Morgunblaðið - 15.02.1979, Page 15

Morgunblaðið - 15.02.1979, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. FEBRUAR 1979 15 neytisins og Ríkisútgáfu náms- bóka. Rétt er að vekj'a athyglí á því, að æfingakennsla kennaranema fer aðeins að litlu leyti fram. í Æfinga- og tilraunaskólanum, en er rækt í allmörgum skólum á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land. En stjórnun hennar er að sjálfsögðu í höndum Kennara- háskóla íslands, Æfinga og til- raunaskóla hans. Þessi þrjú atriði, sem ég hef hér vikið að, vona ég „vegna alls góðs“ að leysist farsællega hvert fyrir sig: Kennaraháskólinn fái að ráða nauðsynlegt starfslið ár hvert og svo húsnæði til frambúðar í fyllingu tímans. Og síðast en ekki síst vona ég, að skólinn verði ekki handhöggvinn, en haldi aðstöðu til rannsókna og tilrauna. Hinir réttindalausu Eitt þeirra viðfangsefna, sem voru í gerjun á síðasta kjörtíma- bili, var löggjöf um embættisgengi kennara. Náði hún fram að ganga á s.l. vori. í bráðabirgðaákvæði laganna segir svo: „Þeir sem við gildistöku þessara laga hafa starfað sem settir kenn- arar við skyldunámsskóla 4 ár eða lengur, en fullnægja ekki skilyrð- um laganna til að hljóta skipun í stöðu, skulu eiga kost á að ljúka námi á vegum Kennaraháskóla íslands til að öðlast slík réttindi. Um tilhögup námsins og mat á fyrri menntun og starfsreynslu skal segja ákvæði í reglugerð." Fyrrverandi ráðherra setti nefnd til að gera tillögur um framkvæmd þessa ákvæðis. Hún mun hafa skilað áliti í haust. Á blaðamannafundi nýlega kom fram, að núverandi menntamála- ráðherra hefir viðrað sínar hug- myndir. Er mér sagt að mikið beri á milli. Þetta mál er hvorki einfalt né auðleyst,heldur útheimtir mikinn undirbúning og náið samráð þeirra, sem hér eiga hlut að, s.s. Kennaraháskóli, kennarasamtök og viðkomandi kennarar og svo ráðuneytið, sem reglurnar setur að lokum. Þegar lögin um embættisgengi kennara höfðu hlotið afgreiðslu á Alþingi s.l. vor, var um það rætt, hvort framkvæmanlegt væri að setja reglugerð það tímanlega, að unnt yrði að undirbúa kennslu fyrir réttindalausa að hausti (1978). Það þótti ekki gerlegt þá. Og nú fer ekki að veíta af tíman- um, ef takast á að undirbúa kennslu í tæka tíð. Löggjöf í endurskoöun í lögum um Kennaraháskóla íslands frá 16. apríl 1971 segir svo: „Lög þessi skulu endurskoðuð eigi síðar en að tveimur árum liðnum frá gildistöku þeirra." Nefnd vann að þessari endur- skoðun frá 29. nóvember 1972 til 18. júní 1976. Tillögur nefndarinn- ar voru síðan yfirfarnar í mennta- málaráðuneytinu og frumvarp að nýrri löggjöf lagt fyrir Alþingi til kynningar á útmánuðum 1977. Leitað var umsagna ýmissa aðila um sumarið og frumvarpið endur- flutt með minni háttar breyting- um ári síðar. Eftir stjórnarskiptin í haust tók nýr menntamálaráð- herra frumvarpið til umfjöllunar. Hefir það ekki verið endurflutt. Frumvarp þetta felur ekki í sér neina kollsteypu i málum Kennaraháskóla íslands. Það inniheldur því ýmsar þýðingar- miklar breytingar. Hin stærsta og sú eina sem talið er að valda kunni verulegum ágreiningi er sú, að færa til Kennaraháskólans nám í uppeldis- og kennslufræðum á háskólastigi. Segir svo í upphafi 1. gr. frumvarpsins eins og það var lagt fram í fyrra, að „Kennara- háskóli íslands skal veFa miðstöð vísindalegra rannsókna í uppeldis- og kennslufræðum hér á landi og búa nemendur undir háskólapróf í þeim fræðum." Æskilegt er að ráða’þessu máli til lykta svo fljótt sem við verður komið. Og sum ákvæði hins nýja frumvarps eru þannig vaxin að það er