námsefni, námsgögn og
kennsluaðferðir. Eins og gefur að
skilja, er þessi starfsemi ekki
skammtímavinna, heldur í raun
ævarandi þáttur kennara-
menntunar á háskólastigi. En ef
rétt er sem sagt er, að gætt hafi
kyrrstöðu í skólamálum okkar og
enda hlotist af námsleiði, þá eru
slík verkefni sérstaklega brýn
einmitt nú.
Þessi starfsemi verður ekki
stunduð að gagni nema sem sam-
ræmd heild undir forystu
kunnáttumanns og í allstórum
skóla, sem beinlínis starfar á
vegum Kennaraháskólans sjálfs.
Að sundra nú þeirri starfsemi,
sem fram hefur farið í Æfinga- og
tilraunaskóla Kennaraháskóla
íslands að undanförnu, væri slíkt
glapræði að engu tali tekur. Þvert
á móti þarf að styðja við bakið á
henni betur en okkur hefur tekist
til þessa, m.a. með því að búa
henni betri starfskilyrði og tengja
hana enn betur en nú Skólarann-
sóknadeild menntamálaráðu-
Menntun kennara —
KennaraháskóU íslands
Takmörkun rækjuveiða á Húnaflóa:
Þýðir 30 tonna afla-
skerðingu á hvem bát
ÞESSI hornaprúði hrútur heitir Bóndi og á lögheimili í ólafsvík,
en hefir nú í tvo vetur dvalið að Mávahlíð í Fróðárhreppi. Sú
gestrisni veitist ekki hvaða hrút sem er, enda 15 — 20 tiginbornir
verðlaunahrútar þar á bæ og Mávahlíðarærnar rómaðar fyrir
fegurð og vænleika.
Er hrúturinn Bóndi keyptur frá formanni Stéttarsambands
bænda, Gunnari Guðbjartssyni á Hjarðarfelli, og hefir auk þess að
vera mikilla ætta fengið heiðursverðlaun og á margt afkomenda á
Snæfellsnesi. Ekki spilla hornin, svona hrútshorn þóttu hin mesta
gersemi í gamla daga. — Helgi. Ljósm. Leifur Ágústsson.
Vill kynnast islenskum
myndlistarmönnum
— ÞESSI takmörkun á kvóta
okkar við Húnaflóann kemur
okkur að ýmsu leyti spánskt fyrir
sjónir, sagði Friðrik Friðriksson,
einn af rækjusjómönnum á
Hvammstanga, í samtali við Mbl.
— Þar sem kvótinn er minnkaður
úr 2.500 tonnum í 1.800 er ljóst að
við verðum búnir með hann eftir
svo sem viku til tíu daga, því
flestir bátanna eiga ekki eftir
ncma 7—8 tonn.
Friðrik Friðriksson taldi að oft
hefðu áður komið tímabil þar sem
rækjan virtist smá og nú væri hún
smá vegna þess að hún hefði losað
sig við hrognin og virtist því
fremur smá, en sú rækja er væri
VATN í Gvendarbrunnum í
Reykjavík hefur aldrei verið
minna en um þessar mundir
að því er Þóroddur Th.
Sigurðsson vatnsveitustjóri
upplýsti og sagði .hann að
nokkrum erfiðleikum hefði
það valdið.
— Mikið hefur verið um
sírennsli í nýbyggingum og
öðrum vinnustöðum og í
gömlum húsum þar sem talin
er hætta á frostskemmdum í
leiðslum, sagði Þóroddur og
hefur því vatnsnotkun verið
með hrogn flokkaðist í hærri
verðflokk þótt hún væri ekki neitt
betri sem slík. Að öðru leyti kvaðst
Friðrik ekki vita neitt að ráði um
þessi mál, tilkynning hefði borizt í
gærdag en hann bjóst þó við að
þessi ákvörðun kynni að verða
endurskoðuð.
