Morgunblaðið - 15.02.1979, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 15.02.1979, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979 Togarakaup BÚR: Setti ríkisst jórnin Reykjavíkurborg afarkosti? EINS OG kunnugt er af fréttum samþykkti borgar- stjórn fyrir nokkru að kaupa tvo nýja togara, annan frá Portúgal en hinn frá Stálvík hf., og verða umræðurnar sem fram fóru nú raktar. Björgvin Guðmundsson (A) formaður útgerðarráðs tók fyrstur til máls. Rakti hann gang málsins nokkuð og sagði, að samanburðarat- hugun hefði verið gerð á skipunum. í ljós hefði komið, að Stálvíkurskip- ið væri jafnvel eitthvað betra. Miklar umræður sagði Björgvin, að hefðu farið fram í útgerðarráði um kaupin og hefði niðurstaðan orðið sú, að klófesta ætti bæði skipin. Björgvin sagði, að eftir viðræður við viðskipta- og iðnaðarráðuneyti hefði komið í ljós, að möguleikar væru að fá sams konar fyrirgreiðslu við kaup á skipinu frá Stálvík og Portúgal. Þess vegna hefði útgerð- arráð tekið þá ákvörðun að leggja til, að bæði skipin yrðu keypt. Björgvin sagði, að það yrði að segjast eins og væri, að ekki væri búið að ræða eins mikið um fjár- mögnun Stálvíkurskipsins og þess portúgalska. Þess vegna væri lagt til, að þetta yrði tekið í þeirri röð, að fyrst yrði gengið frá skipinu frá Portúgal en síðan hafnar samninga- viðræður við Stálvík um kaup á skipi þaðan. Sagðist Björgvin þess fullviss, að þetta myndi treysta mjög atvinnugrundvöll Reykvík- inga. Birgir Isleifur Gunnarsson (S) tók næst til máls og sagði, að sér geðjaðist ekki að þessum kaupum á portúgalska togaranum, bæði vegna þess, að hann teldi litla reynslu á slíkum skipum og viðskipti við Spánverja hefðu gengið mjög illa. Þannig kvaðst Birgir ísleifur vilja láta Stálvíkurskipið hafa forgang. Hann sagðist telja nauðsynlegt, að borgarstjórn fengi nákvæmari lýs- ingu á viðbrögðum iðnaðar- og viðskiptaráðherra um sams konar kjör á Stálvíkurtogaranum og þeim portúgalska. Rétt væri að vekja athygli á því, að Stálvík hf., veitti fjölda Reykvíkinga atvinnu, væri gott og traust fyrirtæki, sem getið hefði sér gott orð fyrir skipasmíðar og væri þar að auki með teikningu af togara, sem eftir beztu manna yfirsýn værl tæknibylting. Birgir Isleifur sagði, að hann hefði heldur viljað, að fyrst yrði tekin ákvörðun um Stálvíkurtogarann og síðan tekin ákvörðun um Portúgalstogar- ann, en því væri ekki að heilsa m.a. vegna þrýstings frá ríkisstjórninni. Birgir Isleifur minnti á, að skulda- dagar kæmu og því væri eðlilegra, að dreifa kaupunum á sitt hvort árið en Stálvíkurtogarinn keyptur á undan. Björgvin Guðmundsson tók aftur til máls og staðfesti, að iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefðu lýst því yfir, að Reykjavíkurborg fengi að- eins skammtímalán vegna kaupa á skipi frá Stálvík og Portúgal. Æski- legt hefði verið, að gengið væri frá skipakaupum frá Stálvík um leið og hinum, en málin varðandi Stálvík væru ekki svo langt komin, að það væri hægt. Björgvin sagði, að í viðskiptaráðuneytinu lægi nú um- sókn frá Suðurnesjum um Portú- galstogarann