töluvert áríðandi að fá þau í gagnið sem allra fyrst. Á dagskrá síöustu misserin Mér þykir eftir atvikum rétt að vekja athygli á þeim margþættu viðfangsefnum sem nú liggja fyrir á sviði kennaramenntunar hér á landi. Flest þeirra voru með einum eða öðrum hætti á dagskrá á síðasta kjörtímabili og eru mér því ekki framandi. Stöðumál KHI voru að sjálf- sögðu árlegt viðfangsefni í menntam^laráðuneytinu. Hafist var handa um undirbúning nýbyggingar 'og fé veitt til hönnunar og síðar framkvæmda. Lög um embættisgengi kennara voru undirbúin og síðan samþykkt á Alþingi og undirbúningur hafinn að menntun réttindalausra kenn- ara. Frumvarp til nýrra laga fyrir Kennaraháskóla íslands var fullunnið og tvívegis lagt fyrir Alþingi. Þa'r var, eins og fyrr segir, gert ráð fyrir að stíga sporið til fulls og fela Kennaraháskóla Islands ótvíræða forystu á sviði uppeldis- og kennsluvísinda. Og í þessu frumvarpi var Æfinga- og tilraunaskólanum ætlað þýðingar- mikið hlutverk. Miklu varðar hverju fram vind- ur um þessi atriði. Öll til samans hafa þau afgerandi þýðingu fyrir vöxt og viðgang kennaramenntun- ar á Islandi. Hér er aðeins minnt lauslega á hina ýmsu þætti. Síðar gefst e.t.v. tilefni að fjalla nánar um suma þeirra. \ Vilhjálmur Iljálmarsson. V atnsból Akur- nesinga frosid — VIÐ höfum verið í dálitium erfiðleikum með vatnið að undan- förnu, sagði Magnús Oddsson bæjarstjóri á Akranesi í gær, því að í vatnsbóli okkar undir Akra- fjalli er nú svo mikið vatn bundið í klaka og snjó að ekki streymir nægilegt vatn til bæjarins. Magnús sagði að menn hefðu áhyggjur af ástandinu og þótt það hefði lagast nokkuð að undanförnu væri það hvergi nærri gott. Fólk hefði verið beðið að draga úr notkun, en samt hefði borið á vatnsskorti hluta úr degi í húsum er stæðu hátt. Þá sagði Magnús Oddsson að leitað hefði verið eftir vatnsbóli í Melasveit, en ljóst væri að þar væri um hundrað milljón króna fyrirtæki að ræða sem ekkert væri enn ákveðið með. 1140 íbúðir í smíðum í Rvík held þar af eða lengra kom- in. Þá var hafin smíði á 511 íbúðum í Reykjavík á árinu og borið saman við árið 1977 var hafin bygging á 33 fleiri íbúðum 1978 en 1977 en lokið var við 116 færri íbúð- UM SIÐUSTU áramót voru í smíðum í Reykjavík 1140 íbúðir og var 451 íbúð fok- AA-deild stofnuð í Mos-I fellssveit Síðastliðinn mánudag var stofnuð í Mosfellssveit AA-deild. Ákveðið er að framvegis haldi deildin reglulega fundi á mánu- dögum kl. 21 og verða þeir í gamla skólahúsinu að Brúar- landi, annarri hæð. Þá er ætlun- in að halda á næstunni opinn fund í því skyni að kynna al- menningi starfsemi AA-samtak- anna. ir. Nokkuð er misjafnt á síð- ustu árum hversu smíði hefur verið hafin á mörgum íbúð- um, en árið 1977 var það 478, ’76 754, ’75 741, ’74 786, ’73 1133 og ’72 895. Meðalstærð einbýlis- og raðhúsa úr stein- steypu var 582 rúmmetrar, en annarra íbúðarhúsa 332 rúm- metrar, en meðalstærð íbúða er 17 rúmmetrum stærri árið 1978 en 1977. SOSIALISMI ««<‘1*1 lot'ar ni<‘irii <*n liúii U<‘l<ii' *la<>i<> »i<> Samantekt: Róbort T. Anwuon og Svoinn Guðjónaeon SMARIT SUS NR. 9 s.u.s. gefur út rit um sósíalisma Samband ungra sjálfstæðis- manna hefur nýlega gefið út ritið „Sósíalismi, — hug- myndafræði sem lofar meiru en hún getur staðið við“. Þetta er níunda smárit S.U.S. en útgáfuna önnuðust þeir Sveinn Guðjónsson og Róbert T. Árnason. Bórgfirðingar hafa að undanförnu æft sig í ísakstri á Norðurá. Bændur í Borgarfirði sækja vatn langan veg Hvanneyri, 12.2. MIKIÐ vetrarríki hefur verið hér í Borgarfirði það sem af er