Morgunblaðið - 15.02.1979, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979
Samtök áhugamanna um áfengisvandamálið:
Velta um 300 milljónum, 30
manns í vinnu, 50 sjúkrarúm,
1200 manns í meðferð 1978
Rætt við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson
framkvæmdastjóra S.Á.A.
S.A.Á. — Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið
— eru ný samtök, en eigi að síður eru þau á allra
vörum. Margir telja að tilkoma þessara samtaka hafi
gerbreytt viðhorfi fólks til þeirra sem eiga við
áfengisvandamál að stríða. Skilningur hefur vaknað
á því að alkóhólismi er sjúkdómur sem ber að
meðhöndlast sem slíkur. Alkóhólismi er nú viður-
kenndur sem sjúkdómur hér á landi, alkóhólistinn er
nú viðurkenndur sjúkur maður. — Þessi hugarfars-
breyting hefur orðið þess valdandi að unnt er að
takast á við vandamálið með nýjum aðferðum.
I timariti S.A.A., sem kom út á
síðasta ári, er meðal annars grein
eftir stjórn samtakanna, þar sem
segir meðal annars:
Þegar heil þjóð
tekur sig til
Það er ekki svo ýkjalangt síðan
— rúm þrjú ár — að ekkert
raunhæft var gert fyrir alkóhól-
ista á Islandi. Islendingar voru um
það bil tuttugu ár á eftir tímanum
og umheiminum, — alkóhólistinn
var bara réttur og sléttur raefill og
róni, og þjóðin hristi höfuðið yfir
aumingjaskap hans að þola ekki að
drekka nokkra drykki áfengis.
Það var fátt gert nema að
þurrka menn upp með þvi að
dengja í þá pillum af öllum hugs-
anlegum tegundum, sem er álíká
gáfulegt og hið fræga læknisráð
Hippókratesar við helti; en Hippó-
krates gamli vildi laga helti sem
orsakaðist af fótbroti með því að
brjóta hinn fótinn líka!
Sem betur fer voru samt nokkrir
ljósir punktar í svartnættinu.
AA-samtökin unnu mikið og óeig-
ingjarnt starf, en að mestu í
kyrrþey. Nokkrir aðilar höfðu þó
barist opinberlega fyrir því að
alkóhólismi væri viðurkenndur
sem sjúkdómur — einn reyndar
meira en aðrir — og það höfðu þeir
gert fyrir daufum eyrum í um það
bil aldarfjórðung. —
En á árunum 1975 og 1976 skeði
undrið mikla. Afstaða ráðamanna
fór að breytast og farið var að
berjast við áfengisvandamálið á
raunhæfan hátt. Og hvað skyldi nú
hafa valdið þessari skyndilegu
kúvendingu? Það var ekkert annað
en það að viðhorf alls almennings
til alkóhólisma höfðu breyst, og sú
staðreynd varð til þess að sjúk-
dómurinn var loks viðurkenndur
sem slíkur hér á landi.
Og til að gera langa sögu stutta,
er nú svo komið, á því herrans ári
1978 erum við íslendingar óðum að
vinna upp þetta tuttugu ára bil. A
sumum sviðum stöndum við fylli-
lega jafnfætis umheiminum, og á
öðrum drögum við hratt á hann.
Stjórn SÁÁ og starfsfólk vill því
nota þetta tækifæri til að þakka
þér, lesandi góður, sem og lands-
mönnum öllum fyrir það risastóra
skref sem Islendingar hafa stigið í
baráttunni við áfengisvandamálið.
Það hefur verið lyft grettistaki,
nokkur slík eru enn eftir, en þegar
heil þjóð tekur sig til, þá stenst
ekkert fyrir.
Um 1200 manns
í meðferð hjá
S.Á.Á. í fyrra
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson lög-
fræðingur tók nýlega við starfi
framkvæmdastjóra hjá S.Á.Á., og
leitaði Morgunblaðið til hans til að
fá upplýsingar um starfsemi sam-
takanna.
Vilhjálmur sagði, að umfang
starfseminnar væri mun meira en
fólk almennt gerði sér grein fyrir,
og sjálfur hefði hann ekki haft
hugmynd um hve umfangsmikil
starfsemin væri orðin fyrr en
hann tók að kynna sér samtökin er
til tals kom að hann hæfi þar
störf.