sem BÚR ætti að fá svo málið mætti ekki bíða ef borgin ætlaði sér þetta á annað borð. Kristján Benediktsson (F) kvaðst eindregið meðmæltur skipa- kaupunum, en geta tekið undir orð BIG, að hnnn hefði efasemdir um þennan portúgalska togara vegna ’reynslunnar af Spánartogurunum. Þá sagði Kristján, að æskilegt væri, að eitthvað meira en munnlegt samkomulag lægi fyrir frá ráðherr- um um fyrirgreiðslu vegna Stál- víkurskipsins. Hann sagðist ekkert vilja segja, hvort það væri hægt eða af hvaða ástæðum það væri ekki hægt ef svo væri. Kristján Bene- diktsson kvaðst hafa meiri trú á skipi byggðu hérlendis, en hinu portúgalska. En þetta hengi víst saman á streng og til þess að fá þá fyrirgreiðslu, sem við þyrftum á að halda til að fá togarann frá Stálvík þá yrðum við víst að kaupa hinn. Kristján sagðist hafa gert það upp við sig, að hann myndi sætta sig við það og standa að því. Ragnar Júlíusson (S) tók næst til máls. í upphafi máls síns vitnaði hann í tillögu sjálfstæðismanna frá fundi útgerðarráðs, hvar málið var tekið fyrir. 1 þeirri tillögu segir m.a., „að sjálfstæðismenn í útgerð- arráði setji það sem ófrávíkjanlegt skilyrði að jafnframt undirskrift um kaup á skipi frá Portúgal verði gengið til samninga um kaup á skipi frá Stálvík hf.“ Formaður útgerðar- ráðs hefði þá sagt, að hann hefði bæði rætt við viðskiptaráðherra og aðstoðarmann iðnaðarráðherra og báðir hefðu þeir gefið þá yfirlýs- ingu, að þeir skyldu sjá til þess, að BUR fengi skipið frá Stálvík með sömu kjörum og Portúgalsskipið. í máli Ragnars kom fram m.a., að Stálvíkurskipið er efnismeira en Portúgalsskipið og að mörgu leyti betra, þó ekki öllu t.d. hvað snertir ísvélar sem eru tvær í því portú- galska en ein í Stálvíkurskipinu. í því fyrrHefnda var gert ráð fyrir Wickman vél, en nú hefðu umrædd- ar verksmiðjur hætt störfum þann- ig að velja yrði nýja vél í það skip, en þar væri reiknað með 375 snún- ingum á mínútu, sem talið væri af öllum skipstjórnarmönnum mjög óhagkvæmt á togveiðum. í Stálvík- urskipið kæmi hins vegar 2200 hestafla vél með NAK og skrúfu- hraða 170 á mínútu. Fram kom frá Ragnari, að vél sú sem kæmi til með að knýja Portúgalsskipið væri miklu dýrari, en sú vél sem hætt var við. Ragnar Júlíusson sagðist vilja leggja áherzlu á, að það væri ófrávíkjanlegt skilyrði, að staðið yrði í einu og öllu við þau loforð, sem gefin hefðu verið varðandi fyrirgreiðslu um nýsmíði frá Stál- vík. Guðmundur Þ. Jónsson (Abl) sagðist vilja fagna þessum togara- kaupum og þá sérstaklega þeim íslenzku. Nýsmíði skipa og viðgerðir væru mikið hagsmunamál fyrir marga aðila og æskilegt að hafa sem mest af því innanlands. Að- staða væri með ágætum, þjálfað starfslið og yfir’leitt ekkert til fyrirstöðu að annast svona verkefni innanlands. Guðmundur sagði það eiga vera markmið opinberra aðila eins og BÚR, að allur floti útgerðar- innar verði innlend framleiðsla. Með slíku væri öll atvinnustarfsemi í landinu treyst og ótaldir milljarð- ar í erlendum gjaldeyri myndu sparast. Sigurjón Pétursson (Abl) sagðist hafa kosið það frekar ef hægt hefði