árinu. Mikill snjór er inn til dala og hefur verið þung færð öðru hvoru alveg frá áramótum. Mikið frost hefur verið af og til, oft komizt niður fyrir -25 gráður. Víða eru bændur farnir að hafa áhyggjur af vatnsleysi og í sumum tilfellum hefur þurft að sækja vatn daglega langan veg. Það er þó svo að vetrarríkið hefur verið nýtt á margan hátt. Snjósleðaeigendur hafa t.d. fengið góða útrás, því að hægt hefur verið að þeysa á sleðunum um héraðið þvert og endilangt. Togbraut fyrir skíðaiðkendur Komið hefur verið fyrir tog- braut í brekkunum fyrir ofan Stóru-Drageyri í Skorradal. Tveir menn á Hvanneyri, Pétur Jónsson og Trausti Ingólfsson, smíðuðu tæki sem til þarf og er brautin alveg við veginn um það bil 200 m löng. Er mjög góð aðstaða þarna og mikill snjór, sér hvergi í dökkan díl í Skorradal. Ákveðið hefur verið að hafa togbrautina í gangi um helgar, frá hádegi til kvölds þegar færð og veður leyfir. Einnig er hægt, ef um hóp er að ræða að panta tíma í síma 7004 og 7014 á Hvanneyri. ísakstur Eins og áður er sagt hefur verið mikið frost uppá síðkastið og eru ölí vötn og ár á þykkum ís. Áhugamenn um akstur bifreiða hafa nú eins og undanfarna vetur gengið fyrir æfingum í akstri í hálku á Norðurá. Hefur fjöldi fólks komið á bílum sínum og spreytt sig á ísnum. Hefur verið lögð braut með hliðum og hafa ökumenn æft sig með því að aka á milli hliðanna. Vandinn er sá að aka á réttum hraða og láta bílana ekki skrika til þannig að öllum hliðum sé náð. Er þetta bæði gagnlegt.og skemmtilegt og hefur fjöldi fólks notfært sér þessa aðstöðu. Þing Ungmennasam- bands Borgarfjaröar Sl. laugardag 10. febr. var haldið í Borgarnesi 57. þing UMSB. Þing- ið sóttu fulltrúar allra aðildar- félaganna auk gesta. Mjög mikið starf var unnið á árinu sem leið og mest á íþróttasviðinu. Formaður UMSB, Eiríkur Jónsson, gat þess í skýrslu sambandsins fyrir árið 1978 að aukna áherzlu þyrfti að leggja í félagslega þáttinn í starfi sambandsins. Margar tillögur lágu fyrir þinginu og er ljóst að verði þær allar framkvæmdar á yfir- standandi ári verður nóg að gera hjá stjórninni sem nú er tekin við, en hana skipa: Kristófer Kristins- son Reykholti, formaður, Jón Gíslason Lundi, varaíormaður, Haukur Ingibergsson Bifröst, rit- ari, Helgi Bjarnason Borgarnesi, gjaldkeri og Ingibjörg Daníels- dóttir Varmalandi, meðstjórnandi. ófeigur. Pétur Jónsson (t.v.) og Trausti Ingólfsson stóðu að því að komið var upp togbraut í Skorradal. Á leid í skóla gcetið að r_ Fundur FIB á Vesturlandi: Vill stórátak í lagn- ingu bundins slitlags LAUGARDAGINN 3. íebrúar s.l. eyri. Aðaiefni fundarins var að gekkst Félag íslenzkra bifreiða- fjalla um framtíðarhorfur í vega- cigenda fyrir almennum fundi bifreiðaeigenda á Vesturlandi. Var fundurinn haldinn í Borgar-. nesi og voru frummælendur þeir Eiður Guðnason alþingismaður og Ófeigur Gestsson frá Hvann- málum. Fjörugar umræður urðu á fundinum og var m.a. mikið rætt um innri málefni F.Í.B. í fundar- lok var samþykkt meðfylgjandi ályktun. Almennur fundur bifreiðaeig- ehda haldinn að frumkvæði F.Í.B. í Borgarnesi hinn 3. febrúar 1979 ályktar: 1. Skorað er á yfirvöld að gera nú þegar stórátak í lagningu bundins slitlags og bendir fundur- inn á þá arðsemi sem þær fram- kvæmdir veita. 2. Athugað verði hvort ekki er hægt að lækka verð hjólbarða t.d. með því að flytja opinberar álögur yfir á aðra gjaldstofna. Bent er á að hjólbarðar eru eitt af veiga- mestu öryggistækjum bílsins og þvi ástæða til að þeir séu sem ódýrastir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.