Sem dæmi um umfang starf-
seminnar sagði Vilhjálmur, að á
skrifstofu S.Á.Á. í Reykjavík ynnu
níu manns. í Reykjadal í Mosfells-
sveit eru samtökin með aðstöðu
fyrir 24 sjúklinga í einu. Að Sogni
í Ölfusi eru samtökin með aðstöðu
fyrir 26 sjúklinga. í Reykjadal
starfa 15 manns, en í Sogni 7 til 8
manns. Á síðasta ári, það er 1978,
nutu um 1200 manns meðferðar á
vegum samtakanna.
Um 8 þúsund
félagsmenn
Vilhjálmur sagði að samtökin
hefðu verið stofnuð hinn 1. október
1977, og væri tala félagsmanna nú
um átta þúsund. Um tilgang sam-
takanna sagði Vilhjálmur, að svo
segði meðal annars í lögum þeirra,
þar sem grundvöllurinn að starf-
inu væri afmarkaður:
1. Að útrýma hindurvitnum, van-
þekkingu og fordómum á áfeng-
isvandamálinu á öfgalausan
hátt og hafa áhrif á almenn-
ingsálitið með markvissri
fræðslu um eðli sjúkdómsins
alkoholisma.
2. Að leggja jafn mikla áherslu á
fræðslu og fyrirbyggjandi
aðgerðir, sem og endurhæfingu
hinna sjúku.
3. Að afla óg koma á framfæri til
almennings upplýsingum um
skaðsemi áfengis, byggðum á
staðreyndum.
4. Framangreindum tilgangi
hyggst félagið ná með því að
sameina leika sem lærða til
baráttu er byggð sé á stað-
reyndum. S.Á.Á. sem slíkt er
ekki bindindisfélag og vill forð-
ast boð og bönn og hvers konar
sleggjudóma.
Sjúkrastöð og
endurhæfingar- og
fræðsluheimili
Sjúklingar sem koma til endur-
hæfingar hjá samtökunum eru
yfirleitt fyrst í eina viku á sjúkra-
stöð samtakanna fyrir alkóhólista,
sem er eins og fyrr segir rekin með
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
framkvæmdastjóri S.Á.Á.
24 sjúkrarúmum í Reykjadal í
Mosfellssveit. Sjúkrastöðin tók til
starfa hinn 7. desember 1977.
Þá sagði Vilhjálmúr að sjúkling-
arnir færu yfirleitt til fjögurra
vikna dvalar í Sogni í Ölfusi, á
endurhæfingar- og fræðsluheimili
samtakanna þar. Þar eru 26 rúm,
en heimilið tók til starfa þann 14.
ágúst síðast liðinn.
Vilhjálmur sagði, að í Sogni
væri megináherslan lögð á fyrir-
lestra, umræðufundi og hópfundi,
þar sem sjúklingarnir lærðu að
þekkja eigin vanda. Engin lyf
sagði Vilhjálmur vera notuð á
vegum S.Á.Á., aðeins vítamín.
Að sögn Vilhjálms er óvíst
hversu lengi samtökin geta verið
með aðstöðu sína á fyrrgreindum
stöðum, og er því nú verið að
kanna hvort unnt verði að fá
varanlegt framtíðarhúsnæði fyrir
starfsemina. Hefðu augu manna
einkum beinst að skólanum í
Krýsuvík í því sambandi, en margt
væri þó óljóst í því máli enn.
Menntamálaráðherra og félags-
málaráðherra hefðu þó tekið mala-
leitan samtakanna vel, og væri
málið nú í athugun, en ljóst væri
þó að þar stæði á fjármagni til
innréttinga á húsnæðinu. — Þetta
sagði Vilhjálmur að væri einn
þeirra möguleika sem nú væri
verið að kanna, en fleira kæmi til
greina, svo sem að festa kaup á
húsnæðinu í Reykjadal, sem nú er
í eigu Styrktarfélags lamaðra og
fatlaðra, en er til sölu.
Velta ársins
1979 áætluð um
300 milljónir
Vilhjálmur sagði, að gífurlegir
fjármunir færu í gegn hjá samtök-
veröur regluleg
Samkvæmisdrykkja___----------•
SK p ___________________ .. K,-. manst ekki
Minnisleysi (Black-out)
•Girra sem aw*- -------- _
ZT---------------------------- . hi'i manst ekki aUt sem
Missir stjórn
s KSKr- ,.,n.
. vatrna'. tl0,.urr8^| fþjéiltogároar meö
m varlr *>»«;“SSSw*®*''
Úr tímariti S.Á.Á.