verið að byggja skipin bæði hér- lendis. En málum væri nú þannig háttað, að markaði vantaði fyrir afla sem skipin veiddu og m.a. væru þessir mikilvægu markaðir í Portú- gal. Sigurjón sagðist því hlynntur skipakaupunum frá Portúgal og samningum um nýsmíði í Stálvík. Markús Örn Antonsson (S) sagði, að sér hefði fundist ræða Kristjáns Benediktssonar athyglis- verð. Kvaðst Markús Örn ekki geta dregið aðra ályktun af því, en verið væri að stilla Bæjarútgerðinni og Reykjavíkurborg upp við vegg. Ætla mætti af máli Kr.1 Ben., að borgin yrði að kaupa Portúgalstog- arann til að fá fyrirgreiðslu vegna Stálvíkurtogarans. Markús Örn sagði, að sér sýndist koma þarna greinilega fram, að ekki væri þetta alls kostar frjálst val. Ef menn hefðu hlustað vel á mál Björgvins Guðmundssonar formanns útgerð- arráðs hefði mátt heyra þar annað en hjá Kristjáni. Af máli Björgvins megi halda, að fleiri aðilar vilji fá Portúgalstogarann svo sem fyrir- tæki á Suðurnesjum. Markús Örn sagðist hafa efasemdir um kaup á Portúgalstogaranum en vera ein- dregið þeirrar skoðunar, að kaupa eigi Stálvíkurtogarann. Markús Örn Antonsson sagði það vera íhugunarefni fyrir borgarfull- trúa hvort svona skyndiákvarðanir væru réttmætar. í því sambandi mætti rifja upp það harmakvein sem heyrðist um fjárhag borgarinn- ar. Þrátt fyrir yfirlýsingar Björg- vins Guðmundssonar um, að hann hafi fengið vilyrði frá viðskiptaráð- herra, að hann myndi beita sér fyrir sams konar fjármögnunarfyrir- greiðslu vegna Stálvíkur- og portú- galska togarans kvaðst Markús Örn Antonsson efast um, að viðskipta- ráðherra geti veitt upp á sitt eindæmi skuldbindandi yfirlýsingar eða loforð af þessu tagi heldur þurfi slíkt væntanlega staðfestingu í ríkisstjórninni. Markús Örn kvaðst telja það mjög miður, að ekki skuli vera hægt að taka ákvarðanir um bæði skipin algerlega samtímis. Hins vegar sagði hann, að með smíði Stálvíkurskipsins væri verið að gera tilraunir með nýja gerð skipa og væri um nokkra tæknibylt- ingu að ræða. Því teldi hann eðlilegt að leggja áherzlu á innlendu kaupin og fresta þeim erlendu og ekki væri tímabært nú að kaupa bæði skipin vegna aðstæðna. Sín skoðun væri að leggja bæri áherzlu á kaup Stálvík- urskipsins sem væri tilraunaskip og taka síðan ákvörðun um hvort keypt yrði annað slíkt éða portúgalskt. Magnús L. Svcinsson (S) sagði, að smíði umrædds skips í Stálvík hefði ekki einungis þýðingu fyrir skipasmíðastöðina sjálfa heldur líka og miklu fremur geysilega þýðingu fyrir uppbyggingu ísl. iðn- aðar. Þá mætti minna á, að í Stálvík ynni fjöldi Reykvíkinga og væru verkefni þar í raun mikilvæg fyrir höfuðborgarsvæðið allt. Magnús L. Sveinsson sagðist hafa hrokkið V eitingahúsin: Hvimleið óþægindi gesta og starfsf ólks ættu að minnka EINS og kunnugt er af fyrri fréttum lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins nýlega fram tillögu varðandi veitinga- sölu í Reykjavík. Birgir ísleifur Gunnarsson hafði framsögu fyrir tillögunni og sagði m.a.: Tillaga okkar sjálfstæðismanna er varðandi 1. mgr. 79. gr. lögreglusamþykktar Reykjavík- ur