SAMTÖK áhugamanna um kvik-
myndagerð standa fyrir kvik-
mjög mikil að undanförnu og
borinn sem nú er að störfum
við Laugardal, hefur tekið
milli 1.500 og 2.500 rúmmetra
vatns á sólarhring. Þessi
vatnsskortur stafar líka af
því, að nú hefur ekki rignt
um langa tíma og grunnvatn
því lítið enda náðist ekki að
safna nema í hálfan tank af
tveimur við Gvendarbrunna
nú yfir síðustu helgi. Ástæða
er því til að minna Reykvík-
inga á að takmarka nokkuð
vatnsnotkun sína.
— Þessi takmörkun þýðir um
það bil 30 tonna aflaskerðingu á
bát sem er yfir 6 milljónir króna
og gera má ráð fyrir að þarna sé
um að ræða mánaðarvinnu bæði á
sjónum og í rækjustöðinni hérna,
sagði Friðrik Friðriksson að lok-
um.
myndahátið 24. og 25. febrúar
n.k. í Tjarnarbíói. Þar verða
sýndar kvikmyndir sem gerðar
eru af áhugamönnum, en það er
skilyrði að framleiðandi myndar-
innar geri hana af áhuga einum
saman, fjárhagsstuðningur frá
opinberum aðilum eða fyrirtækj-
um í auglýsingarskyni má ekki
hafa komið til.
Allir sem áhuga hafa á að sýna
kvikmyndir sínar eru hvattir til að
taka þátt í hátíðinni. Dómnefnd
verður skipuð og velur hún bestu
myndirnar og verður framleiðend-
um þeirra veitt viðurkenning.
Þetta er fyrsta kvikmyndahátíð
SÁK og er það von Samtakanna að
fólk taki nýbreytni þessari vel og
sæki hátíðina, en hún er öllum
opin og ókeypis aðgangur en börn-
um þó aðeins í fylgd með fullorðn-
um.
Þeir sem ætla að sýna kvikmynd
eða kvikmyndir á hátíðinni eru
beðnir að hafa samband við stjórn
Samtakanna. Stjórn Samtaka
áhugamanna um kvikmyndagerð
er skipuð: Karl Jeppesen, s. 10663,
Marteinn Sigurgeirsson, s. 40056
og Kristberg Óskarsson, s. 33970.
NORRÆNA húsið hefur boðið
Lars Brandstrup forstjóra
sýningarsala í Moss til þess að
kynnast nánar íslenzkri mynd-
list. Lars Brandstrup kom á fót
Galleri F-15 í Moss og hefur rekið
það árum saman, en Moss liggur
ckki langt frá Osló. Gallerí F-15
cr til húsa í gömlu sveitasetri,
sem Lars Brandstrup hefur
breytt í sýningarsali. Þar hefur
hann staðið fyrir norrænum og
alþjóðlegum myndlistar-
sýningum, en Lars Brandstrup
hefur oft tekist að draga úr
kostnaðinum við þær sýningar
m.a. með því að fara sjálfur með
sinn cigin flutningabíl og sækja
sýningarnar, og fara með þær
aftur á sama hátt. Auk þessarar
sýningarstarfsemi gefur hann út
tímaritið F-15 Kontakt.
Lars Brandstrup hefur tekið að
sér að vera Norræna húsinu innan
handar við að senda íslenzka
grafiksýningu um Norðurlöndin í
haust, og er dvöl hans hér nú að
nokkru af því tilefni. En hann vill
einnig komast í samband við
einhverja þá, sem gætu tekið að
sér að skrifa reglulega um íslenzka
myndlist í timarit hans og
ennfremur kynnast íslenzkum
myndlistarmönnum með það í
huga, að þeir haldi einhvern tíma
sýningu í Gallerí F-15. Lars
Brandstrup dvelst hér á landi
5.—11. febrúar.
Vatnsskortur
í Reykjavík
Kvikmyndahátíð
áhugamanna