og hljóðar svo: „Veitingasölu þar sem fram fer sala heitra máltíða, heitra sérrétta eða fjölbreyttra kaffiveitinga skal heimilt að hafa opna frá kl. 06.00 til 03.00, enda sé slík sala meginhluti rekstrarins að dómi heilbrigðisnefndar. Allir gestir sem eigi hafa þar náttstað skulu hafa farið út eigi síðar en hálfri stundu eftir að lokað er. Þó má selja ferðamönnum greiða á hvaða tíma sem er, ef þeir fá náttstað á veitingastöðum eftir lokunartíma. Lögreglustjóri getur heimilað, að skemmtanir megi standa lengur en að framan greinir ef sérstaklega stendur á. Ennfremur mega brúðkaup og önnur boð standa fram yfir hinn tiltekna tíma“. Birgir Isleifur sagði, að umrædd tillaga væri fyrst og fremst fólgin í opnunartíma veitinga- húsa. Hann sagði, að allir veit- ingastaðir lokuðu nokkurn veg- inn á sama tíma kl. 23.30 og skapaði það bæði mikla umferð og óróa utan þessara staða þegar allir þyrptust á sama tíma þangað inn eða rétt fyrir lokun. Ekki væri öngþveitið minna þegar fólkið kæmi út. Þá væri oft mikið vandamál og ná í leigubíla. Stundum ráfaði fólk um götur með háreysti og leita leigubíla. Kvaðst Birgir ísleifur telja, að breyting sem þessi myndi stuðla að betri bæjar- brag. Ef breytingin yrði sam- þykkt þá mætti og vænta þess, að úr samkvæmum í heimahús- um á næturna dragi en þau væru oft hvimleið. Þá mætti nefna annað atriði, að almenn- um matsölustöðum yrði með þessu leyft að hafa opið lengur en til kl. 23.30 og þá yrði komið á móts við kvartanir sem oft bærust, að ekki væri hægt að fá keyptan mat í borginni eftir 23.30 nema á einum stað. í síðari lið tillögunnar segir, að borgar- stjórn beini því til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, að 1. mgr. 7. gr. reglugerðar um sölu- og veitingar áfengis verði breytt með hliðsjón af ofangreindri breytingu á lögreglusamþykkt. Birgir Isleifur sagðist telja eðli- legt, að í borgarstjórn færu fram tvær umræður um málið sem á milli yrði rætt í borgar- ráði. Guðmundur Þ. Jónsson (Abl) tók næst til máls og sagðist telja, að með breytingu myndu heimapartí minnka til muna. Þá væri það hjákátlegt, að hús sem opin mættu vera til kl. 02, yrðu að loka kl. 23.30 þó þau væru jafnvel hálftóm. Þá væri eðli- legt, að almennir matsölustaðir væru opnir lengur en til 23.30 því ekki væri meiningin að stjórna hvenær sólarhringsins fólk borðaði. En þessi mál snertu mörg stéttarfélög og þau þyrftu að átta sig. Guðmundur kvaðst trúlega ekki myndu standa í vegi þessa máls. Kristján Benediktsson (F) sagði, að hér væri hreyft at- hyglisverðu máli sem lengi hefði verið á döfinni. Hann kvaðst ekki vilja leggja mat á hvort hér væri farinn sá rétti meðalvegur sem fara ætti. Troðningurinn hvimleiði við veitingahúsin ætti að minnka. A nóttunni væri fjöldi fólks að rangla um götur borgarinnar í leit að leigubílum, oft illa klætt og ef til vill í kulda. Þetta sæju menn ef þeir ækju fram hjá Klúbbnum eða öðrum veitingastöðum, alls staðar væri þetta eins. Kristján Benedikts- son kvaðst vera jákvæður fyrir málinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.